Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 36

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Samsettur veruleiki tSamhengið verður rökrétt og skipulagt sem í sjálfu sér er fullkomlega óraunsœtt Krafan í dag er oft svo nærsýn og nat- úralísk. Sjónvarpið hefur tekið yfir það hlutverk að sýna endurtekningar úr hversdags- leikanum. Leikhúsið ætti að vera frjálst undan þeirri skyldu og mig dreymir um að okkur takist að ljúka 19. öldinni áður en sú tuttugasta er á enda,“ sagði Sig- urður Pálsson skáld í samtali við Morgunblaðið í gær í tengslum við nýtt leikrit hans sem frum- sýnt verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Sigurður setur hér fingur á það sem kalla mætti eina stærstu blekkingu 20. aldarinn- ar; að sjónvarpið sé raunsær og þar með fullkomlega trúverðug- ur fjölmiðill. Fullyrt var á sínum tíma að ljósmyndin lygi ekki. Þeirri fullyrð- VIÐHORF ingu hefur lönguverið Sigurjónsson hneldct. Sann- leiksgildi ljos- myndar ræðst af samhenginu sem hún er tekin, sýnd og skoð- uð í. Hún getur því logið eins og hún er löng til ef snúið er útúr samhenginu. Sú „endurtekning hversdagsleikans" sem sjón- varpið gefur sig út fyrir að birta undirstrikar alls ekki sannleiks- gildi þess, heldur er þetta ákveðinn stíll í framsetningu efnis, bæði raunverulegu (frétt- um) og tilbúnu (leiknu). Raun- sæistilkall sjónvarps, sem alveg eins mætti kalla sannleikstilkall, er hins vegar mun lymskulegra en nokkurn tíma getur orðið í leikhúsi og um leið verður það mun meira sannfærandi. Við getum talið að „spegill veruleik- ans“ eða „glugginn að veröld- inni“ sem kúrir í stofuhominu segi okkur ekkert nema sann- leikann í fréttum og við getum lifað okkur svo inn í endurtekn- ingar á hversdagsleikanum í framhaldsþáttum af öllum gerð- um að okkur finnist annars kon- ar framsetning á leiknum skáld- skap lítils virði og ósannfærandi. I báðum tilfellum erum við á villigötum og reyndar eru fæstir svo skyni skroppnir að telja allt vera „sannleika" í einhverri merkingu þess orðs sem í sjón- varpinu birtist. í orðum Sigurð- ar Pálssonar felst áminning til höfunda um að óhætt sé að skrifa annars konar texta fyrir leikhúsið en einungis nákvæma endurtekningu þess sem fólk ræðir yfir eldhúsborðinu dags daglega. Leikhúsraunsæi er það kallað þegar samtölin og per- sónusköpunin eru í anda hvers- dagsraunsæis en umgjörðin er stílfærðari og í takt við þróun myndlistar á ofanverðri þessari öld. í sýningum þar sem þetta er mest áberandi skilur stund- um nær heil öld á milli hins skrifaða texta og hinnar mynd- rænu útfærslu. Bókmenntalegur natúralismi nítjándu aldarinnar í bland við myndlistarmódem- isma tuttugustu aldarinnar hef- ur verið eitt af einkennum leik- hússins á síðustu áratugum þessarar aldar. Sigurður hefur því lög að mæla þegar hann viðrar þá von sína að takast megi að ljúka nítjándu öldinni fyrir lok þeirrar tuttugustu. Raunsæi sjónvarpsins hefur verið lýst sem þríþættu. í fyrsta lagi er það „glugginn að veröld- inni“, bein lýsing þess sem fyrir augu ber og enginn milliliður er á milli áhorfandans og þess sem sýnt er. Þannig virðist skermur sjónvarpsins einungis eins og glerrúða, allt sem gerist handan hennar er jafn raunverulegt og ef horft væri út um stofuglugg- ann. í öðru lagi er raunsæi sjón- varpsins niðurraðað. Það lýtur lögmálum forms. Formið er fólg- ið í frásögn sem byggð er upp á hefðbundinn hátt með upphafi, miðju og endi. Samhengið verð- ur rökrétt og skipulagt sem í sjálfu sér er fullkomlega óraun- sætt, því það sem gerist handan stofugluggans (hvorum megin við hann sem er!) lýtur engri skipulegri frásögn og samhengi þess við það sem á undan er gengið eða á eftir að gerast er í besta falli tilviljunarkennt. í þriðja lagi er raunsæi sjón- varpsins fólgið í því að fram- leiðsluferlið er vandlega dulið. Áhorfandinn verður m.ö.o. ekki var við hina tæknilegu hlið fram- leiðslunnar meðan á þættinum stendur. Sem dæmi um undan- tekningu á þessu mætti nefna klaufalegar klippingar í frétta- tímum íslenska sjónvarpsins þegar fyrir kemur að frétta- mennimir vita ekki að hvaða myndavél þeir eiga að snúa sér. Þá verður áhorfandinn sam- stundis meðvitaður um tækni- lega hlið miðilsins, fréttamaður- inn missir persónulegt samband sitt við áhorfandann og verður hlægilegur leiksoppur tækni- manna í myndveri einhvers stað- ar víðs fjarri áhorfandanum. í tilbúinni leikinni frásögn hefur sjónvarpið einmitt sérhæft sig í að fela framleiðsluferlið. Raunsæisleg frásagnaraðferð sjónvarpsins byggist á því að áhorfandinn sé ómeðvitaður um að á bakvið leikna frásögnina liggi flókin tæknivinnsla undir stjóm leikstjóra. Stundum hefur verið sagt að „listræn tök“ eigi ekki við í sjónvarpi. Með því er væntanlega átt við að leikstjór- inn og höfundurinn eigi að vera fullkomlega ósýnilegir, ekki eigi að vekja athygli áhorfandans á tilbúningnum með einkennileg- um staðsetningum myndavéla eða hvers konar stílfærðri túlk- un. Hér er reyndar strax komið út á hálan ís sem sýnir hvað raunsæið er erfitt að greina svo vel sé; allar staðsetningar myndavéla era í sjálfu sér ein- kennilegar. Ein sú einkennileg- asta af öllum en um leið ein sú algengasta í raunsæissápum er þegar horft er framan á persónu standa við eldhúsbekk eða vask. Þetta sjónarhorn er mjög óvenjulegt þar sem áhorfandinn stendur þá annaðhvort úti og horfir inn um eldhúsgluggann eða horfir útúr eldhússkápnum framan í persónuna sem snýr baki við eldhúsinu. Þannig má sjá að einkennileg staðsetning myndavéla er afstætt fyrirbæri þar sem fyrst og fremst er byggt á hefð innan þeirrar til- teknu frásagnaraðferðar sem kennd er við raunsæi. Hvort hún er svo nokkuð sannari endur- speglun raunveraleikans en aðr- ar stefnur í bókmenntum og list- um sem kenndar eru við annað en raunsæi er sannarlega álita- mál. LISTIR Minningardagskrá í Siglufírði um séra Bjarna Þorsteinsson Morgupblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Gunnsteinn Ólafsson talar fyrir hugmynd sinni um þjóðlagasetur í Siglufirði. Aðrir á myndinni eru Bragi J. Ingibergsson, fundarstjóri, og Bjarki Sveinbjörnsson, einn frummælenda. Afram verði unnið að stofnun þjóðlagaseturs Siglufírði. Morgunblaðið. UNDIRBUINGSHÓPUR til að hrinda í framkvæmd áformum um þjóðlagasetur í Siglufirði verður stofnaður og skipaður einum bæj- arfulltrúa, tveimur tónlistar- mönnum og tveimur heimamönn- um. Þetta er niðurstaða ráðstefnu, sem haldin var í safnarheimili Siglufjarðarkirkju, en vegleg hátíð- ardagskrá var haldin í kirkjunni síðastliðinn sunnudag í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá útgáfu hátíð- arsöngva sr. Bjama Þorsteinsson- ar. Að dagskránni stóðu kirkjan og undirbúningshópur sem unnið hef- ur að því að koma á fót þjóðlaga- setri í Siglufirði í minningu séra Bjama. Séra Bjami Þorsteinsson, þjóð- lagasafnari og tónskáld, var prest- ur í Siglufirði í hálfa öld og helsti forvígismaður í öllum skipulags- og framfaramálum staðarins. Segja má að sr. Bjarni hafi látið til sín taka á öllum mannlegum og menn- ingarsviðum og vann hann til af- reksverka á sviði tónlistar sem lengi verður minnst, en hátíðar- söngvar hans era einna þekktastir. Söfnun hans á íslenskum þjóðlög- um er ómetanleg en auk þess var hann ættfræðingur og skipulags- fræðingur og skipulagði m.a. mið- bæ Siglufjarðar. „f þessari byggð“ Meðal dagskráratriða var leik- sýningin „í þessari byggð“ eftir Jón Ormar Ormsson. Leikverkið er um sr. Bjarna og Siglufjörð og var það Leikfélag Siglufjarðar sem þar fléttaði saman leik og tónlist í íeikstjórn Eddu V. Guðmundsdótt- ur. Minningarstund var við minnis- merki sr. Bjarna og eiginkonu hans, frú Sigríðar Lárasdóttur, á Hvanneyri og hátíðarguðsþjón- usta, þar sem m.a. hátíðarsöngvar sr. Bjarna vora fluttir af kirkjukór Siglufjarðar, kirkjukór Sauðár- króks og fleira tónlistarfólki. Dagskrá helgarinnar endaði svo á þjóðlagatónleikum með þjóðlaga- hópnum Bragarbót, en hann skipa Kristín Á. Ólafsdóttir, Kristján Kxistjánsson (KK), Ólína Þorvarð- ardóttir og Sigurður Rúnar Jóns- son. Safn og fræðasetur Að tónleikunum loknum var haldin ráðstefna um stofnun þjóð- lagaseturs í Siglufirði. Sú hugmynd er upphaflega komin frá Gunn- steini Ólafssyni tónlistarmanni og felur í sér að komið verði á fót stofnun í minningu sr. Bjarna Þor- steinssonar, með það að leiðarljósi að byggt verði upp safn og fræða- setur á sviði þjóðlagatónlistar og staðið að reglulegum þjóðlagahá- tíðum. Á ráðstefnunni fluttu framsögu- erindi þeir Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður, Njáll Sigurðsson námsstjóri, Sigurður Rúnar Jóns- son tónlistarmaður og Bjarki Svein- bjömsson tónlistarfræðingur. Voru þeir allir sammála um að Siglufjörð- ur væri kjörinn staður til að heiðra minningu sr. Bjama og þjóðlaga- söfnun hans og í Siglufirði ætti þjóðlagasetur sem þetta vel heima. Áfram unnið að hugmyndinni Séra Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur í Siglufirði, sagðist mjög ánægður með hvernig til hefði tekist um helgina og ekki væri annað að heyra á fólki en al- menn ánægja ríkti og sérstaklega hefði fólk hrifist af leiksýningunni. Sr. Bragi kvaðst einnig ánægður með að hugmyndin um þjóðlaga- setur í Siglufirði væri komin í ákveðinn farveg og víst væri að áfram yrði unnið ötullega að fram- gangi þess máls. Ný sýning á vefgall- eríi Elg VEFGALLERÍIÐ Gallerí Elg hefur verið uppfært með nýrri sýningu. Sýning á þessum mynd- verkum verður opnuð á Café Ni- elsen á Egilssöðum laugardaginn 4. september. í galleríinu er að finna myndir sem Kristján Kristjánsson hefur unnið síðustu tvö árin. AUar myndirnar eiga það sameiginlegt að vera unnar með tölvutækni eingöngu. Við gerð þeirra notar listamaðurinn þrívíddartækni og stafræna myndvinnslutækni. Á Café Nielsen verður til sýnis og sölu 21 mynd úr Galleríi Elg. Gallerí Elg hefur verið á Net- inu síðan um síðustu áramót. Sólveig Birna sýnir í Lónkoti SÓLVEIG Bima Stefánsdóttir opnar sýningu á nokkram mynd- verkum í Lónkoti í Skagafirði í dag, miðvikudag. Sólveig Bima er frá Kagaðarhól en hefur verið búsett í Noregi undanfarin ár. Hún nam í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands og í Kunstakademiet í Þrándeimi. Hún fæst bæði við málverk, teikn- ingar og stuttmyndagerð. Sólveig hefur tekið þátt í sam- sýningum hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningunni lýkur 15. september. Viðhöfn á Mokka Á MOKKA hefur staðið yfir sýn- ing Söra Bjömsdóttur, Hlutur fegurðarinnar. Þar hefur gestum kaffihússins staðið til boða að kjósa þann hlut sem þeim finnst fegurstur af hlutunum sem á sýn- ingunni era. I kvöld, miðvikudags- kvöld kl. 20.30, mun listakonan verða á staðnum til að opna kosn- ingakassann og telja stigin og mun þá koma í ljós hver hlutur fegurðarinnar er. Sýningin stendur fram á sunnu- dag. Sýningum lýkur i8, Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Kjell Strandqvist lýkur á sunnudag. Verk hans á þessari sýningu eru unnin á krossvið og gegnsær pappír er festur yfir. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.