Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 27
ERLENT
^ Reuters
A leið í nautahlaup
KNAPAR á þeysireið niður þurrar og rykugar
brekkurnar ofan við borgina Cuellar á Spáni í til-
efni af víðfrægu nautahlaupi borgarinnar sem er
liður í árlegum hátíðahöldum. A hverjum morgni er
nautunum sleppt lausum og þau rekin inn í þröng
stræti borgarinnar þar sem hið eiginlega nauta-
hlaup hefst. Borgaryfirvöld í Cuellar segja að
nautahlaupið þar sé hið elsta sinnar tegundar og
fagna því í ár að 500 ár séu liðin frá fyrsta nauta-
hlaupinu.
Mikil verðhækk-
un á vmdlingum
Astæðan bótagreidsliir tóbaksfyrir-
tækjanna, um 18.000 milljarðar kr.
Richmond. AP.
VERÐ á tóbaki hefur hækkað
verulega í Bandaríkjunum að und-
anförnu og búist er við enn meiri
hækkunum á næstunni. Stafa
hækkanirnar af þeim gífurlegu
upphæðum, sem tóbaksfyrirtækin
hafa fallist á að greiða sem eins
konar bætur fyrir óhollustuna, en
þær svara til nærri 18.000 millj-
arða ísl. kr.
Heildsöluverð á bandarískum
vindlingum hefur hækkað um rúm-
lega 13 kr. ísl. og búist er við, að
innan skamms muni smásöluverðið
hækka um rúmar 16 kr. Vindlinga-
pakkinn vestra kostar nú frá 182
kr. og upp í 237 kr. eftir því hvar í
landinu er. Talsmaður Philip Morr-
is, stærsta tóbaksframleiðanda í
heimi, gaf til kynna fyrir síðustu
helgi, að ný hækkun væri á döfinni
og talsmenn annarra tóbaksfyrir-
tækja staðfestu það einnig. Verður
væntanleg hækkun sú næstmesta í
sögu bandarísks tóbaksiðnaðar á
eftir hækkuninni í nóvember sl. en
þá hækkaði verð á hverjum pakka
um nærri 33 kr. ísl. Kom sú hækk-
un í kjölfar samninga tóbaksiðnað-
ai-ins við 46 ríki um 15.000 millj-
arða kr. bætur en áður hafði hann
fallist á að greiða fjórum ríkjum
tæplega 3.000 milljarða kr.
Um næstu áramót og aftur eftir
rúmlega tvö ár munu opinberir
skattar á vindlingum hækka og
kostnaður fyrirtækjanna vegna
samninganna við ríkin mun aukast
á nokkrum næstu árum. Þau hafa
þó dálítið borð fyrir báru ef marka
má markaðsfræðinga, sem segja,
að sagan sýni, að hækkun upp á 8%
svo tekið sé dæmi dragi aðeins úr
eftirspurn um 2%.
Jórdanar þjarma
að starfsemi Hamas
Vladimír Akopian frá Armeníu og Rússinn Alexander Khah'fman að
tafli í einvíginu í Ceasar’s Palaee í Las Vegas.
Fyrrverandi
heimsmeistarar
stefna FIDE
FYRRVERANDI heimsmeistarar í
skák, í opnum flokki og kvenna-
flokki, hafa stefnt Alþjóðaskáksam-
bandinu, FIDE. Anatolí Karpov
krefst þess m.a. í stefnu sinni að
sigurvegarinn í heimsmeistaramót-
inu, sem lauk um helgina í Las Veg-
as, tefli við sig einvígi um heims-
meistaratitilinn.
Þá hefur Zsuzsa Polgai' fyrrver-
andi heimsmeistari í skák stefnt
FIDE og heldur því fram að sam-
bandið hafi svipt sig titlinum ólög-
lega. Hún fór fram á að einvígi um
titilinn, sem háð var í mars, yrði
frestað meðan hún væri að jafna sig
eftir bamsburð, en á það hafi FIDE
ekki fallist og það sé ólöglegt.
FIDE heldur því hins vegar fram
að Polgai' hafi haft næg tækifæri til
að keppa um titilinn en hreinlega
ekki viljað það.
Kirsan Ilyumzhinov forseti FIDE
hengdi gullverðlaun um háls Alex-
anders Khalífmans í Las Vegas á
sunnudag í lokahófi heimsmeistara-
mótsins í skák, en Khalífman vann
Vladimír Akopian í sex skáka ein-
vígi um titilinn í sjöundu lotu út-
sláttarkeppi sem hófst fyrir mánuði.
Hvorki Garrí Kasparov, stigahæsti
skákmeistari heims, né Anatolí Kar-
pov fyi-rverandi heimsmeistari, tóku
þátt í mótinu.
Karpov lagði fram stefnu fyrir
áfrýjunardómstóli íþrótta í Laus-
anne í Sviss. Hann heldur því fram
að FIDE hafi brotið samninga og
krefst 1 milljónar dollara í skaða-
bætur.
I stefnunni segist Karpov ekki
hafa fengið réttmætt tækifæri til að
verja heimsmeistaratitilinn. Hann
segir að embættismenn FIDE hafi
hvorki ráðfært sig við hann um dag-
setningar mótsins né þátttöku hans
í mótinu. Gerir Karpov kröfu um að
sigurvegarinn í Las Vegas mæti sér
í einvígi um titilinn.
Til þessa hefur verið háð langt
einvígi um heimsmeistaratitilinn
milli heimsmeistarans og áskoranda
sem vinnur sér rétt í þriggja ára
ferli. FIDE telur að slíkt kerfi sé
úrelt og ætlar að láta keppa árlega
um heimsmeistaratitilinn með sama
sniði og gert var í Las Vegas.
Emmanuel Omuku aðstoðarfram-
kvæmdastjóri FIDE segir að sam-
bandið muni ekki lengur láta stjóm-
ast af duttlungum heimsmeistar-
anna. Þeir verði að hlýta sömu regl-
um og aðrir skákmenn vilji þeir
taka þátt í heimsmeistaramóti.
A meðan þessu fer fram nýtur
Khalífman óvæntrar frægðai'. I
frétt AP-fréttastofunnar segir að á
sunnudag hafi hann brosað meira
en hann hafi gert allan þann mánuð
sem mótið stóð yfir. Hann hlaut
jafnvirði 4,8 milljóna króna í verð-
laun og þegar fréttamenn spurðu
hann hvað hann ætlaði að gera við
féð sagðist hann ekki vita það. „En
konan mín er hagsýn húsmóðir og
mun ekki eyða því öllu á rnánuði."
Gaza, Amman. Reuters, AP.
STJÓRNVÖLD í Jórdaníu skipuðu
í gær fyrir um handtöku fjögurra
leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar
palestínsku en í fyrradag létu þau
loka skrifstofum hennar í Amman,
höfuðborg Jórdaníu. Háttsettur
Hamas-maður á Gaza sagði í gær,
að með aðgerðunum vildi Jórdaníu-
stjóm þóknast Madeleine Albright,
utanríldsráðherra Bandaríkjanna,
en hún er væntanleg til Amman á
morgun.
Meðal Hamas-leiðtoganna, sem
Jórdaníustjórn lýsir eftir, er Khalid
Mashaal, yfirmaður stjórnmála-
skrifstofu hreyfmgarinnar og æðsti
fulltrúi hennar í Jórdaníu. Komst
hann lífs af 1997 er ísraelskir leyni-
þjónustumenn reyndu að ráða hann
af dögum. Talið er, að hann og fé-
lagar hans þrír séu nú staddir í Sýr-
landi og með handtökutilskipuninni
sé verið að koma í veg fyi’ir, að þeir
Adapazari, Istanbul. Reuters, AP.
STERKUR jarðskjálfti varð í Norð-
vestur-Tyrklandi í gærmorgun, á
sömu slóðum og stóri skjálftinn fyr-
ir hálfum mánuði, og olli hann mik-
illi skelfingu meðal fólks. Flýðu
margir úr húsum sínum og vitað er
einn mann, sem beið bana. 166 slös-
uðust.
Skjálftinn í gær var 5,2 stig á
Richters-kvarða eða sá öflugasti frá
því í hamförunum 17. ágúst. Þá fór-
ust a.m.k. 14.202 menn en allt að
30.000 manna er saknað. Um
600.000 manns misstu heimili sitt.
Varð borgin Izmit verst úti.
Skjálftinn í gær átti einmitt upp-
tök sín við Izmit og á hæla honum
kom annai' skjálfti, sem var 4,6 að
styrkleika. Fundust þeir báðir í Ist-
anbul, sem er í 80 km fjarlægð. Olli
skjálftinn mikilli skelfingu meðal
íbúanna, sem þustu út á götu af ótta
við, að húsin, sem stóðust jarðhrær-
ingarnar fyrir hálfum mánuði,
komi aftur til Jórdaníu. Er þeim
gefið að sök að tilheyra ólöglegum
samtökum.
Ismail Abu Shanab, háttsettur
Hamas-maðui' á Gaza, sagði í gær,
að tilgangurinn með aðgerðunum
væri að þjarma að Hamas og þókn-
ast Bandaríkjamönnum. Þeir og
Israelar líta á hreyfinguna sem
hryðjuverkasamtök og hafa lagt
hart að palestínskum ráðamönnum
og Jórdönum að uppræta hana. Er
hún mjög andvíg friðarsamningun-
um frá 1993 og hefur drepið marga
Israela í sjálfsmorðsárásum.
Greitt fyrir samningum?
Jórdönsk yfirvöld segja, að
Hamas-skrifstofunum í Amman hafi
verið lokað vegna þess, að þær væru
skráðar sem fyrirtæki en hefðu verið
notaðar fyrir stjómmálastarfsemi.
Jórdaníustjóm hefur lengi amast við
Sextán bygg-
ingaverktakar
hafa verið
handteknir
kynnu að hrynja nú. I bænum
Adapazari var nokkuð um, að hálf-
hranin hús eða skemmd hryndu al-
veg.
Einn maðui' lést í Izmit er hann
varð undir braki úr húsi, sem
hrandi, og að minnsta kosti 166
slösuðust.
Vetur á næstu grösum
Vetur gengur í garð í Tyrklandi
eftir hálfan annan mánuð og fyrir
þann tíma verða stjórnvöld að finna
nýtt húsnæði fyrir um 600.000
manns. Sumt af þessu fólki á raunar
starfsemi Hamas í landinu en Abu
Shanab sagði, að Múslímska bræðra-
lagið í Jórdaníu, öflug samtök, sem
hafa söguleg tengsl við konungsætt-
ina og einnig við Hamas, myndi
reyna að bera sáttarorð á milli.
Shanab sagði, að Hussein heitinn
konungur hefði lengi varið rétt
Hamas til að vera með starfsemi i
Jórdaníu en hugsanleg ástæða fyrir
aðgerðunum nú er væntanlegt sam-
komulag Israela og Palestínumanna
um brottflutning ísraelsks herliðs
frá Vesturbakkanum. Þeim sé þvi
ætlað að greiða fyrir því, að samn-
ingar takist.
Róttæk samtök Palestínumanna
og talsmenn ýmissa kommúnista-
flokka í arabaríkjunum fordæmdu í
gær aðgerðh' Jórdaníustjórnar og
stjórnarandstaðan þar í landi sagði,
að með þeim væri verið að draga úr
pólitísku frelsi í landinu.
húsin sín uppistandandi en sum eru
löskuð og inn í önnur þorir fólk ekki
þótt ekkert sé á þeim að sjá. Óttast
það, að sprungur kunni að leynast í
þeim.
Fulltrúai' erlendra ríkja og stofn-
ana eru nú að meta fjárhagstjónið
af völdum jarðskjálftanna í Tyrk-
landi en tyrkneskir embættismenn
áætla, að það sé um 730 milljarðar
ísl. kr.
Verktakar
í varðhaldi
Sextán verktakar, sem sakaðir
era um efnissvik varðandi bygging-
ar á jarðskjálftasvæðunum, voru
handteknir í gær og eru þá alls 22
verktakar í gæsluvarðhaldi. Er 11
enn leitað en talið, að sumir þeirra
hafi týnt lífi í stóra skjálftanum.
Verða mennirnir sakaðir um að
bera ábyrgð á dauða 117 manna í 29
húsum.
• •
Oflugur skjálfti í Norðvestur-Tyrklandi
Einn maður lést og
tugir slösuðust