Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 26

Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG í litlar einingar og dregið upp mynd að hverri einingu fyrir sig. Teikning eftir Conrad, en hann hefur bútað göngustíginn niður Göngustígur umhverfís Lagarfljót Tengist öðrum styttri gönguleiðum Egilsstaðir. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Conrad Langley, nemandi í landslagsarki- tektúr, valdi hönnun göngustígs í kringum Lagarfljót á Fljótsdalshéraði, sem masters- verkefni við North Carolina State University. HUGMYND að göngustíg í kring- um Lagarfljót, þ.e. frá Lagarfljóts- brú inn í Hallormsstað og Fljótsdal, eða Fljótsdalshringinn eins og leið- in er nefnd þegar hún er ekin á bíl, hefur verið uppi á borði í nokkur ár. Hugmyndin er komin frá Framfara- félagi Fljótsdalshéraðs. Þessi hug- mynd að göngustíg í kringum Lag- arfljót er bæði stór og kostnaðar- söm og ekki er augljóst að sjá og fmna út hvar auðveldast og hag- kvæmast er að leggja stíginn. Verði stígurinn að veruleika myndi hann liggja víða í gegnum lönd bænda í Valla-, Fljótsdals- og Fellahreppi. Bændur í þessum hreppum eru ekki allir sammála um ágæti þessarar hugmyndar. Til þess að gera fyrstu drög að göngustígnum og tengja hugmynd- ina veruleikanum var fenginn hing- að til lands bandarískur nemandi í landslagsarkitektúr, Conrad Langley, en hann hefur verið að vinna hugmyndir að því hvar ákjós- anlegast sé, með tilliti til bæði land- gæða og fjárhagshagkvæmni, að leggja stíginn. Hann hefur dvalið hér í allt sumar og búið á Setbergi í Fellahreppi og á Skriðuklaustri í Fljótsdal, meðan hann hefur verið að vinna að verkefninu. Ormurinn styður hugmyndina Verkefni Conrads er mastersverk- efni við North Carolina State Uni- versity. Ástæðan fyrir því að hann kemur inn í þetta verkefni er sú að Philip Vogler, formaður Framfara- félags Fljótsdalshéraðs, hafði sam- band við íslenska stúlku sem er nemandi við sama skóla og kannaði hvort hugmynd þessi þætti áhuga- verð meðal nemendanna. Conrad fannst hugmyndin vel koma til greina og kom til landsins 1997 og kynnti sér verkefnið. Hann ákvað því að slá til og fékk styrk frá Ful- bright-stofnuninni til verkefnisins. Conrad segir fleiri hafa komið að þessu máli. Auk þess sem Fram- farafélag Fljótsdalshéraðs hefur unnið að ýmsum skipulagsmálum fyrir verkefnið hefur Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, unnið mikið starf sem lýtur að þessari stígagerð og einnig hefur Dagmar Þórisdóttir skrifað ritgerð um hluta af leiðinni, í sínu námi, hjá Hinum konunglega land- búnaðarháskóla í Kaupmannahöfn. Fyrirmyndir að göngustíg sem þessum eru til víða í Evrópu, m.a. í Bretlandi en þar eru göngustígar fyrir langar vegalendir, víða í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Conrad telur einnig ímyndina og söguna um Lagarfljótsorminn, styðja hugmyndina um göngustíg og vitnar þá í Loch Ness á Skotlandi sem hefur sambærOega sögu. Stígurinn er hugsaður sem hjóla- og göngustígur í framtíðinni en eingöngu er horft á hann sem göngustíg tO að byrja með. Mark- miðið er að hann liggi um sem fal- legast umhverfi en ekki er mögu- legt að velja staðsetningu eingöngu með tilliti til útsýnis heldur þarf raunsæi og hagkvæmni að fylgjast að, segir Conrad. Hann segir einnig mikOvægt að reyna að tengja athygl- isverða staði við göngu- stíginn og þannig sé m.a. hægt að hafa styttri gönguleiðir sem liggja frá aðalgöngu- stígnum sjálfum. Hann segir landsvæði þetta eiga eftir að breytast mikið á næstu 20 árum, en þá verði það orðið skógi vaxið, svo miklu hefur verið plantað nið- ur á undanförnum ár- um. Conrad hefur bútað leiðina niður í litlar ein- ingar og dregið upp landslagsmynd af hverri vegalengd íyrir sig þar sem fram koma einnig upplýsingar um hæð yfir sjávarmáli og lengd stígsins. Þær myndir hafa verið sýndar á Café Nielsen á EgOsstöðum og einnig í Flugstöð- inni á Egilsstöðum. Conrad hefur einnig útbúið könnun eða spuming- ar sem lagðar hafa verið fyrir íbúa Fljótsdalshéraðs, og eru hluti af verkefni hans. Þar leitar hann eí'tir því hvernig íbúarnir upplifa um- hverfi sitt. ATVINNUHÚSNÆÐI KOPAVOGUR - TIL LEIGU í þessu vandaða húsi í Auðbrekku 1, Kóp., er til leigu ca 520 fm verslunar-/at- vinnuhúsnæði. Húsnæðinu má skipta í minni einingar. Góð aðkoma að húsinu og frábær staðsetning en húsnæðið blasir við fjölförnum umferðaræðum. Húsnæðið verður afhent fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan. Möguleiki á langtímaleigu. LYNGÁS GARÐABÆ Mjög gott ca 101 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð. Mjög góð staðsetning. Verð 8,2 millj. Fasteignasalan KJÖRBÝLI Nýbýlavegi 14, sími 564 1400, fax 554 3307.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.