Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vísitasían er
ævintýri líkust
„ÞETTA er ævintýri líkast og hefur
gengið ljómandi vel, viðtökur og
viðmót fólksins alúðlegt og veðrið
indælt," sagði Karl Sigurbjömsson
biskup sem nú vísiterar söfnuði á
Austurlandi. í gær var hann á
Vopnafirði og Jökuldal og í dag
messar hann í Áskirkju og Valþjófs-
stað í kvöld.
Vísitasíunni um Múlaprófasts-
dæmi lýkur á föstudag og eftir
næstu helgi fer hann um Aust-
fjarðaprófastsdæmi eftir að hafa
tekið þátt í héraðsfundi og kirkju-
hátíð á Djúpavogi.
Biskup segir sérstakt að ferðast
um Austurland og heimsækja ann-
ars vegar eyðijarðir og skoða kirkj-
ur sem þar er vel haldið við, svo sem
í Húsavík, og hins vegar koma á rót-
gróna kirkjustaði og skynja kraftinn
í fólkinu sem stendur í fremstu víg-
línu í byggðunum sem eiga í vök að
verjast vegna byggðaþróunar. Víða
standi örfáar manneskjur á bak við
varðveislu þjóðargersema og nefndi
biskup t.d. Kirkjubæ í Hróarstungu
sem dæmi. „Ég skynja áhyggjur
fólksins vegna framvindu í atvinnu-
og byggðamálum sem koma fram
um leið og við eigum gagnlegar við-
ræður um starf kirkjunnar á hverj-
um stað,“ segir biskup.
Á fimmtudag verður biskup í
Hallormsstað og tekur þátt í guðs-
þjónustu í Þingmúla síðdegis og í
Vallanesi um kvöldið. Á föstudag er
ferðinni heitið til Seyðisfjarðar þar
sem biskup lítur á fomleifauppgröft
á Þórarinsstöðum, hefur helgistund
á sjúkrahúsinu og messar í Seyðis-
fjarðarkirkju um kvöldið.
Morgunblaðið/Sverrir
Umhverfísráðherrar Norðurlanda ræða umhverfísvernd
á norðurheimskautssvæðum
N áttúru verndar-
áætlun samþykkt
Umhverfisráðherrar Norðurlanda; Alfred Jacobsen úr landstjórn
Færeyja, Guro Fjellanger frá Noregi, Siv Friðleifsdóttir, Eydun Eltör úr
Iandstjóm Færeyja og Kjell Larsson, umhverfisráðherra Svíþjóðar.
Finnski ráðherrann, Satu Hassi, yfirgaf fundinn fyrir blaðamannafund.
UMHVERFISRÁÐHERRAR
Norðurlanda samþykktu einróma
náttúruverndaráætlun fyrir norður-
heimskautssvæðið á fundi sínum í
Hótel Reynihlíð við Mývatn í gær.
Áætlunin er til fimm ára og öðlast
gUdi á næsta ári. Hún varðar fyrst
og fremst náttúruvemd á Islandi,
Grænlandi og Svalbarða en önnur
Norðurlönd geta einnig tekið þátt í
verkefnum hennar.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra lýsti ánægju með fund ráð-
herranna en auk náttúmvemdar-
áætlunarinnar var meðal annars
rætt um mengun sjávar, norrænt
samstarf að umhverfismálum í
Rússlandi, Sellafíeld, framkvæmd
yfirlýsingar norrænu forsætisráð-
herranna um sjálfbæra þróun í um-
hverfismálum og umhverfisstefnu
ESB.
Viðkvæm náttúra sem
þarfnast verndar
Fundinn sátu um 40 fulltrúar, þar
á meðal umhverfisráðherrar allra
Norðurlandanna utan Danmerkur.
Áætlun um náttúravemd á norður-
heimskautssvæðinu, unnin á vegum
Norrænu ráðherranefndarinnar,
var aðalefni fundarins. Náttúra
norðurheimskautsins þykir sérlega
viðkvæm og fram kom að það sem
ógnar henni einna mest nú er vax-
andi umferð, mengun, ósjálfbær
auðlindanýting og loftlagsbreyting-
ar af manna völdum.
Áætlunin sem samþykkt var á
fundinum hefur að geyma marg-
þættar tillögur til vemdar umhverf-
inu. í henni er til að mynda rætt um
samþættingu umhverfissjónarmiða
í ferðaþjónustu, vísindarannsóknum
og í skólakerfinu. Þar er meðal ann-
ars fjallað um hvemig koma megi í
veg fyrir umhverfisglæpi á borð við
akstur utan vega, sem er þekkt
vandamál á Islandi, og hugað sér-
staklega að vemdun vissra dýrateg-
unda.
Mikilvægt er að ná jafnvægi milli
ferðaþjónustu og náttúravemdar,
að mati umhverfisráðherranna. Siv
Friðleifsdóttir vakti athygli á því að
ferðamenn á íslandi á þessu ári
verða að líkindum nær jafnmargir
íbúum landsins og útlit fyrir að
þeim fjölgi mjög á næstu áram.
Þess verði að gæta vel að lágmarka
spjöll af þeirra völdum.
Margvísleg önnur málefni
Kostnaður við framkvæmd
náttúruvemdaráætlunarinnar verð-
ur á bilinu 60 til 75 milljónir ís-
lenskra króna. Ljóst er að Norður-
löndin munu deila kostnaðinum með
sér en ekki liggur fyrir hvernig
hann mun skiptast.
Einnig var rætt um mengun sjáv-
ar á fundi ráðherranna og ákveðið
að grípa til tiltekinna aðgerða til að
stuðla enn frekar að vemdun hafs-
ins á norðurheimskautssvæðunum.
„Hafið umhverfis ísland er hreint,
við viljum halda því þannig," sagði
íslenski ráðherrann.
Rætt var um norrænt samstarf
að umhverfismálum í Rússlandi á
fundinum. Ráðherramir voru sam-
mála um að miklu skipti fyrir Norð-
urlöndin að ástand þeirra væri gott.
Þá var fjallað um fyrirhugaðan
fund umhverfisráðherra ESB í
október. Áform vora rædd um norð-
læga vídd í umhverfisstefnu sam-
bandsins en ríkisstjóm Islands hef-
ur ákveðið að efna til sérstakrar
ráðstefnu um umhverfismál í hinni
norðlægu vídd sem fram fer í
Brassel 11. október.
Dansað á rósum á
Menningarnótt
ÞÆR dreifðu rósablöðum á göt-
urnar fyrir gesti Menningarnæt-
ur að dansa á, leikkonurnar
Edda Björg Eyjólfsdóttir og
Linda Ásgeirsdóttir, sem hér
sjást geislandi af gleði á Ingólfs-
torgi. Menningarnóttin sem hald-
in var hátíðleg um helgina,
fjórða árið í röð, fór vel fram í
alla staði, að sögn lögreglu og
aðstandenda verkefnisins.
■ Borgin/33
■ Fjölskrúðugt/66
Hindruðu för stjórn-
ar Landsvirkjunar
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
NOKKRIR félagar úr Félagi um
vemdun hálendis Austurlands
hindraðu för stjórnar Landsvirkj-
unar í gærmorgun við brúna yfir
Bessastaðaá á Fljótsdalsheiði.
Stjórn Landsvirkjunar, ásamt
fleirum, var á leið í kynnisferð um
Eyjabakka. Var veginum lokað
þannig að bíll var hafður á miðri
brúnni og vír strengdur beggja
vegna í brúarstólpa. Með aðgerð-
um þessum vill félagið vekja at-
hygli á málefnum Fljótsdalsvirkj-
unar og einnig þeim aðgerðum sem
félagar um vemdun hálendis á
Austurlandi era tilbúnir að beita ef
af virkjunarframkvæmdum verður.
Lesnar vora upp tvær ályktanir,
önnur til Landsvirkjunar en hin til
borgarstjórans í Reykjavík, þar
sem skorað er á þá aðila að þeir
hafi frumkvæði að því að Fljóts-
dalsvirkjun fari í lögformlegt um-
hverfismat. Borgarstjóri hefur
þegar lýst því yfír að hún sé hlynnt
því að umhverfismat verði gert um
virkjunina. Hrafnkell A. Jónsson
las þessar ályktanir og að því loknu
var bíllinn fjarlægður af brúnni og
stjórn Landsvirkjunar og föraneyti
komust óhindrað á leiðarenda.
Fann sprengju á
Hjálmadalsheiði
SPRENGJA, sem talið er að sé úr
bresku skipi og hafi átt að granda
flugvél í seinni heimsstyrjöldinni,
fannst í heilu lagi uppi á Hjálma-
dalsheiði milli Loðmundarfjarðar og
Seyðisfjarðar fyrir rúmri viku.
Það var franskur leiðsögumaður
sem fann sprengjuna, að sögn lög-
reglunnar á Seyðisfirði. I síðustu
viku fór hann upp á heiðina ásamt
lögreglu til að vísa á sprengjuna.
Frakkinn hafði teiknað kort til
þess að geta fundið sprengjuna aft-
ur en ekkert gekk að finna staðinn
og því var haldið aftur niður af
heiðinni.
Á fimmtudaginn fór Frakkinn
með hóp af fólki í gönguferð upp á
heiðina og ákvað lögreglumaður að
slást með í för til þess að freista
þess að finna sprengjuna. Sprengj-
an fannst í þetta skiptið og var hún
staðsett með GPS-staðsetningar-
tæki.
Á föstudaginn var síðan Land-
helgisgæslan kölluð austur til þess
að eyða sprengjunni þar sem talið
var að göngufólki stafaði hætta af
henni. Landhelgisgæslan fór upp á
heiðina í þyrlu og sprengdi sprengj-
una og að sögn lögreglunnar var
þetta heljarhvellur.
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Heimili
Helgi Sigurðsson tekur
Grikkland með áhlaupi / B2
Vala og Þórey Edda hafa
yfirgefið Sevilla / B1
Enski boltinn
www.mbl.is