Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Bragi Guðmundsson mun taka við starfí framkvæmdastjóra Plastprents Prentsmiðjan Oddi meðal nýrra hluthafa VÖRUSKIPTINn VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útflutnings í jan.-júlí 1998 og 1999 (fob virði í milljónum króna) 1998 1999 Breytingá jan.-júlí jan.-júlí föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 78.608,0 85.016,3 +7,3% Sjávarafurðir 58.502,9 59.314,9 +0,6% Landbúnaðarvörur 926,0 1.204,0 +29,0% Iðnaðarvörur 18.138,9 20.264,8 +10,8% Ál 11.090,2 12.688,5 +13,5% Kísiljárn 1.859,2 1.778,9 -5,1% Aðrar vörur 1.040,2 4.232,6 - Skip og flugvélar 219,8 3.492,7 - Innflutningur alls (fob) 96.171,7 97.796,2 +0,9% Matvörur og drykkjarvörur 8.098,2 8.764,8 +7,4% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 25.475,3 22.390,8 -12,8% Óunnar 1.440,6 867,2 -40,3% Unnar 24.034,7 21.523,6 -11,1% Eldsneyti og smurolíur 5.125,7 4.801,8 -7,1% Óunnið eldsneyti 196,3 138,5 -30,0% Bensín, þ.m.t. flugvélabensin 1.072,3 972,2 -10,0% Annað unnið eldsn. og smurolíur 3.857,1 3.691,1 -5,1% Fjárfestingarvörur 24.907,8 24.420,3 -2,7% Flutningatæki 16.817,4 19.879,8 +17,3% Fólksbílar 6.616,7 8.819,9 +32,3% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.' 1.940,4 2.223,3 +13,7% Skip 2.440,8 2.882,5 +17,2% Flugvélar 3.500,5 3.399,5 -3,6% Neysluvörur ót.a. 15.617,0 17.407,6 +70,6% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 130,4 131,1 -0,2% Vöruskiptajöfnuður 17.563,7 -12.779,9 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris f janúar-júlí 1999 -0,8% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Heildarverðmæti vöruútflutnings eykst um 7,3% V öruskiptaj öfn- uður batnar um 4,8 milljarða ^ Plastprent hf. Úr milliuppgjöri 1999 Rekstrarreikningur 30/é 1999 30/é 1998 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 509,2 530,4 -4,0% Rekstrargjöld án afskrifta 499,4 518,4 -3,7% Afskriftir 33,1 28,3 +16,9% Hagnaður (tap) fyrir fjármagnsliði Fjármagnstekjur (-gjöid) (23,4) (29,6) (16,3) (22,6) +43,0% +31,0% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (52,9) (38,9) +36,0% Aðrar tekiur oq (qjöld) oq skattar 0 0 Hagnaður (tap) tímabilsins (52,9) (38,9) +36,0% Efnahagsreikningur 30/61999 31/121998 Breyt. I Eignír: | Veltufjármunir Milljónir króna 484,5 478,9 +1,2% Fastafjármunir 732,0 728,4 +0,5% Eignir samtals 1.216,4 1.207,4 +0.8% l. Skuidir oo eiaid féú Skammtímaskuldir 433,7 461,9 -6,1% Langtímaskuldir 556,8 473,8 +17,5% Eigið fé 225,9 271,7 -16,9% Skuldir og eigið fé samtals 1.216,4 1.207,4 +0,8% Kennitölur og sjóðstreymi 3o/b1 999 39/61998 Breyt. Veltufjárhlutfall 1,12 1,04 Eiginfjárhlutfall 19% 23% Hreint veltufé til rekstrar (21,1) (9,4) 124,9% FYRSTU sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 85 millj- arða króna en inn fyrir 97,8 millj- arða. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 12,8 milljörð- um króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 17,7 millj- arða á föstu gengi. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því 4,8 milljörðum betri fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður. I frétt frá Hagstofu Islands kemur fram að í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 12,3 milljarða króna og inn fyrir 14,3 milljarða. Vöruskiptin í júlí voru því óhag- stæð um 2,1 milljarð en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 1,7 millj- arða á föstu gengi. Sjávarafurðir 70% útflutnings Heildarverðmæti vöruútflutn- ings fyrstu sjö mánuði ársins var 7,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 70% alls útfiutnings þetta tímabil og var verðmæti þeirra álíka og á sama tíma í fyrra. Iðnaðarvörur voru 24% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,8% meira en á sama tíma árið áður. Útflutningur á landbúnaðarafurðum jókst um 29% á milli ára og nam hann 1,2 milljörðum króna fyrstu sjö mán- uði ársins samanborið við 900 millj- ónir króna á sama tímabili í fyrra. Að öðru leyti má aðallega rekja aukningu útflutningsverðmætis til sölu á einni af flugvélum Flugleiða hf. Heiidarverðmæti vöruinnflutnings eykst um 1% Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu sjö mánuði ársins var 1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukning var á innflutningi á flutningatækjum á tímabilinu en verðmæti þeirra var 17,3% meira en árið áður. Bifreiðar fluttar inn fyrir 8,8 milijarða Má þar nefna að fluttar voru inn fólksbifreiðar fyrir rúma 8,8 millj- arða fyrstu sjö mánuði ársins, sem er 32,3% aukning milli ára. Neyslu- vörur aðrar en matar- og drykkjar- vörur námu 18% alls innflutnings og var verðmæti þeirra 10,6% meira en á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs. Verðmæti innfluttra hrá- og rekstr- arvara lækkaði um 12,8% og elds- neytis- og smurolía um 7,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HORFUR á mun meiri hagvexti en virtist framan af árinu, minnkandi atvinnuleysi og ríkistekjur umfram útgjöld sýna að sænskur efnahagur stendur traustari fótum en lengi hef- ur verið. En um leið og „Konjuktur- institutet“, KI, bendir á batamerkin er í nýiri skýrslu stofnunarinnar sterklega varað við að vöxturinn virðist ekki munu endast, meðal ann- ars vegna skorts á réttu vinnuafli á réttum stöðum og of miklum launa- hækkunum. Stofnunin varar því við hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir og hvetur til aukins ríkissparnaðar. 3,8% hagvöxtur á árinu I mars spáði stofnunin, sem er rík- isstofnun, hliðstæð Þjóðhagsstofnun, að hagvöxtur á árinu yrði 2,2 prósent og 2,9 prósent næsta ár. I skýrslu í GENGIÐ hefur verið frá kaupum nokkurra aðila á hluta af hlutafé fjöl- skyldu Hauks Eggertssonar í Plast- prenti hf. Kaupendurnir eru meðal annarra Prentsmiðjan Oddi hf. og Sigurður Bragi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sigurplasts hf. Nöfn annarra kaupenda hafa ekki verið gefin upp né heldur um hve stóran hlut er að ræða og kaupverð hluta- fjárins. Hlutaféð aukið um 15% I fréttatilkynningu kemur fram að hluthafafundur verði haldinn 8. sept- ember næstkomandi og verði þai’ kjörin ný stjórn í samræmi við breytingar á eigendasamsetningu fé- lagsins. Á fundinum verður jafn- framt lagt til að hlutafé félagsins verði aukið um 15%, eða 30 milljónir króna að nafnverði. I framhaldi af breytingum á eign- arhaldi fyrirtækisins hefur Eysteinn Helgason, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Plastprents í nærri eilefu ár, ákveðið að láta af störfum að loknum hluthafafundinum. Sig- urður Bragi Guðmundsson, einn nýrra eigenda fyrirtækisins, mun taka við starfí framkvæmdastjóra. Sigurður Bragi, sem er iðnaðar- og kerfisverkfræðingur að mennt, er einn af eigendum Sigurplasts hf. og mun starfa áfram sem framkvæmda- stjóri þess samhliða starfi sínu hjá Plastprenti. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Eysteinn Helgason, fráfarandi framkvæmdastjóri Plastprents, að við það að nýir eigendur kæmu inn í fyrirtækið væri ljóst að ný tækifæri opnuðust sem eðlilegt væri að þeir ynnu úr eftir eigin höfði. „Eg hef því ákveðið að láta af störfum og í mín- um huga er Jietta alls ekki óeðlileg atburðarás. Eg var fenginn til starfa hjá fyrirtækinu að tiistuðian fjöl- skyldunnar sem nú hefur gefið eftir ráðandi hlut sinn. Það er sjálfgefið að nýir eigendur fái svigrúm til að móta stefnuna í samráði við nýja stjórnendur. Afkoma fyrirtækisins hefur á undanförnum árum ætíð ver- ið háð sveiflum í ytri aðstæðum. Þeg- ar ég hóf störf hér fyrir ellefu árum voru miklir erfiðleikar í rekstrinum en með samstilltu átaki starfsmanna tókst að sigrast á þeim. í kjölfarið var fyrirtækið skráð á Verðbréfa- þing Islands. Eftir talsverða rekstr- arerfiðleika á undanförnum misser- um hefur verið gripið tii víðtækrar endurskipulagningar og hefur hún þegar skilað sér í gjörbreyttum vikunni var spáin fyrir árið orðin 3,8 prósent hagvöxtur og 3,2 prósent fyrir næsta ár. Astæðan er meðal annars sú að Asíukreppan hefði ekki haft sömu samdráttaráhrif í Svíþjóð eins og virtist framan af árinu. Auk þess hefðu vaxtalækkanir heima og heiman haft hvetjandi áhrif og ekki hefur orðið eins mikil innílutnings- aukning og álitið var. Þrátt fyrir góðan hagvöxt bendir allt til að verðbólgan verði mjög á lágu nótunum, aðeins 1,2 prósent og engar líkur á að hún sé á uppleið. Þrátt fyrir að efnahagurinn hafi rekstri. Ég er sannfærður um að á næstu mánuðum mun afkoman batna enn frekar og þegar við bætist fyrirsjáanleg hagræðing með breyttu eignarhaldi er ég þess full- viss að Plastprent muni fagna vel- gengni í náinni framtíð,“ sagði Ey- steinn. Eigendahlutföll ekki Ijós Að sögn Sigurðar Braga Guð- mundssonar eru endanleg eigenda- hlutföll ekki orðin ljós og mun niður- staðan ráðast af því hverjir neyta forkaupsréttar á nýju hlutafé. „Þetta er auðvitað búið að vera töluverðan tíma í undirbúningi en endanlega gekk saman með aðilum nú á síðustu dögum. Það er ljóst að miklir erfið- leikar eru í íslenskum plastiðnaði um þessar mundir, meðal annai’s vegna samkeppni við innflutning, og sam- runi fyrirtækja í greininni fyrirsjá- anlegur,“ segir Sigurður. Hann upp- lýsir að ekki séu fyrirhugaðar breyt- ingar á rekstri Sigurplasts og verði hann með óbreyttu sniði. batnað smátt og smátt undanfarin ár hefur atvinnuleysið ekki minnkað, en nú er svo komið að farið er að saxast á þær tölur. KI spáir því að í lok næsta árs verði opið atvinnuleysið komið niður í 4,5 prósent, en stjórnin stefnir á að sú tala verði komin niður í 4 prósent. Ábending til rikisstjórnarinnar En málið er ekki svo einfalt að störfunum bara fjölgi. Á þéttbýlis- svæðum og í háskólabæjum keppa vinnuveitendur um menntaðan vinnukraft, sem skortur er á. Það er Tapið 53 milljónir Tæplega 53 milljóna króna tap varð af rekstri Plastprents hf. á fyrri hluta þessa árs, samanborið við tæp- lega 39 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur fé- lagsins dragast saman um 4% milli ára en afskiiftir aukast um 4,8 milij- ónir og fjármagnskostnaður, að frá- dregnum fjármunatekjum, um 7 milljónir króna. Samkvæmt fréttatil- kynningu skýrist aukinn fjármagns- kostnaður fyrst og fremst af aukinni skuldsetningu. Eigið fé fyrirtækisins var í lok júní síðastliðins 225,9 milij- ónir króna og var eiginfjárhlutfallið 19% en var 23% á sama tímabili í fyrra. í tilkynningunni kemur fram að vegna óhagstæðrar rekstrarafkomu hafi fastur kostnaður verið skorinn niður hjá fyi’irtækinu og innra skipu- lagi breytt verulega. Þegar hafi orðið afkomubati í maí, júní og júlí og sé vonast til að árangur aðgerðanna skili sér áfram á komandi misserum. einmitt vandi af þessu tagi, sem setur frekari hagvexti skorður, auk þess sem launahækkanir eru of miklar að mati KI. Ef á þessu verði ekki breyt- ingar muni kúrfan yfir hagvöxtinn aftur taka stefnuna niður á við. Þó spá KI sé gleðifrétt fyrir stjórn sænskra jafnaðarmanna er hún um leið enn ein ábendingin um að taka verði vinnumarkaðnum tak, þannig að bæði launamyndun og virkni hans verki hvetjandi en ekki letjandi. Einnig varar KI við hugmyndum stjórnarinnar um skattalækkanir, þar sem hætta sé á að þær leiddu til þenslu og verðbólgu. Stjórnin hefur haft að markmiði að tekjuafgangur fjárlaga nemi 2 pró- sentum vergrar þjóðarframleiðslu. Næsta ár stefnir í afgang upp á 23 milljarða, sem er yfir þessum 2 pró- sentum. Góðar efnahagshorfur í Sví- þjóð og minna atvinnuleysi Óljóst hvort vöxturinn muni endast og varað við því að launahækkanir séu of miklar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.