Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 40

Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Þokubakki tólf, efri hæð Heimilisfang eltir mann út um allt og því œtti að mega krefjast lœkkun- ar á fasteignaverði við götur sem heita Ijótum nöfnum. Fólk býr flest í húsum. Húsum sem hafa sérstök númer og standa við götur með ákveðnum nöfnum. Fólkið ratar jafnan heim því það leggur á minnið hvar það býr eða gengur sömu leið af gömlum vana. Gestir eiga hins vegar á hættu að villast, séu húsin og göturnar ekki skilmerkilega merkt. Af þeim sökum er þjóð- ráð að bera ávallt götukort í brjóstvasanum enda er fátt eins neyðarlegt og að þurfa að spyrja tO vegar á sínu eigin tungumáli. Hvað sem merkingum annars líður er númerakerfí húsa hér á landi (sem víða annars staðar) tiltölulega rökrétt. Sléttar tölur öðrum megin og oddatölur á móti. Skiljan- legt kerfí, sem er eins gott, þar sem bréf- berar, flat- bökusendlar, meindýraeyðar og fleiri starfsstéttir eiga allt sitt undir að finna rétt hús fljótt og örugglega. Að ekki sé talað um j Iesendur smáauglýsinga sem þurfa að vera snöggir á þá staði þar sem búslóðir bjóðast fyrir slikk. En það er ekki nóg að núm- erakerfið haldi ef nafnakerflð er sérkennOegt. Til að mynda er sérstök ástæða tO þess að vor- kenna þeim sem eiga tilfallandi erindi í Fossvoginn. Þar liggja hlið við hlið göturnar Áland, Áifaland, Álftaland, Ánaland og fleiri nánast samnefndar götur sem dæmdar eru tO þess að rugla aðkomumenn í ríminu, svo ekki sé meira sagt. Torræð götunöfn geta líka valdið töfum. Eg veit um mann \ sem misst hefur af kaffiboðum bæði í Jöldugróf,Þjóttuseli, Hyrjarhöfða og Árkvörn þar sem hann gleymdi sér daglangt við að grafast fyrir um uppruna og merkingu götuheitanna eftir að honum bárust heimboðin. Og fleiri sérkennileg götuheiti er að fínna þarna úti. I Njarðvík heita götur Gónhóll, Bolafótur og Frekjan og á EgOsstöðum býr fólk í húsum við Einbúablá og Ranavað. Og hvort sem það er vegna innbyggðrar leikgleði íslenskrar tungu eða fágætrar kímnigáfu Dalvíkinga, þá heita tvær götur þar nyrðra Skíða- braut og Martröð. Eftir því sem ' mér sldlst standa þó engin íbúð- arhús við Martröð, til allrar guðs lukku. Og talandi um tvíræðni, er ekki úr vegi að nefna til sögunn- ar götuheitin Völundarhús, Hafnarbakka, Járnbraut og Víðivang sem fínna má á götu- skOtum í höfuðborg og grennd. Svo er það Þvervegur, en það þótt víst saga tO næsta bæjar þegar þeir lögðu malbik á þver- veginn! Götuheitið Meðalvegur hefur hins vegar hvergi hlotið samþykki, merkilegt nokk, þótt íbúar á Þórshöfn legðu það reyndar tO hér um árið sem nafn á afleggjara að nýrri heOsugæslustöð. Þótti gárung- um við hæfi að nefna veginn eft- ir meðalaglösum heilsugæslu- stöðvarinnar en hlutu ekki hljómgrunn. Gatan heitir þess í stað Miðholt sem að vísu er sömu merkingar en ekki líkt því eins fyndið. Að baki hverju götuheiti ligg- ur annaðhvort löng saga eða snörp heilabrot frjórra nafna- smiða. I sumum tilfellum greyp- ir tíminn ákveðið nafn í svörðinn - í öðrum tilfellum er sammælst um nafnið áður en gatan er lögð. Oft eru götur nefndar til sam- ræmis við örnefni í umhverfinu eða sögulega atburði sem gerst hafa á vettvangi. Þá er vinsælt að nýta landslag á svæðinu til innblásturs og smíða nöfn á borð við Flatahraun, Háholt og Sæ- braut. Vandamálið við síðast- nefndu aðferðina er að margar götur í mismunandi bæjarfélög- um bera sömu nöfn enda alls staðar að finna holt, sjó og flatir. Minna er um að götur á ís- landi beri nöfn stjórnmála- manna, listamanna og fyrirfólks. Erlendis heita götur Via Giuseppe Verdi, Prince Albert Road og BismarkstraBe. Hér er helst að Njáll og Egill og félagar hafi fengið götur nefndar eftir sér, auk þess sem höfuðpersón- ur áranna í kringum 1000 fá nú óvænta athygli í tengslum við nýtt hverfi í Grafarvogi. Því verður ekki neitað að hin glæ- nýju götuheiti þar eru vel ígrunduð og rækOega rökstudd, þótt menn geti auðvitað greint á um hvort nöfn eins og Þjóðhdd- arstígur og Gvendargeisli þyki smart á nútímavísu. Heimilisfang er nefnOega í senn persónulegt og pólitískt fyrirbæri. Það er andlit manns út á við í póstkerfinu og síma- skránni og sumir draga fólk jafnvel í dilka eftir því úr hvaða hverfum það kemur. Föst bú- seta getur jafnvel orðið órofa hluti af atgervi manna eins og jólakort með undirskriftunum „Þórður á fimmunni“, „amma á SOfurteignum" og „fjölskyldan á Túngötunni“ votta. Heimilisfang eltir mann út um allt og því ætti eiginlega að mega krefjast lækkunar á fasteignaverði við götur sem heita ljótum nöfnum. Götunafnasmiðir gera þó sitt besta og reyna sífellt að við- halda ferskleika í nafngiftum. Þeir hafa til dæmis lengi lagt sig fram um að finna nýjar endingar í stað hinna margnýttu -braut og -gata. Fram hafa komið seinni liðir götuheita á borð við -rima, - kvarnir, -borgir og nú síðast - geisla, og í iðnaðarhverfi í Kópa- vogi hefur jafnvel verið gerð til- raun tO þess að kenna götur við litrófíð. Þar liggja hlið við hlið Blá gata og Bleik gata, sem reyndar hefur öllum að óvörum valdið öngþveiti karla í leit að rómantík og kvenna í leit að bamafataverslunum. Þrátt fyrir viðleitni þykir hins vegar ljóst að nafnasmiðir muni ekki endalaust geta fundið tO ný viðskeyti. Því hefur verið gripið til þess ráðs að samnýta þau fyr- ir heilu hverfin. Má þannig víða um land finna götuklasa þar sem öll heiti enda á -fell, -grund eða - bakki, svo dæmi séu nefnd. Þó hef ég enn engan hitt sem býr við Grundvöll, Bókfell eða Þoku- bakka enda þótt það séu nöfn sem vel myndu sóma sér í gagn- merku safni íslenskra götuheita. VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ellefu stúlkur stunda nú nám við Hestaskólann og er þær allar útlendar. Þær eru í neðri röð frá vinstri Nadine frá Sviss, Maria og Sofie frá Svíþjóð og Katja frá Þýskalandi. í efri röð Tanja frá Þýskalandi, Anna frá Dan- mörku, Jaqueline, Mia og Anna Maria frá Svíþjóð og Kine frá Noregi heldur í hestinn. Ein stúlka frá Svíþjóð var fjarverandi þegar myndin var tekin. Stúlkurnar eru ánægðar með dvölina á Ingólfshvoli, segja þetta að vísu erfitt en hver þeirra er með þijú trippi í frumtamningu. Hestaskólinn á Ingólfshvoli Erlendar stúlkur í miklum meirihluta ALLT frá því Hestaskólinn á Ing- ólfshvoli tók til starfa í byijun árs hafa konur og útlendingar nánast einokað skólann. Af þeim 32 nem- endum sem stundað hafa nám við skólann fram að þessu er aðeins einn karlmaður og er hann íslensk- ur en auk þess hefur ein íslensk stúlka verið á skólanum. Hafiiði Halldórsson skólastjóri sagði að- spurður að aðstæðan væri að sjálf- sögðu ekki sú að hann nyti svo mikillar kvcnhylli. Það að mikill meirihluti nemenda fram að þessu væru erlendir kvenmenn taldi hann að mætti rekja til þess að kynning á skólanum hafi verið tals- vert meiri á erlendum vettvangi en innanlands og svo hitt að ytra væri hestamennska fyrst og fremst kvennaíþrótt. Konur væru þar í miklum meirihluta í hestamennsk- unni. Fjórtán manns geta stundað nám við skólann á hverju námskeiði en þau eru fjögur á ári og stendur hvert yfir í tvo og hálfan inánuð. Fyrsta námskeiðið byijaði í byrjun janúar og er tveimur námskeiðum þegar lokið og því þriðja lýkur um miðjan september. Fáliðað var í fyrstu tveimur námskeiðunum en nú stunda ellefu stúlkur nám við skólann. Á næsta námskeiði verða 15 nemendur en Hafliði sagði að ein stúlka sem hugðist koma á fyrsta námskeiðið hefði orðið ólétt og ekki komist en samkomulag orðið um að hún kæmi á námskeið- ið sem byijar í október. I þeim hópi yrðu tveir íslenskir piltar og ein ís- Iensk stúlka. Þá sagði Hafliði að útlitið fyrir næsta ár væri mjög gott og stefndi í að fullt yrði á öllum námskeiðun- um fjórum og í ráði væri að bjóða upp á tíu daga reiðnámskeið á tím- anum milli lengri námskeiðanna. Skólinn var með kynningu á heims- meistaramótinu í Þýskalandi og sagði Hafliði að þeir hefðu fengið afar sterk viðbrögð eftir mótið. Sagðist Hafliði mjög ánægður með hversu vel þetta færi af stað og ekki hægt að segja annað en þetta gangi eins og best verður á kosið. Svo til allir sem stundað hafa nám við skólann hafa farið beint í vinnu við tamningar hér á landi til lengri eða skemmri tíma. Þá hefur ein stúlknanna af fyrsta námskeiði unnið við skólann síðan hún lauk námi. Sagði Hafliði að mikil eftir- spurn væri eftir nemendum í vinnu hér á landi. Þá sagði hann að skól- anum hefði boðist búgarðar í Þýskalandi og Noregi til leigu til að starfrækja útibú. Mikil sala á hrossum hefur verið í gegnum skólann og sagðist hann fara að leita eftir hestum þegar þessu námskeiði lýkur. Snorri Dal með þrjár níur á lánshesti Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Stórmerk stund á Varmárbökkum þegar dómarar lyftu þremur níum á loft til viðurkenningar fyrir sýningu Snorra Dal á hinum fima hesti Skilnaði. urðsson þulur „en takið eftir hinu frábæra afturfótaspori“. SÁ KUNNI knapi Snorri Dal var skráður til leiks í töltkeppni Loka- spretts af vinum sínum að sér for- spurðum. Hans ágætu vinir gerðu gott betur því þeir lögðu honum einnig til hestinn sem var að sjálf- sögðu mikill gæðingur sem að vísu lyfti fótum mjög lágt og komst lítið áfram vegna rýmisskorts. Tilefni þessarar óvæntu þátttöku Snorra var sú að hann hyggst stíga afdrifarík skref í lífi sínu eins og Erl- ing Sigurðsson þulur orðaði það og gifta sig á næstu dögum. Töldu hinir svokölluðu vinir því við hæfi að Snorri fengi einu sinni að keppa í tölti á hesti sem væri honum sam- boðinn. Og Snorri lét sig hafa það og reið þarna töltverkefni á fimum og nett- um gæðingi sem sagður var heita Skilnaður og Erling lýsti fágætum kostum hestsins og knapans eins og honum er einum lagið. Svo vel lagði Erling í lýsinguna að dómarar hrifust með og sviptu upp níunum og greinilegt að þeir máttu vart vatni halda fyrir hrifningu. Snorri sá sér ekki fært að taka þátt í úrslitunum vegna við undirbúnings fyrir gifting- una svo mótshaldarar ákváðu að veita honum sérstaka viðurkenningu enda aldrei fyrr gerst á Varmár- bökkum að svo háum einkunnum væri veifað. Snorri hyggst ganga að eiga Önnu Björk Ólafsdóttur sem er kunn hestakona úr Hafnarfirði og systir fyrrverandi heimsmeistara í gæð- ingaskeiði Jóns Péturs Ólafssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.