Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 47
+ Margrét Ingi-
niundardóttir
fæddist í Reykjavík
23. september 1910.
Hún lést á heimili
sínu, Dalbraut 18,
14. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þorbjörg Bjarna-
dóttir frá Króki
(1879-1966) og
Ingimundur Hall-
grímsson frá
Brekku (1875-1962)
í Biskupstungum.
Þorbjörg var seinni
kona Ingimundar en áður var
hann kvæntur systur hennar,
Margréti Bjarnadóttur, sem dó
úr taugaveiki. Hálfsystkini
hennar voru Ingileif
(1901-1962) og Þorgrímur
(1903-1933). Alsystur hennar
voru Bjarnheiður (1913-1996)
og Guðrún (1915-1976). Mar-
grét giftist 10. janúar 1942 Ás-
grími Ágústssyni bakara, f.
10.1. 1907, d. 31.5. 1965. Börn
Margrétar og Ásgríms eru: 1)
Sigríður Ágústa, f. 2.7. 1943,
maki Björn Erlendsson. Synir
þeirra: a) Ásgrímur, f. 1971, d.
1997. b) Erlendur, f. 1973. 2)
Þorbjörg Kolbrún, f. 4.2. 1945,
maki Rögnvaldur Gunnarsson.
Börn þeirra: a) Vaka, f. 1976. b)
Þrándur, f. 1978. c) Tinna Mar-
grét, f. 1980. 3) Ása Margrét, f.
18.9. 1950, maki Óli J. Hjálm-
arsson. Dætur þeirra: a) Auður
Agla, f. 1982. b) Ylfa Rún, f.
1984. c) Iðunn Asa, f. 1986. 4)
Inga Hlíf, f. 21.4. 1956, maki
Steinþór Gunnarsson. Dætur
þeirra: a) Saga, f. 1978. b)
Affegurðblóms
verður aldrei sagt
aldrei sagt
með orðum
né þinni
með neinum orðum.
(Stefán Hðrður Grímsson.)
Við kveðjum þig, ástkær móðir,
tengdamóðir og amma. Við þökkum
þér alla þá tryggð, ást og umhyggju
sem þú veittir okkur í lífinu.
Inga Hlíf, Steinþór, Saga
og Brynja litla.
I dag kveð ég tengdamóður mína,
Margréti Ingimundardóttur, sem
hefði orðið níræð á næsta ári. Hún
var búin að vera höfuð fjölskyldu
sinnar í áratugi. Fyrir tæpum 30 ár-
um tók Margrét mér opnum örmum
þegar ég kynntist dóttur hennar,
Sigríði Agústu. Margrét var að eðl-
isfari skyldurækin og heiðarleg.
Hún gerði ekki miklar kröfur til
samborgaranna fyrir sína hönd.
Margrét fylgdist vel með allri þjóð-
málaumræðu og var vel að sér um
þau málefni sem efst voru á baugi
hverju sinni. Einnig var hún mjög
minnug og kunni vel að segja frá
liðnum atburðum.
Mér verður alltaf minnisstæð
ferð okkar hjóna með Margréti til
Kanada sumarið 1975 til að heim-
sækja nákomna ættingja hennar í
Vancouver, Winnipeg og víðar. Árið
1968 höfðu náfrændi hennar, Gor-
don Tallman, og eiginkona hans,
Brynja, f. 1996.
Fyrstu æviárin
var heimili Mar-
grétar í Garða-
stræti en árið 1919
fluttu foreldrar
hennar inn í Laug-
ardal og brutu þar
land og byggðu bæ
og nefndu Litla-
Hvamm. Margrét
gekk í Ingimars-
skólann og lauk
þaðan gagnfræða-
prófí árið 1929. Hún
vann eftir það ýmis
störf, meðal annars
um tíma í Keflavík. Hún kynnt-
ist eiginmanni sínum þegar þau
voru samtíða starfandi á Korp-
úlfsstaðabúinu í Mosfellssveit,
hann matsveinn en hún kaupa-
kona. Bjuggu þau í Reykjavík
nær allan sinn búskap, fyrst á
Leifsgötunni en lengst af á
Engjavegi 21 í landi Litla-
Hvamms. Þau hjónin tóku bæði
þátt í kórstarfí, m.a. í Biskups-
tungnakórnum. Margrét söng í
mörg ár í kirkjukór Laugarnes-
kirkju og við jarðarfarir í Foss-
vogskapellu. Síðustu árin söng
hún í Kór eldri borgara í
Reykjavík. Auk húsmóðurstarf-
anna vann Margrét í nokkur ár
við ræstingar í Langholtsskóla.
Eftir lát Ásgríms starfaði hún á
upptökuheimilinu Dalbraut við
saumaskap uns hún lét af störf-
um sjötíu ára að aldri. Síðustu
tólf árin bjó hún á Dalbraut 18 í
Reykjavík.
Útför Margrétar Ingimund-
ardóttur fer fram frá Áskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Joice, komið hingað í heimsókn til
frændfólksins í gamla landinu. Gor-
don og Margrét voru systkinaböm.
Hann var sonur Ágústu Tallman
Hallgrímsdóttur, systur Ingimund-
ar Hallgrímssonar (Bachman), föð-
ur Margrétar. Hún átti orðið margt
nákomið frændfólk í Vesturheimi.
Afi og amma Margrétar, Hallgrím-
ur og Þórey Bachman, fluttust til
Kanada árið 1888 með þrjú ung
börn sín en önnur fjögur urðu eftir
á íslandi. Eitt af þessum fjórum
bömum var Ingimundur, faðir Mar-
grétai’.
Það urðu fagnaðarfundir þegar
Margrét hitti ættingja sína í Vest-
urheimi. Einkum var það henni
mikil ánægja að hitta tvö föður-
systkini sín, sem bæði vom fædd í
Kanada en töluðu reiprennandi ís-
lensku. Það vora Skúli Bachman (f.
1893), búsettur í Winnipeg, og Cl-
ara Henriksen (f. 1895), búsett í
Selkirk. Það fór Margréti einkar vel
að klæðast íslenska þjóðbúningnum.
Það vora hrifnir ættingjar sem
fylgdust álengdar með Margréti á
peysufötum, í íylgd íslenskra glímu-
kappa, í skrúðgöngu í tilefni af
hundrað ára landnámi íslendinga í
Kanada á „íslendingadeginum“ í
Gimli.
Ári eftir Kanadaferð okkar heim-
sótti svo Skúli bróðurdóttur sína,
Margréti. Hann hafði aldrei áður
komið til íslands. Margrét stóð fyr-
ir því að farið var með Skúla um-
hverfis landið og þótti honum mikið
til koma. Ógleymanleg fannst hon-
um ferðin yfir sandana undir jökl-
um sunnanlands. Á einum dvalar-
stað okkar á þessari hringferð orti
Mai’grét af sinni hagmælsku eftir-
farandi vísu:
Æ meðan dvöldumst á Eiði
eigi skein sólin í heiði.
En átum af afburða veiði
svo allur á burtu hvarf leiði.
Móðir mín, Katrín Jónsdóttir, og
Margrét urðu miklir mátar. Þær
höfðu báðar yndi af tónlist og oft
þegar stórfjölskyldan kom saman
leiddi tengdamamma söng og
mamma spilaði undir á píanó. Mar-
grét spilaði líka stundum sjálf á
hljóðfærið.
Sýnir okkar tveir voru hennar
fyrstu bamaböm og var oft leitað til
ömmu með pössun. Hún var óþreyt-
andi að sinna þeim og þeir hændust
að henni og elskuðu alla tíð.
Eftir erfið veikindi um síðustu jól
bar Margrét sig ótrúlega vel og bjó
ein á heimili sínu þótt líkamlegm’
styrkur hafi farið þverrandi. And-
legt þrek hennar hélst til síðasta
dags.
Eg vil að endingu þakka Mar-
gréti góða samfylgd.
Björn Erlendsson.
Elsku amma okkar.
Þótt við höfum kvatt ásjónu þína í
hinsta sinn, eigum við í hjarta okkar
ljóslifandi minningar um ástkæra
ömmu. Minningum okkar um bros
þitt bjarta munum við deila með
börnum okkar og fjölskyldum um
ókomin ár.
Amma Dúlla, eins og vinir okkar
kölluðu hana, missti mann sinn fyrir
okkar tíð og því þekktum við hana
sem fullorðna konu sem stóð á eigin
fótum. Dugur hennar og þrek í
gegnum árin við að passa okkur
óþekktarormana, leika við okkur og
deila með okkur hugsjónum sinnar
kynslóðar mun verða okkur bjarg
tH að byggja á.
Þú varst sífellt að koma okkur á
óvart, elsku amma, þegar þú komst
til okkar með strætó á níræðisaldri,
færandi okkur ómetanlegax- gjafir,
allt frá ullarsokkum til postulíns-
vasa. Við trúðum vart að þetta hefði
verið handavinna þín, svo fallegt var
þetta allt.
Þegar við voram yngri kenndir
þú okkur að spila svarta Pétur og
marías og spiluðum við oft fram á
rauða nótt. Einnig varstu iðin við
píanóleik og hlustuðum við oft á þig
spOa hin ýmsu lög. Þér voru allir
vegir færir og nýttir þú óspart hæfi-
leika þína í kórsöng, handavinnu og
útivist. Keramikvinna þín er vel
varðveitt meðal ættmenna þinna.
Við vitum að loks ertu komin til
afa og saman á ný fylgist þið með
framtíð okkar bamabamanna. Okk-
ur langar að svæfa þig með vísunni
sem þú fórst oft með fyrir okkur
þegar við voram lítil.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín barnaböm,
Vaka, Þrándur og Tinna Margrét.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur og við sjáum þig aldrei fram-
ar, en við vitum að þú fylgist með
okkur og ert í hjörtum okkar. Það
er samt alltaf erfitt að kveðja þó að
við vitum að svona er gangur lífsins.
Það var alltaf svo gaman þegar þú
varst hjá okkur á jólunum og við
pöntuðum alltaf að hafa þig hjá okk-
ur á aðfangadagskvöld. Þú varst
ómissandi hluti af jólahaldinu. Það
vai’ gott að þú gast komið til okkar
síðustu jólin þín.
Stundum þegar við voram yngri
komst þú til okkar og bakaðir með
okkur kleinur því það kunnir þú svo
vel.
Við gátum alltaf komið til þín í
hádegishléum í skólanum eða eftir
skóla. Þú tókst alltaf svo vel á móti
okkur og varst tilbúin með mat
handa okkur. Takk fyrir hvað þú
varst góð við okkur og við munum
aldrei gleyma þér.
Auður Agla, Ylfa Rún
og Iðunn Ása.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
MARGRET
INGIMUNDARDÓTTIR
AGUSTA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Ágústa Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. ágúst 1902. Hún
lést að Dvalarheim-
ilinu Garðvangi,
Garði, mánudaginn
16. ágúst síðastlið-
inn. Ágústa bjó
lengst af á Garða-
vegi 4 í Keflavík.
Foreldrar: Guð-
mundur Pálsson, f.
25.9. 1850, d. 4.7.
1932 frá Eystri
Leirárgörðum í
Melasveit og Hall-
dóra Árnadóttir, f. 24.5.1867, d.
14.11. 1918 frá Skarðskoti í
Melasveit. Allir forfeður Ágústu
í marga ættliði hafa búið í Leir-
ársveitinni og í Skorradal, en
upphaflega má rekja ættina til
hjónanna Þórðar Pálssonar og
Ingveldar Jónsdóttur, sem
lengst af bjuggu á Stórakroppi í
Reykholtsdal um 1700. Halldóra
lést í spönsku veikinni frosta-
veturinn mikla 1918, en Guð-
mundur hélt heimili með börn-
um sínum þar til hann lést 1932.
Systkini Agústu voru: Stein-
grímur Klingeberg, málara-
meistari í Reykjavík, og Sigur-
veig Hammarström, en hún
giftist ung til Svíþjóðar og bjó í
Stokkhólmi í 50 ár. Systkinin
eru bæði látin.
Ágústa stundaði öll
ungdómsárin af-
greiðslustörf í
verzlunum - fyrst í
Reykjavík, en 1932
réðst hún til Þor-
steins Þorsteinsson-
ar og Margrétar í
Þorsteinsbúð í
Keflavík, sem þá
var eina verzlunin í
Keflavík og nánast
á öllum Rcykja-
nesskaganum.
Ágústa giflisl 1939
Jóni G. Pálssyni,
skipstjóra frá Hjörtsbæ í Kefla-
vík, f.11.3. 1899, d. 5.9. 1968.
Einkasonur þeirra er: Páll Jóns-
son, fv. sparisjóðsstjóri, f.9.1.
1935. Eiginkona hans er Mar-
grét Jakobsdóttir, sem ættuð er
úr Hafnarfírði og frá Forsæti í
Villingaholtshreppi. Synir Mar-
grétar og stjúpsynir Páls eru;
Gísli Viðar og Jakob Már og
eiga þeir þrjú börn hvor. Jón
átti áður Hörð Reyni, fv. yfir-
vélstjóra, sem var Ágústu alla
tíð sem sonur. Reynir er kvænt-
ur Birnu Björnsdóttur og eiga
þau tvo syni.
Útför Ágústu fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Einstaklingar og heildir hlíta því
órjúfanlega lögmáli náttúrunnar að
fæðast, þroskast, hnigna og deyja.
Það er svo oft er samferðamennirn-
ir hverfa úr hópnum yfir til ókunna
landsins, að hjá okkur vakna ótal
spurningar um tilgang lífsins og
gildi. Þá hópast einnig í hugann
minningar og myndir úr lífi þessara
horfnu vina sem vert er að skrá og
geyma. Þannig varð mér við er ég
varð vitni að andláti tengdamóður
minnar og vinkonu, Ágústu Guð-
mundsdóttur, er hún lést á Dvalar-
heimilinu Garðvangi í Garði mánu-
daginn 16. þ.m., 97 ára gömul, en
þar hafði hún dvalið í 10 ár við frá-
bæra umönnun góðs starfsfólks,
sem hér með er þakkað af alúð.
Við sem komin erum í seinni
hálfleik æviskeiðsins megum alltaf
eiga von á því að vinir og samferða-
menn hverfi úr lestinni og leggi upp
í langferðina miklu og slíti samvist-
um, a.m.k. um sinn, okkur bregður
þó alltaf við, jafnvel þótt um há-
aldraða vini sé að ræða. Ágústu hef
ég þekkt frá barnæsku minni því ég
er alin upp í næsta húsi við hið
myndarlega heimili þeirra Jóns á
Garðavegi 4 í Keflavík.
Móðir mín og hún vora miklar
vinkonur og hef ég margs að minn-
ast frá þessu góða nábýli, svo sem
heimsóknaminna með móður minni
til Gústu. Ágústa var glöð í viðmóti,
alúðleg og einlæg. Gjafmildi og
barngæska hennar var rómuð og
hændust öll börn að henni og mörg
vora þau gegnum árin sem bönk-
uðu uppá hjá henni til að fá eitthvað
í munninn.
Hún var mjög trúuð kona og allt
hennar líf.snerist um trú, heiðar-
leika og að gera aldrei á hlut nokk-
urs manns, þá var hún og ávallt til-
búin að rétta öllum hjálparhönd.
Hún var gædd þeim mannkost-
um að hún sagði aldrei styggðar-
yrði um eða til nokkurs manns. Þá
minnist ég þess ekki í eitt einasta
skipti öll þau ár er ég þekkti hana
að hafa heyrt hana bölva. Hún not-
aði aldrei ljót orð á ævinni, hún
þurfi þess ekki með, því hún hafði
trú og fyrirgefningu að leiðarljósi.
Elsku Gústa mín! Guð blessi þér
sporin og minningarnar.
Fari mín gamla vinkona og
tengdamóðir vel og hafi hún þökk
fyrir samfylgdina og tryggðina.
Ég veit að Ágústa Guðmunds-
dóttir er kvödd með söknuði af öll-
um sem höfðu af henni kynni.
Margrét Jakobsdóttir.
Lífsgöngu Ágústu Guðmundsdótt-
ur er lokið. Minningarnar streyma
fram í hugann. Ég sé fyrir mér fal-
lega, lágvaxna og glaðlega konu,
sem fyrir tæpum þrjátíu áram kom
á nýstofnað heimili okkar Reynis,__
stjúpsonar hennai’. Ég var að hitta
tilvonandi tengdafólk mitt í fyrsta
sinn og var hálfkvíðin, en ótti minn
reyndist ástæðulaus. Gústa mín tók
mér opnum örmum, það var eins og
við hefðum alltaf þekkst. Þetta
kvöld urðum við vinkonur.
Á þessum tíma var Jón, tengda-
faðir minn, látinn, en hún bjó áfram
á fallega heimilinu á Garðavegi 4 í
Keflavík með einkasyni sínum, Páli,
sem alla tíð reyndist henni einstak-
lega góður. Þaðan eigum við fjöl-
skyldan ljúfar minningar og vil ég
sérstaklega þakka þeim báðum fyr-
ir hvað þau vora eldri börnum mín-
um góð.
Þó Gústa væri komin yfir sjötugt,
var hún dugleg að koma til Reykja-
víkur með rútunni, alltaf var hún
jafnfín og vel til höfð. Þá fóram við
gjaman í bíltúr um gamla bæinn.
Hún minntist þá oft uppvaxtarára
sinna á Bergstaðastræti, Veigu
systur sinnar sem var búsett í Sví-
þjóð og Steingríms bróður síns sem
var henni svo kær. Hún rifjaði upp
tímann, þegar hún ung stúlka vann
á Kleppsspítala. Hún fræddi mig
um gömlu Reykjavík.
Ég minnist gleði hennar þegar
Jón Reynir fæddist og síðan Bjarni
Birkir og hún saumaði og prjónaði á
ömmustráka.
En þar kom að elli tók völdin,
Gústa gat ekki lengur búið ein og ^
síðustu árin bjó hún á Garðvangi,
þar sem hún lést, 97 ára gömul,
hinn 16. ágúst. Hún var í raun löngu
lögð af stað yfir landamærin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Birna Björnsdóttir.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru ^
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðai-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.^*