Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 59 __________________________________________* FRÉTTIR Menningar- dagur í Hafnarfirði BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar hyggst bjóða upp á fjölbreytta dag- skrá á menningardegi sem haldinn verður sunnudaginn 22. ágúst. I fréttatilkynningu segir: „I Sí- vertsens-húsi við Vesturgötuna mun fortíðin verða blásin lífi af leik- urum úr Leikfélagi Hafnarfjarðar. Fyrir áhugamenn um gamlar bæk- ur, matreiðslu og giftingar verður kynning á bókunum „Einfalt mat- reiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur,“ eftir frú Mörtu Maríu Stephensen og „Uppkast til for- sagna um brúðkaupssiðu hér á landi“ eftir Eggert Ólafsson. Á Torgi Bjarna riddara verður handverksfólk með sölubása. Og eftir að hafa skoðað hvernig yfír- stéttin bjó og lifði er tilvalið að skreppa í heimsókn í Siggubæ, við Kirkjuveginn, og sjá hvemig verka- fólk bjó í byrjun aldarinnar." I Smiðjunni, Strandgötu 50, býð- ur safnið upp á sögu- og minjasýn- inguna „Þannig var...“ og í Ás- bjamarsal leikfangasýninguna „Og litlu börnin leika sér“. I portinu fyr- ir utan Smiðjuna verður fornbíla- klúbburinn með bílana sína og börn- in geta fengið að keyra rafbíla. Einnig býður safnið upp á sagna- göngu undir leiðsögn Jónatans Garðarssonai'. Lagt verður af stað kl. 13 frá mótum Herjólfsgötu og Drangagötu. Gengið verður sem leið liggur um byggðina í kringum malimar. Ókeypis aðgangur verður að . safninu þennan dag svo og í sagna- gönguna. Arsþing nor- rænna samtaka smitsjúkdóma- lækna haldið hér 16. ÁRSÞING samtaka norrænna smitsjúkdómalækna og sýklafræð- inga verður haldið dagana 19.-21. ágúst í Reykjavík. U.þ.b. 100 sér- fræðingar og vísindamenn á þessu sviði frá öllum Norðurlöndunum munu sækja þingið. Á þinginu verður fjallað um ýmiss konar sýkingar, þar á meðal lifrar- bólgu C, sem er vaxandi vandamál hér á landi meðal sprautufíkla. Heið- ursfyrirlestur þingsins flytur dr. Ástríður Pálsdóttir sem starfar á Rannsóknarstofu Háskólans að Keldum. Mun hún fjalla um prion, en það eru prótein sem valda meðal annars Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi í mönnum og kúafári í nautgripum í Bretlandi en tengslin þar á milli hafa verið mjög til umræðu undanfarin misseri. Prion valda einnig riðu í ís- lensku sauðfé og hafa verið stundað- ar umfangsmiklar rannsóknir á þeim hér á landi undanfarin ár. Megináhersla þingsins verður þó á sýkingar í samfélaginu og verður ræða við ungliða í færeysu stjóm- málaflokkunum, hitta stjómarmenn í NORA - Norrænu Atlantsnefnd- inni sem er samstarfsnefnd íslands, Færeyja, Grænlands og strandhér- aða Noregs og fæst við byggða- og svæðasamstarf milli aðUdai'land- anna. Ráðherrann munu einnig hitta fulltrúa í Vestnorræna ráðinu. Minnisvarði um Freystein Gunnarsson Morgunblaðið/Jim Smart Atta Islendingar fá breskan styrk BRITISH Council í Bretlandi, sem sér um úthlutun bresku styrkjanna British Chevening Scholarship til háskólanema, hef- ur nýverið ákveðið úhlutun til átta íslendinga. Gera styrkirnir þeim kleift að stunda nám við fjallað um bólusetningar, sýkingar í heUsugæslu o.fl., en þó mest um sýklalyfjaónæmi og viðbrögð til að mæta þeim vanda sem mjög er vax- andi víða um heim. Kammerkor Norðurlands í Skálholtskirkju KAMMERKÓR Norðurlands held- ur tónleika í Skálholtskirkju í kvöld, fímmtudagskvöld, í upphafí nám- skeiðs söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar. Á efnisskrá eru Maríuvers og bænasálmar eftir íslenska og er- lenda höfunda. Kammerkórinn var stofnaður á liðnu hausti og skipaður söngfólki af Norðurlandi. Stjómend- ur eru Sigurbjörg Kristínardóttir og Bjöm Leifsson. Undirleikari er HUmar Öm Agnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og em öUum opnir. Rætt um arki- tektanám í nútíð og framtíð STJÓRN ÍSARK, íslenska arki- tektaskólans, mun standa fyrir um- ræðufundi fóstudaginn 20. ágúst um hlutverk og mótun arkitektanáms í nútíð og framtíð. Fundurinn, sem haldinn verður í Norræna húsinu og hefst kl. 20, er opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér málefnið. breska háskóla í eitt ár. Bresku sendiherrahjónin, James McCull- och og kona hans, tóku á móti styrkþegunum og var myndin tekin við það tækifæri. Þeir eru: Anna Kristín Newton, Magnús Árni Magnússon, Robert Ragnar í upphafi fundarins flytja fram- sögu Per Olaf Fjeld, prófessor við Arkitektaháskólann í Osló og fyrr- verandi rektor skólans, Ebbe Harder, arkitekt og námsstjóri við arkitektadeUd Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn, og Ebbe Melgaard, arkitekt og fyrrverandi rektor arkitektadeildar Listaaka- demíunnar í Kaupmannahöfn. Arkitektarnir era í Reykjavík á vegum Nordisk Arkitekturakademi sem eru samtök norrænu arkitekta- skólanna, en sjö manna hópur á vegum samtakanna dvelur nú í Reykjavík og starfar með stjóm ÍSARK. Síðustu sumar- ferðir í Þors- mörk og á Fimmvörðuháls FERÐAFÉLAG íslands efnir um helgina tU síðustu helgarferða sinna í sumar á Fimmvörðuháls og í Þórs- mörk. Brottfór er föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 19 og komið tU baka á sunnudag. Gist er að venju í Skag- fjörðsskála Ferðafélagsins í Langa- dal, miðsvæðis í Þórsmörk. Skipulagðar verða styttri og lengri gönguferðir í Þórsmörk og dagsganga verður yfir Fimmvörðu- háls á laugardeginum. Hægt er að dvelja í Þórsmörk fram á miðviku- daginn 25. ágúst, en þá verður síð- asta miðvikudagsferðin í Þórsmörk. Spano, Hörður Felix Harðarson, Hrund Gunnsteinsdóttir, Óttar Freyr Gíslason, Þorsteinn Arn- alds og Ólöf Hrefna Kristjáns- dóttir en faðir þeirrar síðast- nefndu tók við styrknum fyrir hennar hönd. Haustferðir og haustlitaferðir verða í september og má þar sérstaklega minna á haustlita- og grillveisluferð 17.-19. september. Golfmót Sam- fylkingarinnar GOLFMÓT Samfylkingarinnar verður haldið fímmtudaginn 2. sept- ember nk. SpUað verður á Grafar- holtsveUi í Reykjavík og verður ræst út mUli 11 og 13. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fullri forgjöf. Samfylkingarmenn sem áhuga hafa á þátttöku hafi samband við Ingvar Sverrisson. Umhverfís- ráðherra til Færeyja SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og norrænn samstarfsráð- herra, heimsækir Færeyjar 18.-20. ágúst og á fund með samstarfsráð- herra Færeyja, Hogna Hoydal, sem jafnframt fer með sjálfstæðis- mál í stjórn Færeyja, hinn 19. ágúst nk. Ráðherramir munu ræða norræn og vestnorræn samstarfsmál en aukið vestnorrænt samstarf er með- al forgangsmála á formennskuári Islands í Norrænu ráðherranefnd- inni. Ráðherramir munu einnig MINNISVARÐI um Freystein Gunnarsson, fyrrverandi skóla- stjóra Kennaraskólans, verður af- hjúpaður við hátíðlega athöfn í landi Hróarsholts í Flóa sunnudaginn 22. ágúst kl. 14. Að lokinni athöfn við minnisvarð- ann verður farið í samkomuhúsið Þingborg og þar verður flutt dag- skrá um Freystein, m.a. munu tveir kórar syngja ljóð hans. Nemendur Freysteins úr Kenn- aháskólanum hafa haft forgöngu um að reisa minnisvarðann í sam- ráði við börn hans og sveitunga. Steingrímur opnar sýningu STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðs- son opnar sína 101. einkasýningu í Akoges í Vestmannaeyjum í dag kl. 18.30. Á sýningunni verða 30-40 ný málverk, þar af 15 nýjar myndir frá New York þar sem málarinn dvald- ist nýlega. Leikin verður dixietón- list og blús við opnunina. Sýningin stendur í 2-3 daga. LEIÐRÉTT Rangt nafn NAFN Ormars Þórs Guðmunds- sonar arkitekts misritaðist í frétt í blaðinu í gær um vígslu sundlaugar- innar í Stykkishólmi. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Umhverfisverðlaun veitt á Hellnum I frétt í blaðinu í gær var sagt frá afhendingu Umhverfisverðlauna Vesturlands Afhendingin var sögð hafa farið fram á Hellissandi. Þetta er ekki rétt heldur vora þau afhent á Hellnum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Súrefaisvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Háaleitis Apóteki og Hagkaupi Kringlunni. Sænsku bjálkahúsin frá ShnmCab t * Tilboðsdagar frá 18.-21. ágúst Mikill afsláttur Gluggatjaldabúfar í úrvali Komið og gerið góð kaup! epol Skeifunni 6, Sími 568 77 33. loksins fáanleg á Íslandi 10,0m2 Jabo Sýningarhús á horni Sóltúns / Hátúns Jfc. FerSaþjónustuhús og sumarhús 10,0 • 15,5 • 19,5 • 26,5 • 40,6 og 60,0 m2 Fjallstuga 26,5m2 «/’u/narft ús Ármúla 36 • s. 581-4088 og 699-6303

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.