Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starf framhalds- skóla víða hafið SKÓLASTARF hófst í fjölmörg- uni framhaldsskólum landsins í gær. Þetta er annað árið í röð sem skólastarf hefst svo snemma en áður hófst kennsla í fram- haldsskólum jafnan fyrstu vikuna í september. Menntaskólinn við Hamrahlíð er einn þeirra skóla þar sem kennsla hófst í gær og fór skóla- árið vel af stað, að sögn Lárusar H. Bjarnasonar, rektors skólans. 300 nýir nemendur hófu nám við skólann í gær en þá hófst jafn- framt 34. starfsár hans. Stúlkurn- ar á myndinni, sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti í gær í Menntaskólanum við Hamrahlíð, veltu fyrir sér stundaskrám og námsefni í upphafi vetrar. Áfallahjálp næst á dagskrá fslenska björgunarsveitin kemur heim í dag Starfíð gekk vel Morgunblaðið/Jim Smart „HINGAÐ til höfum við verið að bjarga mannslífum. Nú förum við hins vegar fljótlega að sinna þeim sem lifðu hörmungarnar af. Það er mikið lagt í það að veita áfalla- hjálp,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Is- lands. Þórir, sem vinnur að hjálp- arstarfi í Tyrklandi á vegum Rauða krossins, segir skipulag hjálpar- starfsemi nú smám saman að kom- ast í fastar skorður. „Það er búið að reisa tjaldbúðir víða og nauðsynlegir hlutir eru farnir að berast á svæðin. Sorp- hirða er komin í gang á vegum stjórnvalda en mikil áhersla er á hreinlætismálin," segir Þórir. Þórir segir sótthreinsandi efnum úðað á húsarústh- þar sem leit er lokið, til að koma í veg fyrir að farsóttir breiðist út en mikil hætta er á þeim við þessar aðstæður. Þórir segir þó að enn sé vonast til að finna fólk á lífi í rústum, það þekkist að fólk geti lifað allt að níu daga við aðstæður sem þessar. „Sums staðar er augljóst að það er enginn á lífí, þar sem hús eru al- gerlega hrunin. Sums staðar hafa menn hins vegar ekki leitað af sér allan grun.“ Þórir hefur nú farið á velflest svæðin sem urðu illa úti í jarð- skjálftanum. „Það ríkir enn neyð- arástand hér og það má segja að það ríki meðan svo margt fólk er á götunni." Sólveig segir hafa farið ágætlega um hópinn, hann hefur dvalið í tjaldbúðum, sem vopnaðir her- menn gæta en alls staðar blasi eyðilegging við. „Fólk býr í tjöld- um ef tjöld skyldi kalla, það reynir að búa til skjól úr hverju sem er. Sólveig segir björgunarsveitina hafa unnið mai’kvisst að sínu starfi í góðu samstarfi við Bandaríkjamenn. „Eg hef fengið fréttir af ástandinu hér frá fréttamönnum því við höfum ekki haft tíma til að íylgjast með öllu. Hér úir og grúir af fréttamönn- um og margir sem hafa fylgst með okkur við leitina," segir Sólveig. „ÞETTA starf gekk vonum framar. Við höfum leitað í rústum með hlust- unartækjum og leitannyndavélum og þó að við hefðum viljað bjarga mannslífum kembdum við ákveðin svæði og komumst að því að enginn var á lífi í þeim rústum sem er auðvitað þarft starf,“ segir Sólveig Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Sólveig hefur dvalið með íslensku sveitinni við björgunarstörf í Tyrklandi en starf björgunar- sveitarinnar er nú á enda og heldur hún heim í dag. „Þetta er afar stórt svæði sem varð illa úti en nú er búið að leita á öllu svæðinu hér i kring. Við fórum í dag (gær) til borgar 20 km austur af Izmit og leit er lokið þar líka. Nú eru heimamenn farnir að nota stór- virk vinnutæki til að fjarlægja rústirnar.“ Hindruðu för stjórn- ar Landsvirkjunar Egilsstöðum. Morgunblaðið. NOKKRIR félagar úr Félagi um vemdun hálendis Austurlands hindruðu för stjómar Landsvirkun- ar í gærmorgun við brúna á Bessa- staðaá á Fljótsdalsheiði. Stjóm Landsvirkjunar ásamt fleiram var á leið í kynnisferð um Eyjabakka. Var veginum lokað þannig að bfll var hafður á miðri brúnni og vír strengdur beggja vegna í brúarstólpa. Með aðgerðum þessum vill félagið velq'a athygli á málefnum Fljótsdalsvirkjunar og einnig þeim aðgerðum sem félagar um vemdun hálendis á Austurlandi era tilbúnir að beita ef af virkjunar- framkvæmdum verður. Lesnar vora upp tvær ályktanir, önnur til Landsvirkjunar en hin til borgarstjórans í Reykjavík þar sem skorað er á þá aðila að þeir beiti framkvæði í því að Fljótsdalsvirkj- un fari í lögformlegt umhverfismat. Borgarstjóri hefur þegar lýst því yfir að hún sé hlynnt því að um- hverfismat verði gert um virkjun- ina. Hrafnkell A. Jónsson las þessar ályktanir og að því loknu var bfllinn fjarlægður af brúnni og stjóm Landsvirkjunar og föraneyti komust óhindrað á leiðarenda. Þjónusta númer eítt! Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Til solu Audi 100 2,8 E. Nýskráður 15. maí 1992. Ekinn 79.000 km, 4 dyra, sjálfskiptur, dökkblár, viðarklæðning í mælaborði. Ásett verð kr. 1.790.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu Nvmcr cí'tt í HotvZvM bílvml í síma 569 5500. vvww.l)il;ii.hin«j.Þ: Laugavegi 174,105 Reykjavik, sími 569-5500 • www.bilybmuj.is ’ wwWjbilyMiiiuj.it> Morgunblaðið/Sverrir Kristín P. Sveinsdóttir er mjög ern þrátt fyrir háan aldur. 105 ára afmæli „FAÐIR minn, Sveinn Péturs- son, varð háaldraður," segir Kristín P. Sveinsdóttir, sem er elsti núlifandi Islendingur- inn, aðspurð um hver skýring sé á langlífi hennar. Kristín á 105 ára afmæli í dag. Sonur hennar, Finnur Bergsveins- son, bætir við að systkini Kristínar hafí öll náð háum aldri þannig að langlífi virðist vera í ættinni. Kristín býr nú á Hrafnistu í Reykjavík og þegar Morgun- blaðið leit inn í gærdag var hún komin á ról. „Hvemig er veðrið úti?“ er fyrsta spuming sem Kristín ber fram, en hún er sannarlega hress miðað við aldur. Kristín er fædd í Skáleyjum á Breiðafirði en foreldrar hennar voru Sveinn Péturs- son, eins og áður sagði, og Pálína Tómasdóttir. Kristín giftist Bergsveini Finnssyni árið 1920. Þau hófu búskap í Gufudal það ár og bjuggu þar til ársins 1952. Nokkrum árum síðar flutti Kristín til Reykjavíkur og vann hún lengst af hjá fisk- verkuninni Júpiter og Mars, allt þar til hún var komin fast að áttræðu. Kristín og Berg- sveinn eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi en alls á Kristín yfír 120 afkomend- ur. Þegar Kristín er spurð hvort hún hyggist halda upp á viðburðinn segist hún gruna dætur sínar um að ætla að halda eitthvað upp á daginn með sér og brosir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.