Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 47 Um ártöl og fleira NÆSTUM því frá því sögur hófust, held ég, hefur maður gengið undir manns hönd að ráða fólki frá að eyða tíma sínum í að deila um staðreyndir. Petta hefur engan ár- angur borið. Nú þrátta menn til dæmis hástöfum um hvenær 20. öldin megi teljast liðin og þriðja ár- þúsundið, að okkar tímatali, byrji. Síðast skrifaði hálærður verkfræð- ingur í Mbl. á dögunum og sannaði eins og ekki neitt að 1999 væri sama sem 2000. Alveg án þess að depla auga. Þetta gerði hann með því að sýna fram á að fyrsti áratug- urinn e. Kr. b. endi með tölunni 9. Segi og skrifa níu! Við þetta notaði fellu núll og einn og kunni ekki meira. Þær mega það fyrir mér, ef þetta er þá satt, en það má einu gilda. En það má ekki verða til þess að menn fari að halda að stakt núll sé eitthvað annað en núll, eins og svo sem heilt ár til dæmis. Senni- lega liggur meinlokan í því að mönnum hættir til að gleyma að ár- tal er í raun raðtala. Það kemur æv- inlega fram þegar farið er með ár- tal á latínu. Af því leiðir til dæmis að ártal er ekki sams konar tala og kemur fram á kílómetrateljara og allir kannast við sem í bílum aka. Ef svo væri héti yfirstandandi ár hinn 1. júlí nk. 1998,5. Þá sæju allir, meira að segja máladeildarmenn (og jafnvel verkfræðingar), að eftir væri eitt og hálft ár af 20. öldinni. 1. júlí 2000 væri á sama mæli 1999,5. Aldamótin enn ekki komin! Fyrir skömmu lést í hárri elli heiðursmaðurinn Bótólfur Sveins- son og var mörgum harmdauði, einnig mér sem þekkti lítið til hans og mest af afspurn en þó ekki síst því að hann tók upp á því fyrir all- mörgum árum að senda okkur öll- um jólakveðju í útvarpinu á Þor- láksmessu. Hlustaði ég ævinlega eftir kveðjunni og þótti sem hún væri ætluð mér sérstaklega þegar hún svo kom. Bótólfur Sveinsson Arþúsundamót En hvað sem þessu öllu líður kemur heims- byggðin til með að halda upp á aldamót, -----------------rs----- segir Þórður Orn Sigurðsson, nú um næstu áramótin, þótt í misgripum verði. var, að ég hygg, fæddur 17. júní 1900, þ.e. fyrir mitt síðasta ár 19. aldar. Eitthvað var það, en svona hin seinni árin var ég farinn að ætl- ast til þess að Bótólfi mætti auðn- ast líf fram á árið 2001. Ekki bara til að ég héldi áfram að meðtaka hina óbrigðulu jólakveðju, heldur til að þá yrði til Islendingur og ein- stakt valmenni sem hefði séð þrjár aldir og tvö árþúsund! En hvað sem þessu öllu líður kemur heimsbyggðin til með að halda upp á aldamót nú um næstu áramótin, þótt í misgripum verði. Homo vult decipi (Maðurinn vill láta blekkjast). I einu af þekktari leikritum sínum, Þjóðníðingi, lætur Ibsen mann fara með þessi orð (til- vitnun eftir minni): „Minnihlutinn hefur alltaf á réttu að standa!“ Mér er nær að halda að nokkuð kunni að vera til í því. Höfundur er framkvæmdastjóri al- þjóðamála hjá flugmáhistjóm. Þórður Örn Sigurðsson verkfræðingurinn að vísu þá ný- stárlegu talningaraðferð að byrja á núlli og telja það með. En hver er ég, máladeildarmaðurinn, að fara að rekast í slíkum smámunum þeg- ar stærðfræðingur á í hlut? Eg minnist fárra afreka okkar máladeildarmanna í stærðfræði í mína tíð; einkum var undirritaður laus við að vera bendlaður við slíkt. Nokkurs konar heiðurs- mannasamkomulag gilti um að lát- ið skyldi gott heita ef menn kynnu svona sæmilega að telja. Nú er ég farinn að halda að ekki hafi einu sinni verið gengið eftir því í stærð- fræðideildinni. Haft var fyrir satt í minni deild að stakt núll væri sama sem núll = ekki neitt! Þess vegna töldu menn í máladeild svona: Einn! Tveir! Þrír! Fjórir! o.s.frv. Góði dátinn Svejk sagði á sinn hátt: „I gönguferðum er gam- all siðurý annan fótinn upp þegar hinn fer niður!“ og „Simsala, da- sala, búmsala, buppý annan fótinn niður þegar hinn fer upp!“ (vitnað eftir minni í þýðingu Karls Is- felds). Mér er sagt að tölvur telji í sí- Hefur neysla áfengis áhrif á verkun lyfsins? hefur svariö i FÆST í VERSLUNUM LYFJU og einnig í Árnesapóteki, Húsavíkurapóteki og Egilsstaöaapóteki. HAGKAUP Meira úrval - betrikaup www.lyfja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.