Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Útlitið svart
fyrir SPD og
Schröder
Berlín. Reuters.
MEIRIHLUTI þýzkra kjósenda
býst ekki við því að stjórnartíð Ger-
hards Schröders kanzlara og Jafnað-
armannaflokks hans, SPD, verði
löng, eftir því sem fram kemur í nið-
urstöðum nýrrar skoðanakönnunar
sem birtar voru í gær.
I könnuninni, sem Allensbach-
stofnunin gerði, kemur fram að kjós-
endafýlgi við SPD hefði hrapað frá
því Schröder leiddi flokkinn til sig-
urs í þingkosningum sl. haust og batt
þar með enda á 16 ára óslitna setu
flokksmanna á stjórnarandstöðu-
bekknum.
Yfir helmingur aðspurðra - 54% í
vesturhluta landsins og 57% í aust-
urhlutanum - sögðust telja að SPD
myndi aðeins halda völdum í tak-
markaðan tíma.
Væru kosningar í næstu viku fengi
SPD samkvæmt könnuninni 32,6%
atkvæða, en Kristilegir demókratar
(CDU), flokkur Helmuts Kohls fyrr:
verandi kanzlara, fengi 42,2%. í
kosningunum í september sl. fékk
SPD 40,9% atkvæða en CDU 35,2%.
Meðal helztu skoðanakannanastofn-
ana Þýzkalands spáði Allensbach
næst til um úrslit kosninganna.
Fimm héraðsþingakosningar
framundan
Persónulegt fylgi Schröders hefur
samkvæmt könnuninni einnig dregizt
saman. Aðeins 23 af hundraði sögðust
nú ánægðir með kanzlarann, en í
fyrra mældist persónufylgi hans 54%.
Þykja þessar niðurstöður ekki vísa
á gott fyrir Schröder og jafnaðar-
menn, ekki sízt með tilliti til þess að
það sem eftir er þessa árs fara fram
kosningar til þinga fimm af þýzku
sambandslöndunum 16.
Khatami sér
, jákvæð merki“
Dubaí, Teheran. Reuters. AP.
FORSETI írans, Mohammad
Khatami, segir í blaðaviðtali sem birt
var í gær, að hann sjái jákvæð merki
frá bandarískum stjórnvöldum gagn-
vart Iran, en almennt viðhorf Banda-
ríkjamanna til landsins sé enn
ruddalegt.
„Tónninn í bandarískum stjórn-
málamönnum hefur breyst, í sumum
tilfellum mikið,“ sagði Khatami í við-
tali við íranska blaðið Iran Daily,
sem gefið er út á ensku. „Engu að
síður má enn sjá merki um rudda-
lega framkomu í almennu viðhorfi
þeirra,“ bætti hann við án nánari út-
skýringa.
Æðsti leiðtogi Irans, Ayatollah Ali
Khamenei, sagði í gær að Islamska
lýðveldið vildi bæta samskipti sín við
ríki heims, en þó ekki við Bandaríkin
og Israel. Opinber fréttastofa Irans,
IRNA, greindi frá þessu. Sagði
Khamenei að íran viðurkenndi ekki
tilvist Israels, en hvað Bandaríkin
varðaði væri vandinn efnahagslegs
eðlis.
Uppgangur í íran kæmi illa við
Bandaríkin, og því sæktust þau eftir
því að leggja stein í götu írana.
Væru bandarísk stjórnvöld að reyna
að ná völdum yfir stjórnkerfinu í Ir-
an. „Það er þess vegna sem ógern-
ingur er að gefa eftir í samskiptum
við Bandaríkin,“ sagði Khamenei.
Khatami forseti hvatti til þess í
fyrra að samskipti bandarískra og
íranskra einstaklinga ykjust.
Khamenei er valdameiri en Khatami,
og hefur kennt „ósýnilegum hönd-
um“ Bandaríkjanna um óeirðirnar
sem brutust út í Teheran og fleiri
írönskum borgum í síðasta mánuði.
Nissan
Sýning um helgina
frá kl. 14.-17.
Verið velkomin í
reynsluakstur.
Helgason hf.
■Sascrii£fia 2
flimti 'BTJJt.