Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 37 -
_________________LISTIR___________
Rými fyrir
ólíkar skoðanir
Nokkrir félagar í
dönsku akademíunni
sóttu Island heim og
lögðu sitt af mörkum til
Menningarnætur í
Reykjavík með bók-
menntadagskrá í Nor-
ræna húsinu. Margrét
Sveinbjörnsdóttir hitti
hluta hópsins að máli.
í DÖNSKU akademíunni eru nú
átján félagar, rithöfundar og fræði-
menn á sviði danskrar tungu og bók-
mennta. Hingað til lands komu sl.
fóstudag sex rithöfundar og þrír pró-
fessorar. Tveir rithöfundanna, þau
Klaus Rifbjerg og Pia Tafdrup,
komu að vísu ekki fyrr en síðla
kvölds, svo blaðamaður náði ekki tali
af þeim en í spjallinu tóku þátt rit-
höfundarnir Benny Andersen,
Jorgen Gustava Brandt, Soren Ulrik
Thomsen og Jens Smærup Saren-
sen, auk bókmenntasöguprófessors-
ins Mogens Brondsted.
Akademían var stofnuð árið 1960
og meðal stofnenda var Karen Bl-
ixen. Hún lét eignir sínar renna til
akademíunnar, sem hefur allt frá ár-
inu 1963 haft aðsetur sitt á heimili og
fæðingarstað skáldkonunnar, Rung-
stedlund á Norður-Sjálandi. Fundir
akademíunnar eru að jafnaði haldnir
þar mánaðarlega og er ætlað að vera
vettvangur óháðra umræðna og
hlustunar. Mai'kmið akademíunnar
er „að standa vörð um danska tungu
og hugsun, einkum í bókmenntum".
Fundirnirmikilvægir
„Meginhlutverk akademíunnar er
að úthluta verðlaunum til rithöfunda,
ekki síst hinna yngri,“ segir Mogens
Brondsted. Stóru verðlaunin svoköll-
uðu hafa verið veitt annað hvert ár
allt frá stofnun akademíunnar 1960.
Síðast hlaut þau Vibeke Gronfeldt.
Auk stóru verðlaunanna veitir aka-
demían fjölda annarra verðlauna til
hinna ýmsu bókmenntagreina. Verð-
launafé akademíunnar kemur bæði
frá einkaaðilum og -fyrirtækjum og
danska ríkinu.
,Annar mikilvægur þáttur í starfí
akademíunnar eru rithöfundafund-
irnh- svokölluðu," segir Benny And-
ersen. Þeim fundum lýsir Jorgen
Gustava Brandt þannig að þar geti
rithöfundur lesið upp áður óbirtan
texta, sem kollegarnir fái allt að því
byssuleyfi á. Þeh’ gagnrýna textann
sundur og saman og höfundurinn
fær ekki að svara fyrir sig eða mót-
mæla. Hann getur hins vegar tekið
fullan þátt í gagnrýninni þegar sá
næsti sest í stólinn. Viðstaddir eru
sammála um gagnsemi þessara
funda en segja að vísu mismunandi
hvernig menn taki því þegar verk
þeirra eru tekin til svo óvæginnar
skoðunar. Benny Andersen segist
muna eftir sumum sem hafi átt erfitt
með það og skellt hurðum. Þeir taka
þó fram að enginn hafi verið neydd-
ur til þess, menn leggi verk sín undir
dóm kolleganna af fúsum og frjáls-
um vilja. Þá séu rithöfundafundirnir
mikilvægur vettvangur fyrir yngri
rithöfunda að hitta þá eldri, auk þess
sem fundirnir séu lokaðir blaða-
mönnum og gagnrýnendum og því sé
óhætt að „segja allt“.
En hvernig verða menn félagar í
dönsku akademíunni? Þar komast
væntanlega færri að en vilja, þar sem
hámarksfjöldi er miðaður við tuttugu
manns og félagar eru tilnefndir til
lífstíðar, en þeir geta ekki sagt sig úr
akademíunni. Mogens Brpndsted út-
skýrir hvernig félagar í akademíunni
geta gert tillögu um nýjan félaga,
sem svo er rædd vandlega innan
hópsins og að lokum eru greidd at-
Morgunblaðið/Arnaldur
Andersen, Thomsen, Brondsted og Brandt.
kvæði. Viðkomandi kandídat er svo
spurður hvort hann vilji gerast félagi
í akademíunni. Fyrir kemur að menn
neita en flestum þykir þó heiður að
boðinu og slást því í hópinn. Það er
hins vegar ekki hægt að sækja um
aðild að akademíunni. „Ef menn
gerðu það myndi það hafa þveröfug
áhrif,“ segir Soren Ulrik Thomsen og
glottir. Sjálfur er hann með þeim
yngri í akademíunni, fæddist 1956, og
hefur verið félagi síðan 1995. Hvern-
ig skyldi honum hafa orðið við þegar
honum var boðið að koma í þennan
virðulega félagsskap? „Eg varð mjög
glaður og stoltur en mér þótti mjög
leitt að forleggjarinn minn, Erik
Vagn Jensen, var nýlátinn, þannig að
ég gat ekki hringt í hann og sagt
honum tíðindin," segir hann.
Hver er staða danskra bókmennta
í samtímanum? Hlýtur ekki danska
akademían að hafa góða yfirsýn yfir
það svið? Jorgen Gustava Brandt
segir erfitt að henda reiður á
straumum og stefnum í bókmennt-
um samtímans en óhætt sé þó að
segja að þar birtist litrík mynd og
fjölbreytt. Mogens Brondsted er á
því að mikil gróska sé í dönskum
bókmenntum um þessar mundir,
margir ungir rithöfundar hafi komið
fram á sjónarsviðið á allra síðustu
árum og því sé mikill vöxtur og end-
urnýjun í bókmenntunum. „A síð-
ustu tíu til fimmtán árum hafa líka
bæst í hóp rithöfunda margar kon-
ur,“ segir Jorgen Gustava Brandt og
fagnar þeim liðsauka. Spren Ulrik
Thomsen segir ekki nóg með að
margir nýir rithöfundar hafi komið
fram á síðustu árum, heldur séu
margir þeirra mjög góðir.
Langt frá því að vera sammála
Talið berst að umfjöllun fjölmiðla
um bókmenntirnar. Jorgen Gustava
Brandt er á því að fjölmiðlar og sam-
félagið almennt sýni bókmenntum
mun minni áhuga nú en áður. „Ég er
nú ekki alveg sammála þér í því,“
grípur Mogens Brondsted fram í og
bendir á að fast að því hver ný
knæpa og kaffihús með minnsta
snefil af sjálfsvirðingu bjóði gestum
sínum upp á upplestur af einhverju
tagi þegar þau opna. Jorgen Gustava
Brandt segir sjónvarp og útvarp
standa sig verst þegar kemur að
bókmenntaumfjöllun. „I sænsku
sjónvarpi þora menn aftur á móti al-
veg að láta tvær manneskjur sitja
andspænis hvor annarri og ræða
saman um bókmenntir. Það þora
menn ekki lengur í Danmörku, þeir
eru svo hræddir um að áhorfendum
leiðist," heldur hann áfram.
„Ég held að það standi alveg jafn
mikið eða jafnvel meira en áður um
bókmenntir í dagblöðunum og menn-
ingarsíður blaðanna eru orðnar mun
umfangsmeiri,“ segir Soren Ulrik
Thomsen, „en það sem hefur hins
vegar breyst er að rithöfundurinn
sem persóna sem túlkar og útleggur
samtímann er ekki til lengur, í þessu
hlutverki sem rithöfundai’ á borð við
Martin A. Hansen, Thorkild Bjorn-
vig og Klaus Rifbjerg gegndu hjá
annarri kynslóð.“ Þegar hér er kom-
ið sögu er Jens Smærup Sprensen
kominn að borðinu og blandar sér í
umræðuna. Hann segir meginmun-
inn á bókmenntaumfjöllun blaðanna
nú og áður vera þann að nú sé per-
sóna og einkalíf rithöfundarins í
brennidepli - á kostnað bókmennt-
anna sjálfra. „Stærstur hluti bók-
menntaumfjöllunar blaðanna eru
viðtöl við höfundana, blaðamenn
spyrja ekki lengur um afstöðu rithöf-
undanna til samtímans. Þeir eru aft-
ur á móti spurðir margra spurninga
um hvernig þeim líði heima, hvernig
gangi með konuna og börnin
o.s.frv.,“ segir hann. „Þetta er ekki
rétt, Jens,“ segir Saren Ulrik Thom-
sen, „blaðamenn spyrja þvert á móti:
Af hverju hefur þú ekki skoðanir á
samtímanum?" Jens Smærup Soren-
sen gefur sig ekki, stendur fast á því
að fæst viðtöl blaðanna við danska
rithöfunda risti djúpt. „Það er mjög
sjaldan sem maður les góð viðtöl
með úthugsuðum spurningum, þrátt
fýrir að þau fýlli marga dálka,“ segir
hann - kannski hafa þeir ekki talað
við sömu blaðamennina.
„Eins og þú heyrir, þá erum við
langt frá því sammála um alla hluti í
dönsku akademíunni,“ segir Jorgen
Gustava Brandt og brosir í kampinn.
Mogens Brondsted segir akademí-
una ekki fylgja neinni ákveðinni
sameiginlegri línu eða stefnu, þar sé
gott rými fyrir ólíkar skoðanir. „Við
hittumst heldur ekki svo oft, það er
ekki eins og sænska akademían sem
heldur fundi einu sinni í viku. Þar
eru menn sér betur meðvitandi um
skoðanir hvers annars og þar með
skoðanir sænsku akademíunnar. Við
hittumst svo sjaldan að við þurfum
stundum að rifja upp á hvaða skoðun
hinir félagarnir eru í hinum ýmsu
málum,“ segir Jens Smærup Soren-
sen. „Og hvað hinir heita,“ segir
Spren Ulrik Thomsen og út brýst al-
mennur hlátur við borðið.
Bíllinn
yfirFarinn
af B&L
NÝI SÖNGSKÓLINN gm®
Innritun stendur yfir. „Hjartansmál"
Einsöngsdeild.
Söngdeild fyrir áhugafólk.
Forskóli fyrir böm 4-6 ára.
Karlakórshúsinu Ými, Skógarhlíð.
Símar 552 0600, 552 0650 og 695 2914.
Ertu
orkulaus?
Þá færðu þér náttúrulega 0RKU.
Kynning á 0RKU bætiefnum og vítamínum
verður í Lyfju Hamraborg í dag og Setbergi á morgun. ki. 14 -18.
KAUPAUKI FYLGIR KAUPUM Á VÍTAMÍNUM!
LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Ráðgjöf (Lyfju kf. 14 -18: Lágmúla mánudag, þriðjudag og föstudag. Hamraborg í Kópavogi miðvikudag. Setbergi í Hafnartirði, fimmtudag.
ORKU
fiTflTI
I s bætiefni J
Fullkomin lína af litum fyrir augu,
varir, kinnar og neglur. Ferskir, fallegir
litatónar frá Ijósfjólubláum til dökkra
plómulita. Ljós varagloss og ný
spennandi naglalökk.
Kannaðu einnig litasett með 5
áhugaverðum blýöntum fyrir andlit.
Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í
Lyfju, Lágmúla, í dag og á morgun,
fimmtudag, frá kl. 13-18
og í Lyfju, Hamraborg,
föstudaginn 3. sept. frá kl. 13-18.
Lágmúla, sími 533 2300.
Hamraborg, sími 554 0102.