Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 27 ERLENT Dregur að atkvæðagreiðslu EÞ um nýja framkvæmdastjórn ESB Prodi hótar óbeint afsögn vegna „reynslutíma“-tillögu Brussel. Reuters. ROMANO Prodi, væntanlegur for- seti nýirar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), olli uppnámi í gær með óbeinni hótun um að segja af sér ef Evrópuþingið (EÞ) veitir hinni nýju framkvæmda- stjórn ekki staðfestingu til setu í embætti til fulls fimm ára skipunar- tímabils. Prodi sneri sér í gær af hörku gegn áformum stærsta þingflokksins á Evrópuþinginu, Evrópska þjóðar- flokksins (EPP) sem fulltrúar hóf- samra hægriflokka frá öllum ESB- ****** EVROPA% löndunum 15 eiga aðild að, um að veita hinni nýju framkvæmdastjóm í fyi’stu aðeins umboð til að starfa í þriggja mánaða reynslutíma áður en lokaatkvæðagreiðsla færi fram um staðfestingu hennar í embætti. Yfir- heyrslur EÞ yfir hinum 19 einstak- lingum sem valdir hafa verið til setu í framkvæmdastjóm Prodis standa nú yfir og atkvæðagreiðsla er á dag- skrá þingsins 15. september. í yfu’lýsingu frá Prodi segir, að hann telji ákvörðun um að greiða að- eins atkvæði um takmarkaða emb- ættistíð „sé aðeins hægt að túlka sem pólitískt val, það er að segja ákvörð- un um að veita framkvæmdastjóm- inni ekki fullt embættisumboð." „Prodi lagði áherzlu á, að undir slíkum kringumstæðum yrði hann knúinn til að grípa til viðeigandi ráð- stafana, það er að hann myndi ekki sætta sig við slíka takmörkun á embættisumboðinu," segir í yfirlýs- ingunni, sem augsýnilega var beint til þingmanna Evrópuþingsins. Yfirlýsing Prodis kom flatt upp á marga þingmenn. „Það lítur út fyrir að hann sé að beita þingið óþarflega miklum þrýstingi,“ sagði Roy Perry, Evrópuþingmaður brezka Ihalds- flokksins. Mótbárur gegn Busquin Til að auka á vandræði Prodis í togstreitunni við Evrópuþingið uxu í gær líkur á því að einn úr liði hans, Belginn Philippe Busquin, hlyti ekki traust þingsins. „Busquin á ekki eft- ir að ná í gegn,“ sagði Werner Langen, þýzkur meðlimur EPP. „Það verður að draga hann til baka.“ Sagði hann þingmenn frjálslyndra og græningja vera sama sinnis, en Busquin var leiðtogi frönskumæl- andi sósíalista í Belgíu. Þingið hefur ekki vald til að hafna einstökum meðlimum framkvæmda- stjórnarinnar, en það þarf að stað- festa skipan hennar í heild. Það get- ur beitt forsetann, Prodi, þrýstingi til að gera breytingar á liði sínu. Súrefindsvörur Karin Herzog Kynning i dag í Fjarðarkaups Apóteki kl. 14-18 og Hagkaupi Skeifunni kl. 15-19. Reuters Pólskur hermaður, hlaðinn orð- um frá því í síðari heimsstyij- öldinni, stendur ásamt yngri hermönnum við minnismerkið á Westerplatte við höfnina í Gd- ansk (Danzig), þar sem þess var minnzt í gær með athöfn að 60 ár voru liðin frá stríðsbyrjun. Stríðsbyrj- unar minnzt í Póllandi Frankfurt an der Oder, Danzig. Reuters, AP. FORSETAR Þýzkalands og Pól- lands tókust í hendur í gær á brúnni yfir ána Oder, 60 árum eftir að innrás þýzka hersins í Pólland hófst árið 1939, sem varð upphafíð að heimsstyrjöldinni síð- ari. Hinn táknræni fundur forset- anna, Johanncsar Rau og Aleksanders Kwasniewskis, fór fram á brúnni sem skilur að þýzku borgina Frankfurt an der Oder, 80 km austan Berlínar, og pólska bæinn Slubice. Slubice var áður austurhluti Frankfurt, enda lágu landamæri ríkjanna miklum mun austar árið 1939. Forsetarnir héldu því næst til borgarinnar Gdansk, áður Danzig, þar sem aðalatliöfn dagsins fór fram. í dögun 1. september 1939, nán- ar tiltekið kl. 5:45, hóf þýzka her- skipið Schleswig-Holstein að skjóta á herbúðir pólska hersins á nesinu Westerplatte, sem liggur vestan við höfnina í Danzig. Þar með var „leiftu rstri'ð" Hitlers- Þýzkalands gegn Póllandi hafið. Tveimur dögum síðar lýstu Frakkar og Bretar stríði á hendur Þjóðveijum, og hildarleikurinn leystist úr læðingi sem Iauk ekki fyrr en tæpum sex árum síðar og kostaði samtals á að gizka 55 milljónir manna lífið. „Oldin, sem er að ljúka, var öld ófriðar," sagði Rau í ávarpi sínu. „Látum okkur vinna saman upp frá þessum degi að því að við lok næstu aldar geti Pólveijar, Þjóð- verjar og Evrópubúar allir sagt: 21. öldin var öld friðar." „Við hittumst í breyttu landi, breyttum heimi, og þá, sem áður voru óvinir okkar, álítum við núna góða nágranna og nána bandamenn," sagði Kwasniewski. Utsölu afsláfti (gracilis - fagurlyng) 3 Erikur lr^||j| 9 kr. 999,- iEtiv.. Hentar úti og inni Margir þekkja Erikuna sem blómstrandi stofiilyng. Hún hentar ekki síður í kirkjugarðinum eða í úti- kerin. Þargeturhún haldið blémlitnum langt fram á vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.