Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 26

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mun verri afkoma íslenskra aðalverktaka hf- í sex mánaða uppgjöri en á sama tíma í fyrra Hagnaður nam 41 milljón króna SAMSTÆÐAN íslenskir aðalverk- takar hf. (IAV) skilaði 41 milljóna króna hagnaði að teknu tilliti til reiknaðra skatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 60 milljóna króna hagnað eftir skatta á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekj- ur samstæðunnar námu samtals 2.189 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 1.955 milljónir á sama tímabili árið 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi íyrir skatta var 67 milljónir saman- borið við 117 miiljónir árið á undan. Rekstrartekjur móðurfélagsins voru 1.053 milljónir króna og hagnaður nam 41 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins 1999, á móti 1.115 milljóna króna tekjum og 60 millj- óna króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Lækkun eiginfjárhlutfalls skýrist af verulegum fjárfestingum í fasteignarekstri og kaupum á Ar- mannsfelli hf. og Alftarós hf., segir í fréttatilkynningu frá íslenskum að- alverktökum. „Verkefnin innan varnarsvæða hafa haldið áfram að dragast sam- an,“ segir Stefán Friðfinnsson, for- stjóri Islenskra aðalverktaka hf. í samtali við Morgunblaðið. „Hvað varðar dótturfélögin er af- koma Armannsfells hf. neikvæð á fyrstu sex mánuðunum, en þrátt fyr- ir það erum við bjartsýnir varðandi það félag fyrir árið í heild. Hjá Ar- mannsfelli er verið að gjaldfæra tap vegna aukins kostnaðar við bygg- ingu Náttúrufræðahúss Háskóla Is- lands, en húsið verður 40 milljónum dýrara en ráð var fyrir gert. Við teljum ástæðuna vera vandamál við smíði 1.500 fermetra glugga sem hafa verið vanmetin við hönnun hússins." Stefán segir að afkoma ársins sé að mörgu leyti undir því komin hver niðurstaða verði hjá dótturfélögun- um Armannsfelli hf. og Álftarós hf. en þeir líti þau mál tiltölulega já- kvæðum augum. „Eins má nefna að við erum á lokastigum endurskipu- lagningar, þar sem við erum að sam- eina og samræma, og ætlum að ná fram lægri kostnaði og betri rekstr- amiðurstöðu fyrir samstæðuna," segir Stefán. I endurskipulagningu hefur verið gert ráð fyrir að samstæðan skigtist í fímm verkefnasvið. Þau eru IAV hf. sem annist hefðbundinn rekstur innan vamarsvæða, IAV-Armanns- fell/Álftarós sem annast bygginga- starfsemi, ÍAV-Nesafl sem annist jarðefnavinnslu, ÍAV-Ísafl sem ann- ist framkvæmdir við stærstu áfanga Vatnsfellsvirkjunar og loks Landsafl sem annist fasteignaumsýslu og rekstur leiguhúsnæðis. Auk þessa mun sameiginlegt fjármálasvið sinna verkefnum vegna fjármálaum- sýslu samstæðunnar. A ÍSLENSKIR AÐ/ Úr árshlutareikning VLVERKTAKAR hf. i samstæðunnar 1999 Rekstrarreikningur MMjórir króna Jan.- júní 1999 Jan.- júní 1998 Breyting Rekstrartekjur 2.189 1.955 +12% Rekstrargjöld 2.115 1.867 +13% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 74 88 -16% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -7 29 - Hagnaður af reglul. starfs. f. skatta 67 117 -43% Reiknaður tekju- og eignarskattur -26 -57 -54% Hagnaður (tap) af rekstri dótturfél. O 0 0% Hagnaður tfmabilsins 41 60 -32% Efnahagsreikningur Mnijónír króna 30. júnf'99 31. des.'98 Breyting Fastafjármunir 4.542 2.480 +83% Veltufjármunir 3.924 2.397 +64% Eignir samtals 8.466 4.877 +74% Eigið fé 2.527 2.419 +4% Langtímaskuldir 1.746 1.125 +55% Skammtímaskuldir 4.017 1.286 +212% Hiutdeild minnihluta 176 47 +274% Skuldir og eigið fé samtals 8.466 4.877 +74% Kennitölur 1999 1998 Veltufjárhiutfall 1,0 1,9 Eiginfjárhiutfall 29,8% 49,6% Sjóðstreymi 1/1-30/6'99 1/1-30/6 '98 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 166 148 +12% r Ríki.svíxlar í markflokkimi í dagld. íi-.oo mun fara framútboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 2 mánaða rikisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins i helstu atriðum þeir sömu og í siðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: ilokkur RV99-1117 Gjalddagi 17. nóvember 1999 Lánstími % mánuður Núverandi Aæflaðhámark staða® tekinnatilboða* 3.905 2,.OOO * Milljónir króna. | Millj.kr. Markflokkar ríldsvíxla Staða ríkisvíxla 3o. ágúst i3.i6i milljónir. Áætluð hámarksstærð ogsala 1. september 1999. Gjalddagar ] Aætluð áfyllingsíðar 3 Áætluð salai.sept. 1999 | Staða3o. ágúst 1999 RV99-1019 RV99-1117 RV99-1217 KV00-0217 RVOO-0418 KVOO-0619 RV00-0817 Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fj árfestingalánasj ó ð um, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum ogtiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samÞykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11 :oo, miðvikudaginn 1. september 1999. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn ogallar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 565* 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is Ármannsfell hf. með 21,9 milljónir í tap af reglulegri starfsemi Bygging Náttúru- fræðihúss örsök tapsins ÁRMANNSFELL hf. var rekið með 21,9 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 3,8 milljóna króna tap af reglulegri starf- semi félagsins á sama tímabili í fyrra. Tap tímabilsins má rekja að öllu leyti til fyrirsjáanlegs taps á framkvæmd félagsins við byggingu Náttúrufræði- húss Háskóla Islands og er tekið tillit til þess í árshlutauppgjöri. Einnig var velta Armannsfells á fyrstu sex mánuðum ársins, 484,1 milljón króna samanborið við 655,3 milljónir á sama tímabili í fyrra, einungis þriðj- ungur af áætlaðri ársveltu félagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Armannsfelli. „Verkefnastaða félagsins er mjög góð og þrátt fyrir niðurstöðu árs- hlutauppgjörs er gert ráð fyrir að af- koma annarra verka og verulega aukin velta á síðari hluta ársins bæti það upp og að ársafkoma félagsins verði viðunandi,“ segir í fréttatil- kynningu. Heildareignir Armannsfells námu 1.144.8 milljónum í júnílok en þær voru 803,6 milljónir í árslok 1998. Bókfært eigið fé hinn 30. júní 1999 nam 114,6 milljónum og hafði lækkað um 20,8 milljónir frá áramótum. Veltufé til rekstrar nam 12 milljón- um króna á móti veltufé frá rekstri að fjárhæð 4,9 milljónir króna á sama tímabili í íyrra. ------------- Hlutabréfasjóður Norðurlands 23,5 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. nam 23,5 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins sam- anborið við 22,9 milljónir í hagnað á sama tímabili í fyrra. Lækkun á óinnleystum geymsluhagnaði nam 4.8 milljónum króna að teknu tilliti til skatta samanborið við 6,9 milljóna króna lækkun á sama tímabili 1998. Heildareignir sjóðsins námu í júnílok 674 milljónum króna. Þar af nam hlutabréfaeign sjóðsins 457 miUjón- um króna eða 68% af heildareignum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.