Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG í litlar einingar og dregið upp mynd að hverri einingu fyrir sig. Teikning eftir Conrad, en hann hefur bútað göngustíginn niður Göngustígur umhverfís Lagarfljót Tengist öðrum styttri gönguleiðum Egilsstaðir. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Conrad Langley, nemandi í landslagsarki- tektúr, valdi hönnun göngustígs í kringum Lagarfljót á Fljótsdalshéraði, sem masters- verkefni við North Carolina State University. HUGMYND að göngustíg í kring- um Lagarfljót, þ.e. frá Lagarfljóts- brú inn í Hallormsstað og Fljótsdal, eða Fljótsdalshringinn eins og leið- in er nefnd þegar hún er ekin á bíl, hefur verið uppi á borði í nokkur ár. Hugmyndin er komin frá Framfara- félagi Fljótsdalshéraðs. Þessi hug- mynd að göngustíg í kringum Lag- arfljót er bæði stór og kostnaðar- söm og ekki er augljóst að sjá og fmna út hvar auðveldast og hag- kvæmast er að leggja stíginn. Verði stígurinn að veruleika myndi hann liggja víða í gegnum lönd bænda í Valla-, Fljótsdals- og Fellahreppi. Bændur í þessum hreppum eru ekki allir sammála um ágæti þessarar hugmyndar. Til þess að gera fyrstu drög að göngustígnum og tengja hugmynd- ina veruleikanum var fenginn hing- að til lands bandarískur nemandi í landslagsarkitektúr, Conrad Langley, en hann hefur verið að vinna hugmyndir að því hvar ákjós- anlegast sé, með tilliti til bæði land- gæða og fjárhagshagkvæmni, að leggja stíginn. Hann hefur dvalið hér í allt sumar og búið á Setbergi í Fellahreppi og á Skriðuklaustri í Fljótsdal, meðan hann hefur verið að vinna að verkefninu. Ormurinn styður hugmyndina Verkefni Conrads er mastersverk- efni við North Carolina State Uni- versity. Ástæðan fyrir því að hann kemur inn í þetta verkefni er sú að Philip Vogler, formaður Framfara- félags Fljótsdalshéraðs, hafði sam- band við íslenska stúlku sem er nemandi við sama skóla og kannaði hvort hugmynd þessi þætti áhuga- verð meðal nemendanna. Conrad fannst hugmyndin vel koma til greina og kom til landsins 1997 og kynnti sér verkefnið. Hann ákvað því að slá til og fékk styrk frá Ful- bright-stofnuninni til verkefnisins. Conrad segir fleiri hafa komið að þessu máli. Auk þess sem Fram- farafélag Fljótsdalshéraðs hefur unnið að ýmsum skipulagsmálum fyrir verkefnið hefur Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, unnið mikið starf sem lýtur að þessari stígagerð og einnig hefur Dagmar Þórisdóttir skrifað ritgerð um hluta af leiðinni, í sínu námi, hjá Hinum konunglega land- búnaðarháskóla í Kaupmannahöfn. Fyrirmyndir að göngustíg sem þessum eru til víða í Evrópu, m.a. í Bretlandi en þar eru göngustígar fyrir langar vegalendir, víða í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Conrad telur einnig ímyndina og söguna um Lagarfljótsorminn, styðja hugmyndina um göngustíg og vitnar þá í Loch Ness á Skotlandi sem hefur sambærOega sögu. Stígurinn er hugsaður sem hjóla- og göngustígur í framtíðinni en eingöngu er horft á hann sem göngustíg tO að byrja með. Mark- miðið er að hann liggi um sem fal- legast umhverfi en ekki er mögu- legt að velja staðsetningu eingöngu með tilliti til útsýnis heldur þarf raunsæi og hagkvæmni að fylgjast að, segir Conrad. Hann segir einnig mikOvægt að reyna að tengja athygl- isverða staði við göngu- stíginn og þannig sé m.a. hægt að hafa styttri gönguleiðir sem liggja frá aðalgöngu- stígnum sjálfum. Hann segir landsvæði þetta eiga eftir að breytast mikið á næstu 20 árum, en þá verði það orðið skógi vaxið, svo miklu hefur verið plantað nið- ur á undanförnum ár- um. Conrad hefur bútað leiðina niður í litlar ein- ingar og dregið upp landslagsmynd af hverri vegalengd íyrir sig þar sem fram koma einnig upplýsingar um hæð yfir sjávarmáli og lengd stígsins. Þær myndir hafa verið sýndar á Café Nielsen á EgOsstöðum og einnig í Flugstöð- inni á Egilsstöðum. Conrad hefur einnig útbúið könnun eða spuming- ar sem lagðar hafa verið fyrir íbúa Fljótsdalshéraðs, og eru hluti af verkefni hans. Þar leitar hann eí'tir því hvernig íbúarnir upplifa um- hverfi sitt. ATVINNUHÚSNÆÐI KOPAVOGUR - TIL LEIGU í þessu vandaða húsi í Auðbrekku 1, Kóp., er til leigu ca 520 fm verslunar-/at- vinnuhúsnæði. Húsnæðinu má skipta í minni einingar. Góð aðkoma að húsinu og frábær staðsetning en húsnæðið blasir við fjölförnum umferðaræðum. Húsnæðið verður afhent fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan. Möguleiki á langtímaleigu. LYNGÁS GARÐABÆ Mjög gott ca 101 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð. Mjög góð staðsetning. Verð 8,2 millj. Fasteignasalan KJÖRBÝLI Nýbýlavegi 14, sími 564 1400, fax 554 3307.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.