Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.08.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 59 __________________________________________* FRÉTTIR Menningar- dagur í Hafnarfirði BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar hyggst bjóða upp á fjölbreytta dag- skrá á menningardegi sem haldinn verður sunnudaginn 22. ágúst. I fréttatilkynningu segir: „I Sí- vertsens-húsi við Vesturgötuna mun fortíðin verða blásin lífi af leik- urum úr Leikfélagi Hafnarfjarðar. Fyrir áhugamenn um gamlar bæk- ur, matreiðslu og giftingar verður kynning á bókunum „Einfalt mat- reiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur,“ eftir frú Mörtu Maríu Stephensen og „Uppkast til for- sagna um brúðkaupssiðu hér á landi“ eftir Eggert Ólafsson. Á Torgi Bjarna riddara verður handverksfólk með sölubása. Og eftir að hafa skoðað hvernig yfír- stéttin bjó og lifði er tilvalið að skreppa í heimsókn í Siggubæ, við Kirkjuveginn, og sjá hvemig verka- fólk bjó í byrjun aldarinnar." I Smiðjunni, Strandgötu 50, býð- ur safnið upp á sögu- og minjasýn- inguna „Þannig var...“ og í Ás- bjamarsal leikfangasýninguna „Og litlu börnin leika sér“. I portinu fyr- ir utan Smiðjuna verður fornbíla- klúbburinn með bílana sína og börn- in geta fengið að keyra rafbíla. Einnig býður safnið upp á sagna- göngu undir leiðsögn Jónatans Garðarssonai'. Lagt verður af stað kl. 13 frá mótum Herjólfsgötu og Drangagötu. Gengið verður sem leið liggur um byggðina í kringum malimar. Ókeypis aðgangur verður að . safninu þennan dag svo og í sagna- gönguna. Arsþing nor- rænna samtaka smitsjúkdóma- lækna haldið hér 16. ÁRSÞING samtaka norrænna smitsjúkdómalækna og sýklafræð- inga verður haldið dagana 19.-21. ágúst í Reykjavík. U.þ.b. 100 sér- fræðingar og vísindamenn á þessu sviði frá öllum Norðurlöndunum munu sækja þingið. Á þinginu verður fjallað um ýmiss konar sýkingar, þar á meðal lifrar- bólgu C, sem er vaxandi vandamál hér á landi meðal sprautufíkla. Heið- ursfyrirlestur þingsins flytur dr. Ástríður Pálsdóttir sem starfar á Rannsóknarstofu Háskólans að Keldum. Mun hún fjalla um prion, en það eru prótein sem valda meðal annars Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi í mönnum og kúafári í nautgripum í Bretlandi en tengslin þar á milli hafa verið mjög til umræðu undanfarin misseri. Prion valda einnig riðu í ís- lensku sauðfé og hafa verið stundað- ar umfangsmiklar rannsóknir á þeim hér á landi undanfarin ár. Megináhersla þingsins verður þó á sýkingar í samfélaginu og verður ræða við ungliða í færeysu stjóm- málaflokkunum, hitta stjómarmenn í NORA - Norrænu Atlantsnefnd- inni sem er samstarfsnefnd íslands, Færeyja, Grænlands og strandhér- aða Noregs og fæst við byggða- og svæðasamstarf milli aðUdai'land- anna. Ráðherrann munu einnig hitta fulltrúa í Vestnorræna ráðinu. Minnisvarði um Freystein Gunnarsson Morgunblaðið/Jim Smart Atta Islendingar fá breskan styrk BRITISH Council í Bretlandi, sem sér um úthlutun bresku styrkjanna British Chevening Scholarship til háskólanema, hef- ur nýverið ákveðið úhlutun til átta íslendinga. Gera styrkirnir þeim kleift að stunda nám við fjallað um bólusetningar, sýkingar í heUsugæslu o.fl., en þó mest um sýklalyfjaónæmi og viðbrögð til að mæta þeim vanda sem mjög er vax- andi víða um heim. Kammerkor Norðurlands í Skálholtskirkju KAMMERKÓR Norðurlands held- ur tónleika í Skálholtskirkju í kvöld, fímmtudagskvöld, í upphafí nám- skeiðs söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar. Á efnisskrá eru Maríuvers og bænasálmar eftir íslenska og er- lenda höfunda. Kammerkórinn var stofnaður á liðnu hausti og skipaður söngfólki af Norðurlandi. Stjómend- ur eru Sigurbjörg Kristínardóttir og Bjöm Leifsson. Undirleikari er HUmar Öm Agnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og em öUum opnir. Rætt um arki- tektanám í nútíð og framtíð STJÓRN ÍSARK, íslenska arki- tektaskólans, mun standa fyrir um- ræðufundi fóstudaginn 20. ágúst um hlutverk og mótun arkitektanáms í nútíð og framtíð. Fundurinn, sem haldinn verður í Norræna húsinu og hefst kl. 20, er opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið. breska háskóla í eitt ár. Bresku sendiherrahjónin, James McCull- och og kona hans, tóku á móti styrkþegunum og var myndin tekin við það tækifæri. Þeir eru: Anna Kristín Newton, Magnús Árni Magnússon, Robert Ragnar í upphafi fundarins flytja fram- sögu Per Olaf Fjeld, prófessor við Arkitektaháskólann í Osló og fyrr- verandi rektor skólans, Ebbe Harder, arkitekt og námsstjóri við arkitektadeUd Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn, og Ebbe Melgaard, arkitekt og fyrrverandi rektor arkitektadeildar Listaaka- demíunnar í Kaupmannahöfn. Arkitektarnir era í Reykjavík á vegum Nordisk Arkitekturakademi sem eru samtök norrænu arkitekta- skólanna, en sjö manna hópur á vegum samtakanna dvelur nú í Reykjavík og starfar með stjóm ÍSARK. Síðustu sumar- ferðir í Þors- mörk og á Fimmvörðuháls FERÐAFÉLAG íslands efnir um helgina tU síðustu helgarferða sinna í sumar á Fimmvörðuháls og í Þórs- mörk. Brottfór er föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 19 og komið tU baka á sunnudag. Gist er að venju í Skag- fjörðsskála Ferðafélagsins í Langa- dal, miðsvæðis í Þórsmörk. Skipulagðar verða styttri og lengri gönguferðir í Þórsmörk og dagsganga verður yfir Fimmvörðu- háls á laugardeginum. Hægt er að dvelja í Þórsmörk fram á miðviku- daginn 25. ágúst, en þá verður síð- asta miðvikudagsferðin í Þórsmörk. Spano, Hörður Felix Harðarson, Hrund Gunnsteinsdóttir, Óttar Freyr Gíslason, Þorsteinn Arn- alds og Ólöf Hrefna Kristjáns- dóttir en faðir þeirrar síðast- nefndu tók við styrknum fyrir hennar hönd. Haustferðir og haustlitaferðir verða í september og má þar sérstaklega minna á haustlita- og grillveisluferð 17.-19. september. Golfmót Sam- fylkingarinnar GOLFMÓT Samfylkingarinnar verður haldið fímmtudaginn 2. sept- ember nk. SpUað verður á Grafar- holtsveUi í Reykjavík og verður ræst út mUli 11 og 13. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fullri forgjöf. Samfylkingarmenn sem áhuga hafa á þátttöku hafi samband við Ingvar Sverrisson. Umhverfís- ráðherra til Færeyja SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og norrænn samstarfsráð- herra, heimsækir Færeyjar 18.-20. ágúst og á fund með samstarfsráð- herra Færeyja, Hogna Hoydal, sem jafnframt fer með sjálfstæðis- mál í stjórn Færeyja, hinn 19. ágúst nk. Ráðherramir munu ræða norræn og vestnorræn samstarfsmál en aukið vestnorrænt samstarf er með- al forgangsmála á formennskuári Islands í Norrænu ráðherranefnd- inni. Ráðherramir munu einnig MINNISVARÐI um Freystein Gunnarsson, fyrrverandi skóla- stjóra Kennaraskólans, verður af- hjúpaður við hátíðlega athöfn í landi Hróarsholts í Flóa sunnudaginn 22. ágúst kl. 14. Að lokinni athöfn við minnisvarð- ann verður farið í samkomuhúsið Þingborg og þar verður flutt dag- skrá um Freystein, m.a. munu tveir kórar syngja ljóð hans. Nemendur Freysteins úr Kenn- aháskólanum hafa haft forgöngu um að reisa minnisvarðann í sam- ráði við börn hans og sveitunga. Steingrímur opnar sýningu STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðs- son opnar sína 101. einkasýningu í Akoges í Vestmannaeyjum í dag kl. 18.30. Á sýningunni verða 30-40 ný málverk, þar af 15 nýjar myndir frá New York þar sem málarinn dvald- ist nýlega. Leikin verður dixietón- list og blús við opnunina. Sýningin stendur í 2-3 daga. LEIÐRÉTT Rangt nafn NAFN Ormars Þórs Guðmunds- sonar arkitekts misritaðist í frétt í blaðinu í gær um vígslu sundlaugar- innar í Stykkishólmi. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Umhverfisverðlaun veitt á Hellnum I frétt í blaðinu í gær var sagt frá afhendingu Umhverfisverðlauna Vesturlands Afhendingin var sögð hafa farið fram á Hellissandi. Þetta er ekki rétt heldur vora þau afhent á Hellnum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Súrefaisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Háaleitis Apóteki og Hagkaupi Kringlunni. Sænsku bjálkahúsin frá ShnmCab t * Tilboðsdagar frá 18.-21. ágúst Mikill afsláttur Gluggatjaldabúfar í úrvali Komið og gerið góð kaup! epol Skeifunni 6, Sími 568 77 33. loksins fáanleg á Íslandi 10,0m2 Jabo Sýningarhús á horni Sóltúns / Hátúns Jfc. FerSaþjónustuhús og sumarhús 10,0 • 15,5 • 19,5 • 26,5 • 40,6 og 60,0 m2 Fjallstuga 26,5m2 «/’u/narft ús Ármúla 36 • s. 581-4088 og 699-6303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.