Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölþjóðlegur bragur á Flateyri
Nær hundrað
brúður frá
23 löndum
LANDIÐ
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
Bjarni F. Einarsson við upphaf fornleifauppgraftarins.
F ornleifauppgröftur við Irskubúðir
Isafirði - Fólk af ýmsu þjóðemi hef-
ur verið áberandi á Vestfjörðum
síðari árin. Nú hefur hið fjölþjóð-
lega yfirbragð tekið á sig nýja
mynd, því að til viðbótar fólki af
eitthvað í kringum 40 þjóðernum
hafa nær hundrað brúður frá 23
löndum sest hér að.
í síðustu viku var á Flateyri opn-
að safn með brúðum sem þýsk hjón
hafa gefið Minjasjóði Flateyrar og
komu þau hingað í boði sjóðsins til
að setja upp safnið.
í snjóflóðinu árið 1995 eyðilagðist
Minjasafn Flateyrar og starfsemi
þess lagðist þá niður. Nú hefur
Minjasjóður Flateyrar fengið inni í
Hafnarstræti 4, þar sem Sparisjóð-
ur Önundarfjarðar var til skamms
tíma. Minjasjóðurinn er þar í sam-
býli við handverkshópinn Purku á
meðan hann hefur ekki eignast sitt
eigið safnahús. Brúðusafnið er einn
af fyrstu vísunum að nýju safni á
Flateyri.
Gefendur brúðusafnsins eru hjón-
in dr. Senta Siller og dr. Norbert
Pintseh prófessor, en þau eru bú-
sett í Berlín. Þau hafa á undanföm-
um ámm að eigin frumkvæði unnið
að verkefnum í Pakistan, Kamerún
og Kólumbíu í því skyni að efla at-
vinnu á landsbyggðinni þar. Dr.
Senta Siller er graflskur hönnuður
en nam síðan listasögu og fleiri
greinar. Hún hefur unnið mikið með
konum í fátækum og afskekktum
byggðum í fyrrgreindum löndum og
m.a. kennt þeim handverk og að
búa til brúður til að selja ferða-
mönnum. Fyrsta verkefnið fór af
stað í þorpi í Pakistan árið 1993.
Par kenndi Senta konum að búa til
brúður sem tengdust menningu
svæðisins og nú starfa þar um 120
manns við brúðugerð. Verkefnin í
Kamerún og Kólumbíu eru svipuð.
Dorothee Lubecki, ferðamálafull-
trúi á Vestfjörðum, komst í kynni
við hjónin og í framhaldi af því
kviknaði sú hugmynd hjá þeim að
gefa brúðusafnið sitt til Vestfjarða.
Brúðunum hafa þau safnað víða um
lönd áratugum saman og má meðal
þeirra nefna eina rússneska sem
þau keyptu í Sovétríkjunum fyrir
réttum fjörutíu árum.
Að hluta til er safninu ætlað að
styðja við ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum en öðrum þræði er það líka
tákn fyrir hinar fjölmörgu þjóðir
sem eiga fulltrúa sína á Vestfjörð-
um. Brúðurnar munu væntanlega
eiga sinn þátt í því að tengja saman
ólíka menningarheima og stuðla að
skilningi og vináttu milli þjóða.
Hugmyndir eru um að nota safnið
m.a. í tengslum við þemadaga, þar
sem gerð yrðu skil hefðum ólíkra
þjóða og þjóðabrota.
Hellissandi - Fornleifafræðistofan
undir forystu Bjama F. Einars-
sonar fomleifafræðings hefur
hafíð uppgröft við írskubúðir
vestan Gufuskála. Á undanförnum
ámm hefur Bjarni unnið að rann-
sóknum á staðnum og komist að
þeirri niðurstöðu að hér muni
vera um landnámsbæ að ræða og
hefur komið í ljós við rannsókn á
sýnum sem hafa verið aldurs-
greind ytra að þessar fornminjar
eru frá árunum 850-950.
Bjarni hefur bent á að mjög
mikilvægt sé að grafa á írskubúð-
um í ljósi þessarar vitneskju því
að mikill fengur sé að því að fínna
landnámsbæ svo nærri alfaraleið,
þar sem þúsundir ferðamanna
fara um ár hvert.
Sýslumaður í uppgreftri
Ásamt Bjarna vinna fímm menn
að uppgreftrinum en það eru
Magnús A. Sigurðsson, fornminja-
vörður Vesturlands, sænskur
fornleifafræðingur, Daniel Lind-
blad, Ólafur Kr. Ólafsson, sýslu-
maður Snæfellinga, og Sæmundur
Kristjánsson, verkstjóri hjá Snæ-
fellsbæ.
Bjarni kvað það hafa gert
þennan uppgröft mögulegan að
styrkir hefðu fengist til verksins
frá eftirtöldum aðilum; sam-
gönguráðuneytinu, Snæfellsbæ,
Björgunarskóla fslands, Krist-
jáni Guðmundssyni hf. í Rifi og
Hraðfrystihúsi Hellissands. Og
væri hann þeim afar þakklátur
fyrir áhugann og stuðninginn.
Bjarni kvaðst vona að fleiri aðil-
ar ættu eftir að bætast í þennan
hóp styrktaraðila svo hægt yrði
að standa myndarlega að þessu
verki. Strax fyrsta daginn voru
komnar í ljós augljósar mann-
vistarleifar. Sjá mátti steina úr
einhvers konar hleðslum, steina
sem greinilega voru úr eldstæð-
um.
Þá fúndu þeir strax á fyrsta
degi grýtubrot úr klébergi sem er
erlend bergtegund og járngrip
sem þeir höfðu ekki áttað sig á til
fulls en minnti á brot úr ljá.
Bjarni kvað þá mundu halda upp-
greftrinum áfram næstu daga og
eftir því sem aðstæður og fjár-
magn leyfði.
Fjölsótt Töðugjöld á Heliu
Vettvangur brott-
fluttra Rangæinga
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Frá afhendingu Hornsteina og Heimshorns á Töðugjöldunum, f.v. Helgi Valberg frá Sunnlenska fréttablað-
inu, Óli Már Aronsson, framkvæmdastjóri Töðugjalda, Steinunn Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Töðu-
gjalda, Þór Vigfússon sem tók við verðlaununum fyrir konu sfna, Hildi Hákonardóttur, Már Sigurðsson,
Geysi, Guðrún Markúsdóttir ásamt syni sinum, en hún tók við verðlaununum fyrir föður sinn Markús Run-
ólfsson, Þórir Kjartansson, Vík í Mýrdal, Ágústa Bárðardóttir sem tók við verðlaununum fyrir Sigurbjörn
Bárðarson og Jón Ársæll Þórðarson sem afhenti verðlaunin.
Hellu - Árleg töðugjaldahátíð var
haldin um helgina á Hellu og ná-
grenni. Rangæingar og gestir fjöl-
menntu og skemmtu sér hið besta
við fjölbreytta dagskrá sem í boði
var frá föstudagskvöldi til sunnu-
dags.
Var áberandi að sjá hversu margt
fólk, sem er ættað úr héraðinu eða á
taugar til sveitarinnar, lagði leið
sína á Töðugjöldin tO að sýna sig og
sjá aðra. Dagskrá Töðugjalda er
orðin nokkuð hefðbundin, en í boði
voru m.a. dansleikir, markaðstorg,
búvélasýning, íjöltefli, fallhlífar-
stökk, gæðingasýning, þjóðlaga-
söngur, kvöldvaka með brekkusöng,
varðeldi og flugeldasýningu auk
margs annars.
Mikill skortur
á vinnuafli á
Vestfjörðum
ísafirði - Eins og löngum áður er
mikill skortur á vinnuafli á norðan-
verðum Vestfjörðum og horfir jafn-
vel tO vandræða þegar skólar hefj-
ast og skólafólk hverfur úr vinnu. Á
síðasta vori auglýsti Bakki hf. í Bol-
ungarvík hvað eftir annað eftir
starfsfólki án nokkurs árangurs.
Tugi starfsfólks vantar nú á Flat-
eyri, bæði í vinnsluna hjá Skelfiski
hf. og í bolfiskvinnslu hjá Básafelli
hf. Atta auglýsingar birtust í Bæj-
arins besta í síðustu viku þar sem
auglýst var eftir tugum fólks í vinnu
og fleiri hafa birst í Morgunblaðinu.
I mörg ár hefur atvinnuástandið
á Vestfjörðum verið betra en í öðr-
um landshlutum eins og jafnan
kemur fram í opinberum tölum. Að
líkindum væri lítið unnið af sjávar-
fangi hér um slóðir ef ekki hefði
komið til stórfelldur innflutningur á
erlendu vinnuafli.
Forseti albióðasambands Lionsfélaga
Gróðursetti
grenitré
í Reyk-
holtsdal
Reykholti - Alþjóðaforseti Lions-
hreyfingarinnar, Bandaríkjamað-
urinn Jim Ervin, er nú í stuttri
heimsókn á íslandi ásamt Betty
eiginkonu sinni.
Á sunnudag fóru hjónin í ferð
um Akranes og Borgarnes í fylgd
íslenskra Lionsmanna. Eftir að
hafa skoðað Deildartunguhver og
Reykholt var svo rennt í hlað hjá
sveitarstjóranum, Þórunni Gests-
dóttur, en hún hefur unnið mikið
með Lionshreyfingunni og við
þetta tækifæri veitti Jim Ervin
Þórunni eina af helstu orðum
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Jim Ervin gróðursetti grenitré við bústað sveitarstjórans,
Þórunnar Gestsdóttur.
hreyfingarinnar fyrir vel unnin
störf.
Alþjóðaforsetinn gróðursetti
grenitré á lóðinni við bústað sveit-
arstjóra og voru svo þegnar veit-
ingar í garðinum, í blíðskaparveðri.
Hornsteinar og
Heimshorn afhent
Hátíðinni lauk á sunnudag með
afhendingu viðurkenninga Töðu-
gjaldanna og Sunnlenska frétta-
blaðsins, svokallaðra Hornsteina, til
fjögurra aðila á Suðurlandi sem
skarað hafa fram úr á ýmsum svið-
um að mati úthlutunamefndar.
Fimmtu verðlaunin eru Heimshom,
en þau fá aðili, íslenskur eða erlend-
ur sem hefur komið Islandi á fram-
færi út fyrir landsteinana.
Að þessu sinni hlutu eftirtaldir
aðilar Homsteina: Fyrir atvinnu-
mál, Þórir Kjartansson, eigandi og
framkvæmdastjóri Víkurprjóns í
Vík í Mýrdal, fyrir atvinnuuppbygg-
ingu í sínu byggðarlagi, ásamt nýt-
ingu íslenskra hráefna og hönnun-
ar. Fyrir umhverfismál, Markús
Runólfsson, formaður Skógræktar-
félags Rangæinga, fyrir framsýni,
tækninýjungar og framkvæmd í
landgræðslu- og skógrækt. Fyrir
menningarmál, Hildur Hákonar-
dóttir á Selfossi fyrir þrautseigju og
framsókn fjölbreytilegrar listsköp-
unar og listkynninga. Fmmkvöð-
ulsverðlaun hlaut Már Sigurðsson
Geysi í Haukadal fyrir framkvæði í
atvinnuuppbyggingu og menningar-
málum við Geysi. Heimshomið fékk
Sigurbjörn Bárðarson hestamaður
fyrir að auka hróður íslands og ís-
lenska hestsins víða um heims-
byggðina. Verðlaunagripirnir era
hannaðir af listamanninum Snorra
Guðmundssyni, en hann nefnir þá
„listaverk náttúrannar", en í þeim
er m.a. hraun úr Heklu.
Það var svo fjölmiðlamaðurinn
Jón Ársæll Þórðarson sem fékk
nafnbótina „fallhlífarstökkvari Suð-
urlands", en hann lét sig ekki muna
um að koma svífandi í fallhlíf niður
á hátíðarsvæðið til að afhenda við-
urkenningarnar fyrir hönd Töðu-
gjaldanna og Sunnlenska frétta-
blaðsins.