Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír nýir vagnar
bætast í flota SVR
SVR fékk nú nýverið afhenta
þrjá nýja Scania lággólfsvagna.
I flotanum eru þá sjö slfldr
vagnar og að auki einn minni
lággólfsvagn af gerðinni Man.
Lággólfsvagnar eru nú á leið-
um 3, 4, 5, 6 og 9. Þetta þýðir
að tveir af fimm vögnum sem
þarf til að aka leiðir 3, 5 og 6
eru af nýju gerðinni. Á leið 4 er
einn lággólfsvagn af fjórum
vögnum leiðarinnar. Man lágg-
ólfsvagninn verður einn af
þrem vögnum á leið 9 frá 1.
september. Samtals eru því nú
8 lággólfsvagnar í akstri af um
60 vögnum sem þarf í leiðakerf-
inu virka daga eða um 13%. Um
30 vögnum er ekið á kvöldin og
um helgar og eru þá lágg-
ólfsvagnamir um fjórðungur af
heildarfjölda vagna í kerfínu.
Scania lággólfsvagnamir em
af nýrri kynslóð strætisvagna
hvað snertir þægindi og útlit en
við hönnun þeirra voru við-
skiptavinir hafðir með í ráðum.
Helsti kostur lággólfsvagna er
sá að ekki þarf að stíga upp í þá
heldur er gengið inn í þá í lá-
réttum fleti frá götukanti, segir
ífréttfráSVR.
Heilbrigðis- og um-
hverfísnefnd fjalli
um Laugardal
GUÐLAUGUR Þór Þórðarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
fer fram á að fundur verði hald-
inn í heilbrigðis- og umhverfís-
nefnd vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda í Laugardal.
I erindi hans til Helga Pét-
urssonar, formanns heilbrigðis-
og umhverfísnefndar, kemur
fram að í samþykktum nefndar-
innar segi að önnur verkefni
hennar en að vera náttúrur-
verndamefnd séu m.a. landnýt-
ing og vernd gróðurs og dýra-
lífs. Það komi því á óvart að
auglýst hafí verið breyting á
deiliskipulagi Laugardals án
þess að sú breyting hafi fengið
umfjöllun hjá nefndinni. Bendir
hann á að í auglýsingunni segi
að aðalskipulagstillagan lúti að
breytingum á svæði í suðaustur-
hluta Laugardals, sem afmark-
ist af Suðurlandsbraut í suð-
vestri og Engjavegi í norðaustri
og suðaustri, úr blöndu af al-
mennu útivistarsvæði og stofn-
anasvæði. Þama væri augljós-
lega um breytingu á landnotkun
að ræða og því ætti heilbrigðis-
og umhverfisnefnd að fjalla um
málið.
Andlát
JÓN Á.
GISSURARSON
JÓN Á. Gissurarson,
fyrrverandi skólastjóri,
lést á elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grand í
fyrradag, 93 ára að
aldri.
Jón Ástvaldur fædd-
ist 13. febrúar 1906 í
Drangshlíð undir Aust-
ur-Eyjafjöllum, sonur
hjónanna Gissurar
Jónssonar og Guðfinnu
ísleifsdóttur. Jón var
stúdent frá MR 1929,
stundaði síðan nám í
verslunarháskólum og í
uppeldisfræði í Þýska-
landi. Hann kenndi við ýmsa skóla
í Vestmannaeyjum og Reykjavík á
áranum 1934 og var skólastjóri
Gagnfræðaskólans við Lindargötu
á áranum 1949 til 1969 og skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar í Reykjavík til árs-
ins 1985. Jón var
lengi prófdómari í
þýsku við Verslunar-
skóla Islands.
Hann var formaður
Félags skólastjóra
gagnfræðaskóla og
héraðsskóla um skeið.
Hann ritaði margar
greinar um uppeldis-
og þjóðfélagsmál í
blöð og tímarit, samdi
kennslubækur og gaf
út endurminningar
sínar, Satt best að
segja.
Eiginkona Jóns var Anna Sigríð-
ur Þórðardóttir. Kjördætur þeirra
eru Ólafía húsfreyja og Halldóra
Lísbeth kennari. Stjúpsonur Jóns,
Steingrímur Gunnar Halldórsson,
lést 1951.
FRÉTTIR
Skoðanakönnun Gallup á sjónvarpsáhorfí
fvið fleiri fylgjast með
fréttum Stöðvar 2
Hefur stefnt í þetta um skeið segir fréttastjóri Stöðvar 2
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
41,6%
Stöð 2
42,5%
/-Sjónvarpið
Meðaláhorf á fréttatíma
RÚV-sjónvarps og Stöðvar 2
mars 1997 til ágúst 1999
mars
1997
okt.
1997
mars
1998
okt.
1998
1 SJÓNVARPtÐ
apríl ág.
1999 1999
Heimild: Féiags-
vísindastofnun
og Galiup
NIÐURSTOÐUR nýrrar skoðana-
könnunar sem Gallup birti 31. ágúst
sl. benda til þess að heldur fleiri
fylgist með aðalfréttatíma Stöðvar 2
en aðalfréttatíma Sjónvarps. Meðal-
áhorf á sjöfréttir Sjónvarps er
30,3% en sambærilegar tölur fyrir
Stöð 2 eru 31,8%. Munurinn er
heldur meiri þegar um „uppsafnað
áhorf* er að ræða þá era tölumar
36,9% á móti 39,5% Stöð 2 í hag.
Könnunin var framkvæmd
16.-29. ágúst og var úrtakið byggt
á þeim einstaklingum sem skiluðu
inn dagbók um áhorf í vor. Könn-
unin var framkvæmd í gegnum
síma og var heildarfjöldi svarenda
690 manns.
í fyrsta sinn sem
Stöð 2 hefur vinninginn
Að sögn Hafsteins Más Einars-
sonar hjá Gallup er þetta í fyrsta
skipti í könnun af þessu tagi sem
heildaráhorf á fréttatíma Stöðvar 2
er meira en heildaráhorf fi-éttatíma
Sjónvarpsins. I dagbókarkönnun sl.
vor var áhorf á fréttatíma Stöðvar 2
meira en áhorf á fréttatíma Sjón-
varpsins á virkum dögum, en minna
um helgar. Heildaráhorf var þó
meira á fréttatíma Sjónvarpsins.
Niðurstöður fyrri kannana má sjá á
meðfylgjandi mynd.
Að sögn Hafsteins er könnunin
sem nú var gerð með öðra sniði en
áður, að því leyti að hún var síma-
könnun. Áður hafði gögnum verið
safnað með því að einstaklingar
skiluðu inn dagbókum. Segir Haf-
steinn að hafa verði í huga þann
mismun sem er á framkvæmd
kannananna þegar niðurstöðurnar
era skoðaðar, þó ekki sé hægt að
segja að mismunandi aðferðir skýri
niðurstöðumar.
Gallup hefur framkvæmt síðustu
tvær kannanir af þessu tagi en áð-
ur var framkvæmd fjölmiðlakönn-
unarinnar í höndum Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands.
Tilfærsla fréttatímans
hárrétt ákvörðun
Bogi Ágústsson, fréttastjóri á
fréttastofu Sjónvarpsins, kvaðst
vera mjög ánægður með niðurstöð-
ur könnunarinnar í ljósi þeirra
breytinga sem gerðar hafa verið á
tímasetningu fréttatímans. „Við er-
um býsna ánægð með þessa niður-
stöðu því við gerðum okkur alltaf
grein fyrir því að þegar fréttatími
væri fluttur fram um heilan
klukkutíma eftir að hafa verið
klukkan átta í rúmlega 30 ár að það
myndi taka talsverðan tíma að
venja fólk við slíkt.
Við lítum á þetta sem langtíma-
verkefni og okkur fínnst að það
hafí mjög vel tekist til svona fljótt
eftir flutninginn. Við teljum okkur
hafa verið að gera hárréttan hlut
vegna þess að þjóðfélagið er að
breytast það mikið og þetta mun
verða betri tími,“ sagði Bogi og
kvaðst ekki sjá annað en að áhorfið
myndi liggja upp á við héðan í frá.
Tímamót fyrir
fréttatíma Stöðvar 2
Páll Magnússon, fréttastjóri
Stöðvar 2, segir niðurstöðu könn-
unarinnar vera allmikil tímamót
fyrir fréttastofu Stöðvar 2. „Við
höfum síðustu þrjú árin unnið jafnt
og þétt á fréttastofu Sjónvarpsins
hvað áhorf varðar. Þetta er í fyrsta
skipti eftir 13 ár sem við eram
komin yfir hana miðað við heildará-
horf og eram við afar ánægð með
niðurstöðuna þó við teljum að
stefnt hafí í þetta um nokkurt
skeið,“ segir Páll.
Páll kveðst ekki telja að breyt-
ingar á tímasetningu fréttatíma
Sjónvarpsins hafi haft veruleg
áhrif, heldur séu niðurstöður
könnunarinnar í línulegu fram-
haldi af könnunum síðustu ára.
„Við vissum ekki hverju við ættum
að búast við þegar tímasetningu
fréttatíma Sjónvarpsins var breytt
nú I sumar. Ég skildi þá aðgerð
mjög vel því það hafði hallað und-
an fæti hjá þeim undanfarin þrjú
ár í öllum könnunum, svo eitthvað
urðu þeir að gera. Ég tel ekki að
aðgerðin ein og sér hafi haft mikil
áhrif á áhorfíð. Jafnvel þótt þeir
hefðu ekki farið í þessa tilfærslu á
fréttatímanum þá myndi maður
sjá að niðurstaða könnunarinnar
núna er í rökréttu framhaldi af
niðurstöðum kannana síðustu
þriggja ára. Ég sá reyndar í frétt-
um ríkissjónvarpsins í gær [í
fyi'radagl að Markús Örn Antons-
son var mjög ánægður með þetta
líka. Þá eru vonandi allir ham-
ingjusamir," sagði Páll Magnús-
son.
Framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Selfoss hættir
Mótar nýtt starf fyrir
heilbrigðisráðuneyti
BJARNI Arthúrsson fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður-
lands á Selfossi hefur látið af störf-
um og var ákveðið á mánudag að
hann veitti forstöðu verkefni sem
er í mótun á vegum heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytis. Bjarni hefur
verið framkvæmdastjóri stofnun-
arinnar síðan í apríl 1995 en hann
hefur veitt heilbrigðisstofnunum
forstöðu síðan 1980.
Davíð Á. Gunnarssonar ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðisráðuneyt-
inu segir Bjarna hafa verið í við-
ræðum við ráðuneytið um ákveðið
verkefni en þeim umræðum sé hins
vegar ekki lokið. „Það varð að sam-
komulagi að Bjami tæki að sér
verkefni sem verið er að móta og
undirbúa og þegar því starfi er lok-
ið munum við að sjálfsögðu kynna
það. Það er margt að gerast á heil-
brigðissviðinu um þessar mundir
sem betur fer, víðs vegar um landið
er verið að sameina stofnanir og
menn era að breyta um verksvið,
þannig að segja má að þetta sé
hluti af þeirri þróun. Við viljum
nýta okkur þekkingu og reynslu
einstaklinga á ákveðnum sviðum á
nýjum vettvangi, því menn eru
alltaf að endurskipuleggja og hag-
ræða,“ segir Davíð.
Hann segir umrætt verkefni á
undirbúningsstigi og tíma getur
tekið að ganga frá því með þeim
hætti að hægt sé að greina frá því í
smáatriðum.
Hlakkar til nýs starfa
Bjarni kvaðst í samtali við Morg-
unblaðið hlakka til nýs starfa, sem
leggist afar vel í hann. Hins vegar
sé ekki tímabært að ræða frekar
um málið að sinni. „Ég er í viðræð-
um við ráðuneytið um mótun á
nýju verkefni og það er eðlilegt að
ráðuneytið kynni það þegar því er
lokið,“ segir Bjarni.
Davíð segir að settur fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður-
lands sé ekki tilbúinn að gegna
þeirri stöðu áfram lengur en til
hausts, og því þurfi á næstu dögum
að gera ráðstafanir til að leysa þau
mál. Til greina komi að skipa mann
í stöðuna til bráðabirgða og verði
hún síðan auglýst laus í kjölfarið.
Neskaupstaður
Ibúar
sluppu er
kviknaði í
íbúðarhúsi
ELDUR kom upp í íbúðarhúsi
í Neskaupstað í fyrrinótt. Að
sögn lögreglu komust allir
fimm íbúar hússins út en tveir
þeirra voru fluttir á Fjórð-
ungssjúkrahúsið vegna reyk-
eitrunar.
Slökkvilið Fjarðai'byggðai’
var kallað út og gekk greið-
lega að slökkva eldinn, sem
kom upp í kjallara hússins.
Töluverðar skemmdir urðu í
kjallaranum, sem og á efri
hæðinni vegna hita, reyks og
vatns. Eldsupptök eru enn
sem komið er ókunn. Unnið er
að rannsókn málsins.
Annar mannanna sem flutt-
ir vora á sjúkrahúsið vegna
reykeitrunar fékk að fara
heim í gærmorgun, en hinn er
á hröðum batavegi, að sögn
læknis.