Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Skriða umfjöllunar í vestrænum fjölmiðlum um fjármálaspillingu í Rússlandi
Rýrir orðstír Rússlands og
kosti á efnahagsaðstoð
ÞEGAR fjðlmiðlar í Banda-
ríkjunum greindu frá því á
dögunum, að rannsókn væri
hafin á meintu peninga-
þvætti í gegn um New York-banka á
gífurlegum fjárhæðum frá Rúss-
landi, fór af stað mikil skriða í vest-
rænum fjölmiðlum, þar sem greint
er frá ýmsum öngum fjármálaspill-
ingar í Rússlandi.
Rússneskir áhrifamenn í viðskipt-
um og stjórnmálum síðustu daga
hafa tjáð sig opinberlega um umfjöll-
un vestrænna fjölmiðla um hið
meinta peningaþvættishneyksli hafa
ílestir lýst henni sem ómaklegri árás
á orðstír landsins.
Viktor Tsjernomyrdín, fyrrver-
andi forsætisráðherra, vísaði á
mánudag á bug frásögnum þess efn-
is, að lánsfé frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum hefði verið skotið undan og
„þvegið" í gegn um reikninga í New
York-banka. „Það er hægt að stela
hverju sem er. En hvernig í ósköp-
unum á að stela IMF-láni? ... Það er
fjarstæðukennt,“ sagði hann i viðtali
við rússneska dagblaðið Moskovsky
Komsomolets.
Tsjernomyrdín lét líka harkaleg
orð falla um frásögn ítalska dag-
blaðsins Corríere della Sera, þar
sem því er haldið fram að svissneska
byggingaverktakafyrirtækið Mabet-
ex hafi greitt eina milljón Banda-
ríkjadala sem endaði á bankareikn-
ingi sem Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti og dætur hans höfðu afnot af, og
að forstjóri Mabetex hefði greitt
kreditkortareikninga fyrir þau. Ma-
betex sá um nokkra verkþætti við
endurnýjun stjórnarbygginga í
Kreml.
„Þetta er ekkert annað en hreinn
tilbúningur og uppspuni,“ sagði
Tsjernomyrdín, og bætti við að pen-
ingar væru eitthvað sem Jeltsín léti
sér fátt um finnast. Sagði
Tsjernomyrdín rétt að málið yrði
rannsakað af þar til bærum aðilum.
En Georgíj Tsjúglasov, séríræð-
ingur á skrifstofu rússneska ríkis-
saksóknarans, sagði i sjónvarpsvið-
tali á mánudagskvöld, að það sem
fram komi í frétt ítalska blaðsins sé
„98% rétt“. Fyrir þessu hafi hann
sannanir undir höndum. Tsjúglasov
lét þessi orð falla eftir að honum
hafði verið bolað úr sendinefnd á
vegum rússneska saksóknaraemb-
ættisins, sem hélt til Sviss í gær til
að bera saman bækur við þarlenda
starfsbræður. Að sögn Interfax-
fréttastofunnar fer saksóknarinn
Nikolaí Volkov fyrir rússnesku
sendinefndinni.
Tsjúglasov staðfesti að sl. fóstu-
dag hefði hann fyrirvaralaust verið
sviptur stöðu sinni sem stjórnandi
rannsóknar á þessu svokallaða Ma-
betex-máli. Sagðist hann hafa vonazt
til að geta hnýtt lausa enda sinnar
rannsóknar í ferðinni til --------
Sviss, en þess í stað hefði
hann uppgötvað að flug-
miðar hans höfðu verið
afbókaðir og lokað fyrir
símana hans.
„Ég gerði mér grein ...
fyrir að hér hefur enginn áhuga á að
hið sanna í þessu máli komi í ljós,“
sagði Tsjúglasov í viðtali á sjón-
varpsstöðinni NTV, stærstu einka-
reknu sjónvarpsstöðinni í Rússlandi.
Stöðin hefur í aðdraganda kosninga,
sem verða í desember til rússneska
þingsins og til forsetaembættisins á
vori komanda, smátt og smátt verið
að taka upp gagnrýnni afstöðu gegn
Borís Jeltsín í síharðnandi áróðurs-
stríði sem komið er í gang milli
hinna ólíku pólitísku afla í landinu.
Enn sem komið er hefur enginn
verið ákærður í tengslum við þessa
rannsókn, en henni var hrint af stað
síðastliðinn vetur þegar Júrí
Skúratov var enn ríkissaksóknari.
Að honum skyldi bolað úr embætti
hefur verið túlkað sem pólitísk refsi-
aðgerð af hálfu Jeltsíns.
Stjórnmála- og athafnamenn í Rússlandi
eru farnir að hafa áhyggjur af því að um-
fjöllun um fjármálaspillingu í landinu spilli
fyrir möguleikum þess á að fá til sín efna-
hagsaðstoð og fjárfestingar. Málið er líka
sagt munu hafa áhrif á komandi forseta-
kosningaslag í Bandaríkjunum.
IMF segir
engar vís-
bendingar
um svik
AP
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
er sagður hafa notið góðs af
greiðslum frá svissnesku verk-
takafyrirtæki.
Mikhaíl Khodorovskí, forstjóri
rússneska olíurisafyrirtækisins Yu-
kos - sem athygli þeirra sem rann-
saka hið meinta peningaþvætti í
gegn um New York-banka hefur
beinzt að - hvatti í viðtali í rússneska
dagblaðinu Vremya MN rússnesk
stjómvöld til að kanna rækilega þær
ásakanir sem nú væru að spilla
orðstír Rússlands og setja spurn-
ingamerki við áframhaldandi efna-
hagsaðstoð og erlendar fjárfestingar
í Rússlandi.
Spákaupmennska
stjórnarliða?
„Það hefur nú þegar verið fullyrt
að líta beri á hvert rússneskt fyrir-
tæki sem glæpsamlegt unz því tekst
að afsanna sekt sína,“ sagði
Khodorovskí. „Og undir þessum
kringumstæðum þegir ríkisstjórnin."
Khodorovskí velti vöngum yfir því,
að hluti af því mikla fé sem komið
hefur í ljós að hafí runnið frá Rúss-
landi í gegn um reikninga New
York-banka, sé til komið úr spákaup-
mennsku rússneskra stjórnarliða
með ríkisskuldabréf, en markaður-
inn með þau hrundi í fjármálakrepp-
--------- unni sem skall á í landinu
fyrir rétt rúmu ári.
Samkvæmt fréttum í
New York Times virðast
allt að tíu milljarðar
Bandaríkjadala hafa ver-
ið „þvegnir" í gegn um
reikninga í New York-banka frá því
snemma á síðasta ári. 4,2 milljarðar
eru sagðir hafa runnið í gegn um
einn einstakan bankareikning á
tímabilinu frá október 1998 til marz
á þessu ári.
„Sé það rétt að önnur eins upp-
hæð, yfir fjórir milljarðar dala, var
tekin út úr landinu á hálfu ári, þá er
Ijóst að slíkt getur ekki hafa átt sér
stað án þess að embættismenn
stjórnarinnar ættu þar hlut að máli,
án innherjaupplýsinga af ríkis-
skuldabréfamarkaðnum,“ sagði
Khodor samkvæmt frásögnum
bandarískra fjölmiðla lykilmaður í
rannsókninni á New York-banka-
hneykslinu. Hann var á árunum
1992-1994 fulltrúi Rússlands í höfuð-
stöðvum IMF í Washington. Eigin-
kona hans var yfirmaður Austur-
Reuters
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, þarf að veija stefnu
stjórnarinnar í Rússlandsmál-
um í komandi kosningabaráttu.
Evrópudeildar New York-banka, en
hún var leyst frá störfum frá bank-
anum er upplýst var um rannsókn-
ina. Sl. föstudag var Lucy Edwards,
starfsmanni New York-banka í úti-
búi hans í London einnig vikið úr
starfi í tengslum við rannsóknina.
Eiginmaður hennar er Peter Berlin,
rússneskur fjármálamaður sem fékk
hæli í Bandaríkjunum.
Að sögn The Wall Street Journal
hefur athygli þeirra sem rannsaka
hið meinta peningaþvætti beinzt að
mun fleirum, þar á meðal núverandi
og fyrrverandi embættismönnum
Rússlandsstjórnar, en Kagalovskí
sagður í lykilhlutverki. Þegar hann
fór frá IMF tók hann við stjórn rúss-
neska Menatep-bankans, sem gerð-
ist umsvifamikill í fjármálalífinu þar
unz hann var leystur upp í kjölfar
fjármálakreppunnar. Frá Menatep-
banka, eða fyrirtækjum tengdum
honum, streymdu að sögn blaðsins
allt að 6 milljarðar dala í gegn um
reikninga í New York-banka, sem
skráðir voru á fyrirtækið Benex
Worldwide Ltd. Mest af þessu fé
hafi farið áfram inn á reikninga í
„skattaparadísum", svo sem eynni
Mön, Nassau og Gíbralt- -----------
ar.
Segir Wall Street Jo-
urnal að milljarðar dala
streymi árlega út úr
Rússlandi á bankareikn-
inga og í fjárfestingar er- 1'
lendis. Aðeins lítill hluti þessa fjár sé
beinlínis glæpsamlega fenginn. Það
sem skipti meira máli, með uppbygg-
ingu rússnesks efnahags í huga, er
að féð sem rennur út úr landinu er í
flestum tilvikum tekið út úr fyrir-
tækjum sem ættu að geta verið stoð-
ir hagvaxtar í hinu hráefnaríka landi.
Rússar hafa fengið 20 milljarða
dala frá IMF
Talsmaður Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, Thomas Dawson, sagði á
mánudag að ekki hefðu fundizt nein-
ar sannanir fyrir því að fjárhagsað-
stoð sjóðsins til Rússa hefði verið
misnotuð en ásakanir um spillingu í
tengslum við meðferð fjárins yrði
skoðaðar sérstaklega í næstu lána-
samningum við Rússa.
„Við höfum ennþá alls engar vís-
Bankamála-
nefnd Banda-
ríkjaþings tek-
ur málið fyrir
bendingar um að fé sjóðsins hafi ver-
ið skotið undan í tengslum við New
York-banka[hneykslið], eða hvaða þá
rannsókn aðra sem kann að vera í
gangi,“ tjáði Dawson blaðamönnum í
Washington.
Dawson bætti við, að sjóðstjórnin
tæki allar ásakanir um misferli með
fé sjóðsins og peningaþvætti alvar-
lega. A næstu vikum eru áformaðar
viðræður við rússneska ráðamenn
um næstu 640 milljóna dala greiðslu,
sem umsamið var að Rússar fengju
sem hluta af 4,5 milljarða dala láni,
standi þeir við að uppfylla sett skil-
yrði um árangursríkar efnahagsum-
bætur.
Frá árinu 1992 hefur IMF varið
samtals um 20 milljarða Bandaríkja-
dala í lán til uppbyggingar markaðs-
hagkerfis í Rússlandi.
I Bandaríkjunum hefur hin um-
fangsmikla efnahagsaðstoð, sem
IMF, bandaríska þróunarhjálpar-
stofnunin USAID og fleiri aðilar
hafa látið af hendi rakna, verið póli-
tískt bitbein. Nú, þegar um ár er til
forsetakosninga í Bandaríkjunum,
eygja repúblikanar von til að gera
sér mat úr þessu til að koma höggi á
varaforsetann A1 Gore, sem líkleg-
astur þykh’ til að verða forsetaefni
Demókrataflokksins.
Höggstaður á
A1 Gore
Helgast þetta af því, að Gore hefur
ásamt forsætisráðherra Rússlands
gegnt formennsku í nefnd sem haft
hefur yfirumsjón með samskiptum
Rússlands og Bandaríkjanna.
Bandaríski auðjöfurinn Steve For-
bes, sem sýnt hefur áhuga á að
hljóta útnefningu Repúblikana-
flokksins fyrir forsetakosningarnar,
hefur lýst því yfir að hann muni gera
Rússlandsmál að meginatriði í kosn-
ingaáróðri sínum.
„Gore hefur verið oddamaðurinn í
Rússlandsmálunum,“ sagði Forbes í
Wall Street Journal. „Stefna hans
hefur verið hreinasta hörmung. Þeir
hafa dælt milljörðum dala í hendurn-
ar á stelsjúkum mönnum."
Um miðjan september á að taka
peninagaþvættismálið fyrir í banka-
málanefnd fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings. Formaður nefndarinnar,
Jim Leach, hefur fyrir sitt leyti kraf-
izt þess að gerðar verði breytingar á
því hvernig staðið sé að efnahagsað-
stoð við Rússland, og Dick Armey,
leiðtogi þingmeirihluta repúblikana,
hefur farið fram á að frekari greiðsl-
ur IMF til Rússa verði stöðvaðar í
bili.
í Neue Ziircher Zeitung er haft
eftir Leach, að „Rússland hafi ekki
þróazt í lýðræðisríki, heldur stel-
sýkisríki," þai’ sem ríkisstjórnin hafi
gert stuld að stofnanalegri dyggð.
Raunveruleg umbótaþróun í Rúss-
landi sé þá fyrst möguleg,
þegar tekizt hafi að út-
rýma spillingunni. Reynd-
ar hefur IMF brugðizt við
þessum aðstæðum eystra
að vissu leyti, með því að
sjóðurinn greiðir nýjustu
lánin ekki inn á reikning í rússneska
seðlabankanum, heldur á milli reikn-
inga sjóðsins sjálfs.
I forystugrein New York Times í
gær segir, að miðað við hve skammt
rannsóknin á peningaþvættismálinu
sé komin væru menn að hætta á að
hlaupa á sig með því að slá því föstu
að ríkisstjórn Bills Clintons hafi
klúðrað Rússlandsmálunum með því
að veita Jeltsín og stjórn hans stuðn-
ing. „Bandaríkjastjórn hefði verið
óábyrg hefði hún ekki veitt fyrstu
lýðræðislega kjörnu ríkisstjórninni í
sögu Rússlands stuðning. Hvort
Clinton-stjórnin hafi verið nægilega
vakandi fyrir vandamálum tengdum
spillingu í Rreml er nokkuð sem á að
ræða í aðdraganda forsetakosning-
anna hér [í Bandaríkjunum],“ skrifar
New York Times.
• •
Oryggis-
galli á
Hotmail
MICROSOFT-fyrirtækið
bandaríska lokaði um hríð á
mánudag fyrir tölvupóstþjón-
ustu sína, Hotmail, eftir að upp
komst um galla á kerfinu sem
gerði tölvuþrjótum kleift að
komast í tölvupóst annarra.
Sænska dagblaðið Expressen
var fyrst til að vekja athygli
Microsoft-manna á því, að
nokkrir tölvuþrjótar hefðu sett
upp vefsíðu þar sem hverjum
sem var bauðst aðgangur að
tölvupósti hinna 40 milljóna
notenda Hotmail, með því ein-
faldlega að slá inn eitthvert
notandanafn. Óviðkomandi
gátu þannig lesið, skrifað og
sent tölvupóst Hotmail-not-
enda lykilorðslaust. Talsmenn
Microsoft sögðu í gær að for-
ritarar fyrírtækisins hefðu
fundið lausn á vandanum á
tveimur klukkustundum.
Dennis
meinlaus
MIKIÐ dró úr krafti fellibyls-
ins Dennis í gær, er hann hélt
aftur á haf út frá strönd Norð-
ur-Karólínuríkis í Bandaríkj-
unum. A mánudagskvöld höfðu
veðurfræðingar endurmetið
styrkleika bylsins þannig að
hann taldist aðeins hitabeltis-
stormur. Eignatjón af völdum
óveðursins varð því lítið, en í
gær var gert ráð fyrir að lægð-
armiðjan héldi sig í 3-4 daga
undan strönd N-Karólínu. Þá
gæti skaðræðisstormur skollið
aftur á ströndinni.
Vopnahlé
í Kongó
LEIÐTOGAR uppreisnar-
manna í Kongó undirrituðu í
gær vopnahléssamning sem
bindur enda á tveggja ára
borgarastríð í landinu. 1 röðum
uppreisnarhreyfingarinnar
Lýðræðisefling Kongó hafði
verið tekizt á um það í sex vik-
ur hverjir ættu að setja nöfn
sín undir samningana, en nið-
urstaðan varð sú að 51 af
stofnendum hreyfingarinnar
var viðstaddur undirritunarat-
höfnina í Lúsaka, höfuðborg
Zambíu.
Heita stuðn-
ingi við sparn-
aðaráform
STJÓRNIR tveggja sam-
bandslanda í austurhluta
Þýzkalands, Mecklenburg-
Vorpommem og Sachsen-An-
halt, samþykktu í gær að heita
stuðningi við sparnaðaráætlun
ríkisstjórnarinnar, sem Hans
Eichel fjármálaráðherra
hyggst leggja fyrir þingið í
haust, en ríkisstjórn Gerhards
Schröders kanzlara á mikið
undir því að meirihlutastuðn-
ingur sé tryggður við áætlun-
ina, ekki aðeins í neðri deild
þingsins heldur einnig í efri
deildinni, Sambandsráðinu, en
í því eiga sæti fulltrúar stjóma
þýzku sambandslandanna 16.1
þýzkum fjölmiðlum hafði verið
látið að því liggja að austur-
þýzku sambandslöndin hygð-
ust hafna sparnaðaráformun-
um vegna meintrar tilraunar
Eichels til að „kúga“ þau til
fylgis við hana með því að hóta
að skera niður styrki.