Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalags Líklegt að sam- tök verði stofnuð TÓLF manna neíhd á vegum Sam- fylkingarinnar hefur skilað af sér hugmyndum um skipulagsmál Sam- fylkingarmnar í náinni framtíð. Þess- ar tillögur verða, að sögn Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðu- bandalagsins, kynntar innan ílokk- anna á næstu vikum, ræddar í félög- um þeirra og um þær fjallað á lands- fundum í haust. Margrét kveður ekkert liggja fyrir um hvort eða hvenær flokkamir verði lagðir niður og Samíylkingin stofnuð sem flokkur eða samtök. „Frá nefndinni eru bara komnar nokkrar hugmyndir um hvemig hægt er að standa að slíkri stofhun. Auðvitað kemur að því að Samíylk- ingin verður til en hvort hún verður flokkur eða samtök þeirra flokka sem standa að henni eiga flokkamir efth- að ákveða. Það stendur ekki til að leggja nið- ur flokkana alveg á næstunni. Enda er það ákvörðun landsfunda A-flokk- anna og Kvennalista að fjalla um það þegar þar að kemur. Ég á frekar von á því að þessir flokkar verði til áfram vegna þess að þeir eiga jú sínar skuldbindingar og þurfa að ganga frá ýmsum málum. Og það tekur langan tíma. Ég á því frekar von á því að þeir gangi í samtök án þess að þeir verði lagðir niður,“ segir Margrét. Margrét gerir ráð fyrir því að Samfylkingin muni áfram vera með starfsmann og reka skrifstofu og það verði dregið úr skrifstofuhaldi á veg- um flokkanna að sama skapi. Hún segir mikinn áhuga á því, bæði innan flokkanna og hjá þeim sem komið hafa að Samfylkingunni án þess að tilheyra einum þeirra, að til verði formlegur vettvangur þar sem hægt sé að ræðast við. „Ég tel slíkan vett- vang nauðsynlegan án þess þó að það þurfi að leggja niður flokkana sem að Samfylkingunni standa." Hefur safnað um 400 derhúfum Hveragerði. Morgunblaðiö. ÞAÐ er óneitanlega sér- kennileg veggskreytingin í einu herberginu hjá Guðbjörgu Traustadóttur og Sigurði Tryggvasyni í Hveragerði því neðan úr loftinu og á veggjunum hanga ríflega 400 derhúf- ur sem Guðbjörg hefur safnað undanfarin ár. Húfurnar eru jafnfjöl- breyttar og þær eni margar og eru bæði frá innlendum sem og er- lendum fyrirtækjum og margar komnar langt að svo sem ein sem upp- runnin er í Rússlandi. „Ég átti nokkrar derhúf- ur og þetta herbergi var autt þannig að það var tilvalið að hengja þær upp, þá fannst mér þetta svo flott að ég fór að safna húfum markvisst. Eftir að vinir og vanda- menn fréttu um áhuga minn á derhúfum muna þeir eftír mér og senda mér húfur sem þeim áskotnast, enda hefur safnið vaxið hratt undanfarin ár,“ segir Guðbjörg. Innan um derhúfurnar má einnig sjá safn af gömlum háls- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Derhúfusafn Guðbjargar Traustadóttur hefur vaxið stöðugt síðustu ár. bindum, glasamottum, upptök- urum, könnum og fleiru þannig að það má með sanni segja að söfnunaráráttan ráði ríkjum hjá Guðbjörgu og Sigurði. Vísitasíu lýkur um næstu helgi BISKUP íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, lýkur um næstu helgi vísitasíuferð sinni um Aust- urland. Biskup hefur verið þar á ferð að undanförnu og m.a. skoð- að fyrirhugað virkjanasvæði á há- lendinu. í dag, fimmtudag, á hann fund með sóknarpresti Norðfjarðar- prestakalls, hefur helgistund á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað og messar í Norðfjarðarkirkju í kvöld. Síðdegis í dag vitjar hann kirkjunn- ar í Mjóafirði. A morgun verður biskup í Fá- skrúðsfirði og messar þar kl. 16 og annað kvöld er messa í Stöðvar- fjarðarkirkju eftir fund með sóknar- nefnd. Föstudeginum verður varið til fundahalda og guðsþjónustu í Hey- dalaprestakalli, á laugardag verður biskup í Beruneskirkju og Hofs- kirkju og á sunnudag á Djúpavogi. Biskup messar í Papey á sunnudag Vísitasíunni um Austfjarðapró- fastsdæmi lýkur með guðsþjónustu í Papey kl. 16 á sunnudag. A mánudag á biskup síðan fund og kyrrðardag með prestum úr Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi og fer hann fram að Eiðum. Morgunblaðið/jt Þoturnar fjórar voru af gerðunum Cessna Citation, Gulf Stream, Challenger og H25B frá British Aerospace. Fjórar smáþotur á Egilsstaðaflugvelli FJÓRIR utanríkisráðherrar sem sátu fund á Egilsstöðum á sunnu- dag og mánudag komu þangað á litlum þotum ríkja sinna. Hafa aldrei svo margar þotur verið á Egilsstaðaflugvelli í einu. Ráðherrarnir voru sá sænski, norski og finnski auk hins kanadíska sem einnig sótti fund ut- anríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Ingólfur Arn- arson, stöðvarstjóri Flugmála- stjómar á Egilsstaðaflugvelli, sagði sjaldgæft að smáþotur færu um völlinn en það kæmi þó fyrir. Völl- urinn er varaflugvöllur fyrir milli- landaflug og hann sagði Færeyinga einna helst þurfa á honum að halda þegar veðurskilyrði þar væru slæm. Sagði hann færeyskar vélar nýlega hafa lent á vellinum af þeim sökum. Ekki sagði Ingólfur völlinn fá mikl- ar tekjur af umferð sem þessari, smáþotumar væra yfirleitt fremur léttar en lendingargjöld era reiknuð eftir þyngd vélanna. Innritun í síma 561 9039 ÍW>'; fflk&É..... Balletskóli I Reykjavík og Kópavogi Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4 ára) og framhaldsnemendur. Ath! Kennum í nýjum og glæsilegum sal í félagsheimili Þróttar í Laugardal Kennslustaðir: Félagsheimili Þróttar í Laugardal og íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum Aðalfundur Afls fyrir Austurland í október Fleiri deildir hugsan- lega stofnaðar í FRAMHALDI af stofnun samtakanna Afl fyrir Austur- land, sem hafa það markmið að hvetja stjórnvöld til að hvika ekki frá áformum um virkjun fallvatna á Austur- landi og uppbyggingu stóriðju í Reyðarfirði, hafa komið fram hugmyndir um stofnun deilda annars staðar á landinu. Einar Rafn Haraldsson, formaður samtakanna, tjáði Morgunblaðinu að fram hefði komið á fundinum að áhugi væri á því að stofna deild í Reykjavík og kvaðst hann einnig vita af slíkum áhuga á Akureyri. Hann sagði stjórn- ina nú vinna að því að safna inn nöfnum þeirra sem gerast vildu stofnfélagar og skrifað hefðu undir áskorun til stjórn- valda um að virkja. Liggja listar frammi víða á Austur- landi en um 1.200 manns höfðu skráð sig á stofnfundin- um sem haldinn var á Egils- stöðum á laugardag. Einar sagði stefnt að því að afhenda iðnaðarráðherra undirskrifta- lista innan hálfs mánaðar. Hægt er að gerast stofnfé- lagi að samtökunum Afl fyrir Austurland fram í október en þá er ráðgerður fyrsti aðal- fundur samtakanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.