Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaeftirlitið um iðgjalda- hækkanir tryggingafélaganna Mat á áhrifum skaðabótalaga ekki vefengt Morgunblaðið/Ái-ni Sæberg Fimmtán manna hópur hélt samráðsfund á Hótel Borg um aðgerðir til að þrýsta á forystu Framsóknarflokks- ins til að standa fyrir opnum umræðum um málefni Fljótsdalsvirkjunar. Náttúruverndarsinnar innan Framsóknarflokksins Skora á forystuna í opnar umræður FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til þess að véfengja það mat á áhrifum breytinga á skaða- bótalögum sem lá að baki stærstum hluta hækkunar á iðgjöldum bif- reiðatrgygginga sem tóku gildi í vor. Það telur á hinn bóginn að hækkanir umfram forsendur þessa mats, sem voru byggðar á endurskoðun á ið- gjaldagrundvelli fyri-i ára, hafí ekki í öllum tilvikum verið nauðsynlegar. Fram kemur í greinargerð Fjár- málaftirlitsins sem send var fjölmiðl- um í gær að það telur brýnt að tryggingafélögin taki forsendur hækkananna til endurskoðunai- um leið og reynsla er fengin á iagabreyt- ingunum. Tveggja milljarða króna dulinn varasjóður Einnig kemur fram að Fjármála- eftirlitið muni hlutast til um það að tryggingafélögin geri betur grein fyrir lögboðnum ökutækjatrygging- um, bæði í skýringum með ársreikn- ingum sínum og í skýrslum til Fjár- málaeftirlitsins. „Ástæða er til að gera starfsreglur félaganna skýrari og auka gagnsæi í reikningsskiium Skákþing Islands Róbert lagði Þröst SKÁKÞING íslands hélt áfram í gær, en þá var tefld önnur umferð. Bar það helst til tíðinda að Róbert Harðarson lagði Þröst Þórhallsson stórmeistara að velli. Önnur úrslit urðu þau að Hannes Hlífar Stefánsson sigraði Bergstein Einarsson og Jón Viktor Gunnars- son og Helgi Áss Grétarsson skildu jafnir. Þremur skákum vai- ólokið þegar blaðið fór í prentun en það voru viðureignir þeirra Jóns Garð- ars Viðarssonar og Davíðs Kjart- anssonar, Sigurbjörns Björnssonar og Björns Þorfinnssonar og Sævars Bjarnasonar og Braga Þorfínnsson- ar. Staðan er því þannig að Hannes Hlífar hefur 2 vinninga en Helgi Áss og Jón Viktor hafa 1,5 vinn- inga. I kvennaflokki urðu úrslitin þau að Anna Björg Þorgrímsdóttir sigr- aði Önnu Margréti Sigurðardóttur og Aldís Rún Lárusdóttir sigraði Steinunni Kristjánsdóttur. Skák þeiiTa Hörpu Ingólfsdóttur og Ingibjargar Eddu Birgisdóttur var ólokið er blaðið fór í prentun. Staðan eftir tvær umferðir er þannig að Aldís Rún er með 2 vinn- inga, en aðrar minna. þ.á m. um stöðu vátryggingagreina,“ segir í greinargerðinni. Fjármálaeftirlitið kannaði í tengsl- um við athugun sína á iðgjaldahækk- ununum almenna fjárhagsstöðu tryggingafélagnna. Það áætlar að tryggingabætur vegna tjóna áranna 1991-1996 verði, þegar endanleg nið- urstaða fæst, um tveimur milljörðum króna lægri heldur en félögin áætl- uðu upphaflega. I ljósi þessa, og góðrar og stöðugt batnandi fjárhags- stöðu tryggingafélaganna almennt, telm' Fjármálaeftirlitið hækkun ið- gjalda umfram það sem rekja má til mats á áhrifum skaðabótalaganna ekki í öllum tilvikum nauðsynlega. Fjármálaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða, sem heimilaðar era í lögum, vegna þess að iðgjöld séu ósanngjörn í garð vátryggingataka, enda starfí tryggingafélögin á sam- keppnismarkaði, og óvissa sé um mat á tjónaskuldum og á áhrifum skaðabótalaganna. Einnig er bent á það að Samkeppnisstofnun hafi til skoðunar hvort ákvæði samkeppn- islaga hafi verið brotin, og því ekki ástæða fyrir Fjármálaeftirlitið að fara nánar í þau atriði. með nýja sýningar- svæðið MARGIR gestir sóttu íslensku sjávarútvegssýninguna á fyrsta degi hennar í gær. „Það hefur verið stöðugur straumur allt frá því dyrnar voru opnaðar í morg- un,“ sagði Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi í gærkvöldi. Sjáv- arútvegssýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi en þar sýna og kynna nærri 900 fyrirtæki framleiðslu sína og þjónustu. „Reynslan frá fyrri sýningum segir okkur að gestir fyrstu sýningardagana eru aðal- lega úr starfsgreinum tengdum sjávarútvegi, enda er sýningin tiltölulega sérhæfð. Við búumst hins vegar við að almenningur komi á sýninguna á laugardag," sagði Ellen. Islenska sjávarútvegssýningin er nú haldin í fyrsta sinn í Kópa- vogi og sagði Ellen sýnendur mjög ánægða með sýningarsvæð- HÓPUR umhverfis- og náttúra- verndarsinna innan Framsóknar- flokksins ályktaði á fundi sínum á Hótel Borg í gærkvöld um að skora á forystu flokksins að standa fyrir opnum fundi innan flokksins, á næstunni, þar sem málefni Fljóts- dalsvirkjunar verði rædd. Fundur- inn ítrekaði einnig kröfur sínar um að lögformlegt umhverfísmat fari fram samkvæmt lögum. ið. „Margir hafa haft það á orði að sýningarsvæðið sé nú mun bjartara og opnara en áður. „Samanburður við fyrra sýning- arsvæði er hins vegar erfiður, sérstaklega vegna þess að sýn- ingarsvæðið nú er 45% meira að umfangi en áður. En breytingin virðist falla í góðan jarðveg með- al sýnenda," sagði Ellen. Umferðarhnútur myndaðist við Dalsmárann í Kópavogi í gærdag. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi urðu íbúar á svæðinu fyrir nokkru ónæði vegna um- ferðarinnar, sem má rekja til þess að sumir gestir Sjávarút- vegssýningarinnar hafi ekki Ályktun fundarins var að sögn Ólafs Magnússonar, talsmanns hópsins, þríþætt. í fyrsta lagi að flokksforystan standi fyrir fundi innan flokksins og standi fyrir máli sínu í lýðræðislegum og opnum um- ræðum um málefni Fljótsdalsvirkj- unar; í öðru lagi, að flokksforystan tryggi að lýðræðisleg umræða fari fram um málið innan stofnana flokksins; og, í þriðja lagi, að sú um- fylgt merkingum og lagt bflum sínum austan megin í Smáranum, í stað þess að leggja í ný bfla- stæði, sem gerð hafa verið vestan megin. Lögreglan sagði að margir gestir sýningarinnar hefðu lagt bflum sínum uppi á umferðareyj- um og á öðrum auðum blettum á meðan næg bflastæði hefðu ver- ið vestan megin. Til að komast inn á nýju stæðin er Fífu- hvammsvegurinn ekinn í vestur og beygt af honum inn á nýjan afleggjara sem liggur inn á bfla- stæðin. ■ Frá stígvélum/24 ræða leiði til niðurstöðu og þar með þess að forystan fái raunverulegt umboð í málinu. „Foi'ystan óskaði eftir á síðasta flokksþingi að málið færi ekki til atkvæðagreiðslu og um það yrði ekki ályktað og því hefur hún í raun ekkert umboð frá flokkn- um,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs hafa Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, og Steingitmur Her- mannsson, fyrrverandi bankastjóri, lýst sig reiðubúna til að mæta á slík- an fund og mæla fyrir sínum sjónar- miðum um virkjunarframkvæmdir og pmhverfismat. Ólafur vill að forystan hafí þar sína fulltrúa til að skýra sín sjónar- mið og að framsóknarmenn á Aust- urlandi kæmu þar líka að máli til að skýra sjónarmið Austfírðinga. „Við viljum fyrst og fremst fá lýðræðis- lega umræðu um þetta mál innan flokksins og að forystan mæti okkur til að skýra sín sjónarmið þannig að við framsóknarmenn, hver og einn, með hvaða skoðun sem við höfum, getum gengið hnarreistir til fundar og þurfum ekki nánast að krjúpa á kné til að fá að ræða þessi mál innan flokksins. Það er nauðsynlegt að skapa vettvang þar sem við komum jafnir til leiks.“ Fengu ekki að halda fund í húsnæði flokksins Hörð viðbrögð komu fram við þeim upplýsingum Ólafs að hann hefði ekki fengið leyfi til að halda fundinn í húsnæði flokksins, í svokölluðu Skúlakaffí að Hverfis- götu. Kvaðst hann hafa fengið „vin- samleg tilmæli" frá framkvæmda- stjóra flokksins, Agli Heiðari Gísla- syni, um að halda fundinn ekki í húsakynnum flokksins. Jón Leví taldi sig eiga „dálítið í Skúlakaffí" og ætlaði að krefjast skýringar. Sig- mar B. Hauksson taldi ástæðu til að mótmæla „ólýðræðislegum við- brögðum“ og kvaðst ætla að krefja formann flokksins skýringa bréf- lega í dag. Stöðugur straumur á Sjávarútvegssýninguna Morgunblaðið/Kristinn Sérblöð í dag m s Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf KR-ingar færðust nær meistaratitlinum / B5 Launastríð hafið í Þýskalandi / B7 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.