Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur Skiltinu verður komið fyrir framan við Höfða þar sem leiðt ogafundurinn fðr fram. Leiðtogafundarins í Höfða verður minnst með veglegu skilti Markaði upphaf- ið að endalokum kalda stríðsins INNAN skamms verður sett upp skilti fyrir framan Höfða til að minnast leiðtogafundar Ronalds Reagans, þáverandi Bandaríkja- forseta, og Míkhafls Gorbatsjovs, þáverandi forseta Sovétríkjanna, sem átti sér stað í húsinu 11. og 12. október 1986. Á skiltinu mun m.a. koma fram að fundurinn hafi mark- að upphafið að endalokum kalda stríðsins. Að sögn Hildar Kjartansdóttur, móttökufulltrúa Reykjavíkurborg- ar, með aðsetur í Höfða, er hug- myndin ekki síst sprottin vegna ummæla Richards Pearl, fyrrver- andi aðstoðarmanns Bandaríkja- forseta, í þá veru að uppsetning slíks skiltis væri við hæfi vegna mikilvægis fundarins. „Reagan og Gorbatsjov hafa síðan sjálfir látið lík ummæli falla um mikilvægi hans,“ segir Hildur. Mikill áhugi ferðamanna á leiðtogafundinum „Þessi skoðun Pearls kemur fram í viðtali við hann sem er á myndbandi sem ég lét nýverið gera um leiðtogafundinn," segir Hildur. Myndbandið er sýnt gestkomandi í Höfða. „Þegar ég tók við sem mót- tökustjóri hér fyrir tæpum þremur árum fannst mér vanta upplýsing- ar um fundinn. En hér tek ég á móti alls konar hópum og er með leiðsögn um húsið. Hingað koma ferðamannahópar og svo er húsið opið iyrir íslenskan almenning íýrsta sunnudag í hverjum mán- uði,“ segir Hildur. Hún kveðst því hafa látið gera tilboð í myndbandagerð og í fram- haldi af því ráðið Saga film í verk- ið. „Árni Snævarr gerði síðan myndbandið af mikilli fagmennsku og við fengum það afhent fyrir um ári. Þeir erlendu gestir sem hingað koma kannast allir við leiðtoga- fundinn og sýna öllu honum tengdu mikinn áhuga. Á sumrin eru hér rútur fyrir utan alla daga. Margir láta sér nægja að skoða húsið að utan en margir vilja einnig gægjast inn og þá er hægt að sækja um að fá að skoða húsa- kynnin og fá leiðsögn um þau,“ segir Hildur. Grunnskólanemendum fjölgar um rúmlega 350 milli ára Útlit fyrir fullskipað kennaralið í vetur UM 15 þúsund nemendur hefja nám í grunnskólum Reykjavíkur í haust og hefur þeim fjölgað um rúmlega 350 frá síðasta skólaári. Einn nýr grunnskóli, Korpuskóli, verður tek- inn í notkun auk þess sem einsetnum skólum fjölgar um þrjá. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslu- stjóra er útlit fyrir að fullskipað kennaralið verði við skólana í vetur en endanlegar tölur munu ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns fræðsluráðs, eru mörg ár síðan nemendum hefur fjölgað jafn- mikið milli ára eða sem nemur einum skóla. Gerður sagði að ýmsar nýj- ungar væru á döfinni á skólaárinu svo sem aukið sjálfstæði skólanna, fjölgun einsetinna skóla, lenging skóladags, átak í kennslu náttúru- fræðigreina og aukinn tölvukostur í skólum. Sagði hún að skólunum hefði verið úthlutað fjárhagsramma í upp- hafi árs og í sjö skólum hefði stjórn- unarkvótinn verið aukinn til að mæta aukinni stjórnunarvinnu innan skól- ans. Benti hún á að stærstu skólarnir veltu um 100 millj. á ári. Sagði hún að í skólastarfinu væri gert ráð fyrir stundum til sveigjan- legs skólastarfs. „Þessum kennslu- stundum hefur verið úthlutað til við- bótar við hefðbundinn stundafjölda bekkjardeilda og fer fjöldi þeirra eft- ir nemendafjölda í bekk,“ sagði hún. „Nú er komin nokkur reynsla á notk- un þessara stunda og hafa þær með- al annars verið nýttar til að hafa tvo kennara í bekk eða skipta bekkjum tímabundið.“ 140 nemendur í Korpuskóla Einn nýr grunnskóli, Korpuskóli, tekur nú til starfa en hann verður til bráðabirgða staðsettur að Korpúlfs- stöðum. Þar hefja 140 nemendur nám og eru það mun fleiri en ráð- gert var í fyrstu, að sögn Sigrúnar, miðað við þær undirtektir sem skól- inn fékk þegar hann var kynntur. Þrír skólar verða einsetnir í fyrsta sinn í vetur auk þess sem nýbygging er tekin í notkun við Fossvogsskóla í stað lausra kennslustofa, sem nýttar hafa verið í áratug en skólinn hefur verið einsetinn frá upphafi. Þar með eru 75% almennra grunnskóla ein- setin. I haust mun skóladagur nemenda í 1.-4. bekk lengjast samkvæmt Morgunblaðið/Þorkell Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri og Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs. grunnskólalögum um eina kennslu- stund á viku og verða 30 stundir og benti Gerður á að skóladagur yngstu nemendanna hefði lengst um nær 40% á níu árum. Hádegisstund verð- ur fyrir yngstu nemendurna í 13 skólum í vetur og fjölgar þar um sjö skóla frá síðasta ári. Nýjar tölvur Fram kom hjá Gerði að 370 nýjar tölvur hafa verið settar upp í skólum borgarinnar í sumar en um 400 voru settar upp í fyrra. Tölvueign skól- anna er nú rúmlega 1.100 tölvur af gerðinni 386 og eru um 13 nemendur um hverja tölvu en voru 24 árið 1997. „Markmiðið er að 4 til 5 nemendur verði um hverja tölvu,“ sagði Gerð- ur. Fjórir skólar verða móðurskólar í náttúrufræðigreinum á næsta ári, Melaskóli, Hagaskóli, Selásskóli og Hólabrekkuskóli. Hlutverk þeirra er að vera í fararbroddi á sviði náttúru- fræðikennslu, skipuleggja námskeið í greininni í samstarfi við Fræðslu- miðstöð og annast kynningu og ráð- gjöf við aðra skóla. Fram kom að Meyvant Þórólfsson kennsluráðgjafi hefði byggt upp netsíðu fyrir nátt- úrufræðikennara og er henni ætlað að vera til upplýsingar fyrir fag- stjóra og kennara í náttúrufræði. Slóðin er: http://www.ismennt.is/vef- ir/natur/. Endur- byggður vegur á Jökuldal KLÆÐNING ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboð í endurbygg- ingu Hringvegar milli Skjöld- ólfsstaða og Hofteigs á Jökul- dal. Um er að ræða endur- byggingu á 12,5 kflómetra kafla með vai-anlegu slitlagi ásamt mölburði á 3,8 km kafla á Jökuldalsvegi eystri. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðar upp á 111,8 milljónir króna. Þrír verktakar buðu. Klæðning ehf. bauð 78,5 milljónir kr., tæplega 67 milljónum undir áætlun, og er tilboðið um 60% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar. Hin tilboðin námu 87 til 88 mflljónum króna. Verkinu á að vera lokið 20. júlí á næsta ári. Fiskverkendur telja úthlutun byggðakvóta skekkja samkeppnisstöðu með óeðlilegum hætti Hyggjast kanna lagalega stöðu sína ÚTHLUTUN byggðakvóta getur skekkt verulega samkeppnisstöðu fiskverkunarfyrirtækja á svæðum sem fengu ekki kvóta, að sögn Gunnlaugs Karis Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskverkunar GPG á Húsavík, sem er einn stærsti saltfiskverkandi hérlendis. Gunnlaugur segir að nú þegar hafi bátar á Vestfjörðum og Austfjörð- um, sem hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið, fengið alls kyns tilboð, hætti þeir viðskiptum við það og beini þeim þess í stað til aðila sem fengu byggðakvóta. „Það eru alls kyns gylliboð í gangi, sem við verð- um sannarlega varir við, og við eig- um eðlilega erfítt með að keppa við þau, enda samkeppnin ekki á jafn- réttisgrundvelli," segir Gunnlaug- ur. Hann segir forsvarsmenn um tíu fyrirtækja á þessu sviði hafa rætt saman innbyrðis um úthlutun byggðakvóta og hyggist þeir halda fund á næstunni til að fara yfir lagalega stöðu sína og þau úrræði sem til greina komi. „Það getur ekki verið að það standist sam- keppnislög að hægt sé að rétta einstaka mönnum gjafakvóta og öðrum ekki. Verkendur hafa talað sig saman og eru ósáttir, nema þeir sem fengu kannski fleiri hundruð tonn. Það er verið að gera mönnum erfiðara fyrir,“ seg- ir hann. Einkennilegar úthlutunarreglur Hann kveðst líta svo á að Byggðastofnun hafi búið sér til reglur sem séu afar einkennilegar. „Það er til dæmis farið eftir þeirri reglu að staðir með fleiri en þús- und íbúa fá ekkert, sem ég tel óeðlilegt, og sömuleiðis að staðir sem aðeins hafa orðið íyrir skerð- ingu í kvótaaflamarki, óháð því hvort þeir hafi margfaldast í afla- hámarki eða krókadögum o.s.frv., fá rétt til styrks," segir Gunnlaug- ur. „Við getum nefnt dæmi af byggð sem fékk á sínum tíma afla- markskvóta og hefur kannski selt þann kvóta og fjárfest í t.d. aflahá- markskvóta, sem hefur verið miklu ódýrara. Þessi byggð gæti hafa selt færri tonn en hún keypti, þar sem ódýrara er að kaupa í aflahámark- inu, og þess vegna byggt sig upp með miklu meiri kvóta, en uppfyllir samt skilyrði til að fá bætur frá Byggðastofnun, þar sem aflamark- ið hefur minnkað. Fyrir vestan hef- ur orðið gríðarleg aukning á smá- bátum í öðrum kerfum en afla- markinu og fyrir vikið fá Vestfirð- ingar byggðakvóta." Óeðlilegt forskot á markaði Hann segir að fyrirtæki hafi ekki enn misst báta úr viðskiptum, en fleiri en eitt dæmi séu þegar komin upp um að aðilar sem fengu byggðakvóta séu að reyna að lokka menn til sín. Hann ætli sér ekki að missa nein viðskipti og muni ekki gefast fyrr en í fulla hnefana. „Þessi úthlutun raskar vissulega samkeppnisstöðu á milli fyrirtækja sem eru að verka inn á sama mark- að. Ef fyrirtæki er að rísa á Vest- fjörðum sem fær hlutafé frá Byggðastofhun upp á 100 milljónir í veganesti og 350 tonna kvóta til viðbótar, segir það sig sjálft að það fær óeðlilegt forskot á markaði, m.a. til hráefniskaupa. Fyrirtækið Fjölnir á Þingeyri, sem fær byggðakvóta til ráðstöfunar og því til viðbótar koma aðilar að sunnan ásamt Byggðastofnun og fleirum með nýtt hlutafé, kemur væntan- lega inn á þennan markað sem við erum að kaupa fisk á. Við kaupum mikið frá Vestfjörðum og flytjum norður í land og væntanlega munu þeir slást um þann fisk við okkur,“ segir Gunnlaugur. Fiskverkun GPG hefur keypt nokkur hundruð tonn af fiski til verkunar á ári undanfarin misseri og hefur honum verið landað á Þingeyri, Bolungarvík, ísafirði og víðar á Vestfjörðum. Gunnlaugur kveðst þeirrar skoð- unar að úthlutun byggðakvóta fái ekki staðist lög og hann tefji úthlut- unina einkennast af flumbrugangi. „Þessi úthlutun einskorðast ekki við Vestfirði og allir þeir staðir sem um ræðir geta keppt um hráefnið á forsendum skekktrar samkeppnis- stöðu. Fyrirtækið sem ég rek hefur gengið mjög vel frá byrjun, er mjög stórt í saltfiskverkun á íslandi og sárafá fyrirtæki með meira magn en við. Við kaupum hráefnið á frjálsum markaði og seljum á frjálsum og milligjöfin verður að standa straum af rekstrinum, sem hún hefur og gert. Það er ágætt dæmi um að hægt sé að reka fyrir- tæki af þessu tagi án styrkja í kvótalíki eða af öðru tagi. Mér finnst það einkennilegt að ríkis- stjórnin sem nú situr við völd er hlynntust fyrirtækjum sem þess- um, en er sjálf að vinna að því rétta einstökum útvöldum aðilum fyrir- bæri á borð við byggðakvóta og raska þannig samkeppnisstöðunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.