Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 4

Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starf framhalds- skóla víða hafið SKÓLASTARF hófst í fjölmörg- uni framhaldsskólum landsins í gær. Þetta er annað árið í röð sem skólastarf hefst svo snemma en áður hófst kennsla í fram- haldsskólum jafnan fyrstu vikuna í september. Menntaskólinn við Hamrahlíð er einn þeirra skóla þar sem kennsla hófst í gær og fór skóla- árið vel af stað, að sögn Lárusar H. Bjarnasonar, rektors skólans. 300 nýir nemendur hófu nám við skólann í gær en þá hófst jafn- framt 34. starfsár hans. Stúlkurn- ar á myndinni, sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti í gær í Menntaskólanum við Hamrahlíð, veltu fyrir sér stundaskrám og námsefni í upphafi vetrar. Áfallahjálp næst á dagskrá fslenska björgunarsveitin kemur heim í dag Starfíð gekk vel Morgunblaðið/Jim Smart „HINGAÐ til höfum við verið að bjarga mannslífum. Nú förum við hins vegar fljótlega að sinna þeim sem lifðu hörmungarnar af. Það er mikið lagt í það að veita áfalla- hjálp,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Is- lands. Þórir, sem vinnur að hjálp- arstarfi í Tyrklandi á vegum Rauða krossins, segir skipulag hjálpar- starfsemi nú smám saman að kom- ast í fastar skorður. „Það er búið að reisa tjaldbúðir víða og nauðsynlegir hlutir eru farnir að berast á svæðin. Sorp- hirða er komin í gang á vegum stjórnvalda en mikil áhersla er á hreinlætismálin," segir Þórir. Þórir segir sótthreinsandi efnum úðað á húsarústh- þar sem leit er lokið, til að koma í veg fyrir að farsóttir breiðist út en mikil hætta er á þeim við þessar aðstæður. Þórir segir þó að enn sé vonast til að finna fólk á lífi í rústum, það þekkist að fólk geti lifað allt að níu daga við aðstæður sem þessar. „Sums staðar er augljóst að það er enginn á lífí, þar sem hús eru al- gerlega hrunin. Sums staðar hafa menn hins vegar ekki leitað af sér allan grun.“ Þórir hefur nú farið á velflest svæðin sem urðu illa úti í jarð- skjálftanum. „Það ríkir enn neyð- arástand hér og það má segja að það ríki meðan svo margt fólk er á götunni." Sólveig segir hafa farið ágætlega um hópinn, hann hefur dvalið í tjaldbúðum, sem vopnaðir her- menn gæta en alls staðar blasi eyðilegging við. „Fólk býr í tjöld- um ef tjöld skyldi kalla, það reynir að búa til skjól úr hverju sem er. Sólveig segir björgunarsveitina hafa unnið mai’kvisst að sínu starfi í góðu samstarfi við Bandaríkjamenn. „Eg hef fengið fréttir af ástandinu hér frá fréttamönnum því við höfum ekki haft tíma til að íylgjast með öllu. Hér úir og grúir af fréttamönn- um og margir sem hafa fylgst með okkur við leitina," segir Sólveig. „ÞETTA starf gekk vonum framar. Við höfum leitað í rústum með hlust- unartækjum og leitannyndavélum og þó að við hefðum viljað bjarga mannslífum kembdum við ákveðin svæði og komumst að því að enginn var á lífi í þeim rústum sem er auðvitað þarft starf,“ segir Sólveig Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Sólveig hefur dvalið með íslensku sveitinni við björgunarstörf í Tyrklandi en starf björgunar- sveitarinnar er nú á enda og heldur hún heim í dag. „Þetta er afar stórt svæði sem varð illa úti en nú er búið að leita á öllu svæðinu hér i kring. Við fórum í dag (gær) til borgar 20 km austur af Izmit og leit er lokið þar líka. Nú eru heimamenn farnir að nota stór- virk vinnutæki til að fjarlægja rústirnar.“ Hindruðu för stjórn- ar Landsvirkjunar Egilsstöðum. Morgunblaðið. NOKKRIR félagar úr Félagi um vemdun hálendis Austurlands hindruðu för stjómar Landsvirkun- ar í gærmorgun við brúna á Bessa- staðaá á Fljótsdalsheiði. Stjóm Landsvirkjunar ásamt fleiram var á leið í kynnisferð um Eyjabakka. Var veginum lokað þannig að bfll var hafður á miðri brúnni og vír strengdur beggja vegna í brúarstólpa. Með aðgerðum þessum vill félagið velq'a athygli á málefnum Fljótsdalsvirkjunar og einnig þeim aðgerðum sem félagar um vemdun hálendis á Austurlandi era tilbúnir að beita ef af virkjunar- framkvæmdum verður. Lesnar vora upp tvær ályktanir, önnur til Landsvirkjunar en hin til borgarstjórans í Reykjavík þar sem skorað er á þá aðila að þeir beiti framkvæði í því að Fljótsdalsvirkj- un fari í lögformlegt umhverfismat. Borgarstjóri hefur þegar lýst því yfir að hún sé hlynnt því að um- hverfismat verði gert um virkjun- ina. Hrafnkell A. Jónsson las þessar ályktanir og að því loknu var bfllinn fjarlægður af brúnni og stjóm Landsvirkjunar og föraneyti komust óhindrað á leiðarenda. Þjónusta númer eítt! Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Til solu Audi 100 2,8 E. Nýskráður 15. maí 1992. Ekinn 79.000 km, 4 dyra, sjálfskiptur, dökkblár, viðarklæðning í mælaborði. Ásett verð kr. 1.790.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu Nvmcr cí'tt í HotvZvM bílvml í síma 569 5500. vvww.l)il;ii.hin«j.Þ: Laugavegi 174,105 Reykjavik, sími 569-5500 • www.bilybmuj.is ’ wwWjbilyMiiiuj.it> Morgunblaðið/Sverrir Kristín P. Sveinsdóttir er mjög ern þrátt fyrir háan aldur. 105 ára afmæli „FAÐIR minn, Sveinn Péturs- son, varð háaldraður," segir Kristín P. Sveinsdóttir, sem er elsti núlifandi Islendingur- inn, aðspurð um hver skýring sé á langlífi hennar. Kristín á 105 ára afmæli í dag. Sonur hennar, Finnur Bergsveins- son, bætir við að systkini Kristínar hafí öll náð háum aldri þannig að langlífi virðist vera í ættinni. Kristín býr nú á Hrafnistu í Reykjavík og þegar Morgun- blaðið leit inn í gærdag var hún komin á ról. „Hvemig er veðrið úti?“ er fyrsta spuming sem Kristín ber fram, en hún er sannarlega hress miðað við aldur. Kristín er fædd í Skáleyjum á Breiðafirði en foreldrar hennar voru Sveinn Péturs- son, eins og áður sagði, og Pálína Tómasdóttir. Kristín giftist Bergsveini Finnssyni árið 1920. Þau hófu búskap í Gufudal það ár og bjuggu þar til ársins 1952. Nokkrum árum síðar flutti Kristín til Reykjavíkur og vann hún lengst af hjá fisk- verkuninni Júpiter og Mars, allt þar til hún var komin fast að áttræðu. Kristín og Berg- sveinn eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi en alls á Kristín yfír 120 afkomend- ur. Þegar Kristín er spurð hvort hún hyggist halda upp á viðburðinn segist hún gruna dætur sínar um að ætla að halda eitthvað upp á daginn með sér og brosir við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.