Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 23
Wm 1
Samherji lækk-
ar um 11,4%
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís-
lands námu alls 128 milljónum króna
í gær og urðu einungis viðskipti með
hlutabréf. Mest viðskipti voru með
hlutabréf í Samherja eða fyrir 21
milljón króna og lækkaði gengi bréf-
anna um 11,4%, úr 10,95 í 9,70, en fé-
lagið sendi frá sér sex mánaða upp-
gjör á föstudag.
19 milljóna króna viðskipti voru
með hlutabréf í Flugleiðum og
hækkaði gengi þeirra um 1,1%. 12
milljóna króna viðskipti voru með
hlutabréf í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins og lækkaði gengi þeirra
um 5,5%. Eins voru viðskipti með
hlutabréf í íslandsbanka fyrir 12
milljónir króna og hækkaði gengi
þeirra um 0,4%. Mest hækkun varð á
verði bréfa Islenskra sjávarafurða
eða um 9,3%. Gengi hlutabréfa í ís-
lenska járnblendifélaginu lækkaði
um 6,3% en félagið sendi frá sér
milliuppgjör í gær.
Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði
um 1,12% í gær og er nú 1.259 stig.
EBÍ greidir
130 milljónir
i ágódahlut
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bruna-
bótafélag Islands hefur ákveðið að
greiða samtals 130 milljónir króna í
framlag til ágóðahlutar í ár, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
félaginu. Greiðslan rennur til þeirra
86 sveitarfélaga sem aðild eiga að
Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli
við eignaraðild þeirra að sjóðnum og
fær Akureyri hæstu greiðsluna, eða
rúmar 14 milijónir króna.
í samræmi við samþykktir félags;
ins mælast stjórn og fulltrúaráð EBI
til þess við sveitarfélögin að þau
verji framlaginu meðal annars til
forvarna, greiðslu iðgjalda af trygg-
ingum sveitarstjórna og brunavarna
í sveitarfélaginu.
EBÍ hefur um langt skeið greitt
aðildarsveitarfélögum framlag til
ágóðahlutar af starfsemi sinni og
gerði Brunabótafélag íslands samn-
inga við sveitarfélög um fjármögnun
slökkvitækja.
í fréttatilkynningunni kemur fram
að útboði á tækjabúnaði fyrir
slökkvilið sveitarfélaga sé nýlokið og
fimm sveitarfélög hafi þegar lýst yfir
vilja sínum til að festa kaup á nýjum
slökkvibifreiðum. EBI mun bjóða
hagstæð kjör við fjármögnun
kaupanna.
Krónan
ekki
sterkari í
7 mánuði
SÍÐUSTU tvær vikurnar hefur vísi-
tala krónunnar verið á niðurleið og
þar með krónan að styrkjast. Krón-
an hefur ekki verið jafnsterk í lang-
an tíma en vísitölugildi hennar, sem
mældist 112,73 í gær, er nú að nálg-
ast sitt lægsta gildi á árinu en 28.
janúar mældist gildi hennar 112,62.
Að því er fram kemur í morgun-
komi Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins hefur styrking krónunnar nú
komið nokkuð á óvart, sérstaklega í
ljósi þess að sú styrking sem átti sér
stað eftir síðustu vaxtahækkun
Seðlabankans hafði í lok júlí að
mestu gengið til baka.
„Fyrirtækjum hafa hins vegar að
undanförnu staðið til boða háir inn-
lánsvextir í krónum og hafa tölur á
bilinu 10-11% heyrst fyrir innlán í
3-5 vikur. Hugsanlegt er að þessi
kjör hafi freistað fyrirtækja sem
hafa aðgang að lánalínum í erlendum
myntum og að styrkinguna megi
rekja til þess að fyrirtækin dragi á
þær línur og umbreyti yfir í krónur
til að tryggja sér háa innlánsvexti,"
að því er fram kemur í morgunkorni
FBA í gær.
Forstjóri sænsku járnbrautanna
ávítaður fyrir einkavæðingartal
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
LAUSN Daniel Johannesson for-
stjóra sænsku jámbrautanna, SJ, á
rekstrarvanda SJ er að einkavæða
hluta rekstursins og það tilkynnti
hann starfsfólkinu í bréfi í síðustu
viku. Sú tilkynning fór heldur fyrir
brjóstið á Bjöm Rosengren at-
vinnuráðherra, sem hefur sett ofan í
við Johannesson fyrir vikið, þar sem
aðeins ríkið, eigandi SJ, geti tekið
slíkar ákvarðanir. Vandi SJ er lítill
hagnaður og skortur á fé til að end-
umýja starfsemina.
I bréfi sínu til starfsfólksins lýsir
Johannesson því yfir að einn mögu-
leiki sé að skipta fyrirtækinu upp í
sjálfstæða hluta, sem hægt væri að
einkavæða að einhverju leyti. Hug-
myndin er að SJ verði eignarhalds-
félag fyrir einstaka hluta. Pannig
megi fá aukið fé inn í fyrirtækið,
þar sem ekki sé við því að búast að
ríkið vilji leggjá til frekara fé.
Hallur undir einkavæðingu
í samtali við Dagens Industrí
mátti skilja sem svo að forstjórinn
stefndi á að SJ færi á hlutabréfa-
markað, en í Svenska Dagbladet
bendir Johannesson á að slíkt eigi
aðeins við þegar til mjög langs tíma
sé litið og sé þá auðvitað undir eig-
endunum komið. Hins vegar sé
hann hallur undir að hlutar SJ verði
einkavæddir, líkt og fram komi í
bréfinu. Að mati forstjórans væri
það kostur að fá utanaðkomandi að-
ila inn í reksturinn.
Johannesson hefur í kjölfar bréfs-
ins sagt að hann hafi ekki með þessu
haft í hyggju að grípa fram iyrir
hendur eiganda SJ, heldur aðeins
viljað brydda upp á umræðum um
framtíð SJ. Bjöm Rosengren er þó
ekki á sama máli og álítur þetta
frumhlaup af hálfu forstjórans.
Hann þvertekur þó ekki fyrir einka-
væðingu að hluta, en í stað þess að
einkavæða hluta af rekstrinum, til
dæmis veitingareksturinn, hefur
Rosengren bent á að SJ ætti að selja
frá sér rekstur, sem ekki getur talist
kjarnarekstur. Ráðherrann er hins
vegar alfarið á móti hugmyndum um
eignarhaldsfélag, þar sem það væri
þá komið sem eigandi í stað ríkisins.
■
breiðtjald
Þao gerist ekki öllu glæsilegra!
PHILIPS
32" breioljald með myndbandstæki
Einstök hönnun
PHILIPS
BlackLineS,32"breiðtjald
■ Svartur, flatur skjár og 100 riða flöktfrí mynd.
■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling.
• Skiptir sjálfvirkt um myndform, 4:3 eða 16:9.
■ 440 síðna minni í textavarpi.
■ Velur sjálfvirkt bestu mynd m.v. gæði útsendingar.
> Sjálfvirk, stafræn myndsía.
• Tveir hátalarar og bassahátalari, einstök hljómgæði.
■ Fullkomið 6 hausa NICAM-stereo myndbandstæki o.fl.
Staðgreiðsluverð: 329.900 kr.
■ Svartur, flatur skjar.
■ 100 riða flöktfri mynd.
■ Tærari, hreinni og skarpari mynd - sjálfvirk stilling
■ Skiptir sjálfvirkt um myndform, 4:3 eða 16:9.
■ Velur sjálfvirkt bestu möguleg myndgæði.
■ Sjálfvirk, stafræn myndsia.
• Tveir hátalarar og bassahátalari.
■ 440 síðna minni í textavarpi o.fl.
Staðgreiðsluverð: 1 99.900 kr
PHILIPS
BlackLine D, 28" breiðtjald
■ Svartur, flatur skjar
« 50 riða flöktfrí mynd.
■ 70 stöðva minni og 8 síðna minni í textavarpi. I
• Hljóðútgangur fyrir magnara.
. Tveir hátalarar og bassahátalari.
■ 2 Scart-tengi o.fl.
Staðgreiðsluverð: 79.900 kf.
Heimilistæki
SÆTUNI 8 - SÍMI 569 1500
umboðsmenn um land allt
IPS