Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 64
Heimavörn
<jU
Sími: 580 7000
Drögum næst
10. sept.
HAPPDRÆTTI
feOli HÁSKÓLA ÍSLANDS
fr vænlegast til vinnings
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVTK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK
Fjögur sjávarútvegs-
fyrirtæki sameinast
Ráða yfir 20 þúsund þorskígildistonnum
EITT öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins verður til með samein-
ingu ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmanna-
eyjum, Krossaness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Hornafirði, en fé-
lögin hafa undirritað viljayfírlýsingu um sameiningu í eitt félag.
Gert er ráð fyrir að stjórair félag-
anna taki afstöðu til sameiningarinn-
ar í lok þessarar viku en búast má
við að endanleg staðfesting á sam-
runa fáist ekki fyrr en á haustmán-
uðum. Verði af samruna fyrirtækj-
anna mun fyrirtækið ráða yfir 20
_______________ þúsund þorskígildistonna kvóta og
' ~ - - hafa tii umráða um 15% heildar-
loðnukvótans og tæp 10% af síldar-
kvótanum. Stefnt er að því að skrá
félagið á Verðbréfaþing íslands.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna
tveggja í Vestmannaeyjum segja
hagkvæmnisjónarmið ráða mestu
um sameininguna en þau fari um leið
saman við hagsmuni byggðarlagsins.
Gleðileg tíðindi
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir tíðindin um
‘i *
Dróst 100
metra með
neðan-
jarðarlest
ÍSLENSKUR ferðamaður lá
ellefu daga á sjúkrahúsi í París
vegna áverka sem hann hlaut
þegar hann kræktist í neðan-
jarðarlest og dróst á milli
hennar og brautarpallsins um
100 metra leið. íslendingurinn
er kominn heim og lítur ekki
út fyrir að hann beri varanlegt
líkamstjón af slysinu.
Hópur íslendinga var að
skipta um lest á neðanjarðar-
brautarstöð í París, á leið frá
flugvellinum að hóteli. Einn úr
hópnum var að benda félögum
sínum að yfirgefa lestina þegar
lestin krækti einhvern veginn í
myndavélartösku sem hann
var með bundna um mittið.
Dróst hann með lestinni, með
fætur uppi en höfuð og axlir
milli lestarinnar og brautar-
pallsins, þar til lestin var
stöðvuð. Hafði hann þá dregist
með lestinni um 100 metra
leið. Ekki segist maðurinn
muna eftir atvikinu, hann hafi
sennilega rotast.
Ellefu daga á spítala
Maðurinn varð fyrir mikium
áverkum á efri hluta líkamans,
ekki síst annarri öxlinni. Hann
var fluttur á gjörgæsludeild
sjúkrahúss þar sem gert var
að sárum hans. Þar féll annað
lungað saman, enda höfðu tvö
eða þrjú rifbein brotnað. Hann
var ellefu daga á sjúkrahúsinu
og kom heim í fylgd læknis í
fyrradag. Gerir maðurinn sér
góðar vonir um að ná sér að
fullu af meiðslunum.
fyrirhugaða sameiningu ákaflega
gleðileg. Öllum hafi verið ljóst að
Vinnslustöðin hafi að undanfömu átt
í viðræðum við sjávarútvegsfyrir-
tæki annars staðar á landinu með
samruna í huga. „Þannig hefðum við
getað misst aflaheimildir frá Eyjum
en það hefði orðið gríðarlegt reiðar-
slag fyrir byggðina hér. Það er því
mjög jákvætt að fyrirtækin hér á
staðnum viiji taka höndum saman.“
Guðjón segir viðbúið að starfs-
fólki kunni að fækka þegar slíkar
hagræðingar eigi sér stað. „En til
lengri tíma litið er þessi sameining
styrking fyrir fyrirtækin og Vest-
mannaeyjar því verði af sameiningu
verður til mjög öflugt fyrirtæki,"
segir Guðjón.
Viðskipti áttu sér stað með hluta-
bréf Vinnslustöðvarinnar á Verð-
bréfaþingi í gær fyrir 6,3 milljónir
króna. Gengi hlutabréfa í fyrirtæk-
inu hækkaði um 10,5%.
■ Hagsmunir/33
• •
Ortröð við bensínstöðvar í gær
vegna yfírvofandi hækkunar
Bensín hefur
hækkað um
25% á árinu
Verðþróun á bensíni með
fullrí þjónustu 1998 og 1999
95
Krónur/lítrinn
AlsfQJMÍQ
19981
92,40 kr.
»87,70 kr.
1999
Morgunblaðið/Ásdfs
Miklar annir voru hjá starfsmönnum bensínstöðva eftir að fréttist af fyrirhugaðri hækkun í gær.
VERÐ á bensíni hækkar í dag um
5,30 krónur lítrinn. Lítrinn af 95
oktana bensíni kostar nú 87,70 kr.
og hefur verðið aldrei verið hærra.
Bensínverð hefur hækkað um 25%
frá áramótum.
Miklar annir voru á bensínstöðv-
um víða um land í gær þegar fréttir
bárust af fyrirhugaðri hækkun.
Myndaðist örtröð við margar bens-
ínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í
gærkvöldi.
Heimsmarkaðsverð á bensíni hef-
ur hækkað mikið á árinu. Astæðan
fyrir hækkun útsöluverðs nú er að
sögn Gunnars Karls Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra fjármála-
sviðs Skeljungs hf., sú að eldri
birgðir sem olíufélögin hafa keypt
við lægra verði og dregið hafa úr
hækkunum eru að ganga til þurrðar
og hið háa heimsmarkaðsverð kem-
ur nú beint fram í útsöluverðinu.
Verðið hækkar jafnt hjá öllum ol-
íufélögunum og er hið sama hjá
þeim öllum. Verð á bensíni hækkar
um 5,30 kr. lítrinn eða um 6 til 6,5%.
Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar í
dag 87,70 en 98 oktana bensínið
hækkar í 92,40. Verð á gasolíu
hækkar um 1,60 kr. lítrinn, í 31,30
krónur.
í sögulegu hámarki
Lítri af 95 oktana bensíni kostaði
70,20 kr. um síðustu áramót og er
breytingin nú sjöunda hækkunin á
árinu. Hefur lítrinn hækkað um
25% á þessum tíma. Verð á 95 okt-
ana bensíni fór í fyrsta skipti yfir 80
kr. í ágúst og er því í sögulegu há-
marki.
Gunnar Karl Guðmundsson vek-
ur í þessu sambandi athygli á því að
innkaupsverð á bensíni hafi hækk-
að um 112% frá áramótum en út-
söluverðið um 25%. Ha'nn minnir á
bensíngjaldshækkun í júní og þá
staðreynd að 70% af hækkun bens-
ínverðs frá áramótum gangi í ríkis-
sjóð og 30% til erlendra birgja. 01-
íufélögin hafi ekki breytt álagn-
ingu.
. Nýir hlut-
hafar í Plast-
prenti
NÝIR eigendur eru komnir inn í
Plastprent hf. með kaupum á hluta
af hlutafé félagsins. Nýr fram-
kvæmdastjóri tekur og til starfa.
Prentsmiðjan Oddi hf., Sigurður
Bragi Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sigurplasts hf., og fleiri aðilar
hafa keypt hluta af hlutafé fjöl-
^skyldu Hauks Eggertssonar í Plast-
prenti. í framhaldi af breytingum á
eignarhaldi hefur Eysteinn Helga-
son, sem verið hefur framkvæmda-
stjóri í ellefu ár, ákveðið að láta af
störfum síðar í þessum mánuði. Við
framkvæmdastjóm tekur einn af
nýju eigendunum, Sigurður Bragi
^Guðmundsson.
■ Prentsmiðjan Oddi/22
Ríkið lagði fram tillögu um fímm stjórnarmenn á hluthafafundi FBA
Fulltrúi ríkisins segir ekki
samkomulag um annað
JÓN Ingvarsson, fyirverandi stjórnarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru kosn-
ir í stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á
hluthafafundi bankans sem haldinn var í gær.
Atkvæðanefnd ríkissjóðs lagði fram tillögu um
fimm stjórnarmenn ásamt varamönnum. „Við
lögðum fram lista með nöfnum fimm manna,
enda lá ekkert samkomulag fyrir um annað. Orca
S.A. gaf ekkert upp um það fyrirfram hvort lögð
yrði fram tillaga um stjórnarmenn af þess hálfu,
eða hve margir yrðu tilnefndir," segir Þorsteinn
Geirsson, formaður atkvæðanefndar ríkissjóðs.
Meirihluta stjómar FBA skipa eftir sem áður
Þorsteinn Ólafsson stjómarformaður, Magnús
Gunnarsson varaformaður og Öm Gústafsson,
sem fulltrúar ríkissjóðs. Stjómin var kosin með
margfeldiskosningu sem forsvarsmenn Orca S.A,
eiganda að 28% hlutafjár í FBA fóm fram á.
Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Orca
S.A., segir markmið félagsins eftir sem áður að
vinna FBA heilt. Hann segir það vissulega hafa
komið til greina að eigendur hlutafjárins gættu
sjálfir fjárfestingar sinnar. „Okkur þótti rétt,
með hliðsjón af þeim umræðum sem orðið hafa
um Fjárfestingarbankann, að menn sæju að hug-
ur fylgdi máli og engin undirliggjandi sjónarmið
ráði fjárfestingu okkar. Þeir menn sem við gerð-
um tillögu um hafa víðtæka reynslu af viðskipta-
lífinu og við vildum fá þá til liðs við okkur.“
Jón Ingvarsson, nýr stjórnarmaður í FBA,
segir ákaflega mikilvægt fyrir eigendur FBA að
ró og friður skapist um bankann.
Þorsteinn Ólafsson, stjórnarformaður FBA,
segist munu beita sér fyrir því innan stjórnarinn-
ar að friður skapist um starfsemi bankans. „Ég
tel að stjómin muni vinna vel saman og ég tel það
mikilvægt að hluthafar og allur almenningur
skynji að áfram verður unnið í sama anda innan
bankans og verið hefur."
■ Vildum sýna/12