Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 33
andi
nenn-
ennin
gang að heilaslagdeild."
Albert fullyrðir að heilaslagdeildir
leiði ekki til aukins kostnaðar þar
sem einungis sé um að ræða endur-
skipulagningu á þjónustu sem þegar
er veitt innan heilbrigðiskerfísins.
Upplýsii’ hann ennfremur að
heilaslagdeildh’ hafí verið í uppbygg-
ingu bæði á taugasjúkdómadeild
Landspítalans og Sjúkrahúss
Reykjavíkur á síðustu árum.
Segaleysandi meðferð
Fram kemur hjá Alberti að erlend-
is sé farið að beita í auknum mæli
segaleysandi meðferð í baráttunni
gegn heilablóðþurrð og nýlega hófst
notkun lyfsins einnig á taugalækn-
ingadeild Landspítalans. „Slík með-
ferð leiðii- til þess að a.m.k. 30% fleiri
sjúklingar hafa litla sem enga fötlun
síðar meir og eru fullkomlega sjálf-
bjarga," segir hann.
En hvernig er þessi svokall-
aða segaleysandi meðferð?
„Meðferðin felst í því að gefa
lyfið t-PA (tissue plasminogen
activator) í æð, en það leiðir til
þess að blóðtappi í heilaæð
leysist upp þannig að blóðflæði
komist aftur á og staðbundið
svæði £ heila deyi ekki,“ segir
Albert en tekur fram að með-
ferðin eigi því miður aðeins við
hjá minnihluta sjúklinga með
heilablóðþun-ð þar sem einung-
is um 5% sjúklinga koma nógu
tímanlega til meðferðar.
„Nauðsynlegt er að þessi
meðferð sé í höndum sérfræð-
inga, þar sem hún er ekki
hættulaus vegna aukinnar
hættu á heilablæðingum. Beita
þarf segaleysandi meðferð inn-
an þriggja klukkustunda frá
upphafi einkenna til þess að
hún komi að gagni. Því er mik-
ilvægt að fólk sé vel upplýst um
og hver einkenni heilaslags eru og
leiti nægOega fljótt til læknis
svo hægt sé að bjóða upp á
slíka meðferð."
Eftirmeðferð mikilvæg
Að lokum fjalla þeir Elías og
Albert um mikilvægi þess að
sjúklingar sem fá heilaslag
njóti fullnægjandi eftirmeð-
ferðar hjá taugasjúkdómalækn-
um eftir að þeir útski’ifast.
„Tryggja þai’f fullnægjandi
meðferð áhættuþátta þannig að
minni líkur séu á að sjúklingur
fái aftur heilaslag. Einnig er
mikilvægt að vera á varðbergi
gagnvart ýmsum fylgikvillum
sem upp kunna að koma,“ segir
Albert og nefnir sem dæmi
þunglyndi, en það hrjáir þriðj-
ung sjúklinganna. „Miklu skipt-
ir að greina þunglyndi og með-
■ila- höndla, en það torveldar ann-
ars endurhæfingu."
Þeh’ segja einnig mikilvægt
að sjúklingar fái nauðsynlega þjálfun
eftir áfallið, fyrst á sjúkrahúsinu, og
er það hluti af starfsemi heilaslag-
deildarinnar, en síðan sé mikilvægt
að útskrifa sjúklingana heim eins
fljótt og mögulegt er. „Heppilegast
væri að geta sinnt þessum sjúkling-
um á göngudeild taugalækninga-
deildar þannig að sjúklingur fengi
þar nauðsynlega þjónustu, þ.m.t.
þjálfun, eftir að heim er komið,“ segir
Elías. „Mikilvægt er að vinna að
áframhaldandi uppbyggingu á þjón-
ustu fyrir heilaslagssjúklinga á
taugalækningadeild Landspítalans og
hefur það mætt skilningi meðal
stjómenda spítalans. Unnið er að
uppbyggingu heilaslagdeildar og
göngudeildar, en niðurskurður á
taugalækningadeildinni um nær
helming á síðasta ári auk viðvarandi
skorts á hjúkrunarfræðingum og
sjúkraliðum hefur tafið þessa þróun,“
segir Elías að lokum.
1
ísfélagið og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum undirrita viljayfírlýsingu um sameiningu
Morgunblaðið/Sigurgeir
Nýtt fyrirtæki mun ráða yfír
20 þúsund þorskígildistonnum
Mjög öflugt sjávarútvegsfyrirtæki verður til
með sameiningu Isfélags Vestmannaeyja hf.,
Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum,
-----------------------------7------------
Krossaness hf. á Akureyri og Oslands ehf. á
Hornafírði, en félögin hafa undirritað viljayf-
irlýsingu um sameiningu í eitt félag. Verði af
samruna fyrirtækjanna mun fyrirtækið ráða
yfír 20 þúsund þorskígildistonna kvóta.
SAMEINAÐ félag mun hafa
til umráða um 15% heildar-
loðnukvótanum. F orsvars-
menn fyrirtækjanna tveggja
í Vestmannaeyjum segja hagkvæmni-
sjónarmið ráða mestu um sameining-
una en þau fari um leið saman við
hagsmuni byggðarlagsins.
Samþykki stjórnir félaganna vilja-
yfirlýsingu um samruna ber þeim að
leggja tillögu þess efnis fyrir hlut-
hafafundi eða aðalfundi. Því má búast
við að endanleg staðfesting á sam-
runa fáist ekki fyrr en seint í haust,
að loknum aðalfundum í Isfélagi
Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöð-
inni hf. Stefnt er að því að skrá félag-
ið á Verðbréfaþing Islands en
Vinnslustöðin hf. er nú þegar á aðall-
ista þingsins en Krossanes hf. á vaxt-
arlista.
Ræður 15% loðnukvótans
Verði af sameiningunni verða fjór-
ar fiskimjölsverksmiðjur í eigu hins
nýja félags. Krossanesverksmiðjan
er á Akureyri, Ósland á nýja bræðslu
á Höfn og ísfélagið og Vinnslustöðin
eiga sína bræðsluna hvort í Vest-
mannaeyjum. Samtals er afkastageta
allra verksmiðjanna um 3.500 tonn á
sólarhring. Nýja fyrh’tækið mun ráða
yfir 15% af loðnukvótanum en sam-
kvæmt lögum um stjórn fiskveiða má
ekkert fyrirtæki eiga meira en 20%
af kvótanum. Miðað við upphafskvóta
sem Hafrannsóknastofnun hefur út-
hlutað á loðnu mun hið nýja fyrirtæki
ráða yfír um 120 þúsund tonnum af
loðnukvóta. Er því ljóst að fyrirtækið
mun eiga mikla möguleika fyrir sér í
veiðum og vinnslu á loðnu og öðrum
uppsjávartegundum. Það mun einnig
hafa yfir að ráða umtalsverðum bol-
fiskkvóta, þar af um 6.000 tonna
þorskkvóta, 1.800 tonna ýsukvóta,
1.700 tonna ufsakvóta og um 3.500
karfakvóta. Sameinað félag mun gera
út samtals 13 skip, þar af á Isfélag
Vestmannaeyja hf. sjö skip en
Vinnslustöðin hf. sex skip. Sameinað
fyrirtæki mun eiga sex nótaveiðiskip
en flest eru þau komin til ára sinna
og væntanlega þyrfti fyrirtækið að
endurnýja eitthvað af þeim skipum.
Isfélag Vestmannaeyja hf. á rúm-
lega 40% hlut í Krossanesi hf. en aðr-
ir hluthafar, um 100 talsins, eiga
minna en 10% hlut. Afkastageta
verksmiðjunnar á Krossanesi er um
800 tonn á sólarhring. Þar starfa að
jafnaði 16 til 20 starfsmenn. Þá á Ker
hf., eignarhaldsfélag Olíufélagsins
hf„ 80% hlut í Óslandi ehf. á móti
20% hlut Borgeyjar hf. á Hornafirði.
Olíufélagið hf. er ráðandi hluthafi í
Vinnslustöðinni hf.
Starfsfólki Vinnslustöðvarinnar
hefur fækkað umtalsvert í sumar en
þar starfa nú um 150 manns. Hjá Is-
félagi Vestmannaeyja hf. starfa nú
samtals um 280 manns.
Heildarvelta Vinnslustöðvarinnar
hf. á síðasta ári var um 3,5 milljarðar
króna en gera má ráð fyrir að veltan
verði minni á þessu ári, einkum
vegna samdráttar í loðnuveiðum.
Heildarvelta ísfélags Vestmannaeyja
hf. nam á síðasta ári um 2,5 milljörð-
um króna og samanlögð heOdarvelta
Krossaness hf. og Óslands ehf. nam
um einum milljarði króna.
Augljós samlegðaráhrif
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir tiltölulega einfalt að sam-
eina umrædd fyrirtæki og samlegðar-
áhrif þess að vera með eitt fyrirtæki í
Vestmannaeyjum í stað tveggja séu
augljós. Þar að auki hafí þessi félög
yfir að ráða stórum loðnukvóta sem
nýtist vel fiskimjölsverksmiðjum
Krossaness hf. og Óslands ehf. Hann
segir sameinað fyrirtæki verða mjög
öflugt í veiðum og vinnslu uppsjávar-
fiska en bolfiskvinnsla fyrirtækjanna
tveggja í Vestmannaeyjum verði lík-
lega með svipuðum hætti fyrst um
sinn. „Við höfum að verulegu leyti
lagt af frystingu og snúið okkur að
mestu að saltfiskvinnslu. Þessu er
hins vegar öfugt farið í Isfélaginu. Eg
tel sameiningu vera góðan kost fyrir
bæði fyrirtækin og þar af leiðandi
fyrir byggðarlagið einnig," segir
hann.
Hagkvæmni-
sjónarmið réðu
Sigurður Einarsson, forstjóri Isfé-
lags Vestmannaeyja hf„ segir hag-
kvæmnissjónarmið hafa ráðið því að
umrædd fyrirtæki hafi hugað að sam-
starfi. „Þetta verður stórt og öflugt
fyrirtæki sem mun ráða yfir um 20
þúsund þorskígildistonnum. Hags-
munir fyrirtækjanna fara saman við
hagsmuni fólksins og við vonum að
þetta fyrirtæki muni eiga góða ævi
fyrh’ höndum hér í Vestmanneyjum."
Sigurður bætir við að honum hafi
þótt starfsfólk fyrirtækjanna taka
tíðindunum vel þegar þau voru kynnt
fyrir þeim í gærmorgun.
Sigurður segir að viðræðurnar hafi
staðið yfir í stuttan tíma og enn sé
nokkuð langt í land. „Viðræður
hófust fyrir nokkrum vikum. Ekki er
búið að ákveða hvenær málið verður
komið í höfn en það verður borið und-
ir stjórnir fyrirtækjanna á næstunni.
Ef samruninn verður samþykktur
mun hið nýja fyrirtæki verða stofnað
og það verða skráð á Verðbréfaþingi
íslands."
Sigurður vildi ekkert segja um
hvort önnur fyrirtæki ættu eftir að
koma inn í sameiningarferlið. „Maður
veit aldrei hvernig þau mál þróast.
En þetta er kannski nóg í bili.“
Ólíkir viðskiptahættir
Að sögn Sigurðar er ekkert hægt
að fullyrða enn þá um hvemig sölu-
málum fyrirtækisins verður háttað.
ísfélagið og Vinnslustöðin hafa selt
hjá ólíkum aðilum gegnum tíðina.
Viðskipti Isfélagsins hafa að mestu
farið gegnum Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Fyrirtækið átti um tíma
talsverðan hlut í SH en hefur selt
hann en haldið tryggð við fyrirtækið.
Islenskar sjávarafurðir seldu afurðir
Vinnslustöðvarinnar áður fyrr en
undanfarin misseri hafa stjómendur
fyrirtækisins leitað til annarra sölu-
aðila í auknu mæli. Vinnslustöðin sel-
ur mest í gegnum Norway Seafood
og hefur viðhaldið ákveðnum sveigj-
anleika í sölu - fyrirtækið selur með-
al annars mjölafurðir sínar gegnum
ÍS. Einnig má benda á að fyrirtækin
kaupa olíu og tryggingar af mismun-
andi aðilum.
Stjórnendur koma til með að
ráða framtíðarmöguleikum
Heiðar Guðjónsson, verðbréfamiðl-
ari hjá íslandsbanka, segir væntan-
legan samruna vera stórfrétt í ís-
lenskum viðskiptum. „Þetta hlýtur að
vera mikið fagnaðarefni fyrir Vest-
mannaeyinga. Möguleikar Vinnslu-
stöðvarinnar voru margir. Þeir hefðu
geta sameinast fyrirtækjum sem þeir
falla pjög vel að, eins og Samherja
eða ÚA, en ef það hefði gerst hefðu
aflaheimildimar sennilega flust í ein-
hverjum mæli frá Vestmannaeyjum.
En með þessari sameiningu er tryggt
að umsvifin verða fyrst og fremst í
Eyjum. En ég hef það á tilfinning-
unni þama séu arðsemisjónarmið á
ferðinni en ekki byggðarsjónarmið.“
Heiðar segir möguleika hins nýja
fyrirtækis mikla. „Það er engum
blöðum um það að fletta að ef af sam-
runanum verður á fyrirtækið mögu-
leika á því að vera eitt það best rekna
á íslandi. En áður en að hægt er að
fullyrða um það verður að skýrast
hvemig eignarhlutfallið verður í fyr-
irtækinu. Eg held að það skipti miklu
máli fyrir framtíð fyrirtækisins hvort
Sigurður Einarsson verði við stjórn-
völinn."
Þegar fyrirtæki af þessari stærð-
argi’áðu sameinast er nánast óumflýj-
anlegt að einhverjar breytingar verði
á rekstri þeirra að sögn Heiðars.
Hann sér ýmislegt fyrir sér í þeim
efnum. „Eg held að hið nýja fyrirtæki
þurfi að breyta uppstillingu í rekstr-
inum. Það stendur vel að vígi í bol- og
uppsjávarfiski en samt sem áður er
þöi’f á hagræðingu. Landvinnslan
hefur gengið illa hjá Vinnslustöðinni
og sennilega þyrftu þeir að færa hana
að einhverju leyti út á sjó. Eg held að
þeii’ ættu að taka Þorbjörn hf. í Gr-
indavík sér til fyrirmyndar og vera
með alla bolfiskvinnslu úti á sjó og
með saltfiskvinnslu í landi. Fyrirtæk-
ið stendur mjög vel í uppsjávarfiski
en sennilega em fjórar bræðslur of
mikið og væntanlega þyrfti að taka
þau mál til skoðunar.“
Þýðir væntanlega
ekki fækkun starfsfólks
Jón Kjartansson, formaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja, segir fyr-
irhugaða sameiningu af hinu góða.
Hann segist ekki eiga von á því að
sameining fyrirtækjanna hafi mikla
fækkun starfsfólks í för með sér, að
minnsta kosti ekki verkafólks. „Það -
hefur lengi legið í loftinu að hið illa
stæða fyrirtæki, Vinnslustöðin hf„
væri auðveld bráð fyrir stóru risana í
sjávarútveginum. Það hefði getað
þýtt að kvóti félagsins færi frá Eyj-
um og skilið íbúana eftir í sámm, eins
og tíðkast nú til dags. Ég fagna því
þess vegna mjög að kvótin verði
áfram hér í byggðarlaginu," segir
Jón.