Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 59, BRÉF TIL BLAÐSINS Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Kántrýhátíðin 1999 Frá Rúnarí Ki-istjánssyni: UM verslunarmannahelgina var haldin kántrýhátíð á Skagaströnd eins og vera ber. Allir vita að þar hefur mikið brautryðjendastarf Hallbjamar Hjartarsonar skilað sér með ágætum eftir margra ára þrot- lausa baráttu. I þeim efnum hefur ráðið úrslitum geysilegur velvilji landsmanna í garð kúrekans við ysta sæ. Þjóðin hefur kunnað að meta Hallbjöm, dugnað hans og einlægni, enda hefur hún svo sann- arlega sýnt það í verki. Þessi velvild hefur einnig beinst að Skagaströnd, þar sem Hallbjöm hefur látið það skýrt í ljós að hann elskar sinn heimabæ og heiðrar sína bernsku- byggð. Það er því vafalaust von allra sem hugsa hlýtt til Skaga- strandar, að þar megi áfram ríkja hagsæld og blómlegt atvinnulíf. Að þar fari engir stórhákarlar eða pen- ingafurstar eyðingarherferð í krafti auðs og valda, með yfirtöku á kvóta og atvinnutækjum, eins og sorgleg dæmi eru til um á seinni árum. En hér var annars ætlunin fyrst og fremst að fjalla um kántrýhátíð þá sem haldin var í góði veðri um verslunarmannahelgina og verð- skuldar vissulega langtum meiri umfjöllun en hún fékk. I fyrrasumar var haldin kántrý- hátíð sem tókst afar vel og var í alla staði til fyrirmyndar. Þá mun hafa verið til staðar meira fjölmenni á Skagaströnd en nokkru sinni fyrr í sögunni. Fólkið sem sótti heim sti-öndina þá var frábært og um- gengnin slík að sérstaka virðingu vakti. Eftir helgina var ekkert sem benti til að svo mikill fjöldi hefði gist bæinn. Hvergi sást rusl eða nokkuð sem til lýta var. Slíkir gestii' eiga vissulega skilið virðingu og þakklæti heimamanna. Og nú ári síðar endurtekur sagan sig, í enn stórfelldari mæli. Nýtt met er slegið í mannfjölda á strönd- inni og kántrýhátíðin tryggir sig í sessi sem ein aðalhátíð verslunar- mannahelgarinnar - þúsundii' manna sækja Skagaströnd heim! Og enn sem fyrr eru gestirnir sama fyrirmyndarfólkið. í sex hundruð sálna bæjarfélagi er mikið að taka á móti 5000-6000 manns, en það er ólíkt auðveldara þegar gestimir koma með því hugarfari að vera Skagstrendingur yfir helgina, að samlagast byggð og bæ með já- kvæðum huga og glöðum anda. Og það var ljóst að þeir sem komu á kántrýhátíðina á Skagaströnd voru staðráðnir í því að eiga góða helgi þar og vildu sannarlega leggja sitt af mörkum til þess að svo yrði. Hvaðanæva kom fólk til að eiga saman fjölskylduvænar stundir í byggðinni undir Borginni og með samstilltum vilja alh'a tókst sem fyrr að skapa einstaka stemmningu á hátíðinni. Bæjai’yfirvöld voru í lif- andi takti við allt sem fram fór og án þeirrar forustu hefði mikið vant- að. Hátíðin varð því öllum til sóma sem að henni stóðu. En eitt vai' nokkuð áberandi og vakti eftirtekt margi-a svo að á orði var haft. Umfjöllun fjölmiðla varð- andi þessa fjölmennu hátíð var afai' fábrotin. Það var nánast eins og það væru samantekin ráð að þegja hana í hel. Það litla sem sagt var, virtist tjáð af algeru áhugaleysi og jafnvel lítilsvirðingu, svo ætla mætti, að Hallbjörn og framtakssemi hans og annarra kántrýhátíðar-forkólfa, ættu sér öfundarmenn á vissum stöðum - enn í dag. Hver smáhátíð var nánast meira til umfjöllunar en kántrýhátíðin. Kannski er ástæðan fyrir hinni litlu fréttamennsku af þessari stói'hátíð sú, að allt fór fram í friði og spekt. Það er nefnilega oft svo að það nei- kvæða þykir fréttnæmara en það sem er gott og jákvætt. En það sem gerðist var að á Skagaströnd var haldin heilbrigð fjölskylduhátíð og þúsundir manna sýndu og sönnuðu að þar fékk krydd kærleika og frið- ar, gleði og ánægju, að vaxa til blessunar öllu mannlífinu. Meðal annars af þeim ástæðum er gospel- messa fastur punktur á þessari há- tíð. Ofar því mannlega, í upphæðum, er nefnilega vald sem virða ber. En fjölmiðlar landsins virðast ekki telja það svo fréttnæmt að 5000-6000 manns komi til hátíðar í 600 manna bæ og skemmti sér þar með heil- brigðum hætti. Það segir sína sögu um andann sem svífur yfir vötnum þeirra.. Skagstrendingar eru að vonum þakklátir gestum sínum fyrh’ frá- bæra umgengni um bæ og byggð og góðar gleðistundir sem haldast munu lengi í minni. Betri gesti er ekki hægt að fá en þá sem komið hafa á kántrýhátíðirnar og gert þær að þeim sigrum sem þær vissu- lega hafa verið. Megi framhald verða þar á, hvað sem líður skiln- ingi fjölmiðla á gildi slíkra hátíða fyrir heilbrigt og gott mannlíf í landinu okkar fagra. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. É&jji Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 Gott fólk athugið! Vetrarstarfið hefst I. sept. í HATA-YOGA er lögð áhersla á fimm þætti til viðhalds góðri heilsu. • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. • RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. • RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Sértímar fyrir barnshafandi konur. Byrjendatímar og tímar fyrir vana yogaiðkendur. Klassískur ballet - og nútímadans Innrítun hefst 1. september. Bjóðum faglega kennslu í j klassískum ballett og nútímadansi. Kennt er í litlum hópum. Tökum nemendur frá 5 ára aldri. Bjóðum einnig einkatíma og fl'amh aldsþjálfun. Eldri nemendur athugið, nú eru 3 valkostir: 1. Klassískur ballet eingöngu. 2. Nútímadans eingöngu (Ólöfln gólfsdóttir). 3. Klassískur ballet og nútímadans. KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN er einkarekinn balletskóli, sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins. Áhersla er því lögð á einstaklingsbundna kennslu í minni hópum. | Skólastjóri og aðalkennari er Guðbjörg Skúladóttir Iistdansari. Ólöf Ingólfsdóttir kennir nútímadans. Katla Þórarinsdóttir er aðstoðarkennari. KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN MJODD Álfabakka 14a Sími: 587 9030. Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur Útsalan síðustu dagar • • • mkm við Óðinstorg 101 Reykjavík simi 552 5177 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Odýr náttfatnaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.