Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Náttúru-
undur við
Eyja-
bakka
JÖKULSÁ í Fljótsdal hefur
myndað íshelli í Eyjabakkajökli á
leið sinni fram undan jökulsporð-
inum. „Myndin er tekin í sumar
en þá hafði snjórinn bráðnað of-
an á jöklinum sem gerir það að
verkum að bláminn kemur svona
vel í gegn,“ segir Benedikt
Bragason, sem starfar við
vélsleðaferðir á Mýrdalsjökli.
Hellirinn nær, að sögn Bene-
dikts, hundruð metra undir
jökulinn og víða er hátt til lofts
og vítt til veggja. Á veturna frýs
áin í botni hellisins og þá er
gangfært býsna langt inn en þar
sem Iiðið er á sumar var áin farin
að brjótast upp og því komust
Benedikt og félagar bara hálfa
leið. Benedikt segir orðið býsna
algengt að menn skoði hellinn,
jafnt vetur og sumar, enda um
sérstætt náttúrundur að ræða.
Hann óttast að fyrirhugað lón
kunni að eyðileggja hellinn nái
það alla leið upp undir jökul.
Morgunblaðið/Benedikt Bragason
Kennarar fengu 31
milljón í ofgreidd laun
NOKKUR fjöldi kennara í Reykjavík hefur fengið ofgreidd laun allt frá
haustinu 1997 er síðustu kjarasamningar tóku gildi. Nemur heildarupphæð
ofgreiddra launa um 31 milljón króna, að sögn Olafs Darra Andrasonar, for-
stöðumanns fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Ólafur Darri sagði að í samræmi
við verklagsreglur Reykjavíkur-
borgar og ríkisins um meðferð
svona mála væri gert ráð fyrir þvi að
kennarar verði krafðir um endur-
greiðslu á ofgreiddum launum, en
aðeins fyrir launagreiðslur sem fall-
ið hafa til á þessu ári. Sú upphæð
nemur um 11 milljónum króna.
Hann sagði að kennurum yrði gef-
inn kostur á því að greiða mismun-
inn upp á ótta mánuðum og að þeir
yrðu ekki krafðir um greiðslu á of-
greiddum launum vegna áranna
1997 og 1998.
Að sögn Ólafs Darra eru einnig
dæmi um það að kennarar hafi feng-
ið vangreidd laun allt frá árinu 1997.
Hann sagði að þeir myndu fá endur-
greitt og að sú endurgreiðsla myndi
ná allt aftur til haustsins 1997.
179 kennarar
fengu bréf
„Það uppgötvaðist núna í sumar-
lok að kennarar hafa í ókveðnum til-
fellum fengið ranglega reiknuð
laun,“ sagði Ólafur Darri. „Þegar við
fórum að kanna þetta þá kemur í
ljós að þegar kjarasamningurinn,
sem gerður var 1997, var settur inn í
launakerfi borgarinnar urðu ákveðin
Vísitala neysluverðs
Hækkun vegna
bensíns 0,24%
HÆKKUN á verði bensíns um rúm-
ar fimm kr. lítrinn nú um mánaða-
mótin mun ein og sér valda hækkun
á vísitölu neysluverðs sem nemur
0,24%, samkvæmt upplýsingum Hag-
stofu Islands, en vísitalan íyrir sept-
ember verður birt í lok næstu viku.
Hækkanir á bensínverði fyrr á ár-
inu hafa til viðbótar valdið 0,6%
hækkun á vísitölu neysluverðs, en
vísitalan í heild hefur hækkað um
2,9% frá janúarmánuði fram í ágúst.
Eftir bensínhækkunina nú um
mánaðamótin er útsöluverð á hverj-
um lítra af 95 oktana bensíni 87,70
kr. Þar af renna um 58 krónur í ríMs-
sjóð í formi vörugjalds, bensíngjalds
og virðisaukaskatts, samkvæmt upp-
lýsingum Félags íslenskra bifreiða-
eigenda, en um 30 krónur samanlagt
eru innkaupsverð og flutningskostn-
aður, flutningsjöfnunargjald og dreif-
ingarkostnaður olíufélags.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, sagði að hlutur olíufélag-
anna í bensínverðinu virtist ekki
hafa aukist á þessu ári, en það hefði
gerst á síðasta ári. Bensínverð væri
byijað að lækka á heimsmarkaði og
flest benti til þess að sú þróun héldi
áfram. Að óbreyttu ætti bensínverð
að lækka í síðasta lagi eftir mánuð
og mjög mikilvægt væri að þetta
gegnsæi héldist og heimsmarkaðs-
verðið réði verði á hverjum tíma.
Runólfur sagði að þegar jafnmikil
hækkun hefði orðið á bensínverði og
raun bæri vitni að undanfömu, en
Skipting bensínverðs
í einstaka hluta
í september 1999
95 okt. bensín: 87,70 kr.
tonnið hefði hækkað úr rúmum 100
dollurum tonnið í 230 dollara, fynd-
ist þeim óeðlilegt að ríkissjóður tæki
hlutfallslega sífellt meira af verði
hvers lítra, en af hækkuninni nú um
5,30 kr. væru 3,10-3,20 krónur
hreinn skattur sem rynni í ríkissjóð.
mistök, sem leiddu til þess að launa-
þrep voru ranglega reiknuð í
ákveðnum tilfellum."
Alls fengu 179 kennarar send bréf
í byrjun vikunnar, þar sem þeim var
tilkynnt um reikningsvilluna. Ólafur
Darri sagði að búast mætti við því
að einhverjir fleiri hefðu einnig
fengið ofgreidd eða vangreidd laun,
en það kæmi ekki í ljós fyrr en búið
væri að fara alveg yfir málið.
Óttast að þetta dragi
dilk á eftir sér
Eiríkur Jónsson, fonnaður Kenn-
arasambands Islands, sagði að sam-
bandið myndi fara yfir málið á
næstu dögum og skoða hvort endur-
greiðslukrafan stæðist lög.
„Ef þetta er löglegt þá verður að
sæta því, en ef ekki þá verður að
grípa til einhverra ráða,“ sagði Eirík-
ur. „Það er mjög alvarlegt þegar
jafnstór launagreiðandi og Reykja-
víkurborg gerir svona villur. Þá kem-
ur þetta upp á mjög slæmum tíma, í
upphafi skólaárs og í lokin á hörðum
átökum. Eg óttast mest að þetta
dragi einhvem dilk á eftir sér og að
þetta muni valda úlfúð og leiðindum í
skólunum og ýfa upp einhver gömul
sár og verða til bölvunar."
Að sögn Eiríks kom ýmislegt í
ljós þegar kennararnir fóru að rýna
í launaseðlana sína í kjölfar frétt-
anna, m.a. hefðu sumir verið látnir
greiða í rangan lífeyrissjóð og aðrh-
settir í rangan launaflokk, þ.e. ein-
um flokk neðar en þeir áttu að vera.
„Þetta vekur upp ákveðnar spurn-
ingai- um launakerfi borgarinnar,
það er hvort eitthvað sé meira og
minna að þarna og það er mjög mik-
ilvægt að það verði skoðað.“
NÁMSI
Við hjá Búnaðarbankanum vitum að nám er vinna. Við
vitum líka að námsmenn eru duglegir og metnaðarfullir
og þess vegna viljum við veita þeim aðstoð.
$
námsmannalínan
nam er vmna
Gullreikningur meö námsmannakjörum Fjármálahandbók
Heimilisbanki Bílprófsstyrkir Skipulagsbók Isic afsláttarkort
Tölvukaupalán Framfærslulán Námsstyrkir Námslokalán
*
www.bi.is
)ARMNKINN
Tmuslur buuht
Dómsmála-
ráðherra
lætur semja
lög um fast-
eignakaup
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hefur ákveðið að láta
semja frumvarp til laga um fast-
eignakaup. Markmið laganna væri
að bæta úr réttaróvissu en tilefnið
er brýnt sagði hún, enda fasteigna-
kaup jafnan mikilvægustu viðskipti
í lífi einstaklinga og aleigan í húfi.
Sólveig segir að formaður Húseig-
endafélagsins, Sigurður Guðjóns-
son, hafi vakið athygli á þessu máli
og um það hefur verið rætt að und-
anförnu.
Sólveig Pétursdóttir bendir á að á
Norðurlöndum hafi verið sett lög
um fasteignakaup og að ástæða
væri til að hliðstæð lög yrðu sett
hér á landi. I slíkum lögum væri
m.a. ástæða til að setja skýrar regl-
ur um úrræði þeirra aðila sem þurfa
að þola vanefndir. „Takist vel til
með setningu laga um fasteigna-
kaup mun það styrkja réttarstöðu
bæði seljanda og kaupanda og
stuðla að öryggi í fasteignaviðskipt-
um,“ sagði ráðherra.
Lögin verði
afdráttarlaus
Dómsmálaráðhen-a minnti á til-
vik sem greint hafi verið frá þar
sem kaupendur nýbygginga hefðu
ekki fengið fasteignir afhentar á
réttum tíma frá verktaka. „Þetta
hefur oft í för með sér mikið óhag-
ræði og tjón fyrir kaupanda, sem
verður ef til vill að leigja sér annað
húsnæði og þola ýmsan kostnað
þessu samfara," sagði Sólveig. „í
lögum um fasteignakaup er mikil-
vægt að með afdráttarlausum hætti
verði mælt fyrir um úrræði kaup-
anda við þessar aðstæður, það er
hvenær hann eigi rétt á bótum úr
hendi seljanda og hvað skuli bætt.“
Sólveig vakti athygli á nauðsyn
þess að réttarstaða verði skýr í öðru
tilliti, t.d. um rétt kaupanda þegar
eignin reynist gölluð. í lögunum
þyrfti því að vera ákvæði um upp-
lýsingaskyldu seljanda um ástand
eignarinnar. Jafnframt benti ráð-
herra á að í lögum um fasteigna-
kaup verði jafnframt kveðið á um
réttarstöðu seljanda og úrræði
hans, svo sem ef kaupandi stendur
ekki í skilum með- greiðslur.