Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 53
MINNINGAR
JORUNDUR
FINNBOGI
GUÐJÓNSSON
Jörundur Finn-
bogi Guðjónsson
fæddist í Kjörvogi í
Árneshreppi í
Strandasýslu 12.
júní 1948. Hann lést
í bflsiysi í Kaup-
mannahöfn hinn 4.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirlyu 16. ágúst.
Á torgum margir
tíðum reyna
- að tala meira en hinir.
En þegar menn geta
þagað saman,
þá eru menn vinir.
(GD)
Þegar óvænt er höggvið verður
sársaukinn mikill og skarðið stórt.
Að eiga mikið er því bæði erfitt og
áhættusamt, þar sem missirinn
verður þá svo þungbær.
Að þekkja Jörund og eiga að góð-
um vini og mági var svcj sannarlega
þessarar áhættu virði. Ymsar minn-
ingar, sem spanna 30 ár, koma í
hugann, sumar fyndnar, aðrar sárar
og allt litrófið þar á milli. Fyrstu ár-
in var vináttan náin og vel ræktuð,
þar sem svo til daglega var setið yf-
ir kaffibolla í litlu risíbúðinni á
Skólavörðustígnum og málin rædd
fram og til baka, eða hlustað á tón-
list, eða bara þagað saman. Stund-
um tók Jörundur fram gítarinn,
spilaði og raulaði með - já þessar
stundir voru áhættunnar virði.
Á þessu tímabili ræddi Jörundur
stundum um að hann væri eirðar-
laus og tími væri kominn til að taka
ákveðna stefnu í lífinu. Stuttu seinna
gerðist það síðan að hann kynntist
stóru ástinni í lífi sínu, henni Rann-
úu, og upp frá því gengu þau sam-
stiga í gegnum lífið. Samband þeirra
var svo fallegt og náið að ekki var
annað hægt en taka eftir því. Það
var samt ekkert stanslaus dans á
rósum, frekar en í lífinu almennt.
Þau náðu einstaklega vel að vinna úr
sínu, þroskuðust saman sem eitt en
gáfu jafnframt hvort öðru nægjan-
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
legt svigrúm til að vera
einstaklingar með eigin
persónuleika.
Jörandur hafði ýmis
áberandi persónuein-
kenni, m.a. var hann
vel greindur og fljótur
að sjá út hvað skipti
máli, hvort sem það
var í samskiptum eða
verkefnum. Hann var
nákvæmur og vand-
virkur og átti það
gjaman til - jafnvel í
boðum - að sitja heil-
lengi þögull, píra ann-
að augað, horfa t.d. á
dyrakarm, gólflista eða flísar og at-
huga gæði vinnubragðanna. Meðan
á þessum athugunum stóð var
gjaman erfitt að ná sambandi við
hann. Þetta skemmtilega sérkenni
hefur Jörundur fengið frá föður sín-
um og einkennir það einnig aðra
bræður hans. I samskiptum var
Jörundur mjög hreinn og beinn,
hann sagði það sem hann meinti og
meinti það sem hann sagði. Ymsum
viðkvæmum gat stundum sámað,
en einlægni hans, umhyggja og heil-
indi voru þannig að viljandi særði
hann engan og hann hafði afskap;
lega hlýja og aðlaðandi nærveru. I
íjölskyldunni var alltaf mikið tU-
hlökkunarefni ef von var á Jörundi í
gleðskapinn, með gítarinn sinn - þá
leiddist engum.
Þrátt fyrir að Jörundur væri
hrókur alls fagnaðar, laðaði að sér
ættingja, vini og vinnufélaga þá var
hann frekar lokaður og dulur og
flíkaði ekki því, sem inni fyrir bjó.
Nálægt kjarnanum hleypti hann
ekki mörgum, einstaka sinnum
fékkst þó lykUlinn að láni - og fyrir
það er þakkað af heilum hug.
Með tUkomu Rannúu í líf Jörand-
ar eignaðist hann þrjú fósturböm,
síðan tengdaböm og bamabörn.
Hann sinnti fjölskyldunni sinni af
einstakri umhyggju og natni og ber-
lega kom í ljós hve mikUl og einlæg-
ur fjölskyldumaður hann var. Fyrir
nokkrum árum stækkaði fjölskylda
Jörandar enn tU muna þegar dóttir
hans Ragnheiður kom tU sögunnar,
börnin hennar og eiginmaður.
Það er komið að leiðarlokum, fjöl-
skyldan á Haðarstígnum kveður
með söknuði og þakklæti. Við biðj-
um góðan Guð að vera með Jörandi
í nýjum heimkynnum, styrkja
Rannúu og hennar fjölskyldu og
aðra þá sem nú eiga um sárt að
binda. Það sem Jörundur stóð fyrir
og gaf var svo sannarlega áhætt-
unnar virði - því það missir enginn
mikið nema sem átt hefur mikið.
Vilborg G. Guðnadóttir.
INGIBJORG
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Ingibjörg Hall-
dórsdóttir
fæddist á Akureyri
29. október 1906.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 3. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Akureyrar-
kirkju 12. ágúst.
Því að hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í
blænum og hverfa inn í sól-
skinið?
Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti ris-
ið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á
fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar,
mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú heftir náð ævitindinum, þá fyrst
munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran)
Elsku amma okkar. Við eram 4
systkinin sem öll eigum einhverjar
hlýjar og skemmtilegai- minningar
um þig. Þú varst mjög bjartsýn
kona og oft mættum við þér á rölti
niðri í bæ og þá sáum við bjarta
brosið þitt langar leiðir. En þú tókst
ekki endilega eftir því að við voram
að heilsa þér þar sem þú varst oft í
þínum eigin heimi.
Jólin í bamæsku era
mjög tengd þér og afa,
tilhlökkunin var mikil í
okkur öllum þegar
haldið var af stað með
alla jólapakkana niður í
Strandgötu 17 þar sem
heimili ykkar var. Þar
var oft mikið fjör og
læti þótt hátíðleikinn
hafi aldrei verið langt
undan. Þá var beðið
eftir að maturinn væri
borinn fram og þvegið
upp eða allt þetta sem
gerir spennuna aðeins
meiri þar til farið var
að opna pakkana. Alltaf last Þú á
merkimiðana og svo fengum við
krakkamir að afhenda þá. Ekki má
gleyma því að við sungum alltaf
jólasöngvana við undirleik þinn og
þá var vel tekið undir.
Ekki má gleyma að minnast þess
hvað þú varst alltaf dugleg að lesa
bækur fyrir hann afa seinni árin þar
sem hann sá hálfilla. Alltaf var gam-
an að koma til ykkar í Strandgötuna
og rabba svolítið við ykkur yfir
mjólkurglasi og kökum sem þú
hafðir gaman af að baka. Og ekki
var amalegt þegar rétt var að
manni bolsía eða lakkrís eins og
amma kallaði þetta alltaf.
Elsku amma, nú þegar við kveðj-
um þig vitum við að þér líður vel
þar sem þú ert.
Magnús, Inga, Gunnhildur
og Bryndís.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu
við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
GUNNLAUGS E. BRIEM.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir
umhyggju og hjúkrun sem hann naut þar.
Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson,
Garðar Briem, Hrafnhildur Egilsdóttir Briem,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
frá Öxl,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
á morgun, föstudaginn 20. ágúst, kl. 13.30.
Reimar Karlsson,
Jóhannes Karlsson,
Ingólfur Karlsson,
Steinar Karlsson,
Kristjana Karlsdóttir,
Ólöf Karlsdóttir,
Ólafur Karlsson,
Kristlaug Karlsdóttir,
Elín Karlsdóttir,
Eiríkur Karlsson,
Anna Karlsdóttir,
Emilía Karlsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir,
Sigurður Karl Karlsson,
Galína Karlsson,
Sigrún B. Jónsdóttir,
Sigrún D. Jóhannsdóttir,
Ester Halldórsdóttir,
Guðmundur Einarsson,
Vigfús Þór Jónsson,
Þórhildur Richter,
Anna Margrét Vésteinsdóttir,
Einar Þór Þórsson,
Ólafur Hjálmarsson,
Þorvaldur Bjarnason,
Ása Magnúsdóttir,
Guðbjörg Baldvina Karisdóttir, Egill Þór Magnússon,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
LÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR,
Gullengi 3,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 20. ágúst kl. 15.00.
Jón S. Pálsson,
Guðný Björk Atladóttir, Björgvin Atlason,
Páll Arnar Jónsson,
Áslaug Bima Einarsdóttir, Björgvin Magnússon,
Björn Magnús Björgvinsson, S. Fanney Úlfljótsdóttir,
Áslaug Björgvinsdóttir,
Hafdís Björgvinsdóttir, Sigurður Reynaldsson,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR,
Birkigrund 9b,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 20. ágúst kl. 15.00.
Einar E. Sæmundsen, Helga Ásgeirsdóttir,
Ólafur G.E. Sæmundsen, Guðrtður Þorsteinsdóttir,
Vilhjálmur Einarsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Jónína G. Einarsdóttir, Óli K. Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegi drengurinn okkar,
RAGNAR MÁR ÓLAFSSON,
Tunguseli 3,
sem lést af slysförum laugardaginn 14. ágúst,
verður jarðsunginn frá Maríukirkju, Breiðholti,
mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Foreldrar, systkini
og aðrir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ESTERAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Svanhildur, Halldór, Anna, Stefania
og fjölskyldur.