Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 29

Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 29 ÚR VERINU Lýsi leggur áherslu á Danmörku Danir vilja auka neyslu á lýsinu BIossi ís 125 á siglingn inn Önundarfjörð. Nýr Gáski í flotann Morgunblaðið/Egill ÞINGMENN danska stjórnmála- flokksins Venstre hafa reifað hug- myndir um að lýsi verði niðurgreitt af stjórnvöldum þar í landi. Jörgen Winther, helsti hvatamaður máls- ins innan flokksins, segir að rann- sóknir sem sýna fyrirbyggjandi áhrif lýsis á hjarta- og æðasjúk- dóma réttlæti að varan verði niður- greidd. Hörð samkeppni og vaxandi áhugi Andri Þór Guðmundsson hjá Lýsi hf. segir að þessi umræða sé mjög jákvæð. „Danir standa mjög framarlega í heilbrigðismálum og fólk þar í landi er mjög áhugasamt og meðvitað um þessi mál. Hvort sem þetta mál fer gegnum þingið eða ekki kemur það til með að hafa jákvæð áhrif á sölumál hjá okkur. Við höfum flutt út lýsi til Danmerk- ur í rúm 15 ár og ætlum að notfæra okkur meðbyrinn núna til þess að endurmarkaðssetja vöru okkar. Það hafa allir Islendingar ákveðna ímynd af þorskalýsinu sem sumir minnast með óbragð í munninum en þessu er öðruvísi farið annars staðar. I Danmörku hefur ungt fólk til að mynda mjög jákvæða ímynd af fiskiolíu. Það tengir hana við hollustu og heilbrigt líferni." Andri segir að mörg fyrirtæki flytji út lýsi til Danmerkur. „Það er gríðarleg samkeppni í þessum geira, ekki bara í Danmörku, held- ur alls staðar í heiminum. Lýsi hf. er reyndar eitt af stærri fyrirtækj- um í þessum bransa og við skerum okkur frá öðrum fyi'irtækjum því að við vinnum vöruna frá upphafi til enda. Önnur fyrirtæki kaupa til- búið lýsi og pakka því svo inn. En þrátt fyrir það erum við í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem eru stór, eða í eigu stærri aðila. Við fínnum líka fyrir vaxandi áhuga hjá alþjóðlegum fyrirtækjum um að færa sig inn í þennan geira. Þetta er mjög vaxandi markaður - þó að Lýsi sé búið að vera í þessu í 60 ár er það fyrst núna sem þetta er orð- ið verulega spennandi." Andri telur að þessi umræða í Danmörku eigi tvímælalaust eftir að stækka markaðinn þar í landi. „Við verðum líka að átta okkur á því að Danir eru í Evrópusam- bandinu og náin tengsl ríkjanna í sambandinu gerir það að verkum að þegar eitthvað gerist í einu landi eru mjög góðar líkur á að það endurtaki sig í öðrum. Sér- staklega í ljósi áhuga ýmissa áhrifamikilla aðila innan ESB á heilbrigðismálum." Morgunbladið. Flateyri. NYR smábátur bættist nýlega við í ört vaxandi smábátaflota á Flat- eyri. Báturinn Blossi ÍS 125 er af Gáskagerð 960d. Það er Einar Guðbjartsson og sonur Einars, Birkir, ásamt fjölskyldu sem standa að rekstri bátsins, en hann verður gerður út á línu. Fyrir áttu þau smábátinn Má, frá árinu 1980, og var kominn tími til að skipta honum út fyrir stærri og öflugri bát. Blossi IS 125 er með Cumm- ingsvél sem er 350 hestöfl. Bátur- inn var smíðaður hjá Mótun ehf. í Hafnarfirði. Báturinn tekur tíu kör í lest og aflarými er 5,9 tonn. Sonur Einars, Birkir Einarsson, verður skipstjóri á bátnum. Það er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fyrsti fjölnota- bíllinn í flokki bfla í miilistærð. Segja má að Scénic sé í raun þrír bflar, fjölskyldubíll, ferðabíll og sendibfll. Hann er aðeins 4,23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikió innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þaó er því engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins aföllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengið frábærar viðtökur. f 1 F^ossháls i 1 CO B&L Hestháls iU^^-^Grjótháls ■wr Vesturiandsvegur RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.