Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 57
-
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 '57
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Wfjms Ur dagbók lögreglunnar
—............■
Fjölmennt á áfallalausri
lielgi í miðborginni
20. til 23. ágúst
1999
FJÖLMENNT var í miðborginni að-
faranótt föstudags. Fjórir voru hand-
teknir en höfð afskipti af 17 einstak-
lingum vegna ölvunar og óspekta.
Talsvert var af fólki á veitingahúsun-
um fram eftir morgni og því aldrei
mikill mannfjöldi sem safnaðist sam-
an á götum úti auk þess sem vel gekk
að flytja fólk til síns heima.
Aðfaranótt laugardags veitti lög-
reglan því athygli í eftirlitsmynda-
vélum að fjórir piltar sátu út um
glugga bifreiðar sem ekið var í Póst-
hússtræti. Bifreiðina stöðvuðu því
nærstaddir lögi-eglumenn og má
ökumaður vænta sekta fyrir athæfí
farþega sinna. Hópslagsmál urðu á
veitingastað á Eiðistorgi. Menn
hlutu minniháttar áverka og fatnað-
ur skemmdist eitthvað.
Menningarnótt hófst síðdegis á
laugardag og stóð mislangt frameftir
sunnudagsmorgni hjá borgarbúum
og gestum þeirra. Þegar á heildina
er litið gekk hátíðin áfallalaust fyrir
sig, en nokkuð var um ölvun. Að mati
lögreglu var vel á þriðja tug þúsunda
íbúa í miðbænum þegar mest var en
fækkaði síðan er leið á nóttina.
Mikið verk var síðan að hreinsa til
í bænum til að Reykjavíkurmaraþon
gæti hafist í tíma. Aðeins fjórir gistu
fangageymslur lögreglu þessa nótt,
allir vegna ölvunar, sem verður að
teljast viðunandi sé tekið mið af
þeim mikla fjölda sem var í miðbæn-
um. Eitthvað var um samskiptaerfið-
leika og pústra milli manna. Ölvaður
maður gekk í veg fyrir bifreið á
Lækjargötu að morgni sunnudags.
Hann var fluttur á slysadeild.
Umferðarmál
ITalsverðar tafir voru í umferðinni
þessa helgi. í fyrsta lagi varð að loka
nokkrum götum í miðborginni vegna
framkvæmda við nýbyggingu við Al-
þingishúsið. Þá urðu tafir á Miklu-
braut vegna framkvæmda við mis-
læg gatnamót við Réttarholtsveg.
Sömu sögu er að segja um lokanir
vegna menningarnætur og Reykja-
víkurmaraþons. Nær undantekning-
arlaust tóku ökumenn þessum töfum
með skilningi.
Ökumaður ók á ljósastaur í Graf-
J arvogi síðdegis á föstudag. Ók hann
af vettvangi án þess að tilkynna lög-
reglu um óhappið en ljósastaurinn er
ónýtur. Lögreglan hafði uppi á
manninum og voru gerðar viðeigandi
ráðstafanir.
Ökumaður á Iéttu bifhjóli var
stöðvaður á Gagnvegi á föstudags-
kvöld. Ökumaðurinn var með far-
þega á hjólinu sem er óheimilt en
auk þess var ökumaðurinn réttinda-
laus og hjólið óskráð.
Á fjórða tug ökutækja var stöðv-
aður á Vesturlandsvegi síðla morg-
uns á sunnudag. Kannað var ástand
ökumanna og ökutækja. í öllum til-
vikum var það til fyrirmyndar og
ekki þörf frekai'i afskipta lögreglu.
Um helgina voru 15 ökumenn stöðv-
aðir vegna gruns um ölvun við akst-
ur og 19 vegna hraðakstm’s.
Ökumaður var stöðvaður á Gullin-
brú klukkan tvö aðfaranótt sunnu-
dags. Ökumaðurinn hafði ekið bifreið
sinni á 117 km hraða þar sem er 50
km hámarkshraði. Hann var því
sviptur ökuréttindum sínum til
bráðabirgða á staðnum.
Bifreið var ekið yfir á rangan veg-
arhelming og á ljósastaur á Kringlu-
mýrarbraut við Háaleitisbraut á
sunnudagskvöld. Ökumaður var
fluttur á slysadeild með höfuðáverka
auk innvortis meiðsla. Ökumaður var
ekki í bflbelti.
Hald lagt á fíkniefni
Lagt var hald á fíkniefni við húsleit
í Seljahverfi síðdegis á föstudag.
Einnig fundust fíkniefni við leit í bif-
reið pilts sem kom á vettvang. Sex
einstaklingai- voru handteknir vegna
málsins og fluttir á lögreglustöð. Enn
eitt tilvikið kom upp um helgina þar
sem einstaklingur var fluttur á slysa-
deild eftir neyslu e-töflu. I þessu til-
viki var um 26 ára stúlku að ræða.
Síðdegis á sunnudag var lögreglu
tilkynnt um innbrot og þjófnað úr
bifreið í vesturbænum. Skömmu síð-
ar hafði lögreglan afskipti af öku-
manni bifreiðar þar skammt frá. Við
leit í bifreiðinni fannst mest af því
sem stolið hafði verið. Kona var
handtekin vegna málsins.
Lögreglan hefur undanfarna daga
kannað leyfi þeirra sem hyggjast
stunda gæsaveiðar. Að morgni
mánudags var hald lagt á eina hagla-
byssu og einn riffil auk skota þar
sem ekki voru fyrir hendi afnotaleyfi
fyrir þessum vopnum.
I
I
I
Tilboð á Kodak Royal
B
Gnoðarvogi 44 • s. 5680018
A móti Menntaskólanum við Sund
n^;
pjpið:
/lánud-fimmtud. 10-18
Föstudaga 10-19
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 12-17
# MÝ KYMetOÐ V6: V6 DÍMXbL
IÁTTU TKKI 6C>MA
P\g mx> mmx>
BOKVAL
Sumarsmellur
Aukabúnaður sem fylgir með...
NOKIA 6110
kr. stgr.
Handfijáls
búnaður
Hlaóinn aukabúnaði!
Taska, bílhieðsla, handfijáls búnaður og festing í bíl fylgir með.
Verð aðelns
17.900
26.900
NOKIA 5110
Hlaðinn aukabúnaði!
Taska, bílhleðsla, handfrjáls búnaður
og festing í bíl fylgir með.
•*
t