Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 51 í DAG Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Leiðarstjörnur lýsa“ Lífið er seigt lífið græðir djúp sár og góð er græn jörðin. (Snorri Hjartar.) ÞAÐ er sannarlega enn til að ungmenni ræði við aldraða - og í þeim sam- ræðum felist trúnaðar- traust, virðing og skilningur. Þær geta snúist um ranglæti og réttlæti daganna sem ávallt er búið til af sjálfum samfélags- þegnum. Rótfest virðing fyrir reynslu og lífssýn þeirra er lengst hafa lifað og enn búa við óskerta hugsun, hefur sýnt sig að vera gefandi og gæfusöm. Ung- menni flest hafa það fram yfir marga þá sem á stressaldri eru, að þeir geta rætt fordómalaust um það firrta lífsferli, sem þeim er búið í veröld tómhyggju, rökvillu, samkeppni og hóflausr- ar græðgi. Kærleikurinn er hin ósýnilega tenging manna í milli, ekki hvað síst fjölskyldna. Hann er mikilvægasta aflið til góðs í tilverunni. Það er hægt að slæva hann en aldrei drepa og það er ótrúlega grunnt á honum hjá börnum og unglingum. Hin farsælu öfl í þjóðfélaginu láta mikið að sér kveða og eru skyggn á það, hve gott og skiln- ingsríkt samband í uppeldi má sín mikils, en áhrif þeirra ná ekki undir- tökum. Þó virðist sem þeim vaxi ás- megin, ef marka má hið góða, sem fram fer í samfélagi okkar nú og alla umræðu til stuðnings því. Þar hefur m.a. verið bent á að aldraðir geti lagt margt gott fram, ef heilsa þeirra og hugur leyfir. Að end- ingu verður hér sagt frá farsælli ltfsvernd, sem sígild verður. Á þessu ári eru einmitt liðin 60 ár frá því Elinore Roosevelt forsetafrú bauð íslenskri konu til sín í Hvíta húsið. Það var 11. jan. 1939. Kon- an dr. Harriet G. McGraw (Hr- efna Finnbogadóttir 1876-1950) sem flutti á bamsaldri með for- eldrum sínum til Vesturheims, lauk þar læknisprófi (1907) og varð því annar íslenski kven- læknirinn þar. Sökum framúr- skarandi starfa hennar í Tryon, Nebraska, hafði hún þegar vakið athygli og um hana skrifað í bandarísk tímarit m.a. í The American Magazine (1928), og Medical Woman’s Joumal (1944). Örfáum konum hafði þá hlotnast sá heiður, er heim- sókn (1939) til for- setafrúar var. Hið athyglisverðasta er að í öllum þeim fjölda greina, sem um ævistörf Hrefnu em ritaðar, lætur hún ávallt íylgja með bréf, er amma hennar á íslandi Sólrún Guðmunds- dóttir hafði skrifað henni ungri og hvatt hana til dáða. Einnig í Hvíta húsinu hafði hún orð á hve bréf ömmu Sólrúnar höfðu áhrif á allan lífsferil hennar. Hér eru aðeins birtar fáar setningar úr bréfi í lauslegri þýð. (M.W. Journal 1944): „Elsku litla Hrefna min. Ræktaðu þá hæfileika sem búa í þér... Leyfðu aldrei táli hins hvíta ljóss að villa þér sýn, né eyðileggja lífshamingju þína né sálarþrek þitt... Byggðu sjálfa þig upp til að ná því takmarki er þú setur þér... Eg treysti þér og ann þér svo mikið ... Guð sé með þér. Amma Sólrún." Slík samfylgd ungra með öldruðum hvort heldur er „í orði eða á borði“ er sígild. Þar er kærleikurinn forsendan. Dr. Harriet G. McGraw BRIDS Umsjón Arnór G. Kagnarsson Dregið í 4. umferð í bikarkeppni Bridssambandsins Dregið var í 4. umferð mánudag- inn 16. ágúst. 8 lið eru eftir og þessi drógust saman: Stilling Reykjavík - Roche Reykjavík Þórólfur Jónasson Akureyri - Jóhannes SigurðssonKeflavík Strengur Reykjavík - Ólafur Steinason Selfoss Hjördís Sigurjónsdóttir Reykjavík - Landsbréf Reykjavík Úrslit í 3. umferð voru eftirfar- andi: notabene - Jóhannes Sigurðsson 70-80 Hjálmar S. Pálsson - Landsbréf 25-92 Samvinnuf. Landsýn - Strengur 80-100 Roche - Jón Hjaltason 104-37 Stilling - Guðlaugur Sveinsson 111-80 Ari Már Arason - Hjördís Siguijónsd. 66-72 Kristján B. Snorras. - Ólafur Steinas. 79-86 Bjöm Theodórsson - Þórólfur Jónasson 90-99 Síðasti spiladagur 4. umferðar er 12. september. Kennsla í brids Dagana 24., 25. og 26. ágúst n.k. (frá þriðjudegi til fimmtudags) milli kl. 4 og 7 verður ÓKEYPIS brid- skynning fyrir unglinga á aldrinum (11) 12-16 (17) ára í Bridshöllinni, Þönglabakka 1. Þetta er samstarfsverkefni BR, BSI og Bridgeskólans og verður Guðmundur Páll Arnarsson kennari. Tiikynna þarf þátttöku í síma 587- 9360 (BSÍ) eða 564-4247 (Bridgeskólinn) í síðasta lagi mánu- daginn 23. ágúst. -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Pítubrauð, pítsubotnar. pylsubrauð Algjört lostæti - lágmarksfyrirhöfn! Upplagt heima, í útilegunni og sumarhúsinu. UTSALA á PentiumJII cO ________ - 'ágústI TILBOÐ • Pentium 111 / 4SO MktZ • 17" Fujitsu hágæðaskjár • 64MB innra minni • 8,4GB harður diskur • 8MB skjákort • 32 hraða geisladrif • 64 bita hljóðkort • 80W hátalarar • 56KB mótald • 2 mánaða netáskrift • Myricia lyklaborð • Mús með skrunhjóli • Öflugur hugbúnaðar- pakki að verðmæti yfir kr. 20.000,- fylgir vélinni. v.tv'" '&ffi >S:I BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 Þú borgar ekki krónu fyrir símann og færo bíómiða í kaupbæti! SIEMENS C10 þ.e. geristTímaTALs Ef þú kaupir fcfL þ.e. qei áskrifandi í tólf mánuði meo kreditkorti, býðst þér SIEMENS C10 á aðeins 99 aura. GSM ÁSKRIFT Á FRÁBÆRU VERÐI! Athugið: TALkort kostar 1.999,- og er selt aukalega. Hægt er að velja mismunandi þjónustuleiðir. Tii dæmis TímaTAL 30 sem innrfelur 30 minútna taltíma, talhólf, númerabirtingu og SMS textaskilaboð. Allt fyrir aðeins kr. 990,- á mánuði. Vegur 165 gr 30 klst. ■ bið 4 klst. ending í notkun SMS skilaboð Númerbirting Mismundi hringingar Simaskrá ofl. ofl. Myndin verður frumsýnd 10. september. Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is _ALLTAf= eiTTHXSAO hlÝTT * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.