Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mikið af stórsil- ungi í Þingvallavatni STAFRÆN OG FILMULAUS Með 3 x zoom • 2,1 milljón punkta upplausn ( 1600 x 1200 ) • Með tengi fyrir utanáliggjandi flass • Hægt að tengja við sjónvarp • Hægt að vista sem tiff og jpeg • Fjarstýring fylgir • Tekur 32mb smartmedia kort ( 8mb fylgir með) • Getur tekið 45 myndir í röð, 2 á sekúndu • Hægt að fá aukalinsur ♦♦♦ Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að tíunda frek- ar laxleysið í Stóru Laxá. Þar halda menn enn í vonina um að eitthvað rætist þar úr er líður á haustið. Þær raddir heyrast raunar að nægt tilefni sé fyrh- leigutaka árinnar að endurgreiða seld leyfí í september og hreinlega loka ánni til varnar hrygningarstofni þessa árs, en sáralítið er af laxi í ánni. Svo lítið, að borið hefur á því að menn hafa annaðhvort látið öðrum leyfi sín í té eða hreinlega látið vera að fara á Guðjón Björn Haraldsson með risableikjurnar þrjár, 7, 8 og 10 punda, úr Þingvallavatni. sögn Einars Sigfússonar var lax- inn veiddur neðst í ánni, hann var „4 punda og ljótur“, eins og hann komst að orði. Laxinn hefur legið freðinn í frystikistu veiðihússins við ána að undanförnu, en í haust verður honum skilað til athugunar til Veiðimálastofnunar. Bleiklax, eða hnúðlax, er ein af nokkrum laxategundum Kyrrahafsins. Fyrir þónokkrum árum veiddist talsvert af þessum löxum í íslenskum ám. Það voru flækingar frá Rússlandi, en þarlendir gerðu þá tilraunir með sleppingar þeirra í ár við Hvítahaf. Tilraunirnar mislukkuð- ust og laxarnir veiddust í ám beggja vegna Atlantsála við litla hrifningu viðkomandi heima- manna. Hnúðlaxar eru þó sjaldséð- ir nú orðið. Islensk miðlun hefur augastað á Bolungarvík Þrettán ný störf gætu skapast Ísafírði. Morgunblaðiö. „VIÐ höfum átt óformlegar við- ræður við bæjaryfirvöld í Bolung- arvík. Ef þau vinna heimavinnuna sína sýnist mér að þetta muni ganga eftir mjög fljótlega,“ sagði Rafn Jónsson hjá íslenskri miðlun hf. í samtali við Morgunblaðið. Þreifíngar eru í gangi um stofn- un þjónustufyrirtækis í Bolungar- vík með sama sniði og þegar er komið í gang á vegum íslenskrar miðlunar hf. og heimamanna á Raufarhöfn og Stöðvarfirði og senn fer af stað í ísafjarðarbæ. Hið nýja fyrirtæki, sem einkum mun starfa á sviði fjarvinnslu og símaþjónustu, mun skapa þrettán ný störf í Bol- ungarvík ef af verður. „Þetta ætti að geta farið af stað í septemberlok ef hlutirnir ganga hratt,“ segir Magnús Hávarðarson, forseti bæjarstjórnar og formaður atvinnumálaráðs Bolungarvíkur. „Til að þetta geti orðið að veruleika í Bolungarvík þarf samtakamáttur Bolvíkinga að koma til. íslensk miðlun hf. leggur fram hlutafé að vissu marki en því fjármagni sem á skortir, eða um 7 milljónum króna, þarf að safna í Bolungarvík. Við vonum að sem flestir komi að því máli, bæði fyrirtæki og einstakling- ar. Það er mikilvægt að koma þessu af stað enda er ýmislegt spennandi að gerast í fjarvinnslu- málum,“ sagði Magnús. ÓVENJUMIKIÐ virðist vera af mjög stórum silungi í Þingvalla- vatni í sumar, bæði urriða og bleikju. Frést hefur af 6, 8,10 og 12 punda urriðum og ekki eru bleikj- urnar ómerkilegri, þær hafa veiðst allt frá 5-6 pundum upp í 10 pund. Dæmi eru um að sami maður hafi fengið þrjá slíka fiska á skömmum tíma. Spónn virðist vænlegastur til árangurs, enda er um stórtæk rán- dýr að ræða. Bleikjurnar tilheyra afbrigði sem kallað er ránbleikja eða sílableikja. Þegar umræddri stærð er náð er bráðin þó líklegri til að vera smásilungur fremur en síli. Þráinn Viggósson, sumarbústað- areigandi í Hestvík, veiddi 8 punda bleikju af báti, 200 metra úti fyrir Lambhaga. Hann notaði 18 gramma íslandsspón og sagði menn hafa séð mikið af vænni bleikju og veitt vel í Vatnsvikinu og í Miðfellslandi fyrr í sumar. Guðjón Björn Haraldsson veiddi þrjár bleikjur af þessu tagi í landi Nesja fyrir nokkru. Stefán Haraldsson, sem tók myndina sem hér birtist af Guðjóni með aflann, sagði fiskana hafa verið yfir 40 sentímetra að rúmmáli og 45 til 60 sentímetra að lengd. Þyngd bleikjanna á mynd- inni er 7, 8 og 10 pund. Fyrir nokkru veiddi svo Daníel Jónsson 8 punda bleikju á líkum slóðum og missti urriða, sem hann taldi mun stærri, við tæmar á sér. Fleiri fisk- ar hafa veiðst og einnig hefur borið á smærri urriða sem bendir til að einhver hrygning hafi borið góðan árangur. Varðandi stórsilunginn hefur verið bent á að murtustofninn hefur verið talinn í nokkurri upp- sveiflu í seinni tíð, en hún er talin mikilvæg fæða fyrir stóru ránsil- ungana í vatninu. Óvæntur lax Þráinn Viggósson með 8 punda bleikju úr Þingvallavatni. veiðar. Einn sem fréttist af átti leyfi á svæðum 1 og 2, sem hafa verið afgerandi ónýtust í sumar. Hann reyndi allt hvað af tók að koma leyfi sínu í verð og tókst það eftir mikinn eftirrekstur, en afföllin voru þó veruleg. Á endanum var það einhver eiginmaður vinkonu vinkonu starfsfélaga eiginkonu leyfishafans, maður sem les lítið veiðifréttir og fer sjaldan á veiðar, sem við leyfinu gein. Sá gerði sér síðan lítið fyrir og tók 12 punda ný- genginn hæng. Hnúðlax í Hafijarðará Hnúðlax, eða bleiklax, veiddist í Haffjarðará fyrir skömmu. Að Nýr framkv.stjóri Reykjavíkurakademíu Mikil upp- bygging framundan Kristrún Heimisdóttir NÚ UM næstu mánaðamót tekur nýr fram- kvæmdastjóri við störf- um hjá Reykjavíkuraka- demíunni. Jón Karl Helgason lætur af störf- um en við tekur Kristrún Heimisdóttir. Reykjavík- urakademían var stofnuð 1997 og er félag sjálf- stætt starfandi fræði- manna. Kristrún var spurð hvort mikil umsvif væru hjá félaginu um þessar mundir - Það er alveg ljóst að fyrirbæri eins og Reykja- víkurakademíuna hefúr vantað á Islandi. Það hef- ur orðið mikil breyting á því hvað stétt fræði- manna er fjölmenn. Hún var tiltölulega fámenn lengst af en er nú orðin mjög fjölmenn. Þessi þróun hefur orð- ið mest áberandi síðasta áratug. -Hvaða fræðimenn eru fjöl- mennastir í Reykjavíkuraka- demíunni? Reykjavíkurakademían er fyrst og fremst vettvangur fræðifólks í „húmanískum“ fræð- um. Áherslan er eigi að síður mjög þverfagleg. Þetta er hugs- að sem vettvangur fyrir fræði- fólk þar sem það getur unnið og haft samneyti hvert við annað, rætt fræði sín og auðgast af samskiptum við fólk sem er að sinna svipuðum viðfangsefnum og það sjálft og hefur áþekk áhugamál, þótt frá sjónarhorni annarrar fræðigreinar sé. Ég held að þetta sé nútímaleg nálg- un vegna þess að múrar milli fræðigreina eru sem óðast að úr- eldast. - Hver er starfsvettvangur framkvæm das tjóra ? Mitt verkefni verður ekki síst uppbygging. Segja má að Reykjavíkurakademían standi á tímamótum á vissan hátt. Þessi hugmynd reyndist eiga svo ríkan hljómgrunn að þetta hefur vaxið á nánast ævintýralegan hátt. Akademían flutti inn í húsnæði sitt í JL-húsinu í nóvember sl. Mitt verkefni er að móta form starfseminnar. Við tekur endur- skipulagning. Það þarf að endur- skoða lög félagsins og ýmislegt annað. Það þarf með öðrum orð- um að sníða starfseminni nýjan stakk, mönnum sýnist að hún sé um það bil að vaxa upp úr þeim gamla. Þetta finnst mér heillandi verkefni, ég hlakka til að fá að taka þátt í þessu starfi með því góða fólki sem þarna er. - Hversu margir koma að starfsemi þarna? Fjöldi fólks er á félagaskrá í Reykjavíkurakademí- unni en fasta starfsað- stöðu hefur hátt á fjórða tug fræðimanna og eru að bætast við sex nýjar skrifstofur þessa dagana. -Hvernig er þessi starfsemi fjármögnuð? Yfirbygging Reykjavíkuraka- demíunnar er ekki mikil, það stendur ekki til að safna eignum. Meginatriði var að fá þetta hús- næði á sínum tíma. Nú er það fyrir hendi og það er fyrir ríkan skilning og framsýni Geirs Haar- de fjármálaráðherra. Ríkið hefur húsið til ráðstöfunar og leigir Reykjavíkurakademíunni þetta ►Kristrún Heimisdóttir fæddist í Reykjavík 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anurn í Reykjavík 1990, nam heimspeki við Háskóla íslands og lauk lagaprófi frá sama skóla 1998. Hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpi og Sjónvarpi sumrin 1991 til 1993 og var einnig fréttamaður á Frétta- stofu Utvarps í sumarvinnu. Hún hefur og verið lausamann- eskja í þættinum Víðsjá. Undan- farið ár hefur Kristrún verið lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis en tekur nú 1. septem- ber við starfi sem fram- kvæmdastjóri Reykjavíkuraka- demíunnar. Kristrún hefur tek- ið mikinn þátt í félagsmálum og íþróttum. Hún er ógift og barn- laus. húsnæði við vægu verði. Einnig hefur akademían notið stuðnings Reykjavíkurborgar, einkum borgarstjóra og atvinnu- og ferðamálanefndar. Segja má að ríkur velvilji hafi mætt þessari starfsemi Reykjavíkurakademí- unnar fram til þessa og vonandi verður svo áfram. - Er þetta hið dæmigerða starf fyrir ungan lögfræðing? Að sumu leyti ekki, þetta er ekki dæmigert skrifstofustarf lögfræðings. Hins vegar er þetta verkefni, að móta formlega hlið starfseminnar, þess eðlis að lög- fræðimenntunin kemur sér mjög vel. Meginástæða þess að ég ákvað að fara í þetta er þó fræði- leg. Ég lít á lögfræði sem „húmaníska" fræðigrein en ekki tæknigrein. Þess vegna hlakka ég persónulega mikið til að verða þátttakandi í þessu umhverfi, auk þess sem það er ríkur hugur í fólki til þess að efla fræðigreinina lögfræði innan vébanda Reykj avíkurakademí- unnar. -Sinnir þú öðrum lögfræðistörfum samhliða þessu starfi hjá Reykjavíkurakademí- unni? Já, ég mun sinna slíkum störf- um fyrir umboðsmann barna, auk þess býst ég við að vera jafnvel eitthvað viðloðandi störf hjá Útvarpinu. Lokaritgerð mín í lagadeild var um fullveldi Is- lands, þróun EES-réttar og þjóðaréttar almennt, ég hef mik- inn hug á að hnýta þar ýmsa lausa enda á næstu mánuðum. Vettvangur fyrir fræðifólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.