Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
ERLENT
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sex milljónir Bandaríkjamanna
í fangelsi eða undir eftirliti lögreglu
Glæpatíðni
nær hámarki
Washington. Reuters.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna kynnti á sunnudag ársskýrslu
sína um glæpi og glæpatíðni í land-
inu. Samkvæmt henni eru tæplega
sex milljónir Bandaríkjamanna, eða
þrír af hundraði, fyrir hina ýmsu
glæpi bak við lás og slá eða undir
eftirliti lögreglu. Eru þetta hæstu
tölur er skráðar hafa verið til þessa,
en glæpatíðni hefur verið ört vax-
andi í Bandaríkjunum síðan árið
1990.
Niðurstöður skýrslunnar sýna
mikla aukningu á milli ára, eða því
sem nemur um 150.000 manns. En
samkvæmt skýrslunni sitja tæpar
tvær milljónir Bandaríkjamanna í
fangelsum landsins og eru um fjór-
ar milljónir annaðhvort á skilorði
eða undir eftirliti lögreglu. Thomas
Bonczar sem er höfundur skýrsl-
unnar segir tíðni glæpa hafa aukist
jafnt og þétt allt frá byrjun áratug-
arins og eru mörg fangelsi landsins
farin að kvarta undan skorti á rými
til að taka við fleiri afbrotamönnum.
Ofbeldisdýrkun
ungra karlmanna
Samkvæmt skýrslu dómsmála-
ráðuneytisins eru allt að áttatíu af
hundraði allra afbrotamanna karl-
menn. Þykir það varla í frásögur
færandi nema hvað ofbeldi meðal
karlmanna undir tvítugu hefur auk-
ist allverulega.
Ársþing samtaka bandan'skra
sálfræðinga var haldið fyrir
skömmu, með það fyrir augum að
bregðast við þjóðfélagslegri orð-
ræðu um ofbeldishneigð ungra pilta
og undangengnum manndrápum af
þeirra völdum í skólum landsins. En
manndráp í skólum, þar sem fómar-
lömbin telja eitt til sextán, voru alls
átta talsins á árunum 1992-1998 og
öll framin af ungum karlmönnum.
Úrelt kynbundið uppeldi
Telja sálfræðingamir kynbundið
uppeldi vera meginorsök þess að
drengir beinist inn á braut ofbeldis-
ins og jafnvel vera undirrót mann-
drápanna í skólum landsins. Klisjan
um að karlmenn skuli vera sterkar,
þöglar og harðgerðar manneskjur
sem láta engan bilbug á sér finna er
enn í hávegum höfð í bandarísku
samfélagi. „Þeir mega kýla hver
annan en öll önnur snerting er álitin
asnaleg,“ sagði Dan Kindlon sál-
fræðingur við Harvard-Háskóla í
viðtali við The New York Times.
Vísindamennimir segja unga karl-
menn í Bandaríkjunum eiga í vanda
með kynhlutverk sitt því uppalend-
ur, foreldrar og kennarar, leiðbeini
börnum enn samkvæmt stöðluðum
en úreltum hugmyndum um kynja-
hlutverk.
Útgöngubann unglinga
I höfuðborginni Washington, þar
sem mikil vargöld hefur geisað síð-
astliðin misseri grípa ráðamenn nú
tfl aðgerða tfl að spoma við afbrot-
um yngri kynslóðarinnar með að-
ferðum alls óskyldum kynjahlut-
verkum. Eftir fjögurra ára umræðu
hefur verið ákveðið að meina börn-
um undir sautján ára aldri að vera
úti á kvöldin eftir klukkan ellefu ella
þurfí foreldrar þeirra að borga háa
fjársekt. Hafa margar stærri borgir
í Bandaríkjunum sett sambærileg
lög með það fyrir augum að halda
bömum og unglingum frá næturlíf-
inu og vernda umhverfið fyrir þeim.
6% net-
verja fíklar
Boston. AP.
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann-
sóknar vestur í Bandaríkjunum
þykja benda til að næstum sex
prósent þeirra sem nota Netið
- eða um ellefu milljónir manns
- séu í reynd eins konar netfíkl-
ar. Þykir rannsóknin, sem er sú
umfangsmesta sem gerð hefur
verið á notendum Netsins, festa
í sessi þá kenningu að líta beri
á áráttukennda notkun Netsins
sem nýja tegund sálfræðikvilla.
„Hjónaband leysast upp,
börn lenda í vandræðum, fólk
fremur lögbrot, það eyðir um
efni fram. Ég fæ til mín svona
sjúklinga og þetta vandamál er
til staðar,“ sagði David Greenfí-
eld, sálfræðingur og einn þeirra
sem stóðu að rannsókninni.
Þykja niðurstöðumar styrkja
þá kenningu að hægt sé að
ánetjast Netinu.
Engu að síður reyndist tala
þeirra, sem segja mætti að séu
netfíklar, lægri en menn höfðu
búist við en fyrri kannanir hafa
gefíð til kynna að allt að tíu pró-
sent netverja væru netfíklar.
í rannsókninni voru notend-
ur Netsins spurðir spurninga
sem ekki eru ólíkar þeim sem
notaðar eru til að leggja mat á
hvort menn eru spilafíklar eður
ei. Þannig vora þátttakendur í
rannsókninni spurðir hvort þeir
notuðu Netið til að flýja vanda-
mál úr daglega lífinu, hvort
þeir hefðu gert misheppnaðar
tilraunir til að draga úr net-
notkun sinni og hvort þeir
stæðu sjálfa sig að því að hugsa
um Netið jafnvel þegar þeir
væra víðs fjarri tölvum.
Deilt um vopnahlé IRA
Belfast. Reuters.
DAVID Andrews, utanríkisráðherra
Irlands, sagði í gær að hann og Mo
Mowlam, Norður-írlandsmálaráð-
herra bresku ríkisstjórnarinnar,
væra á þeirri skoðun að vopnahlé
Irska lýðveldishersins (IRA) héldi
enn. Mowlam dró hins vegar úr orð-
um Andrews og lagði áherslu á að
hún biði enn upplýsinga sem hjálpað
gætu henni að meta hvort IRA hefði
rofíð vopnahlé sitt með nokkram
ódæðisverkum á síðustu vikum.
Ummæli ráðherranna bentu til að
þeir væra ekki á eitt sáttir um hvort
IRA hefði rofíð vopnahlé sitt eður ei,
en þeir fullvissuðu þó fréttamenn, að
afloknum fundi sem þeir áttu í
Belfast, um að samstarf þeirra væri
með ágætum. Mowlam hefur þó aug-
sýnilega ekki sagt sitt síðasta orð, og
hún á enn eftir að tilkynna formlega
niðurstöðu sína um vopnahlé IRA
Mowlam sagði hins vegar fyrir
helgi að ólíklegt væri að hún vísaði
Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, á
dyr í komandi friðarviðræðum vegna
hugsanlegra vopnahlésbrota IRA.
Gaf hún í skyn að ef hún kæmist að
þeirri niðurstöðu að IRA hefði sann-
arlega rofið vopnahléð myndi hún
frekar hætta að veita föngum, sem
sitja inni fyrir illvirki IRA, frelsi.
Þessi ummæli vöktu reiði Martins
McGuinness, eins af forystumönnum
Sinn Féin, sem hótaði að Sinn Féin
drægi sig út úr viðræðum um hvern-
ig hægt verður að bjarga friðarsam-
komulaginu frá því í fyrra, hætti
Mowlam að sleppa IRA-föngunum.
Cook gengur í lið með
brezkum Evrópusinnum
London. Reuters.
ROBIN Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, hyggst leggja sitt lóð á
vogarskálar áróðursherferðar sem
fólk úr öllum
stjórnmálaflokkum
Bretlands hefur á
prjónunum og mið-
ar að því að hvetja
til virkari þátttöku
Breta í Evrópu-
samstarfinu.
Cook, sem áður
gat sér orð fyrir að
hafa vissar efa-
semdir um Evrópu-
samstarfíð, mun leggja lið hreyfíng-
unni „Bretland í Evrópu", en henni
hafði þegar tekizt að fá forsætisráð-
herrann Tony Blair og tvo áhrifa-
mikla menn úr Ihaldsflokknum - þá
Michael Hezeltine og Kenneth Clar-
ke - í hóp stuðningsmanna sinna.
Talsmaður „Bretlands í Evrópu"
EVROPA^
sagðist hæstánægður með að utan-
ríkisráðherrann, sem brátt tekur við
embætti framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins, skuli ætla að taka
þátt. „Skoðanir hans hafa mikið vægi
og því er okkur mikill fengur í lið-
sinni hans,“ sagði talsmaðurinn.
Liður í áróðursbaráttu gegn
Evrópustefnu Hagues
Að Cook skuli bætast í hóp stuðn-
ingsmanna „Bretlands í Evrópu“ er
enn eitt skrefíð í vaxandi áróðurs-
baráttu brezka Verkamannaflokks-
ins gegn Evrópustefnu brezka
íhaldsflokksins eins og leiðtogi hans,
William Hague, hefur kosið að móta
hana, en þar vegur þyngst neikvæð
afstaða til aðildar Bretlands að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU.
I síðustu viku lagðist Cook á sveif
með Menzies Campbell, talsmanni
Frjáslyndra demókrata (LDP) í ut-
anríkismálum, í gagnrýni á íhalds-
menn eftir að Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra, var
sögð hafa lýst því yfír að það væri
sögulegt slys að Bretland skyldi hafa
gerzt aðili að Evrópusambandinu.
Kröfðust þeir Cook og Campbell
þess að Hague, sem hefur reynt að
stuðla að friði innan eigin flokks um
Evrópustefnuna með „mildri ESB-
andstöðu“, tæki af skarið og for-
dæmdi „úrelta fordóma“ Thatcher.
Robin Cook
Myndræn
afbrigði
MY]\DLIST
fíallcrf Sævars Karls
VEGGSKÚLPTÚR
PÉTUR MAGNÚSSON
Opið á verslunartíma. Aðgangur
ókeypis. Til 26. ágúst.
EKKI er alltaf allt sem sýnist og
hægt er að beita sjónina ýmsum
brögðum; þetta fá sýningargestir að
reyna á myndlistarsýningu Péturs
Magnússonar í Galleríi
Sævars Karls.
Myndlist er gjaman
skipt í tvívíða og þrívíða
myndlist. I tvívíðri mynd-
list er yfirborð myndflatar-
ins alltaf eins, þ.e.a.s. slétt-
ur, eða því sem næst. Þrívíð
verk hafa rúmtak, að sjálf-
sögðu, t.d. höggmyndir,
samsett verk úr mismun-
andi efnum og hlutum, og
innsetningar. Við þetta má
svo bæta fjórðu víddinni,
tímanum, sem birtist t.d. í
hreyfiskúlptúrum, gerning-
um, eða tvívíðum myndum
sem era málaðar með efn-
um sem breytast eða eyð-
ast með tímanum. Þarna
mitt á mflli tví- og þrívíddar
era svo lágmyndir, nokkurs
konar útflattar höggmynd-
ir, sem era þvívíðar, en er
aðeins hægt að skoða frá
einni hlið, eins og aðrar tví-
víðar myndir.
Ætli það megi ekki telja
veggmyndir Péturs Magn-
ússonar til síðastnefndu
myndgerðarinnar. Pétur sýnir fimm
verk í Galleríi Sævars Karls, sem
eru smíðuð úr stáli, gleri og ljós-
myndum. Myndefnið er allt mjög
einfalt, sem sagt kassalaga hlutir,
en form þeirra er varpað á vegginn í
samræmi við reglur fjarvíddar.
Pétri virðist þó ekki ganga það eitt
til að sýna þrívíða hluti í tvívídd. Því
allar myndimar spila á sjónskynið
og senda því villandi boð. Hlutirnir
fljóta í einhverju óskilgreinanlegu
rými mitt á milli þess tvívíða og þrí-
víða, og bjóða heilbrigðri skynsemi
birginn.
Slíkir leikir með fjarvídd eru
náttúrlega jafngamlir fjarvíddinni
sjálfri. Meðal þeirra sem hafa gert
sambærilegar tilraunir með fjar-
vídd í nútímalist eru t.d. hinn óvið-
jafnanlegi Marcel Duchamp, og í
seinni tíð má helstan telja hollenska
konseptmanninn Jan Dibbets.
Öll verkin era vel útfærð, en á
hlutlausan hátt, eins og að baki liggi
kænska verkfræðingsins, frekar en
skapandi handbragð listamannsins.
En þegar maður er búinn að ná sér
eftir fýrstu undranarviðbrögðin og
átta sig á leikaraskap og hugvits-
semi listamannsins, þá spyr maður
sig hvort eitthvað annað og meira
liggi að baki. Er þetta bara leikur
og hugvitssemi í meðferð fjarvídd-
arlögmála, eða er þetta gert í sam-
hengi við dýpri eða víðtækari hug-
mynd? Ég var eiginlega að vona hið
síðarnefnda, en ég á bágt með að
sjá hvaða samhengi gæti gert þenn-
an leik margræðari og þar af leið-
andi einnig áhugaverðari. Öll tákn-
ræn aukamerking og myndrænt
samhengi hefur verið máð út,
þannig að það er eins og að mynd-
irnar svífi um í hugmyndalegu milli-
bilsástandi og finni sér ekki hvíldar-
stað.
Gunnar J. Árnason
Eitt af verkum Péturs Magnússonar
í Galleríi Sævars Karls, gert úr
stáli og gleri.
Framhald af
„An&ela’s Ashes“
New York. Reuters.
AUGLÝSINGAHERFERÐ vegna
útkomu framhalds æviminningabók-
ar írsk-bandaríska rithöfundarins
Franks McCourts „Angela’s Ashes“,
sem fór sigurför um heiminn fyrir
tveimur árum, og aflaði höfundinum
m.a. hinna virtu Pulitzer-verðlauna,
hefst um miðjan næsta mánuð þegar
sjónvarpsfréttaþátturinn „60
minutes“ birtir svipmynd af hinum
sjötuga McCourt. Nýju bókarinnar,
sem mun verða kölluð ,,‘Tis: A
Memoir", hefur verið beðið með eft-
irvæntingu og þykir líklegt að hún
verði þegar metsölubók.
,,‘Tis“ tekur upp þráðinn þar sem
frá var horfíð í „Ángela’s Ashes“ en
við lok fyrri bókarinnar var hinn
ungi McCourt nýstiginn á banda-
ríska grandu, eftir að hafa átt ömur-
leg uppvaxtarár á Irlandi, og segir
nýja bókin frá fyrstu kynnum McCo-
urts af Bandaríkjunum.
Fyrsta upplag bókarinnar er ein
milljón eintaka en fyrri bók McCo-
urts seldist í 3,5 milljónum eintaka í
Bandaríkjunum og Kanada einum og
sér og sat 77 vikur í efsta sæti met-
sölulista Publisher’s Weekly, lengur
en nokkur önnur bók. Reyndar situr
bókin enn í efsta sæti á lista The
New York Times yfir bækur al-
menns eðlis.
Kvikmynd væntanleg
eftir „Ángela’s Ashes
,,‘Tis“ kemur formlega út 21. sept-
ember og verður sérstakur þáttur
um hana í „Todaý'-sjónvarpsþætti
IVBC-sjónvarpsstöðvai'innar daginn
áður, en „60 minutes" taka hins veg-
ar forskot á sæluna með umfjöllun
um McCourt hinn 19. september,
eins og áður sagði.
Bókin kemur í bókabúðir ná-
kvæmlega þremur áram eftir að
„Angela’s Ashes“ kom út en umfang-
ið nú er talsvert meira en þegar fyrri
bók McCourts, sem er kennari á eft-
irlaunum, kom út. „Þetta er gjöró-
líkt,“ segir Patricia Eisemann, vara-
forstjóri Scribner-útgáfufyrirtækis-
ins, j,en sannarlega ánægjulegt.“
„Ég myndi gera ráð fyrir að ,,‘Tis“
fari beint á topp metsölulistanna,"
sagði Daisy Maryles, ritstjóri Publis-
her’s Weekly, m.a. vegna þess
hversu fyrsta upplag bókarinnar er
stórt.
Á næstunni er einnig væntanleg
kvikmynd Aans Parkers, sem gerð
er eftir „Angela’s Ashes“, en þar fer
leikkonan Emily Watson með hlut-
verk móður Franks og Robert Car-
lyle leikur hina vonlausu fyllibyttu,
föður söguhetjunnar.