Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 60
^61 FIMMTUDAGUR 19. ÁGIJST 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
I
Akopian í heims-
meistaraeinvígið
SKAK
Las Vegas
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
í SKÁK
30. júlí-29. ágúst
VLADIMIR Akopian (2.646)
sigraði Michael Adams (2.705)
örugglega í fjögurra skáka ein-
vígi þeirra í undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar í
skák. Akopian dugðu þrjár skák-
ir, en þá hafði hann fengið 2V2
vinning gegn hálfum vinningi
Adams. Þar með er Akopian bú-
inn að vinna sér rétt
til þess að tefla í
einvíginu um heims-
meistaratitil FIDE.
í hinu einvígi und-
anúrslitanna er
Alexander Khalifm-
an (2.628) með vinn-
ingsforystu á Liviu-
Dieter Nisipeanu
(2.584) sem verður
að teljast maður
þessarar keppni.
Jafntefli varð í
tveimur fyrstu
skákunum, en Khal-
ifman vann þá
þriðju á sannfær-
andi hátt. Reyndar
missti Khalifman
einnig af röktum vinningi í
fyrstu skákinni í tímahraki. Það
lítur því út fyrir að Khalifman
verði loksins til þess að stöðva
ótrúlega sigurgöngu Nisipeanu.
Komi Nisipeanu ekki enn einu
sinni á óvart verður því annað
hvort Akopian eða Khalifman
heimsmeistari FIDE. Akopian
er nú í 36. sæti á stigalista
FIDE og Khalifman er í 45.
sæti. Nisipeanu er ekki meðal
100 efstu. Margir hafa tekið
framvindu mála sem merki um
að fyrirkomulag heimsmeistara-
keppninnar sé óviðunandi til
frambúðar. Það má þó ekki
gleyma því að stigakerfi FIDE
byggir á því að góð „blöndun"
eigi sér stað milli skákmanna af
mismunandi styrkleika. Undan-
farin ár hefur hins vegar mynd-
ast nokkurs konar klúbbur
stigahæstu skákmanna sem
tefla örsjaldan við skákmenn ut-
an þess hóps. Það er því líklegt
að breiddin á toppnum sé tölu-
vert meiri en stigamunurinn þar
gefur til kynna.
VISA-lokamótið
Ellefu umferðum af þrettán
er nú lokið á VISA-stórbikar-
mótinu í Danmörku. í tíundu
umferð sigraði Helgi Áss Grét-
arsson Helga Ólafsson, en Jón
Viktor Gunnarsson tapaði fyrir
Heikki Westerinen. í elleftu
umferð gekk síðan allt á aftur-
fótunum hjá íslensku þátttak-
endunum. Helgi Áss fékk ágætt
út úr byrjuninni gegn Tiger
Hillarp Persson. Hann vann síð-
an peð, en lék skákinni niður í
tímahraki. Helgi Ólafsson fékk
mjög góða stöðu gegn Sune
Berg Hansen í byrjun tafls og
síðan unna stöðu. Hann gat unn-
ið á ýmsa vegu, en valdi ranga
leið og tapaði skákinni eftir
vafasama skiptamunsfórn. Jón
Viktor Gunnarsson tapaði fyrir
Einar Gausel. Mesta athygli í
elleftu umferð vakti þó sigur
Heikki Westerinen gegn Simen
Agdestein.
Baráttan um sigur á mótinu
stendur á milli Sune Berg Han-
sen og Tiger Hillarp Persson.
Staðan á mótinu er þessi þegar
tvær umferðir eru eftir:
1.-2. Sune Berg Hansen 8V2 v.
1.-2. Tiger Hillarp Persson 8‘/2 v.
3. Simen Agdestein 7/2 v.
4. Einar Gausel 7 v.
5. -6. Helgi Áss Grétarsson 6/2 v.
5.-6. Jonny Hector 6'/z v.
7. Heikki Westerinen 6 v.
8. Lars Schandorff 5V2 v.
9. -10. Helgi Ólafsson 5 v.
9.-10. Ralf Akesson 5 v.
11. Jón V. Gunnarsson 4’/2 v.
12. Nikolaj Borge 3 v.
13. Torbjorn R. Hansen 2 v.
14. Heini Olsen 1 /2 v.
Heimsmeistaraeinvígi
kvenna
Nú stendur yfir heimsmeist-
araeinvígi kvenna milli þeirra
Xie Jun (Kína) og Alisa Galli-
amova (Rússland). Einvígið
hófst 30. júlí og því lýkur 23.
ágúst. Fyrri hluti einvígisins var
haldinn í Kazan í
Tatarstan, en síðari
hlutinn stendur nú
yfír í Shen Yang í
Kína.
Tefldar eru sext-
án skákir, átta á
hvorum stað. Þegar
keppninni í Kazan
lauk var staðan
jöfn, fjórir vinning-
ar gegn fjórum. Xie
Jun hefur hins veg-
ar gengið betur í
seinni hlutanum og
hefur unnið tvær
skákir, en ein skák-
in endaði með jafn-
tefli. Xie Jun hefur
því tveggja vinn-
inga forystu, 6‘/2-4y2. Kannski
hefur heimavöllurinn sitt að
segja, en einnig er hugsanlegt
að snubbóttur endir á þátttöku
Ivanchuks í heimsmeistara-
keppni karla eigi einhvern þátt í
versnandi gengi Galliamova. í
stigalista FIDE er Galliamova
nefnilega skráð sem Galliamova-
Ivanchuk.
Julian Hodgson
breskur meistari
Breski stórmeistarinn Julian
Hodgson uppskar ríkulega þeg-
ar hann sigraði á breska meist-
aramótinu sem nýlega lauk í
Scarborough. Þetta er í þriðja
sinn sem Hodgson verður
breskur meistari. Hann tryggði
sér titilinn með stuttu jafntefli
gegn Tony Kosten í síðustu um-
ferð mótsins. Hodgson fékk níu
vinninga í ellefu umferðum og
varð vinningi fyrir ofan næstu
menn. Röð efstu manna varð
þessi:
1. Julian Hodgson 9 v.
2. -3. Peter Wells 8 v.
2.-3. Ziaur Rahman (Ban) 8 v.
4.-12. Jonathan Rowson, Matthew
Tumer, Nigel Davies, Bodgan Lalic,
Stuart Conquest, Anthony Kosten,
Andrew Webster, Krishnan Sasikiran
og Abhijit Kunte 7'A v.
o.s.frv.
Landsliðsflokkur
Keppendalisti í landsliðsflokki
á Skákþingi íslands liggur nú
fyrir. íslandsmeistarinn, Hann-
es Hlífar Stefánsson, verður
meðal þátttakenda:
1. Hannes Hlífar Stefánsson
2. Helgi Áss Grétarsson
3. Þröstur Þórhalisson
4. Jón Viktor Gunnarsson
5. Jón Garðar Viðarsson
6. Róbert Harðarson
7. Sævar Bjarnason
8. Bragi Þorfinnsson
9. Sigurbjörn Bjömsson
10. Bergsteinn Einarsson
11. Bjöm Þorfinnsson
12. Davið Kjartansson
Mótið hefst 31. ágúst í Faxa-
feni 12. Taflið hefst klukkan 17
virka daga, en klukkan 14 um
helgar. Frídagur er mánudaginn
sjötta september, þannig að
mótinu lýkur laugardaginn ell-
efta september.
Keppni í kvennaflokki fer
fram á sama stað og hefst sama
dag. Keppendafjöldi liggur ekki
enn fyrir og þá ekki heldur um-
ferðafjöldi.
Daði Örn Jónsson
Vladimir
Akopian
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Hælbítar“
í MORGUNBLAÐINU
12. þ.m. ritaði hjúkrunar-
fræðingur og lýsti „Sorg-
legri sýn í Langadal". Sé
rétt frá skýrt, er þetta
ófögur sýn og unglingum
til skammar. I upphafi
greinarinnar segist hún
hafa lagt leið sína árlega í
Bása og gist þar. Sá
ferðamaður sem ekki veit
að Básar eru ekki í Þórs-
mörk en heldur það, hann
þarf að læra landafræði
sína betur. Með þetta í
huga, fer maður að líta á
greinina í öðru ljósi.
Ur því að ég er farinn
að stinga niðr penna,
kemur annað upp í hug
minn. Það þótti heldur
hvimleitt að heimsækja
bæi, þar sem „hælbítar“
voru, en það vom hundar
sem gjömmuðu og geltu
að gestum og læddust að
mönnum og glefsuðu í
hæla þeirra, en hlupu síð-
an gjammandi í felur.
Óneitanlega minnir þetta
mig á tiltekinn mann, sem
hefur komið fram í fjöl-
miðlum og „gjammað“ í
nafni þekkts félags, án
heimildar stjórnar þess.
H.B.
Ekki góð þjónusta
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri er óá-
nægju sinni með þjónustu
Ibúðaleigunnar. Segir hún
að það kosti 5000 kr. að
komast á skrá hjá þeim en
fyrir þann pening fái fólk
takmarkaðar upplýsingar.
Eins finnst henni síma-
þjónustunni hjá þeim
ábótavant. Finnst henni að
fyrirtækið ætti að fá sér
símsvara eða svara síman-
um og eins mættu þeir út-
búa lista fyrir viðskipta-
vini eins og aðrar leigu-
miðlanir gera.
Ein í íbúðarleit.
Tapað/fundið
Þríkoss týndist
GULLÞRÍKROSS týnd-
ist fyrir u.þ.b. 10 dögum,
gæti hafa verið í Heið-
mörk eða einhvers staðar
í bænum. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
568 1902. Fundarlaun.
Hvítagullshringur
týndist í maí
HRINGUR úr hvítagulli
með einum stórum glær-
um steini týndist í maí sl.
líklega í World Class eða í
Garðabæ. Hringurinn
hefur mikið tilfinninga-
legt gildi fyrir eiganda og
býður hann fundarlaun.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 893 0076 eða
897 9493.
Svört taska
týndist
SL. föstudagskvöld í
Þjóðleikhúskj allaranum
týndist svört taska, axlar-
taska með brunagati, í
henni er grænt veski með
skilríkjum. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
898 8844.
Tveir hringir
týndust um helgina
TVEIR hringir, perlu-
hringur og gullhringur
með egglaga steini, týnd-
ust líklega á Rex eða
Astro sl. laugardagskvöld.
Hringirnir hafa mikið til-
finningalegt gildi fyrir
eiganda. Þeir sem kann-
ast við að hafa séð hring-
ina hafi samband í síma
553 0788 eða 863 9316.
Fundarlaun.
Motorola GSM-sími
týndist
MOTOROLA GSM-sími
týndist sl. þriðjudag lík-
lega í Árbæjarhverfi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 557 2801.
Laxarotari merktur:
„Úlfar"
ÉG hef um nokkurt skeið
verið með laxarotara, sem
ég fann á árbakka. Lax-
arotarinn er með kopar-
skapti og hausinn er holur
og hægt að skrúfa skaptið
af og hella koníaki í haus-
inn. I hausinn er grafið
„Úlfar“ og trúi ég að það
sé nafn eigandans. Har-
aldur Blöndal, sími
551 1733.
Lyklakippa
í óskilum
LYKLAKIPPA með
mjög sérstökum lyklum
Dýrahald
Vaka er týnd
SIAMS kisan á myndinni
hér fyrir ofan hvarf frá
Arnarsmára 16, Kópavogi,
þann 16. ágúst sl. Vaka er
ljós drapplituð símans
kisa með brúnt skott og
brún í framan. Hún er
með fjólubláa hálsól en
ómerkt og hlýðir nafninu
Vaka. Hennar er sárt
saknað af Skottu vinkonu
sinni og annarra fjöl-
skyldumeðlima. Vinsam-
lega látið vita í síma
554 6878 eða 8961932 ef
að sést hefur til hennar
eða hún fundist. Fundar-
laun.
Högni fæst gefins
ÞRIGGJA mánaða kassa-
vaninn högni, svartur með
hvítar hosur, fæst gefins.
Upplýsingar í síma
588 7890.
Fress vantar heimili
FJÖGURRA mánaða
fresskettlingur, kelinn og
kassavanur, óskar eftir
nýju heimili strax vegna
fannst fyrir 3 vikum.
Upplýsingar hjá Stefaníu
í síma 557 4097 eftir kl.
17.
Motorola GSM-sími
týndist
MOTOROLA GSM-sími
týndist sl. þriðjudag lík-
lega í Árbæjarhverfi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 557 2801.
ofnæmis eiganda. Upplýs-
ingar í síma 557 2064.
Heimsendingarþj ónusta.
Gulur fress
týndist í Garðabæ
GULUR fress, geltur og
eymamerktur, týndist frá
Lækjarfit í Garðabæ en
átti heima á Móaflöt og
gæti hann hafa leitað
heim aftur. Þeir sem hafa
orðið varir við hann láti
vita í síma 897 2221 og
565 4643.
Kisa vantar heimili
FRÍSKUR og fjörugur
fress (með eitt auga) vant-
ar ástríkt heimili. Upplýs-
ingar í síma 587 7252.
Víkverji skrifar...
FRÓÐLEGT verður að sjá hver
niðurstaða verður í máli sem
sveitarfélagið Árborg ætlar að
höfða fyrir Félagsdómi gegn
BSRB vegna uppsagna leikskóla-
kennara sem starfa hjá sveitarfé-
laginu. Algengt hefur verið á seinni
árum að hópar opinberra starfs-
manna, aðallega kennarar og
starfsmenn í heilbrigðisstétt, hafa
beitt uppsögnum í kjarabaráttu.
Löngu tímabært er að látið verði
reyna á lögmæti þessara uppsagna
fyrir Félagsdómi.
Stéttarfélög starfsmanna sem
notað hafa þessa baráttuaðferð
hafa lagt áherslu á að koma ekki
nálægt þessum uppsögnum með
beinum hætti. Forystumenn félag-
anna forðast að koma fram sem
talsmenn þeirra sem sagt hafa upp,
en vísa á starfsmennina sjálfa. Lík-
ast til hafa forystumenn stéttarfé-
laganna litið svo á að með því að
fjarlægja sig uppsögnunum firri
þeir félagið ábyrgð af henni. Vík-
verji tók eftir því að þegar rætt var
við formann Félags íslenskra leik-
skólakennara um málshöfðun Ár-
borgar sagðist hann ekkert hafa
vitað um uppsagnirnar fyrirfram
og fyrst frétt af þeim í fjölmiðlum.
Búast má við að í Félagsdómi verði
að einhverju leyti tekist á um
ábyrgð stéttarfélaganna í þessu
máli og hvort Félagsdómur sættir
sig við þær óskrifuðu reglur sem
félög opinberra starfsmanna hafa
farið eftir þegar hópar hafa sagt
upp vegna óánægju með laun.
XXX
SYNT er að vegalagning yfir
Vatnaheiði á Snæfellsnesi á
eftir að verða umdeild, en nýlega
óskaði Skipulagsstofnun eftir
frekara mati á áhrifum vegarins
og framkvæmdanna við lagningu
hans á umhverfið. Sérstaða svæð-
isins liggur í því að þar er stórt
ósnortið mýrlendi. Á seinni árum
hafa menn verið að vakna til vit-
undar um að landsmenn hafa stór-
skemmt mýrar- og votlendissvæði
landsins. Þetta hefur komið niður
á fuglalífi, sem sést best á því að sá
merkilegi fugl, keldusvínið, er
hættur að verpa á íslandi. Ástæð-
an er sú að varpsvæðum hans hef-
ur verið spillt með framræslu
mýra.
Ástæðan fyrir áhuga íbúa á
Snæfellsnesi á því að leggja veg
um Vatnaheiði er sú að vegarstæð-
ið þykir betra heldur en vegurinn
yfir Kerlingaskarð. Þó Vatnaheið-
in sé lægri en Kerlingaskarðið tel-
ur Veðurstofan að vegurinn muni
lokast álíka oft vegna veðurs og
snjóa og Kerlingaskarðið. Kostn-
aður við lagningu vegar yfir
Vatnaheiði er hins vegar heldur
lægri en uppbygging nýs vegar yf-
ir Kerlingaskarð.
xxx
DEILUR um veg um Vatnaheiði
minna Víkverja dálítið á harð-
vítugar deilur um lagningu Borgar-
fjarðarbrautar. Þár var upphaflega
lagt til að leggja ódýrari veg um
betra vegarstæði, en það hefði
kostað að jörð bóndans á Stóra-
Kroppi hefði verið stórlega spillt. í
því máli beitti Sturla Böðvarsson
alþingismaður sér fyrir lausn sem
fól í sér að gamli vegurinn var í
meginatriðum endurbyggður. Nú
er Sturla orðinn samgönguráð-
heira og verður fróðlegt að sjá
hvort hann lætur sömu sjónarmið
ráða ferðinni nú og þegar hann
beitti sér fyrir lausn deilurinnar um
lagningu Borgarfjarðarbrautar.
Auk þess má spyrja hvort þörf er á
að leggja fjóra vegi yfir Snæfells-
nes, en hægt er að fara þrjár leiðir
yfir nesið í dag, um Fróðárheiði,
Kerlingaskarð og Heydal.