Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 37
36 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DREGUR UR ÞENSLU Davíð Oddsson, forsætisráðherra, leitaðist við að draga úr áhyggjum fólks vegna þenslu og aukinnar verð- bólgu í 17. júníræðu sinni í fyrradag. Forsætisráðherra sagði af því tilefni m.a.: „Reyndar benda merki til þess nú að úr viðskiptahalla og útlánaþenslu dragi og vonandi er að nýleg ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkun verði hin síðasta af þeim toga nú um sinn.“ Og síðar í ræðu sinni sagði Davíð Oddsson: „Efnahagslögmálin og hinn frjálsi markaður byggjast að mestu á hinu mannlega eðli og það hefur ekkert breytzt. Hins vegar hafa skilyrði hins frjálsa markaðar breytzt mjög hér á landi síðustu árin og það ræður úrslitum. Aukin samkeppni, minni ríkisaf- skipti, heilbrigðari leikreglur og auðveldara flæði fjár munu hafa gjörbreytt gildi gömlu formúlanna. Þess vegna hefur verðbólgan ekki farið af stað, þótt kaupmáttur hafi aukizt meir en nokkru sinni fyrr. Það er ekkert, sem bendir til þess að hinar miklu framfarir, sem orðið hafa á þessum áratug, séu byggðar á völtum fæti. Engu að síður má ekki tefla í neina tvísýnu, heldur fara að öllu með gát og fyrirhyggju. Menn eiga aldrei að hika við að leggja á brattann, en þeir eiga heldur aldrei að ganga nær brún- inni en þeir þurfa.“ Þessi ummæli forsætisráðherra verða vafalaust til þess að draga úr áhyggjum fólks vegna stöðu efnahagsmála. Það er alveg ljóst, að hvorki hinn almenni borgari né for- svarsmenn fyrirtækja mega til þess hugsa, að verðbólgan komizt á skrið á nýjan leik. Og margar vísbendingar eru um, að byrjað sé að draga úr þeirri miklu neyzlu, sem þjóðin hefur leyft sér hin síðari ár. Undirstöður efnahags- lífsins eru sterkar. I öðrum löndum bryddar á nýjum vexti í ríkjum, sem hafa verið í öldudal, svo sem í Japan. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni enn um sinn. ALÞJÓÐLEG UMHVERFISSAMTÖK Alþjóðleg umhverfíssamtök eru byrjuð að beina athygli sinni að íslandi vegna hugsanlegra virkjanafram- kvæmda norðan Vatnajökuls og framkvæmda í tengslum við virkjanir í Þjórsárverum. Hér er annars vegar um að ræða alþjóðasamtökin „Worldwide Fund for Nature“ og hins vegar konunglega brezka fuglaverndarfélagið. Vip skulum varast að gera lítið úr þessum samtökum. Við Islendingar höfum ekki orðið fyrir því, að umhverfis- mál á Islandi hafi orðið að umræðuefni í öðrum löndum, svo nokkru máli skipti. Það gæti verið að gerast nú. Ahrif slíkra umræðna geta orðið erfið fyrir okkur. Þess vegna eigum við að varast að ýta undir þessar umræður eða hella á nokkurn hátt olíu á eldinn, en hins vegar að svara málefnalega hvenær, sem tækifæri gefst til. Annars gæti illa farið. BREYTING A KJÖRDÆMASKIPAN Alþingi hefur samþykkt öðru sinni stjórnskipunarlög um breytingar á kjördæmaskipan, sem nánar verður svo kveðið á um í almennum lögum. Vafalaust líta flestir svo á, að með hinni nýju kjördæmaskipan, sem kosið verð- ur eftir í fyrsta sinn í næstu alþingiskosningum, sé stigið spor í rétta átt til þess að jafna vægi atkvæða á milli landshluta. En jafnframt má búast við, að margir hafi efasemdir um að sú skipting landsins í kjördæmi utan Reykjavíkur- svæðisins, sem gert er ráð fyrir, sé bezti kostur, sem völ er á. Vafalaust er þetta bezti kostur, sem samstaða gat tekizt um á Alþingi, en þetta er tvennt ólíkt. Eins og hinni nýju kjördæmaskipan verður háttað má gera ráð fyrir, að jafnframt því að stíga spor í átt til aukins jafnræðis á milli kjósenda sé hér um að ræða nýjan áfanga í átt til þess að landið verði eitt kjördæmi. Avarp forsætisráðherra Davíðs Oddssonar 17. júní 1999 Ekkert bendir til að hinar miklu framfarir séu byg-gðar á völtum fæti „GÓÐIR íslendingar. reynslan hefir sýnt, að slíkar framfar- Okkur þykir flestum að sú persónu- ir eru byggðar á völtum fæti.“ dýrkun sem tíðkast með sumum þjóð- Þessi orð voru mælt fáeinum árum um, ekki síst í einræðisríkjum, sé áður en Alþingi Islendinga var endur- heldur ógeðfelldur óvani. Lítið hefur reist. Enn var þess langt að bíða að borið á slíku hér á landi. Næst ísland risi úr öskustó þjóðanna og á komumst við að hafa nokkra helgi á síðasta fjórðungi síðustu aldar var svo Jóni Sigurðssyni forseta, en þessi há- af þjóðinni dregið eftir veðurfár og tíðisdagur er í senn tileinkaður hon- volæði, að miklir fólksflutningar urðu um og lýðveldinu sjálfu. Jón Sigurðs- til Vesturheims. En vonin dó aldrei. son naut mikillar hylli samtímamanna Ný stjórnarskrá 1874, heimastjómin, sinna, forysta hans var hafinn yfir vafa, þótt hann hafi að sönnu átt sína andstæðinga. Og hvemig sem við, sem nú eram á dögum, rýnum í heimildir og leit- umst við að láta ekki glýju goð- sagnarinnar byrgja okkur alla sýn, lætur per- sóna Jóns ekki undan. Það skín í gegnum alla skoðun að hann hefur verið ein- hver ágætasti maður Islands um alla tíð, og þarfastur allra manna þegar mest reið á, í sj álfstæðisbarátt- unni. Jón Sig- urðsson hefur haft ótrúlega næmt auga fyrir því, hvað þjóðinni myndi reynast best, bæði í bráð, DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flytur þegar slagurinn um sjálfsstjórnarréttindin stóð sem fullveldið og loks lýðveldið era stóra hæst og eins og ekki síður þegar til bautasteinamir í framfarasókn þjóð- lengri tíma var horft. arinnar og við allar þær stóra stundir Umræður um skólamál hafa verið var Jón Sigurðsson hafinn á stall, í ofarlega á baugi að undanförnu og eiginlegri og óeiginlegri merkingu og okkur greinir lítt á um mikilvægi forystu hans minnst. þeirra fyrir farsæla framtíð þjóðar- Og nú, eitt hundrað og tuttugu ár- innar. Um skólana hafði Jón Sigurðs- um eftir dauða hans, þykir íslenska son sitt að segja árið 1840, þegar ís- þjóðin í fremstu röð, þegar til lífsskil- land var fátækt og virtist eiga fárra yrða einstaklingana er litið í víðustum kosta völ. Jón sagði þá: „Með tilliti til skilningi. Hlutverkin, sem við sinnum, þjóðarinnar verður sá tilgángur skól- eru önnur og fjölbreyttari en nokkurn ans: að búa svo undir hverja stétt, að gat órað fyrir og það sem við af kæk hver þeirra í sinni röð styðji að fram- köllum vandamál en mætti oftast fór alls landsins, allrar þjóðarinnar, heita viðfangsefni er harla ólíkt því svo vér gætum smám saman komizt sem Jóni Sigurðssyni og öðram fram- þannig á fót, að vér gætum fylgt með sýnum mönnum hefði nokkra sinni framíoram hinna menntuðu þjóða á komið í hug. Nú þykir brýnast að sérhverri öld, eftir þvi sem kostur er gæta þess að kynda ekki efnahagsvél- á, og sigrað sem flesta tálma, sem þar ina svo að ekki verði við neitt ráðið. verður á vegi vorum, en alþíng verður Reyndar benda merki til þess nú, að ljósastur vottur, hvort þetta heppnast úr viðskiptahalla og útlánaþenslu eður ekki. Til að ná þessum tilgángi dragi og vonandi er að nýleg ákvörð- ættum vér allir að stuðla með kost- un Seðlabankans um vaxtahækkun gæfni og alúð og ekki skirr- ---------- verði hin síðasta af þeim ast við þeim kostnaðar- Benda merki toga nú um sinn. Víðast auka, sem kljúfandi væri, til þess nú, að bvar í kringum okkur hafa því engum peníngum er viðskiota- vext'r lækkað ört enda er varið heppilegar en þeim, . .. þar leitast við að kynda þá sem keypt er fyrir andleg ® " ofna efnahagslífsins sem og líkamleg framfór sem lanaþenslu vig erum að passa að of- mest að verða má. Vér eig- dragi hitni ekki hjá okkur. um að hefja hugann hátt og ......... Efnahagsspár geta verið sýna dugnað vorn og ættar- gott hjálpartæki, en eru megin það, sem vér ættum að hafa frá enn mikilli óvissu háðar og virðast á hinum frægu forfeðrum vorum, í því stundum sýnu lakari en veðurspámar að sigra allar þær hindranir, sem sem við vitum af reynslu að geta sigraðar verða með afli auðs og kunn- bragðist. Fyrir skömmu stóðu nær áttu. Ef vér gjöram oss það að reglu allir hagfræðingar Evrópu saman að að hefja aldrei hugann hátt, þá snýst baki kenningu um að Evrópumyntin það bráðum til þess, að vér virðum nýja yrði traust og myndi örugglega fyrir oss hvaðeina með lítilsigldu geði, styrkjast á mánuðunum eftir stofnun- hugarvíli og kvíða, og meðan því fer ina. Og nú kannast þeir sömu við að fram er engin von á vér lifnum nokk- mjög hefur dregið úr gengi evranar, urntíma til þjóðlífs eða að velgengni en segja það bara gott fyrir staðnað vor vaxi, nema eftir því sem náttúran efnahagslíf Evrópulandanna. Við kann að leika við oss eitt ár í bili, en segjum hér á landi þegar hellirignir þótt spáð hafði verið sólskini að sá komið að verki og beitt bestu þekkt- viðsnúningur sé bara góður fyrir um aðferðum. gróðurinn. í þrjú ár samfellt hafa Erfðabreytt matvæli era eitt sumir hagfræðingar hérlendis verið nýjasta viðfangsefnið sem þarf að að spá því að verðbólgan fari á fulla skoða og kemur þar margt til álita. ferð „á næstu vikum“. Ekki hefur það Maðurinn hefur á undanfórnum ára- gengið eftir sem betur fer. Menn tugum gert markvissar breytingar á gætu spurt af því tilefni, hvort efna- matvælaframleiðslunni til að auka hagslögmálin og eðli hins frjálsa magn og gæði og náð stórkostlegum markaðar hafi breyst. Ég held ekki. árangri. Og ekki má gleyma að nátt- Efnahagslögmálin og hinn frjálsi úran sjálf hefur alla tíð staðið fyrir erfðabreytingum og á því verður aldrei lát. En nú er maðurinn bú- inn að koma sér upp tækni til að framkvæma erfðabreytingar sem engar líkur era á að náttúr- an sjálf hefði nokkra sinni gert. Þannig er nú allstór hluti sojabauna- og kornframleiðslu heimsins til kominn með þessum hætti svo dæmi sé nefnt. Margir virtir vísinda- menn segja að þetta sé hættu- laust með öllu, að minnsta kosti bendi ekkert til annars. En vita þeir það? Um það hljóta marg- ir að hafa efa- semdir og grana að einvörðungu ávarp á þjóðhátíð við Austurvöll 17. júní. tíminn geti að lokum sagt til markaður byggjast að mestu á hinu nieð óyggjandi hætti hvort svo sé. Og mannlega eðli og það hefur ekkert ekki er víst að þá verði svo auðveld- breyst. Hins vegar hafa skilyrði hins lega aftur snúið. Svo við lítum okkur frjálsa markaðar breyst mjög hér á nær um annað álitaefni, þá vilja sum- landi síðustu árin og það ræður úrslit- ir leiða inn norskt kúakyn hér á landi um. Aukin samkeppni, minni ríkisaf- í stað hins íslenska. Þeir vilja með skipti, heilbrigðari leikreglur og auð- þessu ná að framleiða meira magn veldara flæði fjármuna hafa gjör- mjólkur en áður og með ódýrari breytt gildi gömlu formúlanna. Þess hætti. Hvorki ég né aðrir vilja drepa vegna hefur verðbólgan ekki farið af góðar hugmyndir og áætlanir bjart- stað þótt kaupmáttur hafi aukist meir sýnismanna um meiri og ódýrari en nokkra sinni fyrr. Það er ekkert framleiðslu. En margur maðurinn sem bendir til þess að hinar miklu hefur orðið að svartsýnismanni eftir framfarir sem orðið hafa á þessum að hafa látið undan óðagoti í bjart- áratug séu byggðar á völtum fæti. sýnismanni. Líkur eru taldar á því að Engu að síður má ekki tefla í neina íslenska mjólkin búi yfir eiginleikum tvísýnu, heldur fara að öllu með gát sem geti haft mikla þýðingu fyrir og fyrirhyggju. Menn eiga aldrei að heilsu barna og unglinga. í þessu síð- hika við að leggja á brattann, en þeir ara tilviki getur ekki skaðað að flýta eiga heldur aldrei að ganga nær brún- sér hægt. Því takist illa til verður inni en þeir þurfa. aldrei úr því bætt. Nútímaþjóðfélagið byggist öðra Ekki er vafi á að okkar íslendinga fremur á trausti. Enginn er lengur bíða ótrúlega mörg og góð tækifæri sjálfum sér nógur. Við þurfum að um þessar mundir sem engin ástæða treysta því að þau matvæli _________________ er til að láta sér úr greip- sem við neytum séu holl og | öllum mann- um ganga- En Þótt fátt hafi án efna sem geta á lengri leaum sam- ver^ um t®kifæri í tíð tíma verið skaðleg. Við j . Jóns Sigurðssonar er hug- verðum að geta treyst því SK,Ptum nu‘ myndafræði hans um að náunginn fylgi sömu um- timans er oro- hvernig nálgast beri fram- ferðarreglu og við, annars ið traust lykil- farir öragglega rétt, en fer illa. Líf okkar hangir orð Jón sagði: „Eftir því sem á iðulega á árvekni flugum- ..... - stendur fyrir oss íslend- ferðarstjóra á erlendum íngum enn sem komið er, flugvelli, eða jafnvel hreinlæti starfs- verður ekki gjört ráð fyrir, að vér manna í mötuneytum. Við verðum að getum sett mjög mikið á fót í einu, en geta treyst kennurum fyrir börnum um Það ættum vér að hugsa á hverri okkar, lögreglunni fyrir almennu ör- tíð, hversu vér gætum komið sem yggi og dómstólum fyrir því að réttar- mestu til vegar að auðið er, og búið reglumar séu ekki misnotaðar. í öll- svo í haginn, að jafnan verði bætt um mannlegum samskiptum nútím- smám saman, svo framför vor verði ans er orðið traust lykilorðið. Flest jöfn og stöðug.“ setjum við mikið traust á vísindin en Með þessi heilræði í bakhöndinni reynslan sýnir þó að það sem virðist skulum við horfa djörf og bjartsýn rétt í þeim fræðum á einum tíma, get- fram á veginn. ur undraskjótt orðið að gamallri bá- Ágætu landar, nær og fjær, ég óska bilju, þótt færustu gáfumenn hafi ykkur öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.“ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 37 INGA Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Hún hefur unnið sem ráðgjafi við sögu kristni á íslandi sem kemur út á næsta ári. Auk þess vinnur hún að gerð sjónvarpshandrits, fyrir norræna ráðstefnu í sumar. HÓPUR kvenna sem vinnur að því að stofna Maríusetur, fræðamiðstöð fyrir konur. Þær eru, talið frá vinstri: Vilborg Davíðsdóttir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Þorláksdóttir, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, Helga Jónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Þórunn Valdimarsdóttir. Á myndina vantar Önnu S. Pálsdóttur, Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur. Konur og kristni Fyrir nokkrum árum var Inga Huld Hákon- ardóttir beðin um að skrifa nokkrar síður um hlut kvenna í sögu kristni á Islandi sem kemur út á næsta ári á vegum Alþingis. Eins og kemur fram í samtali við Salvöru Nordal varð Ingu Huld fljótlega ljóst að hlutur kvenna í þessari sögu hefði lítið sem ekkert verið rannsakaður. Nú er hins vegar að vakna mikill áhugi á þessu efni. INGA HULD Hákonardóttir sagnfræðingur hefur mörg járn í eldinum. Hún vinnur nú að gerð sjónvarpshandrits, fræðsluþátt- ar, fyrirlestrar fyrir norræna ráð- stefnu í sumar og bókar sem er vænt- anleg á næsta ári. Öll verkefnin eiga það þó sameiginlegt að fjalla um hlut kvenna í sögu íslenskrar kirkju og kristni með einum eða öðram hætti; rannsóknarsvið sem hefur legið óbætt hjá garði um langt skeið. Þegar við setjumst niður til að spjalla um hlut kvenna í kristninni er Inga Huld nýkomin ofan úr Borgar- firði þar sem hún hefur setið við skriftir á vormánuðum, milli þess sem hún hefur sótt námskeið í kvikmynda- gerð hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans. Hún hefur um langt skeið stundað rannsóknir í sagnfræði með áherslu á sögu kvenna. Áhuginn á sögu þeirra innan kirkjunnar er þó fremur nýtilkominn. Stofnanir þungar í vöfum „Síðustu ár hefur verið unnið að því mikla verkefni að skrifa Kirkjusögu Islands. Bókin á að koma út í fjóram bindum á næsta ári. Auður Eir lagði mikla áherslu á að sögu kvenna innan kirkjunnar yrðu gerð skil í þessu mikla riti. í hverju bindi skrifa ég sjö blaðsíður um hlut kvenna. Hann er þó miklu stærri en rúmast á þessum fáu blaðsíðum og því hefur þetta verkefni undið upp á sig og núna er ég með nokkur verkefni í takinu sem tengjast sögu kvenna innan kirkjunnar með einum eða öðrum hætti.“ Inga Huld segir að á síðustu öldum hafi ríkt mikil kvenblinda, bæði innan guðfræði og sagnfræði. „Við sjáum þetta til dæmis innan guðfræðinnar. Meirihluti þeirra sem stunda nám þar er konur en námskrá- in hefur lítið breyst í samræmi við það. Þó held ég að það sé að rofa til enda hafa nýlega komið tvær konur með doktorspróf, þær Arnfríður Guð- mundsdóttir og Sólveig Anna Bóas- dóttir. Erlendis hafa komið fram margar nýjar stefnur og rannsóknir sem snerta konur, bæði í guðfræði og sögu, sérstaklega í Bandaríkjunum, Bretíandi og Frakklandi. Norður- löndin hafa þó setið eftir.“ Af hverju heldur þú að svo sé? „Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því. Ein gæti verið sú að kirkja, háskóli og ríki eru miklu tengdari á Norðurlöndunum heldur en t.d. í Bandaríkjunum. Einnig hefur ríkt meiri pósitívismi meðal sagnfræðinga og guðfræðinga á Norðurlöndum en víða annars staðar þar sem menn leyfa sér meira frelsi.“ Inga Huld er sjálfstætt starfandi fræðimaður og hefur því verið háð styrkjum í sínum rannsóknum. „Kosturinn við að starfa sjálfstætt er að þá hefur maður meira frelsi til að sjá og skoða. Þetta er hins vegar erfiðara fjárhagslega. En ég hef notið mikillar velvildar frá ýmsum aðilum. Þannig hefur Rannsóknarstofa í kvennafræðum og guðfræðideild greitt götu mína heilmikið og margir einstaklingar innan háskólans og kirkjunnar hafa sýnt þessu verkefni áhuga. Stofnanirnar eru hins vegar miklu þyngri í vöfum.“ Hvernig hafa tengsl kvenna og kirkju verið? „í bændasamfélaginu vora heimilin undir stjórn kvenna miðpunktur þjóð- félagsins. Þau voru mjög mikilvæg í trúarlífi fólks. Þar vora lesnir hús- lestrar, sungnir sálmar og börnum kennd undirstaða í kristnum fræðum. En í kirkjum máttu konur ekki syngja fyrr en á þessari öld. Konur hafa líka verið mjög hlynntar boðskap kristninnar um kærleika, mildi og mannúð. Margs konar hjálpar- og líknarstörf voru unnin af konum. Þá hafði sá rammi sem kirkjan setti utan um hjónabandið og fjölskylduna og viðhorf hennar til kynlífs mikil áhrif á stöðu kvenna.“ Voru konur verr settar í heiðnum sið? „Ég hef ekki rannsakað stöðu kvenna í norrænum sið sérstaklega. Ýmsar auðkonur voru valdamiklar en þar var einnig mikið af vamarlausum ambáttum og frillum og útburður á bömum tíðkaðist. Konur höfðu ekki mikið að segja um hverjum þær gift- ust og ættarveldið var sterkt. Kristn- in hefur því verið konum mikils virði og breytt stöðu þeirra mikið. Ég held að það sé ekki tilviljun að staða kvenna í hinum kristna heimi er nú sterkari en víðast annars staðar.“ Konur baka og skreyta kirkjur „Kirkjan hefur verið geysilegur menningarberi í gegnum aldirnar og þar hefur hlutur kvenna verið stór. Þeim hefur verið annt um að prýða kirkjur, gert fógur veggteppi og aðra skrautmuni og safnað fyrir bygging- um og gripum kirkjunnar. Með köku- bösuram má eiginlega segja að þær hafi „bakað“ fjölda kirkna. Nunnuklaustrin voru mikilvæg fræðasetur kvenna og eins konar kvennaathvörf. Það eru til fjölmargar heimildir um það hvernig nunnu- klaustrin studdu konur. Þau voru einu fræðasetur kvenna fram að siða- skiptum og síðan höfum við engin átt. Saga nunnuklaustranna er raunar sérstakur þáttur í sögu kvenna innan kirkjunnar og ég er núna í hópi kvenna sem hafa gert það að tillögu sinni að jarðir Kirkjubæjarklausturs verði afhentar konum aftur, eða ígildi þeirra, svo það megi byggja þar og reka hús fyrir konur sem sinna svip- aðri vinnu og stunduð var í klaustrun- um fyrr á öldum eins og listum, lækn- ingum, fræðistörfum og skriftum. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðing- ur lagði þessa hugmynd fyrst fram og það væri sannarlega skemmtilegt ef hægt væri að búa út slíkt menningar- setur fyrir konur í anda gömlu klaustranna." Tengsl við alþýðumenningu „Það var mikið kristnihald á bónda- bæjunum og ógrynni af alþýðubæn- um hefur varðveist. Saga og menning kvenna er samofín alþýðumenning- unni og hefur að mestu verið varð- veitt í munnlegri geymd frá landnámi fram á síðustu öld. Það voru ekki síst konurnar sem miðluðu þessum arfi frá kynslóð til kynslóðar. Fæstar kvennanna kunnu að skrifa en þær létu gera sér bækur og fengu karla til að skrifa þær upp. Þessar bækur, sem voru gjama örsmáar og konurnar báru með sér hvert sem þær fóru, innihéldu bænir og trúarijóð. Mörg þessara ljóða og bæna era til í tugum uppskrifta. Það er ekki langt síðan menn fóru að gefa þessum bókum og uppskriftum gaum. Konur áttu auð- vitað líka stóran þátt í að miðla þjóð- sögunum. Þrátt íýrir að þjóðsögumar byggist talsvert á heiðnum arfi eru þar mjög kristin viðhorf. Það hefur verið bent á að huldukonurnar hafi komið í stað heilagra meyja og í ís- lensku álfatrúnni eru mikil kristin áhrif því álfamir eiga sér kirkju og presta sem þekkist ekki annars stað- ar svo ég viti.“ Þótt Inga Huld sé fyrst og fremst að rannsaka menningu kvenna innan kirkjunnar segir hún að skiptingin milli kvenna- og karlamenningar hafi í raun ekki verið við lýði í alþýðu- menningunni, ólíkt því sem gerðist innan stofnana eins og háskóla og kirkju. „Það er miklu meira varðveitt um sögu kvenna í alþýðufræðum en með- al háskólamanna. Þannig er gaman að bera saman verk Jóns í Hítardal og sonar hans, fræðimannsins Finns Jónssonar. I biskupasögum sínum segir Jón frá ýmsum konum en hinn hálærði Finnur nefnir þær varla á nafn í Kirkjusögu sinni.“ Kvikmynd í burðarliðnum Inga Huld hefur, ásamt nokkram öðram konum, fengið styrk frá Landafundanefnd til þess að undir- búa sjónvarpsmynd um sögu kvenna í kristni. „Ég fékk, ásamt Hrafnhildi Schram, Önnu Heiði Oddsdóttur og Emu Indriðadóttur, styrk frá Landa- fundanefnd til þess að undirbúa kvik- mynd um Guðríði Þorbjamardóttur og sögu kvenna og kirkjunnar. Guð- ríður stendur á mörkum heiðni og kristni. Hún er ættmóðir þriggja biskupa og einnar abbadísar. Kvik- myndin verður um pílagrímsfor Guð- ríðar til Rómar og hugmyndin er að ferðast sömu leið og hún og nota tækifærið til að segja sögu kvenna innan kirkjunnar. Á leiðinni er til dæmis hugmyndin að heimsækja kirkju Ástríðar í Hróarskeldu og klaustur Hildegard von Bingen við Rínarfljót en þar sigldu pílagrímarnir um. Þetta verður þriggja þátta heim- ildarmynd.“ Ótrúlega mikið efni til Hvað hefur komið þér mest á óvart í þessum rannsóknum? „Það er hversu mikið efni er til um konur og kristni sem eftir er að rann- saka og draga fram í dagsljósið. Ég er búin að sanka að mér ógrynni efnis en sem betur fer veit ég um nokkrar ágætar fræðikonur sem eru líka að sinna þessu efni. Þótt margar konur séu orðnir prestar hefur það kostað meiri baráttu fyrir þær en karlana. Konumar hafa líka þurft að laga sig að sjónarmiðum karlanna og þeim hefðum sem ríkja innan stéttarinnar. Það er auðvitað skiljanlegt að menn hafi átt erfitt með að tileinka sér sjón- arhom kvenna þegar þeir hafa í ára- tuganámi verið látnir lesa texta þar sem konur eru aldrei nefndar á nafn. Undanfarið hefur hins vegar átt sér stað mikil umræða innan kirkjunnar og mér finnst prestar almennt vera orðnir skilningsríkari í garð kvenna. En það er ekki bara kirkjan sem hef- ur verið kvenblind. Sama má segja um margar háskólarannsóknir en það er sem betur fer að breytast. Raunar má segja að háskólar frá því á upplýs- ingaröld hafi einnig verið trúblindir og ekki tekið tillit til þess hve kristin trú er samofin menningu okkar og fléttast inn í nær alla þætti okkar lífs.“ Hvernig verður sögu kvenna minnst næsta ár þegar haldið verður upp á 1000 ára kristni í landinu? „Ég vona það besta. Konur hafa alltaf stutt kirkjuna af heilum hug og framlag þeirra hefur verið stórt. Þær eru oft mjög mótandi þegar verið er að stofna nýja söfnuði, eins og til dæmis í frumkristni, en síðan er þeim gjarna ýtt til hliðar. Ég vona að hátíð- in verði í anda Krists og gaumur gef- inn að konum, líka þeim fátæku og sjúku en ekki verði bara haldin stór- mennahátíð." 4T r* r- I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.