Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 38
■38 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Með hvell-
hljómi spönsku
lúðranna
TONLIST
Hallgrrmskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Norski orgelleikarinn Jon
Laukvik flutti eigin tónsraíö og
verk eftir J. G. Muthel, J.S. Bach,
Schumann og Widor.
Sunnudagurinn 29. ágúst, 1999.
TONLEIKAROÐINNI, und-
ir heitinu Sumarkvöld við orgel-
ið, sem staðið hefur frá júní byrj-
un, lauk með tónleikum norska
orgelleikarans Jon Laukvik.
Hann hóf tónleikana með eigin
verki, sem hvað lagferli er tónalt
en „moderniserað" með óm-
stríðri hljómskipan, sem þó er í
grunninn byggð á klassískum
niðurlögum. Hrynskipanin er
einföld og háttbundin og verkið
áheyrlegt en ekki sérlega frum-
legt og þaðan af síður nýstárlegt.
Það er auðheyrt að Jon Laukvik
er lipur orgelleikari, svo sem
heyra mátti í jaðar- „leik“- köfl-
unum en ekki tilþrifamikið tón-
skáld og í fúgunni, sem er stutt
og lítt unnin, er stefið hljóm-
rænt. Endurtekning upphafs-
hugmyndarinnar hefur truflandi
áhrif á tónræna framvindu fúg-
unnar. Slíka endurtekningu er
að finna hjá J.S. Bach en þar
verður endurtekningin áhrifa-
mikil í tengslum við streymandi
framhaldið, þar sem endurtekn-
ingin er eins og hemill, sem svo
losnar um.
Tvö næstu verk eru eftir
Johann Gottfried Múthel
(172888). Fyrst fallega unnið
kóralforspil við sálminn 0,
Traurigkeit, o, Herzeleid og svo
Fantasía, er var leikin í miklum
hraða, svo að tónmál verksins
varð á köflum flausturlegt
áheyrnar. Múthel var þýskt tón-
skáld, er starfaði í Mecklenburg
og Riga, samdi konserta, söng-
verk en var frægastur fyrir leik-
tækni og lipurlega samda hljóm-
borðstónlist. Hann lærði hjá
Kunzen og 1750 fékk hann leyfí
frá störfum í Riga, til að nema
hjá J.S. Bach og mun einnig hafa
notið leiðsagnar hjá C.P.E. Bach
og Telemann.
Fantasían í G dúr, eftir
J.S.Bach, BWV 572, er sérkenni-
legt verk, bæði hvað snertir for-
mskipan og úrvinnslu tónefnis.
Fyrsti hlutinn er eins konar
tokkata eða „solfeggio“, öll ein-
rödduð, sem ekki algengt í tón-
verkasafni meistarans. Þá tekur
við langur „kórall" tvöfaldur að
lengd við tokkötuna og síðan tek-
ur við ný tokkata, með fallandi
krómatískum bassa niður á stóra
D, sem er síðan orgelpunktur
það sem eftir er af verkinu.
Tokköturnar báðar voru að
mörgu leyti vel leiknar en kórall-
inn allt of einlitur í styrk og með
yfirþrumandi bassa.
Robert Schumann mun alla tíð
hafa verið lítið gefið um kontrap-
unkt, þó hann tæki sig til, nýfl-
uttur til Dresden og semdi fúgur
og meðal annars sex kanona fyr-
ir pedalpíanó. Það mun hafa ver-
ið ætlun Schumanns að æfa sig í
orgelleik. A þessum tíma átti
Schumann við veikindi að stríða
og mun Clara, konan hans, hafa
beðið hann að kenna sér kont-
rapunkt, sem margir telja að hafi
verið „listþerapískt" bragð hjá
henni. Saman mun þau hafa „stú-
derað“ Cours de Contrepoint,
eftir Cherubini og smám saman
tók Schumann aftur gleði sína.
Laukvik lék fjóra kanóna nr. 1,2,
5 og 6 og gerði það vel, þó ekki
séu þetta merkilegar tónsmíðar,
miðað við það sem Schumann
átti til, því kontrapunktur var
ekki vel passandi við tónstfl
hans, enda sagðist hann vera of
mikið skáld til að geta hamið list
sína innan svo strangra for-
mreglna og vinnuaðferða. Loka-
viðfangsefni tónleikanna voru
þrír þættir úr 6. orgelsinfóníunni
eftir Widor. Verkið er rismikið
en styrkleikanum var um of stillt
á lágraddirnar. Það er eins og
organistar fái óviðráðanlega
löngun til að þolreyna styrk hins
volduga Klais orgels í Hall-
grímskirkju, hvellhljóm spönsku
lúðranna og „bombarderandi"
gný 16 og 32 fóta raddanna. Allt
slíkt getur af sér allt of bólginn
hljóm og sé hann síhljómandi,
verður slíkur þrumugnýr blátt
áfram þreytandi og ógnar öllu
jafnvægi í raddskipan og radd-
ferli. Þrátt fyrir þetta verður
ekki annað sagt en að Jon Lauk-
vik er leikinn orgelleikari, svo
sem heyra mátti í Fantasíu Mút-
hel og orgelsinfóníunni eftir Wi-
dor.
Jón Asgeirsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Dofri Hermannsson, Agnar Jón Egilsson, Jóhanna Jónas og Marta Nordal í hlutverkum sínum í Ævintýrinu
um ástina eftir Þorvald Þorsteinsson.
Koníakslegnir
fagurgalar
LEIKLIST
Kaffileikhúsið
ÆVINTÝRIÐ UM ÁSTINA
Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson.
Leikstjóri: María Reyndal.
Leikmyndar- og búningahönnuður:
Rannveig Gylfadóttir.
Ljósahönnuður: Kjartan Þórisson.
Tónlistarstjórn: Kristján Eldjárn.
Leikarar: Agnar Jón Egilsson,
Dofri Hermannsson, Jóhanna Jónas
og Marta Nordal.
Sunnudaginn 29. ágúst.
ÞORVALDUR Þorsteinsson
hefur hingað til skrifað leikrit og
sögur sem annaðhvort hafa verið
taldar hæfa fullorðnum eða verið
flokkaðar sem barnaefni. Það er al-
þekkt staðreynd að sígildar barna-
bókmenntir eru að stórum hluta til
verk sem upphaflega voru skrifuð
fyrir fólk á öllum aldri. Ævintýra-
formið hefur líka verið notað með
góðum árangi'i af ýmsum höfund-
um í verkum sem höfða skulu til
fullorðinna til að gefa þeim svigrúm
fyrir stíl og umfjöllunarefni.
, Sunddeild
Armanns
Hin sívinsælu sundnámskeið
eru að hefjast
Ungbarnasund
Framhald ungbarnasunds
Börn 2—3 ára (með foreldrum)
Börn 4—6 ára (með foreldrum)
i Fyrir vatnshrædda
»Fullorðinskennsla
Innritunardagur Sunddeildar er
í Árseli laugardaginn 4. sept.
kl. 15.00 -17.00.
Innrihin virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 i síma 557-6618 (Stella).
Það er eðli góðra verka að þau
höfða til fólks á öllum aldri. Þor-
valdur Þorsteinsson hefur áður
sýnt að verk hans brjóta af sér
hlekki þröngrar skilgreiningar og
höfða til breiðs hóps. í þessu verki
kemst hann feti framar og tekst að
skapa heim sem ætti að höfða til
áhorfenda á öllum aldri.
Söguþráðurinn er skýr og auð-
skiljanlegur en persónumar
margslungnari á yfirborðinu ein-
faldar og sígildar en undir niðri gef-
ur tvíræðni textans þeim dýpt og
karakter. Orðin eru yfir og allt um
kring, endalaus flækja og orðaleik-
ir í ótal kollhnísum milli málsniða
og stílheima þar sem andi þýðinga
Helga Hálfdanarsonar svífur yfír
vötnum. Allt þetta gefur höfundin-
um færi á að hleypa skáldfákinum á
sprett með undraverðum árangri.
Rímið og stuðlasetningin eru verk-
færi sem hann beitir af leikni og ör-
yggi, hugmyndaauðgin og kímni-
gáfan kemur áhorfendum í sífellu á
óvart og textinn nær hápunkti í
meitluðum setningum sem bera
skáldgáfu höfundarins ömggt vitni.
En það þarf fleira til að skapa
leiksýningu en leiftrandi skáldgáfu
og ritleikni. Leikmynd og búningar
mynda listræna heild þar sem rým-
ið er nýtt til hins ýtrasta við sköpun
þess furðuheims þar sem hver
persóna leiksins á sína lögun, lit og
umhverfi. Þetta reynir á þanþol
ljósakerfis leikhússins en skugg-
o
u5
o
HELLUSTEVPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavík
Sími: 587 2222
Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
amir ýttu enn frekar undir þann
skilning sem leikmyndin gaf tilefni
til að leikarar jafnt sem áhorfendur
væru staddir á skógarbotni. Hljóð-
myndin er notuð sparlega til að
brjóta upp sýninguna og kynna
nýja persónu eftir hlé, sem kom í
veg fyrir að textaflúrið bæri fram-
vinduna ofurliði. Tvískiptur endir-
inn gefur tilefni til enn einnar
kúvendingarinnar áður en allt fell-
ur í ljúfa löð og hægt er að bera
fram koníakslegnu fagurgalana í
sögulok.
Það var einstaklega ánægjulegt
að fylgjast með leikunmum fjórum
kljást við hlutverk sem hentuðu
hverjum og einum vel en gaf þeim
líka tækifæri til að sýna á sér nýjar
hliðar. Fjórmenningamir höfðu
greinilega mjög gaman af að kljást
við margræðan textann sem gerði
þeim kleift að stokka upp staðlaðar
persónugerðir ævintýrisins. Leik-
stjórinn á stóran hlut í hve sýningin
er vel heppnuð, hverjum leikara er
gefið svigrúm til að sýna hvað í hon-
um býr en jafnframt er leikurinn
agaður og markviss og heildar-
áhrifin sterk.
Það sópaði að Jóhönnu Jónas í
hlutverki Mettu sögusmettu þar
sem hún skóp eftirminnilega þrosk-
aðan (en fallinn?) engil, sem mætti
ætla að hefði smakkað aðeins á
kryddleginum fyrir sýninguna.
Marta Nordal lék Flórens Fríðleik-
sdóttur, gallagripinn sem leikurinn
hverfist um. Undir fögm yfirborð-
inu sýndi Marta inn í brokkgenga
sál sem lærir sína lexíu um ástina
áður en yfir lýkur. Agnar Jón Eg-
ilsson var í essinu sínu sem Púkinn
ísmeygilegi og brá sér svo í gerólíkt
hlutverk, þar sem hann skilaði hof-
móði Belgs af krafti og snerpu.
Dofra Hermannssyni tókst vel að
koma til skila hinum einfalda og
hrekklausa Fróða, sem sífellt verð-
ur fótaskortur í eigin orðaflaumi,
enda átti hann samúð áhorfenda
óskipta.
Það má með sanni segja að Þor-
valdur Þorsteinsson og María
Reyndal hafi komið mjög skemmti-
lega á óvart með þessari sýningu,
enda sjaldgæft að rekast á svokall-
aða barnasýningu þar sem hinir
fullorðnu skemmta sér jafnvel enn-
þá betur en börnin.
Sveinn Haraldsson