Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Hörður Gíeirsson
Tœknideild Rafveitunnar flytur starfsemi af Þórsstígnum.
Rafveita Akur-
eyrar flytur sig
á Rangárvelli
Fjórar milljónir til neyð-
araðstoðar í Tyrklandi
RÍKISSTJÓRNIN ákvað að veita
fjórar milljónir króna til neyðarað-
stoðar vegna jarðskjálftanna í
Tyrklandi á fundi sínum í fyrradag.
Helmingur þeirrar upphæðar,
tvær milljónir króna, renna til
greiðslu kostnaðar við för íslenskr-
ar björgunarsveitar sem sinnti
rústabjörgun í Tyrklandi í kjölfar
skjálftanna, en Rauða kross ís-
lands var falinn hinn helmingur
upphæðarinnar til ráðstöfunar.
Rkí hafði áður veitt tveimur
milljónum króna til aðstoðar vegna
hörmunganna í Tyrklandi og að
auki hafa aðildarfélög hans látið
alls eina milljóna króna af hendi
rakna, sem eftir er að ráðstafa, að
sögn Sigríðar Guðmundsdóttur,
skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu
RKÍ. Alls er því ljóst að RKÍ mun
veita fimm milljónir króna til neyð-
araðstoðar í Tyrklandi með tO-
stuðlan ríkisins og líklegt er að
sögn Sigríðar að enn hærri upp-
hæð renni til þess málefnis.
„Við höfum ekki tekið endanlega
ákvörðun um hvernig þessum fjár-
munum frá ríldnu verður varið,
enda tengist það því hvað RKÍ ger-
ir fleira í málinu. Það getur vel
hugsast að við notum þessa fjár-
muni til matvælakaupa, en auk
þeirra tveggja milljóna sem við
sendum til Tyrklands í reiðufé höf-
um við sent þangað sex þúsund
matarpakka sem við áttum í Grikk-
landi,“ segir Sigríður.
Vantar mikið
af fatnaði
Hún segir að til greina komi að
féð verði sent út til að standa
straum af kostnaði sem til fellur
vegna neyðaraðstoðarinnar. „Það
vantar mjög mikið fatnað en Tyrk-
ir vilja ekki notaðan fatnað heldur
fá nýjan, og þá er ódýrast að kaupa
hann í landinu sjálfu. Þá vantar
tjöld, plast til að setja yfir tjöld og
búa til skýli, það vantar húsnæði
og sérstaklega varanlegt ef við töl-
um um stórtækar aðgerðir og
margt annað kemur að góðum not-
um,“ segir Sigríður.
Sendinefnd frá Alþjóða Rauða
krossinum er stödd í Tyrklandi
þessa dagana til að kanna hvers
helst er þörf næstu mánuði í
Tyrklandi og forgangsraða í sam-
ræmi við vöntunina. Sigríður seg-
ir að ein skýring þess að Rkí hafi
frestað ráðstöfun umræddra fjár-
muna sé að beðið sé eftir skýrslu
frá nefndinni. Hennar sé að vænta
í þessari viku. „Við munum í sam-
ráði við Alþjóða Rauða krossinn
og Rauða hálfmánann í Tyrklandi
ákveða hvernig við komum til með
að verja þessum fjármunum,“
segir hún. „Við getum ekki hjálp-
að öllum og sennilega verður
ákveðið að Rauði krossinn starfi á
einhverju tilteknu svæði, eða þá
að við ákveðum að taka einhverja
ákveðna verkþætti að okkur í
uPPbyggingunni sem er framund-
an.“
RAFVEITA Akureyrar verið að
flytja starfsemi tæknideildar frá
Þórsstíg upp á Rangárvelli íyrir of-
an Akureyri, en AKO-plast hefur
fest kaup á húsnæði Rafveitunnar.
Breytingar eru hafnar á húsnæð-
inu svo að það geti sem best hentað
starfsemi AKO-plasts. Sem kunn-
ugt er verður starfsemi Plastos í
Garðabæ flutt til Akureyrar og
sameinuð AKO-plasti.
Að sögn Svanbjörns Sigurðsson-
ar, rafveitustjóra mun tæknideildin
verða í bráðabirgðahúsnæði þar til
nýtt húsnæði verður tilbúið í byrj-
un nóvember.
„Já við erum að flytja tækni-
deildina. Það er sem sagt útideildin
sem fer, hún sér um allan rekstur
og framkvæmdir orkukerfisins,
auk birgðahalds. Skrifstofurnar
verða héma á Þórsstíg í eitt ár til
viðbótar samkvæmt samningi,"
sagði Svanbjöm.
Byrjað verður á
skrifstofuhúsnæði í vetur
Hann sagði að húsnæði tækni-
deildar ætti að verða tilbúið um
mánaðamótin október/nóvember. í
vetur mun einnig verða byrjað á
skrifstofuhúsnæði sem mun verða
tilbúið á næsta ári, áður en skrif-
stofumar flytja að Rangárvöllum.
Tillögur vísindamanna um eflda vöktun og rannsóknir við Mýrdalsjökul
Fylgst verði með sem flestum
breytingum á ísbreiðunni
TILLÖGUR vísindamanna um
aukna vöktun á Mýrdalsjökli og við
jökulinn felast meðal annars í því
að fylgst verði með breytingum á
yfirborði jökulsins út frá radar-
myndum frá gervitunglum og ná-
kvæmum hæðarmælingum með
GPS-landmælingartækjum.
Starfshópur á vegum Raunvís-
indastofnunar Háskóla íslands
lagði fram tillögur að vöktun og
nauðsynlegum rannsóknum á jökl-
inum sjálfum til áramóta á fundi Al-
mannavamaráðs á þriðjudag. Að
sögn Helga Bjömssonar jarðeðlis-
fræðings er í fyrsta lagi lagt til að
aukið eftirlit verði haft með breyt-
ingum á yfirborði jökulsins. Verði
það gert með hæðarmælingum úr
flugvélum þar sem farið er eftir
ákveðnum fiuglínum með radar og
nákvæmum GPS-landmælingar-
tækjum. í tillögunni felst einnig að
unnið sé úr niðurstöðum mælinga
og þær túlkaðar samdægurs og
þær era gerðar. Með þessu móti
verði unnt að meta breytingar á ís-
rennsli og ísskriði jökulsins.
Breytingar bomar saman
við eldri heimildir
í öðra lagi er lagt til að mæld
verði botnhæð í skarði á börmum
öskjunnar þar sem Kötlujökull
skríður út til þess að unnt verði að
meta hve mikið vatn getur safnast í
botni öskjunnar sjálfrar. Það sé
ákaflega mikilvægt eigi að segja til
um mögulega stærð hlaupa við
Kötlugos.
í þriðja lagi leggur hópurinn
áherslu á að sú atburðarás sem nú
er hafin sé stöðugt borin saman við
fyrri lýsingar á jöklinum sem liggja
fyrir í rituðum heimildum sl. 400 ár.
Að sögn Helga er reiknað með að
heildarkostnaður við framkvæmd
þessara tillagna til áramóta verði
3,2 milljónir.
Vísindamenn á vegum Veðurstof-
unnar skiluðu tillögum til Almanna-
varnaráðs og ríkisstjómarinnar um
eflda vöktun vegna jarðskjálfta og
landbreytinga við Mýrdalsjökul á
þriðjudag. Að sögn Ragnars Stef-
ánssonar jarðeðlisfræðings era til-
lögur um aukna vöktun byggðar á
gögnum og mælingum sem þegar
era fyrir hendi. Felst það bæði í
sérstakri úrvinnslu til að skilja bet-
ur þann óróa sem kemur frá fjallinu
og til að greina hugsanlegan
hlaupóróa.
Vöktun veðurstofunnar
verði betur nýtt
í öðra lagi er lagt til að fylgst
verði stöðugt með landbreytingum
með GPS-landmælingartækjum
sem veðurstofan getur nýtt í þessu
skyni á næstu mánuðum. Gert sé
ráð fyrir að slík tæki verði sett upp
á þremur jarðskjálftamælistöðvum,
en Veðurstofan hafi þegar yfir að
ráða slíkum tækjum. Öskað er eftir
fé til þess að koma stöðvunum upp
og koma mælingunum á. Það felst
einna helst í forritunar- og upp-
setningarvinnu og kveðst Ragnar
vonast til þess að mælingarnar
verði komnar vel af stað innan
mánaðar.
í þriðja lagi er lagt til að fylgst
verði með breytingum á yfirborði
jökulsins út frá radarmyndum frá
gervitunglum, en það yrði gert í
samvinnu við Raunvísindastofnun,
Norrænu eldfjallastöðina og er-
lenda aðila.
í fjórða lagi er lagt til að sú vökt-
un sem fram fer á Veðurstofunni
verði betur nýtt og upplýsingum
komið áleiðis til annarra vísinda-
stofnana. Sólarhringsvakt er þegar
á Veðurstofunni og segir Ragnar að
nauðsynlegt sé að nýta þá vöktun
betur með því að fylgjast með fleiri
þáttum en nú er gert.
Auk tillagna frá Veðurstofunni
og Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands hafa einnig verið lagðar fram
tillögur frá Vatnamælingum Orku-
stofnunar um eftirlit með breyting-
um á vatnaflæði við jökulinn.
Morgunblaðið/Arnaldur
Tombóla
með af-
greiðslutíma
ÞEIR höfðu komið sölubás sínum
haganlega fyrir þessir ungu
drengir og stillt varningnum
vandlega upp svo vegfarendur
gætu auðveldlega séð hvað þeir
höfðu upp á að bjóða. Þá höfðu
þeir nælt í viðskiptavin þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti
leið hjá og útskýrðu líklega verð,
gæði og úrval tombólunnar fyrir
honum. Þama em ef til vill við-
skiptajöfrar framtíðarinnar á
ferð sem þó setja sér takmörk og
ætla ekki að hafa opið lengur en
til kl. 20.
Ekiðáhjol-
reiðamann
EKIÐ var á hjólreiðamann á Vestur-
landsvegi í Ártúnsbrekku í gær-
morgun. Að sögn lögreglu var mað-
urinn, sem var ekki með hjálm, flutt-
ur með sjúkrabíl á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Að sögn læknis á slysadeildinni
hlaut maðurinn aðeins minniháttar
meiðsl og fékk að fara heim fljótlega
eftir læknisskoðun.