Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 57

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 57 MYNDBÖND Aratugur í hnot- skurn Sjöundi áratugurinn (The 60’s)_______ Drama ★★ Framleiðandi: Robert James Chory. Leikstjdri: Mark Piznarski. Handrits- höfundur: Bill Couturié, Robert Greenfield, Jeffrey Alan Piskin. Kvikmyndataka: John Lindley. Tón- list: Brian Adler. Aðalhlutverk: Jerry O’Connel, Josh Hamilton Julia Stiles, Jordana Brewster, Jeremy Sisto, Charles Dutton, Bill Smitrovich.(110 mín) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. MYNDIN segir frá bandarískri fjölskyldu þar sem meðlimirnir taka hver á sinn hátt á þeim miklu breyt- ingum sem eiga sér stað á sjöunda ára- tugnum. Þessi mynd varð gífurlega vinsæl í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd þar í sjónvarpi. Hún er mjög metnaðarfull og minnir stundum á „Forest Gump“, því hún reynir að segja mjög viðamilda sögu á einfald- an máta, þar sem allir minnihluta- hópar þurfa að fá eitthvað iyrir sinn snúð o.s.frv. Þar er helsti galli henn- ar því að með því að ætla sér þetta metnaðarfulla verkefni þarf hún að einfalda atburðarásina og um leið persónusköpunina. Útkoman er ekki ýkja merkileg mynd sem samt er á margan hátt athyglisverð á að líta, en væmnin og léleg persónusköpun draga hana mjög niður. Ottó Geir Borg --------------- Forvitni- leg mynd Eiskuð (Loved)__________________ Drama ★★ V4 Leikstjóri og handritshöfundur: Erin Dignam. Aðalhlutverk: Robin Wright Penn og William Hurt. (109 mín) Bandaríkin. Myndform, ágúst 1999. Öllum leyfð. ER HÆGT að sakfella fólk fyrir andlegt ofbeldi? Kvikmyndin Elskuð spyr þessarar spumingar og reynir ■ þannig að ná ein- hverju taki á þessu óræða fyrirbæri í mannlegum sam- skiptum. Þar fylgj- umst við með rétt- arhöldum þar sem lögmaður nokkur (William Hurt) ásakar mann íyrir að beita kærustur sínar ítrekað andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hedda (Robin Wright Penn) er kvödd í vitnastúku þar sem hún þarf að svara spurningum lögmanns- ins um samband sitt við hinn ákærða. f (f Hér er tekið á mjög áleitnu mál- efni á óvenjulega máta. Myndin nálgast viðfangsefnið varfærnislega og án aðdróttana og kemst þannig djúpt inn í það. Leikur Robin Wright Penn er eftirtektarverður og ein- staklega heillandi og sama er að segja um stutt viðlit eiginmanns leikkonunnar, Sean Penn. A heildina htið er myndin þó langt frá því að vera skotheld, því margt í samskipt- um persónanna er óljóst. Þrátt fyrir það er Elskuð bæði forvitnileg og sérstök kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir FOLK í FRÉTTUM Vindhani úr gulli GULLNI vindhaninn sem prýtt hefur turn á húsi flotamálaráðu- neytisins í Rússlandi til margra ára var aftur settur á sinn stað á föstudag en hann var tekinn af hinum 72 metra háa turni fyrir tveimur árum er hann þarfnaðist viðgerðar. Nú geta ferðamenn sem leið eiga um Sankti Péturs- borg dáðst að hananum gullna sem er frægt einkenni borgar- innar. * GREIDDU ATKVÆÐI ,THE PEOPLE'S CHOICE AWARDS" Greiddu atkvæði um: Besta evrópska leikstjórarm árið 1999 n Besta evrópska leikarann 1999 Bestu evrópsku leikkonuna 1999 mbl.is og Evrópska kvikmyndaakademían bjóða nú íslendingum í annað sinn að taka þátt í atkvæða- greiðslunni í þremur eftirsóttustu verðlaunaftokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 1999. Greiðir þú atkvæði á mbl.is eða fyllir út neðangreindan atkvæöaseðil áttu möguteika á að vera við verðlauna- afhendinguna sem fer fram í Berlín 4. desember nk. Myndir sem koma til greina veróa að hafa veríð frumsýndar á tímabilinu 1. nóvember '98 til 31. október '99. [[« EUROPEAN ACAOEMY f ILM R TIL: ALLIANCE ATl TVE ARTISTS ÁGENC 1$ • ARTnUR ANDFRSf.N i AA • EUROPA QNEM.AS • \ • MIRAMAX INTERNATIC I ENTERT JNBLAöIÐ { 3VTES • SOGEPAQ SA • SONY PICTURE.S ENTF.RTAINMENT • SIA TfRNA TAKTU ÞATT MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA ÚT NEÐANGREINDAN ATKVÆÐASEÐIL EÐA Á NETINU: mbl.is VAL FÓLKSINS 1999 - ATKVÆÐASEÐILL BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN 1999: FYRIR HVAÐA MYND: BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN 1999: í HVAÐA MYND: BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN 1999: f HVAÐA MYND: NAFN (NAME): HEIMIUSFANG (ADDRESS): PÓSTFANG (P0STC0DE): STAÐUR (aTY): SÍMI (DAYTIME PHONE): A EUROPEAN FILM ACADEMY EUROPEAN FILM AWARDS ********* SENDIÐ ATKVÆÐASEÐIUNN FYRIR 31. OKTÓBER Á EFTIRFARANDI HEIMIUSFANG: THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS 1999, C/O ARTHUR ANDERSEN, FRANZÖSISCHE STR. 48, D-10117 BERLIN, GERMANY EÐA Á NETINU (grmbl.is .Arthur Andersen errmiMÐ nýtt~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.