Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 64

Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ # _______________________________________ FÓLK í FRÉTTUM FRUMSYNINGAR I DAG ÞRJÁR myndir verða frumsýnd- ar á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag. Þar á meðal er kvikmynd- in Non Stop eftir Ólaf Sveinsson, sem búsettur er í Þýskalandi, en viðtal er við Ólaf hér á síðunni. Sígaunalíf Emirs Kusturicas er sýnd í fyrsta skipti á hátíðinni í dag, en tónlistin í þeirri mynd -3 hefur notið mikilla vinsælda og er Kusturica þar á svipuðum slóðum og í nýjustu mynd sinni, Svörtum ketti, hvítum ketti, þar sem líf sigauna er í brennidepli. Saga Annabel Chong verður einnig frumsýnd í dag en myndin hefur hlotið fádæma umtal og var uppselt á allar sýningarnar á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eflaust á myndin eftir að verða umtöluð hér sem annars staðar. Allar myndir Kusturicas eru nú komnar í sýningu og eins eru allar myndir Stanleys Kubricks í sýningu í bænum fyrir utan síð- ustu mynd hans, Eyes Wide Shut, sem er lokamynd hátíðar- innar. Sígaunalíf Dom za vesanje ‘89 Emir Kusturica/Júgóslavía KVIKMYNDIN Sígaunalíf var tekin upp í Sarajevo og segir þroskasögu unga sígaunastráksins Perhan, sem býr yfír sjáandahæfileikum. Hann býr hjá góðri ömmu sinni, ásamt fatlaðri systur og frænda sem er vonlaus spilafíkOl. Ahmed, konungur sígaunabúðanna, lokkar Perhan með sér tU borgarinnar þar sem hann kennir honum þá tvíræðu list að stela, lætur hann vinna fyrir sig og lofar í staðinn að byggja hús handa Perhan og ást- inni hans Azra sem bíður heima hjá ömmu hans á meðan. Kusturica var kosinn besti leikstjórinn á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1989 fyrir Sígaunalíf, sem þykir mjög áhugaverð fyrir þá litríku innsýn sem hún gefur í lifnaðarhætti sígauna og mun auk þess vera fyrsta kvikmyndin sem er tekin algjörlega á þeirra tungumáli. En fyrst og fremst hefur þó kvikmyndin hlotið athygli fyrir að vera heUlandi og áhrifarík á alla vegu. Nonstop Nonstop 1998 Ólafur Sveinsson/Þýskaland HEIMILDARMYND íslendingsins Ólafs Sveinssonar sem búsettur er í Berlín verður sýnd í fyrsta skipti á Islandi í dag. Myndin lýsir sólarhring á bensínstöð einni í Berlín sem er eins konar stoppistöð fyrir fólkið í hverfinu. Leigubílstjórar, byggingarverkamenn, eldri borgarar og kynskiptingur * heimsækja bensínstöðina og á einum sólarhring er búið að kynna tU sög- unnar dágóðan þverskurð af mannlífi borgarinnar. Lífssögur venjulegs fólks eru sagðar við hvíta óhrjálega plastborðið á bensínstöðinni og aldrei er dauður tími allan sólarhringinn. HeimUdarmynd Ólafs Sveinssonar er fyrsta mynd hans í fullri lengd, en hann á að baki fjölda leikinna stuttmynda. Nonstop er útskriftarverkefni Ólafs úr þýsku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni í Berlín. Myndin var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á þessu ári og hlaut hún þar mjög ■ góðar viðtökur áhorfenda og eins hefur myndin fengið mjög lofsamlega dóma í þýskum blöðum. Dagskrá Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík þriðjudaginn 1. september Kl. 17:00 Kynlíf Annabel Chong Full Metal Jacket Ástkær Kl. 19:00 Kynlíf Annabel Chong Kl. 19:15 Slam Kl. 21:00 Kynlíf Annabel Chong Slam Makaskipti Kl. 23:00 Kynlíf Annabel Chong Full Metal Jacket Kl. 23:20 The Shining [regnboginn KI. 16:00 Lífshamingia Kl. 17:00 Börn himinsins Kl. 18:30 Lífshamingia Kl. 19:00 Síöustu dagarnir Þrjár árstíöir Kl. 21:00 Lífshamingja Arizona draumurinn Kl. 23:30 Lífshamingja Trikk iitfcMÍÍj L A B í Ó Kl. 16:50 Winslow-strákurinn Kl. 17:00 Lucky People Center Kl. 19:00 Rottufangarinn Meö hraði (Non Stop) Kl. 21:00 Svartur köttur, hvrtur köttur Manstu eftir Dolly Bell Kl. 23.00 Sígaunaltf Upp meö hendur Annabel Chong SEX: The Annabel Chong Story 1999 Gough Lewis/Bandaríkin í JANÚAR árið 1995 komst hin 22ja ára Annabel Chong á spjöld sögunn- ar er hún hafði kynmök við 251 karl- mann á tíu tímum. I heimildarmynd- inni Saga Annabel Chong er fjallað um ástæður hennar fyrir þessu um- deilda heimsmeti. Sú ímynd sem oft- ast er dregin upp af klámmynda- stjörnum er klisjukennd og segir þær hafa sterka sjálfseyðingarhvöt, lifa í eilífri blekkingu og séu misnot- uð fórnarlömb þeiiTa sem ráða ríkj- um í iðnaðinum. Annabel neitar þessu alfarið og segir að klámið sé tæki sem hún noti til að uppfylla kynferðislega draumóra og fá sínu framgengt. En er sálarlíf stúlkunnar er kann- að ofan í kjölinn í myndinni fer áhorfandinn að átta sig á margbrot- inni persónu Chong, hvert hennar innra eðli raunverulega er og hvern- ig forsagan hefur mótað hana. Myndin er aðallega byggð upp á viðtölum við Chong, fjölskyldu henn- ar í Singapore og vini og kunningja og er gerð í samráði við aðalpersón- una. Manneskjan í fyrirrúmi ✓ Heimildarmynd Olafs Sveinssonar, Nonstop, verður frumsýnd á Islandi í kvöld. Dóra Osk -----------7------------- Halldörsdóttir hitti Olaf, sem gagnrýnendur í -------------7----------- Þýskalandi tala um sem Islendinginn sem fann hina sönnu Berlín úti á bensínstöð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Sveinsson frumsýnir mynd sína, Nonstop, á Islandi í kvöld. ÞEGAR heimildarmynd Ólafs Sveinssonar, Nonstop, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á þessu ári fékk hún mjög góða dóma hjá þýskum gagnrýnendum og var mikið talað um þennan ís- lending sem fann hjartslátt hinnar sönnu Berlínarborgar úti á næstu bensínstöð. Silvia Hallensleben sagði í dómi sín- um um myndina í Tagesspi- egel að myndin ætti að vera skylduáhorf hjá öllum þeim sem koma í íýrsta skipti til borgarinnar. I dómnum segir ennfremur að Ólafi takist óvenju vel að draga fram tragikómedíuna sem felst í lífi venjulegs fólks sem í enda- lausri leit sinni að hamingju kynnist kannski oftar von- brigðum. í Die Tageszeitung fær Ólafur mikið hrós íyrir að nálgast viðfangsefni sitt, fólk- ið sem heimsækir bensínstöðina, af mikilli alúð og virðingu og að myndin sýni vel „alvöru fólk í brjálaðri borg“. - Nú hefur Nonstop veríð mjög vel tekið í Þýskalandi og þar þótt næmt gests augað. Hvernig er að sýna myndina hérna heima? „Það er auðvitað öðruvísi. Það koma margir af mínum vinum og kunningjum og það verður gaman að heyra álit þeirra. Eins er það öðru- vísi því þetta er þýsk mynd gerð af Islendingi um bensínstöðina úti á horni hjá mér í Berlín.“ Nonstop verður á næstunni sýnd í Hamborg, Frankfurt, Bremen og Köln og mun Ólafur fylgja henni eft- ir og kynna í fjölmiðlum. „Líklega byrjar þessi herferð í nóvember og áætlunin er að hún verði sýnd í tíu, ellefu borgum. „Nonstop var sýnd í rúmar fimm vikur í einu besta bíóinu í Berlín fyrir listrænar myndir og nú er að koma henni víðar og ég sé um dreifinguna sjálfur." Að auki er Ólaf- ur kominn í samband við fyrirtæki í Frankfúrt sem mun sjá um dreifingu á heimsvísu. Ólafur segir mörg dæmi þess að Þjóðverjar fjármagni myndir er- lendra kvikmyndaleikstjóra og að því leyti hái það sér ekki að vera ís- lenskur kvikmyndagerðarmaður í Þýskalandi. „Núna er ég kominn í gott samstarf við fyrirtæki í Köln og er að skipuleggja mynd sem ég von- andi næ að taka hérna heima á næsta ári.“ -Hvaða mynd er það? „Ég vil nú helst segja sem minnst um hana,“ segir Ólafur brosandi, en þegar gengið er á hann segir hann að hann sé þegar búinn að skrifa uppkast að mynd og að hann sé kom- inn í samband við framleiðslufyrir- tæki í Köln og sjónvarpsstöð, sem hefur keypt fjórar myndir eftir hann og vill taka þátt í framleiðslu nýrrar myndar. „Ég hafði hugsað mér að gera heimildarmynd um Hlemm, en frá því að hugmyndin fæddist hefur lög- reglan í Reykjavík fengið sér hafna- boltahúfur að bandarískri íyrirmynd og staðið fyrir hreinsunaraðgerðum og rekið allt það fólk úr miðbænum sem truflar tilveru sómasamlegra borgara samkvæmt mottóinu: Þetta er ekki til svo lengi sem maður sér það ekki. En fyrir vorhreingerningar lögreglunnar í miðbænum var hægt að finna á Hlemmi Reykjavík mann- lífið í hnotskurn; allt frá skólabörn- um til gamalmenna, geðsjúklinga, róna, fólk sem var að koma úr vinnu og svo framvegis. Ef svona mynd er tekin upp á löngum tíma þar sem árstíðirnar spila inn í er hægt að fá mjög skemmtilega og raunsanna mynd af lífinu og fólkinu í Reykjavík og kannski pínulítið óvenjulega." -Höfðar það fólk sem sjaldnast sést á hvíta tjaldinu meira til þin? „Já, það er miklu áhugaverðara en svokallað mikilvægt fólk sem er oft búið að koma sér upp grímu sem er erfitt að fá það til að fella. Það er alveg nóg að sjá það sífellt í frétta- tímum sjónvarpsstöðvanna. Maður kemst oft ekkert nálægt því fólki sem manneskjum. Og það er mann- eskjan sem ég hef mestan áhuga á.“ - Og kannski sögur sem eru sjald- an sagðar? „Sögur sem eru sjaldan sagðar eða örlög hins venjulega manns. Þeir hversdagslegu hlutir sem eru alls staðar í kringum okkur en vekja oft litla eftirtekt. Þær sögur finnst mér segja mér mest um það samfé- lag sem við lifum í.“ - Nú er Nonstop fyrsta heimildar- myndin sem þú gerir, en áður hef- urðu gert margar leiknar stutt- myndir. Höfðar heimildarmyndin sterkar til þín um þessar mundir en leiknar myndir? „Ég uppgötvaði við vinnsluna á Nonstop að það er mikið til í því sem Þorgeir Þorgeirsson sagði á sínum tíma um að menn ættu fyrst að gera heimildarmyndir áður en þeir snúa sér að leiknum myndum. Ég lærði alveg gífurlega mikið um þýskt sam- félag í gegnum það að gera mynd um fólkið á bensínstöðinni minni, án þess að það væri markmiðið í upp- hafi.“ - Sérðu ísland allt öðrum augum eftir veru þína erlendis? „Fyrst þegar ég kom í heimsókn til íslands eftir langa veru í Berlín fannst mér Island hafa breyst mjög mikið en svo komst ég að því að í rauninni hafði ísland ekki breyst svo mikið heldur mín sýn á landið. En auðvitað finn ég fyrir því að vita ekki nákvæmlega hvar púlsinn í samfélaginu er, en á sama tíma gerir sú óvissa það ennþá meira spenn- andi að skoða samfélagið með aug- um kvikmyndagerðarmannsins og um leið skoða rætur mínar og bak- grunn.“ Ólafur segir að þegar hann hafi upphaflega farið til Þýskalands hafi hann sett sér þrjú markmið: Að komast í þýskunámskeið í háskólan- um, komast inn í kvikmyndaskólann og að skapa sér nafn í Þýskalandi. „Núna er ég búinn að ná fyrstu tveimur markmiðunum og það er til fólk í Þýskalandi sem veit að ég er til, svo þetta lítur ágætlega út,“ seg- ir Ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.