Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 48
* 48 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN > % Sofíð á verðinum VIÐ borgarbúar þurf- um aldeilis að gæta þess að sofna ekki á verðin- um þegar skipulag borg- arinnar er annars vegar. I borgarstjórnarkosn- ingum hefur okkur verið talin trú um að við séum að velja fólk sem við treystum til að standa þennan vörð fyrir okk- ur, en þegar til kastanna kemur er ýjað að því að svo lengi sem við hreyf- um ekki kröftugum mót- mælum, megi borgar- stjórn leika lausum hala, veita byggingaleyfí og fækka grænum svæðum í borginni að vild. I kosningabaráttunni kynnti R-list- inn sig sem fánabera fjölskylduvæns mannlífs í borginni og víst má telja að kjósendur hans hafa treyst þvi að sú stefna hans fæli í sér umhyggju fyrir svæðum á borð við Laugardalinn, einu vinsælasta útivistarsvæði fjöl- skyldna í borginni. En nú segir borg- arstjóri að það hafi legið fyrir frá ár- inu 1963 að byggja ætti ýmsa steinkumbalda í Laugardalnum og það verið samþykkt æ ofan í æ við endurskoðun aðalskipulags síðan þá - án mótmæla af hálfu borgarbúa. Þó svo að viðhorf borgarbúa til umhverfisins hafi gerbreyst á þess- um tíma, er varla hægt að reikna með að hinn almenni borgarbúi fylgist grannt með hverri samþykkt aðalskipulags og mótmæli kröftug- lega - einn og sjálfur. Það er nefnilega fyrst þegar komið er að framkvæmdum, sem við borg- arbúar vöknum við vondan draum og það er eðlilegt. Hins vegar finnst mér í þessu máli að pólitískt kjömir full- Margrét K. Sverrisdóttir trúar okkar borgarbúa hefðu mátt rumska miklu fyrr, hvar í flokki sem þeir standa. Það er nefnilega það sem við kjósum þá til að gera. Það er ánægjulegt að sjá að borgarstjóri kveðst ekki munu hundsa þær raddir sem krefjast þess að Laug- ardalurinn fái áfram að vera griðland útivistar og íþróttaiðkunar innan borgarmarkanna og því hvet ég hinn almenna borgarbúa til að halda nú vöku sinni og mót- mæla hinu umdeilda skipulagi Laugardalsins strax. (Það er unnt að gera með því að skrá sig á lista sem liggja víða frammi, eða hafa samband við sam- Skipulagsmál Ég hvet hinn almenna borgarbúa til að halda nú vöku sinni, segir Margrét K. Sverrisdóttir, og mótmæla hinu umdeilda skipulagi Laugardalsins strax. tökin „Verndum Laugardalinn" með tölvupósti: vemdum@laugardalur- inn.is). Höfundur er frkv.stjóri Frjálslynda flokksins. „Gáttir allar áður gangi fram...“ SJALDAN opna ég svo dagblað að ekki gefí þar að líta skrif gegn yfirvofandi vatnsvirkjun og orku- veri á Austurlandsör- æfum - aðallega handa útlendingum - og yfír- vofandi náttúruspjöll- um í kjölfari hennar. Þessi skrif eru orðin eins konar skoðana- sjóður, sem ég vil leggja lið. Varnarlið Islands, hið eina og sanna, segir að fyrir- hugað vatnsmiðlunar- svæði sé einstök nátt- úruparadís, ein af fá- Ásgerður Jónsdóttir um, sem enn eru eftir í heiminum og enn fremur, að þessi há- lendisperla íslands sé og verði í framtíðinni arðvænlegri eign en orkuver/álver og skírskotar þar til vaxandi ferðamennsku. Fleiri váboðar Ég hef einnig heyrt um mjög trú- verðugar ályktanir um umhverfis- og eyðingaráhrif virkjunar Jök- ulsár á Brú/Dal - Fljótdalsvirkjun- ar - á gjörvalla byggð Norðaustur- lands. I morgunþætti Ríkisútvarps- ins - traustasta fjölmiðli landsins - voru tekin viðtöl við fjóra greina- góða menn, tvo meðmælendur Fljótdalsvirkjunar og tvo andmæl- endur hennar. Ég endurtek ekki rök meðmælenda, þau voru um flest samhljóða rökum opinberra aðstandenda virkjunarinnar. En rök eða öllu heldur ályktanir og for- A SAUTJAN VEIÐIDAGA I ungfrú EFTIR! Katnn Bos^uné^ —-7~- - oé Reyn,r - — - Arnar og Gaupi á Stöð 2: i Þorbjorg Þorarins- i dóttir tekur ofan M fyrir reykiausum: HELDU DYRASTA EG ÆTLA AÐ VEÐJA UM BRUÐKAUP SIGRA KRABBA-I ENSKA 1111 iiiiii ■■■■ll'úliillll spár andmælenda voru svo óvæntar, óheyrðar og geigvænlegar, að þær hafa ekki liðið mér úr minni. Annar tvímenning- anna kvaðst álíta að þegar virkjuð Jökulsá á Brú/Dal kæmi fram úr hálendinu, þykk af framburði, og niður á láglendið væri hún orð- in svo vatnslítil og afl- laus að hún næði ekki að flytja framburðinn áfram eftir farveginum heldur settist hann að við útfall árinnar og myndaði hauga, er sí- fellt þyrfti að flytja burt, þeir mynduðust svo ótt. Áuk þess yrðu þeir eilíft rokefni yfír nærliggjandi héruð. Hinn viðmælandinn talaði um Jökulsá á Brú/Dal sem væri hún líf- æð hafsins fyrir Norðausturlandi. Hann sagði, að þegar áin væri orðin svo vatnslítil sem áætlað er og hún hætti að flæða með ferskt leysing- arvatn hálendissnævarins niður til sjávar væri lífríki hafsins hætta bú- in. Þessir menn virtust kunna góð skil á landi og staðháttum og þ.a.l. umræðuefninu. Ég skrifaði hjá mér nöfn viðmælenda í útvarpsþættin- um en hef glatað þeim. Ég get ekki dagsett þennan tiltekna útvarps- þátt en ég hygg að hann hafi farið fram um mitt síðasta sumar. Þegar hálendisfundurinn var haldinn í Háskólabíói í fyrra haust var ég fjarverandi og bað einn aðstand- enda fundarins að minnast á þetta fyrir mig. Það tókst ekki. Ég tel það mikil undur ef enginn hefur heyrt þennan merkilega þátt nema ég og þótt hann þess verður að halda honum á loft. Þeir ættu að gefa sig fram ef einhverjir eru og einnegin hinir ágætu viðmælendur útvarpsþáttarins. Á þeim kortum af virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkjunar, sem birt eru í blöðum, er sýnt að Lagarfljót skuli taka við Jökulsá á Brú/Dal og sel- flytja hana um héruð til sjávar. Þessi áætlun ber fáránleikasvip og sætir gagnrýni. Það er ólíklegt að Austfirðingar eða aðrir landsmenn vilji raska Lagarfljóti. Umhverfísmat og ábyrgð Ég hef vænst þess allt þetta ár og einnig hið síðasta, að ríkisstjórn og Landsvirkjun virði þjóðina og landið - já ekki síst landið sjálft - þess að láta fram fara víðtækt og rækilegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar og það ekki síð- ur í byggðum en óbyggðum. Ekki vegna fyiTnefnds útvarpsþáttar sérstaklega, þótt mér sýnist sem allt geti þar verið sagt með sanni, heldur vegna þess, að það á að vera Ijóst hverjum viti bomum manni, að náttúrubylting eins og sú sem áætluð er - að breyta Jökulsá á Brú/Dal í bæjarlæk - hlýtur að breyta náttúrufari þess lands sem hún rennur um, bæði loftslagi, gróðri svo og haflnu alveg í sömu veru og vísindamenn lýstu fyrir mörgum árum, hvað gerast mundi ef Jökulsá á Fjöllum yrði numin brott og virkjuð. Slíkt mundi breyta loftslagi í þeim landshluta og þ.a.l. landi og legi. Það er nálega ósldljanlegt og ótrúlegt að nokkur stjórnmálamaður eða stofnun vilji skapa sér ábyrgð á þeim land- níðsluaðgerðum og afleiðingum sem nú eru í umræðu um allt land og það án þess að gera tilraun til óháðs umhverfismats. Enginn get- ur vænst þess að menn treysti ein- litu umhverfismati Landsvirkjunar, sem er beinn aðili í málinu og hyggst knýja fram virkjunaráform sín samkvæmt 15-20 ára gammalli heimild. Það er alkunna, að stjórnmála- menn og ýmsir opinberir starfs- menn hafa komið sér upp kaup- hækkunarvindu vegna ábyrgðar í starfi. Það er jafnkunnugt að þeir bera enga raunverulega persónu- Virkjanir í stórmálum eins og virkjunarmálum er stj órnmálamönnum skylt, segir Ásgerður Jónsdóttir, að sýna þá ábyrgð að skoðast og skyggnast vel um allar gáttir áður en gengið er fram. lega ábyrgð pólitískra orða sinna og gerða, þó að hún sé vel launuð, enda er slíkt óframkvæmanlegt. En í stórmálum eins og virkjunarmál- um er þeim beinlínis skylt að sýna þá ábyrgð að skoðast og skyggnast vel um allar gáttir áður en gengið er fram eins og segir í Hávamálum, jafnvel þó að það taki mörg ár og hverfa frá ef lífríki landsins er stefnt til Heljar. Ávinningshugsjónir Umhyggja fyrir Austfirðingum er uppsláttarhugsjón Fljótsdals- virkjunar. Eru Austfirðingar bætt- ari með það að fá eitt álver og hljóta í staðinn limlesta náttúru - bæði land og haf? Það er líka önnur hugsjón á ferli. Það er hluta- bréfagróði í álverinu. Það fer ekki leynt í fjölmiðlum. Til þess að sú hugsjón megi rætast og stóriðja á Islandi fái áfram raforku á niður- settu verði þarf að hækka hana ríf- lega til almennings í landinu. Ætli Austfirðingar verði bættari með það fremur en aðrir landsmenn? Vítt og breitt um ísland fyrir- finnast kraumandi jarðhitasvæði. Væri ekki vistvænlegra að nýta orku úr iðrum lands en sökkva yfir- borði þess? Það hefur þegar verið gert með góðum árangri þar sem er Nesjavallavirkjun. Samkvæmt um- tali og fréttum er hún vistvænt fyr- irtæki. Nú reynir á mannvit og holl- ustu ráðamanna um val á virkjun- arstefnu framtíðar. . Höfundur er fv. kennari. HAGNYTT STÆRÐFRÆÐINAM Tilgangur námsins er aö undirbúa þátttakendur undir árangursrikt framhalds- og háskóla- nám meö nýrri tækni. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhalds- skólans og nemendum kennt aö leysa verkefni og dæmi meö tölvu- og stærðfræðiforriti. Sérstök áhersla er lögö á myndræna framsetningu og lausn á hverskyns jöfnum. Tfmi: 2.-28. september, 72 kennslustundir Vönduð námsgögn á íslensku - Vel menntaðir kennarar Vertu með og tryggðu þér forskot Nánari upplýsingar og skráning í SÍma 552 7200 Stærðfræði- og tölvuþjónustan Brautarholti 4, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.