Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ I ÞETTA ER MÁLIÐ ! LEO Celeron 400Mhz Celeron 4,3Gb Harðurdiskur LEO 64Mb Vinnsluminni 15“ Skjár 8Mb skjákort 16 bita hljóðkort 40x Geisladrif Hátalarar CSW020 56k modem 4 mánaða Internetáskrift Windows98 Lykiaborð & mús Norton AntiVirus 79.900 400 LEO Celeron 400Mhz Celeron 8,4Gb Harður diskur LEO 64MbVinnsluminni 17" Skjár 8Mb skjákort 16 bita hljóðkort 40x Geisladrif Hátalarar CSW020 56k modem 4 mánaða Internetáskrift Windows 98 Lyklaborð & mús Norton AntiVirus 99.900 433 LEO Celeron 433Mhz Celeron 8,4Gb Harðurdiskur LEO 64Mb Vinnsluminni 17'Skjár 16Mb TNT skjákort Sound Blaster Live 5x DVD Geisladrif 4 Point hátalarar m/bassaboxi 56k modem 4 mánaða Internetáskrift Windows98 ^r.". Lyklaborð & mús Norton AntiVirus SoftPC DVD, Unreal 119.900 aco PC / skipholti 17 sími / 530 1800 ÚR VERINU Hver sem er getur átt kvóta þótt hann skuli bundiim við skip samkvæmt lögum Fiskveiðilög’in fjalla ekki um viðskiptahliðina | ÞÓ lög um stjóm fiskveiða kveði á um að veiðiheimildum á tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af, skuli úthlutað til einstakra skipa, getur hver sem er átt kvótann. „Lögin kveða á um tiltekna meðferð og eina skilyrðið er að binda kvót- ann við skip en lögin fjalla ekkert um viðskiptahlið málsins með nein- um hætti,“ segir Jónatan Sveinsson lögfræðingur, sem vann með for- svarsmönnum Fiskvinnslunnar Fjölnis hf. á Þingeyri við undirbún- ing að stofnun fyrirtækisins. Hlutafé félagsins er 400 milijónir króna og er stefnt að því að auka það um 100 milljónir. Vísir hf. í Gr- indavík á 195 millj. kr. hlut, Byggðastofnun 100 milljónir, Burðarás hf. 100 milljónir og nokk- ur fyrirtækij einstakiingar og Sjó- mannafélag Isfirðinga samtals fimm milljónir. I stofnsamningi segir m.a. að tilgangurinn sé að stuðla að end- urreisn og eflingu atvinnulífs á Þingeyri, einkum í fiskvinnslu og öðrum tengdum rekstri. „í því skyni er það tilgangur félagsins að afla sér veiðiheimilda í íslenskri fisk- veiðilögsögu að því marki að félagið verði í framtíðinni sjáifu sér nægt um hráefnisöflun," segir ennfremur. Ein helsta forsenda stofnunar fé- lagsins var að það fengi tæplega 400 tonna byggðakvóta ísafjarðarbæjar og ekki stendur til að kaupa skip heldur kvóta og semja við Vísi um veiðamar. Vísir með vegna fyrirkomulagsins Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis og stjómarformaður Fjölnis, segir að ekkert banni um- rætt fyrirkomulag varðandi eign kvótans og vistun hans. „Að mati lögfræðings félagsins er ekkert sem bannar þetta fyrirkomulag,“ segir hann, „enda er algengt að menn eigi kvóta sem er vistaður hér og þar og það gert með samþykki veðhafa. Samningur Fjölnis og Vísis hefur verið samþykktur í stjórn Byggða- stofnunar og hann er gmnnurinn að aðkomu Vísis að félaginu.“ Lagabreyting æskileg Haraldur Líndal Haraldsson var ráðgjafi ísafjarðarbæjar varðandi stofnun fyrirtækisins og vora hug- myndir hans um útfærsluna sam- þykktar. „Það er ekkert sem haml- ar okkur að eiga kvóta á öðra skipi en auðvitað þarf að ganga frá því að kvótinn sé trygg eign okkar á skip- inu,“ segir hann og áréttar að fyrir- komulagið stangist ekki á við lögin. „Við kaupum kvóta og fáum að vista hann á skip hjá Vísi með sérstökum samningum. Hins vegar væri æski- legt að lögunum yrði breytt þannig að fiskvinnsluhús gætu átt kvóta því samkeppnisaðstaða þeirra er svo erfið en eigi frystihús kvóta getur það margfaldað hann í vinnslu í hús- inu. En við höfum ekki keypt neinn kvóta ennþá.“ Farið að lögum Jónatan Sveinsson segir að í þessum efnum sé óumdeild við- skiptavenja að skilyrði fyrir kaup- um á kvóta sé að fyrir liggi vistun- arsamningur varðandi kvótann við skipseiganda. „Kvótinn skráist að- eins á það skip sem vistunarsamn- ingurinn tekur til. Gengið er frá samningum milli kaupanda og þing- lýsts eiganda skipsins um réttindi kaupandans á skipinu og hvemig gagnaðila ber að virða þau og fara með þau með þeim hætti sem sam- komulagið kveður á um.“ Að sögn Jónatans er ekkert í lög- um sem bannar umrætt fyrirkomu- lag. „Það er samningsaðila, kaup- anda kvótans og eiganda skipsins að búa svo um hnútana að eignin sé þokkalega varin á viðkomandi skipi. Þetta er gert með tvennum hætti. Annars vegar með yfirlýsingu skipseigandans um að skipi hans séu tengd réttindi sem hann eigi ekki og viðkomandi eigandi til- greindur. Þessu er þinglýst á skipið en samfara þessu gerist oft að skipseigandi gefur út tryggingabréf fyrir sennilegu gangverði aflaheim- ildanna og þinglýsir því á skipið til að tryggja að þær sitji í réttri veð- röð. Þegar þetta er allt komið heim og saman telja menn sig nokkuð ör- ugga um það að réttindin séu þokkalega varin enda gerist þetta íyrst og fremst milli aðila sem hafa gott og traust viðskiptasamband.“ Jónatan segir að í samningnum milli Fjölnis og Vísis hafi verið gengið mjög vel frá öllum hlutum og allir hluthafar séu fullkomlega sátt- ir við framkvæmdina. „I raun og vera snýst þetta fyrst og fremst um peninga, hvort viðkomandi hafi fjár- muni til að greiða uppsett verð fyrir aflaheimildir, og um vemd þeirra réttinda sem verið er að kaupa. Þeir sem kaupa verða að fara með kvót- ann með þeim hætti sem lögin kveða á um. Þetta eru vissar hömlur því ef þær væra ekki gætu menn skráð sig fyrir þessum réttindum hjá Fiskistofu og menn réðu hvort þeir veiddu upp í heimildirnar eða geymdu þær, leigðu eða seldu. En eina hamlan sem lögfest er varðandi kvótann er að hann sé ávallt vistað- ur á skip.“ Ánægjuleg staðfesting Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir mjög gott að fá það staðfest með af- gerandi hætti að mögulegt er að vista kvóta á skipum þótt hann til- heyri vinnslu. „Þegar tvíhöfðanefndin starfaði studdum við það sjónarmið, sem var ofarlega hjá nefndinni, að fisk- vinnslufyrirtæki í rekstri ættu kost á því að halda kvóta,“ segir hann. „Þetta vora tillögur til ríkisstjóm- arinnar sem vora á borðum stjóm- arinnar nokkuð lengi en ákvæðið var fellt út þegar þær vora lagðar fyrir Alþingi. Okkur hefur auðvitað verið kunnugt um að þessi mögu- leiki, sem stofnun Fjölnis byggist á, gæti verið til staðar, en það er mjög gott að það sé komið skýrt fram og ánægjulegt var að fá viðbrögð ráðu- neytisins í Morgunblaðinu. Við höf- um borið þetta mál töluvert fyrir brjósti. Ekki eingöngu vegna þess að við vildum geta gert það mögu- legt að fyrirtækin ein og sér væra með kvóta þó þau hefðu ekki skip heldur einfaldlega vegna þess að sum fyrirtæki hugsuðu málin þannig að gott væri að geta vistað kvótann á fyrirtækið og síðan deilt honum út á skipin. Stefna okkar er að mjög gott er að þetta sé gert mögulegt og á sem einfaldastan hátt. I sjálfu sér er þetta ekki alveg nýtt en þetta er sýnilegra en áður því stofnað er til fyrirtækisins með þessum hætti. Þetta er alvöra fyrir- tæki og ekki er verið að bylta kvóta- kerfinu með stofnun þess heldur leggja áherslu á að möguleikinn er til staðar.“ Samtök fiskvinnslustöðva á móti vistun Annan tón kveður við hjá Óskari Þór Karlssyni, formanni Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar. „Þegar málið var til umfjöllunar hjá Alþingi mótuðum við mjög ein- dregna andstöðu við því að færa mætti kvóta til vistunar hjá fisk- vinnslufyrirtækjum og ég geri ráð fyrir því að afstaða okkar ásamt harðri andstöðu sjómannasamtaka hafi haft eitthvað með það að gera að ákvæðið var fellt úr framvarpinu. Okkur þótti ljóst að ef vista mætti kvóta á fiskvinnslufyrirtæki yrði það ekki til annars en gera afleita samkeppnisstöðu fiskvinnslu án út- gerðar enn afleitari. Okkar áherslur ganga í þveröfuga átt, að aðskilja beri með lögum fjárhagsleg tengsl milli útgerðar og fiskvinnslu." Óskar Þór segir að Samtök fisk- vinnslustöðva án útgerðar hafi lýst yfir eindreginni andstöðu við núver- andi leikreglur sem era viðhengi við aflamarkskerfið. „Fara þarf í gegn- um þessi mál og stokka spilin frá grunni. Eigi að úthluta stjómvalds- bundnum réttindum verður að spyrja hvort aðeins eigi að viður- kenna eina atvinnugrein í sjávarút- vegi, útgerð, eða hvort eigi að út- vega fiskvinnslunni einhvem rétt. Ef svarið er já er næst að spyrja hvort réttur fiskvinnslunnar sé bundinn því að hann sé í eigu út- gerðar eða ekki.“ ELGO Islensk framleiðsla síðan 1972 MÚRKLÆÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað. SstBinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718 GRUNNMÚR FESTING ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir svo sem, NORDEST NT Build 66 og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. STEINING TREFJAMÚR ELGO múrklæðning varðveitir upprunalegt útlit hússins ólíkt ál- og stálklæðningum. Góð einangrun, vörn gegn vatni og vindum og glæsilegt útlit einkennir þessa íslensku framleiðslu. Yfir 25 ára reynsla Elgo viðhalds- frágangs- og viðgerðarefna er þín trygging. ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. HUSVEGGUR EINANGRUN TREFJANET Verð sem allir ráða við www.aco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.