Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 18

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stefnir í góða kart- öfluupp- skeru ÞRÁTT fyrir að vorað hafí seint á Norðurlandi og kartöflubændur hafi sett útsæðið niður í seinna lagi þá stefnir í góða uppskeru, betri en hef- ur verið síðustu ár að sögn Ólafs Vagnssonar ráðunauts. Ólafur segir að sumarið hafí verið hliðhollt kart- öflubændum og gott jafnvægi milli þurrka, hlýinda og úrkomu geri það að verkum að sprettutíð hafí verið mjög góð í sumar. Ef ekki verða mikil næturfrost á næstu tveimur vikum telur Ólafur að uppskeran verði mjög góð. „Ég held að það sé óhætt að segja að það stefni í betri uppskeru en ver- ið hefur í mörg ár. Þrátt fyrir að vor- aði seint hér á Eyjaíjarðarsvæðinu þá hefur sprettutíð verið afar hag- stæð. Uppskeran er nú þegar orðin mjög þokkaleg en ef ekkert nætur- frost verður næstu tvær vikur þá munum við sjá mjög góða uppskeru að þeim liðnum,“ sagði Ólafur. Hann sagði að sumir bændur væru þegar byrjaðir að taka upp en almennt byrjuðu bændur af fullum krafti eftir eina til tvær vikur að koma kartöfl- unum í hús. „Það tekur þá svona tvær til þrjár vikur að taka upp. Það er nú reyndar nú þegar búið að taka upp kartöflur fyrir sumarmarkaðinn. Þar hefur sala verið betri en oft áður, en sú stefna var tekin í vor að hafa verð á þeim lægra en undanfarin ár,“ sagði Ólafur og bætti við í lokin að óhætt væri að segja að horfurnar væri ljómandi góðar hvað varðaði kart- öfluuppskeru. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið lirval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufósgata 9 • AK börn 2* Barnaúlpur frá 149C Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-17 AKUREYRI Hluti starfsmanna sem sagt var upp hjá Skinnaiðnaði endurráðinn Ovissa um kaup á gærum SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri mun salta ríflega 300 þúsund gærur á þessu hausti eins og undanfarin haust, samkvæmt samningi við slát- urleyfíshafa. Að sögn Bjarna Jónas- sonar framkvæmdastjóra liggur hins vegar ekki fyrir á þessari stundu hversu mikið magn af gær- um fyrirtækið mun kaupa, né held- ur á hvaða verði. „Við þurfum að kaupa eitthvað af gærum og það sem við ekki kaupum munum við reyna aðstoða menn við koma í verð annars staðar og er m.a. verið að skoða möguleika á út- flutningi." Sláturtíðin er hafin víða um land en fer í fullan gang um miðjan september. Fyrr í sumar var 37 starfsmönn- um Skinnaiðnaðar sagt upp störfum og áttu flestar uppsagnimar að koma til framkvæmda í október. Þær aðgerðir miðuðust fyrst og fremst að því að minnka birgðahald og fjárbindingu í birgðum. Rekstrarárinu Iauk í gær Bjami sagði að þegar hefðu 10-15 uppsagnir verið teknar til baka en einhverjir starfsmenn hafa ráðið sig í aðra vinnu. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 70 manns. Rekstrarári Skinnaiðnaðar lauk í gær en Bjarni vildi ekki tjá sig um stöðu fyrirtækisins á þeim tímamót- um. „Það kemur bara í ljós þegar menn fara að setjast yfír uppgjör," sagði Bjarni og vildi heldur ekki tjá sig um framtíðarhorfur. Eins og komið hefur fram hefur heimsmarkaður fyrir mokkaskinn dregist veralega saman sl. ár frá ár- unum 1995-1997 en á þessum tíma hefur Skinnaiðnaði tekist að halda markaðshlutdeild sinni á öllum helstu mörkuðum. Þrátt fyrir fyrir- sjáanlegan samdrátt sl. haust keypti fyrirtækið hrágærar frá öll- um innlendum birgjum sínum í trausti þess að markaðir myndu taka við sér á ný. Ætlunin var að selja hluta af þessum skinnum á rekstrarárinu sem nú var að ljúka en að hluti þeirra yrði hálfunnin til fullvinnslu og sölu síðar. Þar sem markaðir voru seinni að taka við sér en ráð var fyrir gert eru birgðir á hálfunnu vinnslustigi hjá fyrirtæk- inu meiri en gert var ráð fyrir í upp- hafí rekstrarársins. Innflutningi á gæram hefur því verið hætt og sem fyrr segir er ekki ljóst á þessari stundu hversu mikið verður keyþt af innlendum gæram. : I t 1 l \ KOKKUR! Matreiðslumann vantar á LINDINA, Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Upplýsingar gefur Valdimar Valdimarsson. Vinnusími 461 3008. GSM 897 4792. MYNDLISTARMAÐUR septem- bermánaðar í Listfléttunni á Akur- eyri er Erla Sigurðardóttir. Sýning hennar í Listfléttunni verður opin kl. 11-18 alla virka daga og 11-14 á laugardag, nema fyrsta laugardag mánaðarins en þá er hún opin kl. 11-16. Erla Sigurðardóttir lauk prófí úr málaradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1988 en sumarið 1991 var hún við nám í Trier í Þýska- landi. Hún hefur haldið einkasýning- ar bæði hér á landi og í Svíþjóð. Frá árinu 1991 hefur hún mynd- skreytt barnabækur og hlotið fyrir það viðurkenningu bæði hér á landi og erlendis. Auk þess að vinna við myndlist kennir Erla við Myndlistar- skóla Kópavogs. Listfléttan er til húsa í Göngugöt- unni á Akureyri Listfléttan Veðurklúbb- urinn spáir fyrir sept- embermánuð VEÐURKLÚBBURINN á Dal- bæ, Dalvík hefur sent frá sér veðurspá sína fyrir septeinber- mánuð. Samkvæmt henni mun veðrið að mestu leyti verða ágætt, hiti yfír meðallagi en heldur verður meira af hvöss- um suðaustlægum áttum en hefur verið og einhver væta mun verða í mánuðinum. Einnig kemur fram í fréttatil- kynningu frá veðurklúbbnum að félagar hans eru ánægðir með sumarspána og telja hana hafa staðist að mestu. Klúbbmeðlimir telja að veðr- ið í mánuðinum verði köflótt og óstöðugt, jafnvel svokallað sýnishornaveður. Fyrstu dag- arnir í mánuðinum skipta mestu máli fyrir framhald haustveðursins og sérstaklega 1. september sem er Egidíusar- messa. Meðlimir veðurklúbbsins eiga von á hraustlegu hvass- viðri í mánuðinum, annaðhvort í kringum 9. september eða í kringum tunglfyllinguna hinn 25. Einnig vildu þeir mejna að líklegt væri að eitthvað myndi gerast í Kötlu á næstu átta vik- um. Að lokum vildi einn félag- inn meina það að september og haustveðrið yrði svipað og árið 1930, en þá var snjólaust fram yfír jól. Morgunblaðið/Kristján Július Kristjánsson fyrir framan Nýjabæ en í baksýn má greina minnisvarðann um þau hjón, Jón og Rósu. Hundrað ara hús á Dalvík gert upp NÝIBÆR heitir íbúðarhús á Dalvík og er það aldargamalt á þessu ári. Það telst elsta íbúðarhús á Dalvík og hafa eigendur þess unnið að því að gera húsið upp en það er bárujárns- klætt timburhús á steyptum granni, með hæð og ris. Að sögn Júlíusar Kristjánssonar, eins af eigendum hússins, gremst honum sú stefna bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar að styðja ekki við varðveislu gamalla húsa. Hann bendir á að mörg slík hús séu í niðurníðslu á Dalvík og bú- ið sé að selja eitt úr byggðarlaginu. Gremst áhugaleysi bæjarstjórnar „Bæjaryfírvöld hafa ekki sýnt þessu máli neinn áhuga og virðast engan áhuga hafa á að viðhalda gömlum íbúðarhúsum, heldur selja þau frekar eða gefa úr byggðarlag- inu,“ sagði Júlíus. Hann sýnir einnig blaðamanni bréf frá Magnúsi Skúla- syni, hjá húsafriðunarnefnd ríkisins, þar sem hann segir það sitt mat að húsið skuli styrkt af Húsafriðunar- sjóði. í bréfínu segir einnig um varð- veislu gamalla húsa á Dalvík í ná- grenni við Nýjabæ: „Því miður virð- ist þróunin stefna í aðra átt, því um- hverfið og nærliggjandi hús era í niðumíðslu og jafnvel stendur til að rífa merkilegt hús í nágrenninu. Þetta er miður fyrir Dalvík þegar til heildar byggðarinnar er litið.“ Afrit af þessu bréfí var síðan sent bygg- ingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. Nýibær var byggður árið 1899 af Jóni Stefánssyni og mun hafa verið eitt af fyrstu húsum á svæðinu sem ekki var byggt úr torfí og grjóti. Jón er sagður hafa verið lagtækur smið- ur sem starfaði einnig að því að byggja Tjarnarkirkju í Svarfaðardal árið 1892 en sú kirkja stendur enn. Minnisvarði í garðinum í eldhúsinu á Nýjabæ var fyrsta pósthús Dalvíkinga en Jón Stefáns- son var pósthirðingamaður frá lok- um nítjándu aldar fram á fjórða ára- tug þessarar aldar. Þess má geta að í garðinum við húsið stendur minnis- varði frá árinu 1986 um Jón Stefáns- son og konu hans, Rósu Þorsteins- dóttur, en minnisvarðinn var reistur af afkomendum þeirra. Eins og áður segir hafa eigendur hússins unnið ötullega að varðveislu þess en Júlíus segir að sér hafí gramist sá litli skilningur sem yfír- völd bæjarins hafí sýnt á málinu. Húseigendur fengu þó 250.000 króna styrk frá Menningarsjóði Svarfdæla til viðhalds húsinu. Einnig lagði Húsafriðunarsjóður fram 100.000 krónur og hefur gefíð vilyrði sitt fyr- ir öðra eins framlagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.