Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 45
Veistu
að vonin er til
húnvex
inni í dimmu gili
og eigir þú leið
þarum
þá leitaðu
í urðinni
leitaðu
á sillunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð
eins og vonin.
(Þuríður Guðmundsdóttir.)
Vinur minn og fóstbróðir er fall-
inn frá. Svo veraldarvanur. Svo
veikbyggður. Eg sá hann fyrst árið
1971 en þá bjó ég í Svíþjóð. Danni
var þá einn af fremstu skákmönnum
Svía aðeins 19 ára. Fyrstu skákina
tefldum við svo 1972 í Vámamo í
Smálöndum og ég steinlá. Eins og
góðra ungra skákmanna er siður þá
ferðaðist Danni mikið. Snemma tók
hann að safna áföngum að alþjóð-
legum meistaratitli. Alls náði hann í
5 áfanga á 15 árum en tókst aðeins
að hafa tvo virka í senn, þannig að
titilinn fékk hann aldrei. (Það þarf
að ná í 3ja áfanga á fímm árum til
að hljóta titilinn.) Þessi ár áhyggju-
leysis voru skemmtileg og Danni
sagði mér margar sögur frá þeim
árum. M.a. tefldi hann á ólympíu-
leikunum í Miinchen 1972! Þar var
ýmislegt gert til hátíðabrigða, skák-
keppni ungliða frá Evrópu og Danni
tefldi með sænska liðinu. Þeir sem
þar tefldu voru bestu vinir Danna
frá árunum í Svíþjóð, Nils Gustaf
Renman (Nisse) Dan Olofsson, Axel
Omstein og svo gæti ég endalaust
haldið áfram. Árið 1980 kemur svo
Danni alfluttur til Islands ásamt
Snjólaugu, fyrrverandi konu sinni.
Þá íyrst kynntumst við fyrir alvöru.
Skákin sameinaði okkur sem og
sænskan og með okkur þróaðist
mikil vinátta. Ég var tíður gestur á
heimili þeirra Snjólaugar og Danna
og margar skemmtilegal• stundir
áttum við saman. íslenska skák-
sprengjan vai' að fara af stað fyrir
alvöru, Jóhann Þórir hélt helgar-
mótin sín fjölmörgu og alþjóðlegu
mótin mörgu og alltaf vorum við
Danni mættir. Hversu oft við deild-
um herbergi saman hef ég ekki tölu
á. Þó að nóg væri að gera fyrir
venjulega menn í fullri vinnu að
sinna bara því sem Jóhann Þórir
bauð upp á þá dugði það okkur
Danna ekki. Oft var farið í víking
erlendis. Ég minnist sérstaklega
ferðar okkar um suðurríki Banda-
ríkjannna 1985. Það var mikið ævin-
týri, Danni náði í verðlaun í borg-
inni Winston-Salem og varð að orði
að hann væri Prince í þeirri ágætu
borg! Eina nóttina gistum við á
bóndabýli þar sem föðuramma og
föðurafi samferðamanns okkar og
vinar, Dan Grotenfends, bjuggu. Af-
inn var skrýtinn og skemmtilegur
og hafði Danni sérstaklega gaman
af að ræða málin við hann. Sá gamli
hafði upplifað báðar heimsstyrjald-
h-nar og gott ef ekki þrælastríðið
líka! Sá gamli hafði sínar skoðanir á
hlutunum og þótt Danni væri gjör-
samlega ósammála honum á öllum
sviðum, vai- hann lengi að kveðja
gamla manninn. Þeir ætluðu ekki að
geta sleppt hendinni hvor af öðrum.
Danni var mikill mannvinur og hug-
sjónamaður. Hann hafði mikinn
áhuga á sögu og pólitískum kenni-
setningum. Hann harðneitaði að
gegna herþjónustu og var settur inn
fyrir vikið. Þar var hann m.a. settur
í eldhúsið og fangelsisréttirnir hans
Danna voru góðir, því fengu ís-
lenskir sjómenn að kynnast síðar
meir og kalla þeir ekki allt ömmu
sína! 1983 varð Danni efstur á
Skákþingi Islands og teíldi síðan
fyrir Islands hönd á svæðamótinu í
Esbjerg 1983. Hann tefldi ávallt
sem Islendingur eftir það og fékk
að upplifa flest glæstustu ár ís-
lenskrar skáksögu. Skákferillinn
var langur og glæsilegur. Sérstakt
dálæti hafði Dan á börnum, hann
náði svo vel til þeirra á innilegan
hátt. Þegar þau Danni og Snjólaug
eignuðust dætur sínai- ljómaði hann
allur af gleði og stolti. Þær Bi-ynja
og Líney voru honum allt. Hann
vildi bera þær á höndum sér í gegn-
um lífið, þær áttu að fá mikla ást og
umhyggju. Þótt leiðir þeirra Danna
og Snjólaugar hafi skilið, þá voru
telpurnar honum allt. Ég kynntist
þeim því miður aðeins þegar þær
voru litlar, en Danni sagði mér
stoltur frá þeim þannig að ég fékk
að fylgjast með frá Danna og það
var sérstaklega ánægjulegt. ís-
lensku var Danni fljótur að læra
þótt hann væri kominn fast að þrí-
tugu þegar hann kom hingað. Hon-
um féll samfélag okkar vel, enda var
hann fljótur að festa sig í sessi.
Hann gerði tilraun til að flytja aftur
til Svíþjóðar 1990 en var kominn
aftur eftir nokkra mánuði, sagði að
hann væri svo mikill Islendingur að
hann gæti ekki búið í Svíþjóð! Ég
þykist þó vita að söknuðurinn eftir
dætrum sínum hafi verið Islands-
ástinni yfirstekari. Dan Hansson
var einstök persóna, töfrandi og
skemmtilegur og hans er sárt sakn-
að í íslenskri skákhreyfingu. Ég
minnist allra góðu stundanna og
sannri ást hans á dætrum sínum.
Þeim Brynju Dan og Líneyju Dan
votta ég innilega samúð mína, megi
góðar minningar um góðan föður
hjálpa þeim í gegnum sorgina.
Far í friði Dan, „gens una sumus“.
Sævar Bjarnason.
Við uxum úr grasi með glitrandi vonir,
en gleymdum oftast að hyggja að því
að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi
úr sæ hvern einasta dag eins og ný.
Nú bíðum við þess að bráðum komi
þessi broslausi dagur - og svo þetta högg.
Þegar líf okkar er að lokum aðeins
eitt lítið spor í morgundögg.
(Matthías Johannessen.)
„Það vinnur enginn skák með því
að gefa hana!“ Hversu oft gullu ekki
þessi orð, á óaðfinnanlegri íslensku
með eilítið smámæltum, sænskum
hreimi, þar sem ég sat kófsveittur
og reyndi að forðast þær gildrur
sem Dan Hansson egndi fyrir mig á
skákborðinu. A meðan hallaði
meistarinn sér makindalega aftur
og þurfti varla að líta á borðið,
ellegar hann hélt uppi hrókasam-
ræðum við áhorfendur að ógæfu
minni á reitunum sextíu og fjórum.
Það er erfitt að sætta sig við þá
tilhugsun að Dan Hansson hafi teflt
síðustu skák sína í þessu lífi. Hann
var rétt byrjaður á miðtaflinu, og
þótt staðan væri kannski í járnum
var engin ástæða til að ætla annað
en lífsskák hans myndi standa lengi
enn - því Dan var einfaldlega þeirr-
ar náttúru að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana.
Dan Hansson var drifkraftur á
bak við stofnun Skákfélags
Grandrokk. Einhverjum mun hafa
þótt glapræði, svo stappaði nærri
guðlasti, að lítill bar í Reykjavík
tæki sig til og sendi lið til keppni í
Islandsmótinu í skák. En sú var tíð
að öldurhús voru helsta athvarf
skákai-innar: þar sátu helstu meist-
arar heimsins og tefldu við gesti og
gangandi. Stéttaskiptingin í skák-
inni er seinni tíma fyrirbæri.
Dan Hansson sat í stjórn Skákfé-
lags Grandrokk og átti sinn þátt í að
móta einfalda en skýra hugmynda-
fræði félagsins: Að færa skáklistina
nær upphafinu, dusta af henni yfir-
bragð hátíðleikans og færa hana
aftur í búning leikgleðinnar. Skák-
félag Grandrokk lét sig ekki muna
um að senda tvær sveitir fremur en
eina til þátttöku í 4. deild. Það segir
sína sögu um styrk A-sveitarinnar
að Dan Hansson, sem árið 1983
sigraði á sjálfu skákþingi Islands,
tefldi á 2. borði. En það gerði hann
með stæl og átti sinn þátt í að sveit-
in sigraði og vann sér rétt til keppni
í 3. deild nú í vetur. Ekki var öllum
skemmt yfir uppgangi hins nýja fé-
lags, en enginn hló innilegar að for-
pokuðum úrtöluröddunum en Dan
Hansson. Hann var stoltur af sínu
félagi og félagið vai- stolt af honum.
Fyrir tveimur árum jafnaði Dan
Islandsmet Helga Olafssonar stór-
meistara, þegar hann tefldi tíu
blindskákir samtímis. Flestir áhuga-
menn í skák eiga fullt í fangi með að
halda þræði í einni skák í huganum,
og því er tæpast hægt að ímynda sér
hvílík þolraun það er að sitja í marg-
ar klukkustundir og tefla til þrautar
tíu skákir án þess að sjá borðin eða
snerta taflmennina. En þetta gerði
Dan Hansson með glæsibrag - og
auðvitað á Grandrokk.
í vor sigraði Dan á sterku atskák-
móti Skákfélags Grandrokk og varð
þar með fyrsti meistarinn í sögu fé-
lagsins. Það fór vel á því: Fyrstur
manna hlaut hann titilinn Grand-
master, og ég er ekki frá þvi að
hann hafi verið að minnsta kosti jafn
ánægður með þá nafnbót og sigur-
inn á skákþingi Islands um árið.
Við þekktumst aðeins í fáein ár
en á þeim tíma mynduðust vináttu-
bönd sem ég mat mikils. Dan stóð
með vinum sínum, hvemig svo sem
veröldin valt. Hann brýndi menn til
dáða í mótlæti og samgladdist inni-
lega þegar vel gekk. Sjálfur fékk
hann að kynnast hvorutveggja í
stærri skömmtum en flestir aðrir.
Dan Hansson var að upplagi við-
kvæmur aristókrat. Hann var stoltur
en hafði ekki þykkan skráp. Ef hon-
um þótti að sér vegið tók hann það
nærri sér, rétt eins og ég held að
hann hafi átt erfitt með að fyrirgefa
sjálfum sér mistök í lífinu. Hann
skorti alla eiginleika til að geta verið
harðsvíraður þegar nauðsyn krafðist.
Hann var enda fagurkeri og kunni að
meta allt frá góðum skáldskap og
listiiega tefldum skákum til annarra
og ívíð háskalegri lífsnautna.
Það var skemmtilegt að tala við
Dan, enda voru áhugamálin mörg
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
LEGSTEINAR
íslensk framleiðsla
Vönduð vinna, gott verð
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 5871960, fax 5871986
og gáfurnar leiftrandi. Meistaraleg
tök hans á íslensku vöktu oft aðdá-
un mína. Orðaforði hans var til
muna drýgri en flestra sem aldrei
hafa talað annað en íslensku og mál-
fræðin var óaðfinnanleg. Hann hafði
líka ótrúlega næmt eyra fyiár blæ-
brigðum tungumálsins og gat verið
kostulega hnyttinn og orðheppinn;
jafnt á eigin kostnað og annarra.
Dan var húmoristi af náð og snjall
sögumaður, og á góðum stundum
var hann allra manna glaðastur. Á
stund sorgarinnar er gott að geta
leitað í sjóð lifandi minninga um
góðan dreng.
Fyrir hönd félaga og vina í skák-
félaginu færi ég dætrum Dans
Hanssonar og öðrum ástvinum mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Minn-
ingin lifir.
Hrafn Jökulsson.
Félagi Dan Hansson frá Kiruna í
Svíþjóð er fallinn frá. Þótt kynni
okkar væru stutt voru þau að sama
skapi ógleymanleg og fölskvalaus.
Dan Hansson var inniiegur en þó
margbrotinn persónuleiki sem kom
ávallt til dyranna eins og hann var
klæddur, næmur maður og
skemmtilegur. Og af því að Dan var
prinsippmaður með skoðanir á flest-
um hlutum, vel lesinn og greindur,
þá var gaman að vera í návist hans.
Til marks um staðfestu og vilja-
styrk Dans Hanssonar þá neitaði
hann á sínum tíma að gegna her-
skyldu í heimalandi sínu og þurfti af
þeim sökum að sitja í fangelsi. En
þannig var Dan trúr sínum skoðun-
um og þannig var hann líka í skák-
inni, djarfur en ígrundaður.
Það er líka gaman að segja frá
því að Dan Hansson er eini maður-
inn sem hreppt hefur Islandsmeist-
aratitilinn í skák - það gerðist 1983
- en ekki fengið að hampa honum
vegna þess að hann var erlendur
ríkisborgari.
Dan var með betri skákmönnum
og hlaut fjölda verðlauna á mótum
bæði heima og erlendis. Og nú fyi’ir
skömmu hlotnaðist honum sá heiður
að verða fyrsti atskákmeistari ný-
stofnaðs Skákfélags Grandrokks
þar sem hann skákaði enn og aftur
alþj óðameisturum.
Dan Hansson er kannski fallinn á
tíma í hérvistinni, en tíminn er af-
stæður og skákin, sem er í eðli sínu
guðdómleg, þekkir engin landamæri.
Það er trú okkar að einhvers
staðar handan við sól og mána sé
þegar búið að stilla upp manntafli
og það sé Dan Hansson sem eigi
leikinn.
Við söknum þín félagi.
Þorfinnur og Bryndís.
• Fleiri minningurgreinar um Dan
Gunnar Hansson b/ða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga. ^
Dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SVAVA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Skipholti 56,
lést á Landspítalanum aðfaranótt mánudags-
ins 30. ágúst.
Ingveldur Jóna Jónsdóttir,
Hrafnkell Ársælsson,
Óskar Hrafnkelsson, Sigurlaug Þóra Guðnadóttir,
Ágúst Hrafnkelsson, Helga Stefánsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐFINNUR S. ÁRNASON,
Aðalstræti 13,
Akureyri,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 30. ágúst
síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 6. september kl. 13.30.
María Magnúsdóttir,
Jónína Friðfinnsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson,
S. Dröfn Friðfinnsdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson,
Jóhanna Friðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn,
HAFSTEINN STEFÁNSSON
skipasmíðameistari,
Bröttuhlíð 13,
Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 29. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Guðmunda Gunnarsdóttir,
synir, tengdadóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín,
HLÍF GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Æsustöðum,
síðast til heimilis í Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
andaðist mánudaginn 23. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þuríður Dóra Hjaltadóttir.
Bjólu,