Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Símenntun Dagur símenntunar verður laugardaginn 28. ágúst og gefst námfúsum þá kostur á að kynna sér viðamikið úrvalið um land allt. Gunnar Hersveinn komst að því að ætlunin er að upplýsa fólk hvernig það geti öðlast nýja þekkingu með nýrri tækni og leyfa því t.d. að taka þátt í námskeiðum þennan dag. Líflegur Dagur símenntunar • Menntun er æviverk, ferli sem varir allt lífið. Hún er auðlind. • Hvernig er best að búa sig undir framtíðina? Hvað stendur til boða? LIFANpi dagskrá um land allt verður á Degi sí- menntunar laugardaginn ^ 28. ágúst frá klukkan 10 til ’ 17. Markmiðið er að hvetja fólk til að: „Auka þekkingu og fæmi fyrir lífsgleðina,“ „að vita meira og meira“, „treysta stöðu sína á vinnumarkaði" og einnig til að „efla starf skóla og annarrar fræðslu". Dagur símenntunar er haldinn um víða um land og mun fólk geta kynnt sér á næstu dög- 'um auglýsingar um ná- kvæmar stað- og tíma- setningar á efni. MENNT - samstarfs- vettvangur atvinnulífs og skóla sér um skipu- lag og framkvæmd dagskrár. „Tilgangur- inn er að hvetja fólk til að íhuga stöðu sína í ljósi menntunar," segir Hrönn Pét- ursdóttir, framkvæmdastjóri MENNTAR, „fólk getur ekki leng- ur gert ráð fyrir að grunnþekkingin dugi og því þarf ævinlega að spyrja: Hvað get ég gert núna til að undir- búa framtíðina?" Hrönn telur að sterkt samband ►sé milli menntunar, lífsskilyrða og öryggis. Þjóðfélagið breytist hratt og besta leiðin til að vera vel búinn undir breytingar sé að vera sífellt að mennta sig. „Við ætlum þennan dag að gefa fólki kost á að kynna sér hvað er í boði,“ segir hún, en framboð á endurmenntun og öðru námi er mikið." Dagskráin á laugardaginn er á þrjátíu stöðum á landinu, mismikil eftir aðstæðum. Þar verða opin hús og kynning á námi sem í boði er, fjamámi og sjálfsnámi. Hrönn segir að dagskráin verði lifandi og að fólk geti t.a.m. prófað að vera á nám- skeiði. „Boðið verður upp á röð fyr- irlestra, erinda og kaffiumræðna ' um símenntun og einnig gefst fólki kostur á að sjá sýnikennslu. Fólk á að geta sett puttana í hlutina,“ segir hún og að einnig verði námsráðgjaf- ar á nokkrum stöðum. Aðalbækistöð Dags símenntunar í Reykjavík verður í Viðskiptahá- skóla Islands og Verzlunarskólan- um í Ofanleiti og verða húsakynnin nýtt til hins ýtrasta. Á Akureyri munu menn tengja saman menntun og menningu t.d. með tónleikum og dansi. „Við tengjum svo saman flesta staðina á landinu á Netinu og • gmeð fjarfundabúnaðinum. Forseti skólar/námskeið nudd ■ www.nudd.is íslands og menntamálaráðherra opna daginn og setja dagskrána samtímis um land allt, einnig með fyrirlestrum sem varpað verður út á Netið. Það verður samræmd dag- skrá að hluta til á þrjá- tíu stöðum." Hrönn nefnir að meðal viðburða þennan dag er stofnun sí- menntunarmiðstöðva Suðurlands og Þingeyj- arsýslu og vígsla fjar- fundabúnaðar sveitar- félaga og Símenntunar- miðstöðvar Vestur- lands. Hún segir að fólk geti fengið gott yf- irlit yfir menntunar- möguleikana á landinu og einnig upplýsingar um hvemig það geti lært þótt fjarlægðir skilji að nemendur og kennara. „Dagurinn verður lifandi og skemmtilegur með al- varlegu ívafi,“ segir hún. MENNT var falin umsjón með deginum fyi-ir hönd verkefnisstjóm- ar menntamálaráðuneytis um sí- menntun. „MENNT er samtök þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í fræðslumálum," segir Hrönn, „og innan þeirrar eru meðal annars ASÍ, VSÍ, háskólar, iðnmenntskól- ar, Endurmenntunaraðilai- og ýmsir aðrir. Markmiðið er að auka sam- starfið milli atvinnulífs og skóla og veita þjónustu, einnig tökum við að okkur verkefni sem styðja starfið." Hún segir að fylgst sé með í ýmsum löndum Evrópu um hvemig til tak- ist hjá MENNT því þar þekkist ekki enn samstarf launþega, at- vinnurekenda og skóla í mennta- málum. Dagur símenntunar hefur verið annasamt verkefni, en þegar hann var fyrst haldinn árið 1996 var hann aðeins í Reykjavík. Núna verður fræðslan samtengd í öllum lands- hlutum og breiður hópur tekur þátt í honum. „Menntun verður æ mikil- vægari í augum fólks og núna hefur tæknibyltingin opnað alþjóðlegan markað í þessum efnum,“ segir Hrönn. Hún nefnir t.d. að skólar bjóði upp á sveigjanlegri námsleiðir og hún bendir einnig á breyttar at- vinnuauglýsingar. „Fyrir nokkrum árum var hamrað á prófskírteinum en núna er í auknu mæli leitað eftir reynslu og hæfileikum," segir hún og að því sé oft mikilvægt fyrir fólk að hafa lagt stund á símenntun. „Núna er mikilvægt að kunna að ná sér í þekkingu. Þetta á jafnt við um faglærða sem Ofagiærða, en þeir þurfa meira en áður að t.d. öðlast einhverja tæknimenntun til að stunda sín störf. Starfsfólk þarf því að búa við gott endurmenntunar- kerfi og með því auka líkur fyrir- tækja á að standast samkeppnina." „Núna er mikilvægt að kunna að ná sér í þekkingu," segir Hrönn. Símenntun er hugmynd að öryggi og betri lífsskilyrðum. Sigrast á hindrun- um til lærdóms Emil Hörður Björnsson Ríkarðsson Símenntunarmiðstöðvar hafa undanfarin ár verið stofnaðar víða um land og eru nú orðn- ar átta. Þær gegna mikil- vægu hlutverki í heimabyggð tfi að fjölga og opna mögu- leika fólks til að öðlast nýja þekkingu án þess að þurfa að flytjast búferlum. Meðal hlut- verka þeirra er að greiða fyr- ir fjarnámi. Miðstöðvamar era umboðsaðilar fyrir menntun sem fengin er frá öðram aðilum auk þess sem þær sérhanna námskeið fyrir þá sem þess þurfa, bæði ein- staklinga og fyrirtæki. Miklar væntingar era bundnar við þessar miðstöðvar sí- menntunar. Nefna má sem dæmi að fyrir tilstuðlan fjarfundabúnaðar og samstarfs Háskólans á Akureyri, Fjórðungssambands Vestfjarða, Framhaldsskóla Vestfjarða, Fjórð- ungssjúkrahússins á Isafirði, Isa- fjarðarbæjar og Farskóla Vest- fjarða var hægt að bjóða upp á fjar- nám á Isafirði í hjúkrunarfræði og leggja um leið grann að Símennt- unarmiðstöð þar. Aðstaða til menntunar Nú hafa símenntunarmiðstöðvar bundist samtökum og eru Emil Björnsson hjá Fræðsluneti Aust- fjarða og Hörður Ríkarðsson á Blönduósi í forsvari fyrir þau, en verkefnið til að byrja með er m.a. að skilgreina og túlka brýnustu hagsmunamál símenntunaraðila. „Alþingi veitti á síðustu fjárlög- um peninga í starfsemi og rekstur símenntunarmiðstöða á landinu, m.a. vegna fjarkennslu," segir Emil Björnsson. Fyrir austan fara pen- ingamir m.a. í að greiða fyrir fólki að stunda háskólanám í heimahér- aði, auk þess að efla símenntun. Hörður Ríkarðsson segir að t.d. á Norðurlandi vestra og Reykjanesi sé byggt á menntunarhefð sem hafi orðið til í kringum gömlu farskól- ana. „Síðan er reynt að spinna ofan á það háskólanám og að tengja íbú- ana í dreifbýlinu við menntastofn- anir í dreifbýlinu án þess að til bú- ferlaflutninga þurfi að koma,“ segir Hörður. Einnig er boðið upp á ým- iskonar símenntun á þessum stöð- um. Markmiðið er að bæta aðstöðu til menntunar á landsbyggðinni. „Átta miðstöðvar era núna starf- andi þótt form þeirra sé mismun- andi,“ segir Emil, „en þær vinna allar á þeim forsendum að koma menntun á framfæri og við teljum það mjög öfluga aðferð til að efla landsbyggðina og styrkja búsetu þar.“ Hann segir að miðstöðvarnar séu með ákveðna dagskrá hvert skólaár sem geti flokkast undir framhaldsnám, háskólanám, endur- menntun og tómstundanám. Hörð- ur nefnir einnig skipulagt nám ým- issa menntastofnana sem ljúki með prófum eða réttindum. „Það má segja að rannsókn Stef- áns Ólafssonar á viðhorfum Islend- inga til búsetu hafi opnað augu manna fyrir því hversu miklu máli menntunarmöguleikar skipta þegar fólk velur sér búsetu og það eykur einnig líkurnar á því að fólk verði um kyrrt,“ segir Hörður og nefnir að upplýsingatæknin, byggðabrú Byggðastofnunar (fjarfundabúnað- ur) og væntingar til ljósleiðarans hafi gert það mögulegt fyrir nem- endur að læra óháð búsetu. „Sí- menntunarmiðstöðvarnar era eins konar net, fjöltengi, og þær hafa sýn yfir það sem er í boði og hvetja fólk til að bera sig eftir því,“ segir Hörður. Emil segir að samningar hafi verið gerðir tii að koma þessu upp- haflega af stað og hann segist von- ast til að háskóiarnir verði svo opn- ar stofnanir að þær hafi markmið símenntunarmiðstöðva á dagskrá sinni. „Hlutverk miðstöðvanna er að vera sterkir tengiliðh- við skóla og nám- skeiðshaldara," segir hann og nefnir að fólk, sem myndi e.t.v. ekki leita til hákól- anna beint, leiti til stöðvanna. „Við veit- um fólki upplýsingar og hjálpum því að yf- irvinna fjarlægðir,“ segir hann. Fjarfundabúnaöur Fjarfundabúnaður- inn skipth' miklu í þessari starfsemi og Hörður segir að á Norðurlandi vestra séu menn fremur vel settir með hann á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglu- firði. Hann nefnir einnig að fólk sem búi við góðan tölvukost heima hjá sér geti stundað mörg námskeið á Netinu. „Hver aðili metur hvaða aðferðum hann beitir til að koma kennslunni á framfæri," segir Emil, „fundabúnaðurinn er ágætur til ákveðinna hluta, hann er útvíkkuna á veggjum kennslustofunnar. Hann er hins vegar dýr og því eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að nýta hann mikið. Hann hentar t.d. þeim vel sem ekki nota tölvur mikið.“ Hörður segir að fjarfundabúnað- urinn komi t.d. ófaglærðum vel. „Þegar atvinna í frumframlciðslu- greinum snarminnkar hefur fólk e.t.v. ekki að mörgu að hverfa,“ segir hann, „en leið til að gera þetta fólk hæfara á breyttum vinnumark- aði er að eiga kost á endurmenntun og starfsþjálfun." Markhópar símenntunarstöðva eru tæknilega misjafnlega vel staddir og Emil nefnir að í raun séu allir að læra; kennarar, tæknimenn og nemendur og að fjamám sé að vinna sér sess í þjóðfélaginu. „Landsbyggðarfólk gerir sterkar kröfur um að skólarnir svari kalli tímans og veiti þessa þjónustu. Nið- urstaðan er að minnsta kosti sú að ekki verður aftur snúið,“ segir hann. Hörður segir að lokum að sí- menntunarstöðvar séu fyrst og fremst ný vídd í starfi stofnana sem nú þegar eru fyrir hendi og leiði til betri nýtingar og framfara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.