Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 53

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 53 + Margrét Ell- ertsdóttir Schram fæddist 1. ágúst 1904. Hún lést föstudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru EHert Kristó- fer Schram, skip- sljóri í Reykjavík, f. 11. febrúar 1865, d. 1961 og Magdalena Árnadóttir, hús- móðir, f. 19. júlí 1974, d. 1958. Bræður Margrétar voru Kristján Schram, skipstjóri í Reykjavík, látinn, Gunnar Schram, sím- syóri á Akureyri, látinn, Karl Schram, verslunarstjóri í Það er alltaf bjart yfír bernskuminningunum. Það var hluti af þeirri tíð lífsins að leggja upp með rútunni að norð- an þegar komið var sumar og heim- sækja með föður mínum ættingjana í Reykjavík. I huga ungs drengs var slík ferð ævintýri líkust. Fyrst var knúið dyra á Stýrimannastíg 8 þar sem afi og amma bjuggu, Ellert og Magdalena. Þaðan var síðan oftast haldið upp á Sólvallagötu í heim- sókn til Maddýar og Arna og venju- lega gistum við þar þangað til aftur var haldið norður. Þar man ég fyrst föðursystur mína, sem nú er horfin sjónum, káta og myndarlega, sem ætíð tók okkur opnum örmum. Þau voru samhent í gestrisninni hún og Arni Guðmundsson maður hennar. Hann var um margt eftirminnilegur maður, háttvís og reglufastur og hélt nær vikulega til laxveiða upp í Borgarfjörð með Friðriki Einars- syni uppeldisbróður sínum og yfir- lækni. Þá var oft veisla að kvöldi. Þeim hjónum varð ekki bama auðið og hefur það án efa verið þeim mikið harmsefni. En það breyttist á skjótri stund þegar lítill sólargeisli kom inn í líf þeirra, Margrét, dóttir Aldísar og Björgvins Schram, yngri bróður Maddýar, sem þau fengu í fóstur. Gleðin sem þessi breyting á lífsháttum þeirra hjóna hafði í för með sér var mikil og stórmannleg öll sú gjörð. Börn Margrétar og Hauks heitins Haukssonar blaða- manns voru augasteinar hennar, þau Hildigunnur og Ami, og allt fram til hins síðasta voru það þau og þeirra böm sem glöddu hana mest. Frænka mín var félagslynd og hafði gaman af því að blanda geði við fólk eins og flestir hennar ætt- menn. Á ámnum fyrir stríð hafði vinnumarkaðurinn ekki heimt til sín flestar giftar konur en nægu öðm var að sinna. I áratugi var Maddý ein af forystukonum Thorvaldsens- basars í Austurstræti og verslunar- stjóri þar lengi. Á sama hátt tók hún virkan þátt í stjóm Dómkirkju- safnaðarins. Þar var hún hvarvetna aufúsugestur. Hún var með afbrigð- um dugleg, glaðsinna og naut ára- langrar vináttu þeirra mörgu ötulu kvenna sem hún vann með að þess- um störfum. Ellin lagðist léttar á frænku mína en marga aðra. Fram á tíræðisald- urinn hélt hún fullum sálarkröftum og reisn þeirrar hefðarkonu sem hún alla tíð var. Það er bjart yfir minningu henn- ar. Þannig viljum við, ættingjar og vinir, minnast hennar að leiðarlok- um. Gunnar G. Schram. Elsku föðursystir mín, Margrét Ellertsdóttir Schram (Maddý), kvaddi þennan heim 27. ágúst sl. Maddý fæddist í Vesturbænum í Reykjavík og átti lengst af æsku sinni heima á Stýrimannastíg 8. Hún var fjórða bam foreldra sinna, Magdalenu og Ellerts Schram skip- stjóra, og eina dóttir þeirra. Hún fékk eins góða menntun og hægt var á þeim tíma. Hún lauk prófi frá Reykjavík, látinn. Björgvin Schram, stórkaupmaður í Reykjavík er einn eftirlifandi systk- ina sinna. Margrét giftist 16. nóvem- ber 1929 Árna Guð- mundssyni, versl- unarmanni, f. 29. september 1899, d. 18. apríl 1971. Mar- grét ól upp son Arna, Ólaf, f. 3. desember 1925, d. 28 apríl 1932 og bróðurdóttur sína Margréti Schram, f. 18. janúar 1943. Jarðarför Margrétar hefur farið fram. Kvennaskólanum í Reykjavík, fór síðar í húsmæðraskóla í Danmörku og eftir það til Englands í ensku- nám. Að því loknu fór hún að vinna hjá Landssíma Islands, „á stöðinni“, eins og sagt var. Maddý giftist Árna Guðmunds- syni frá Fáskrúðsfirði. Byggðu þau sér hús á Sólvallagötu 38. Árni var ekkjumaður er þau giftust og átti hann einn son, Ólaf, sem Maddý elskaði sem sinn eigin. Nokkrum árum eftir að Ólafur kom á Stýri- mannastíginn gekk í Reykjavík mænuveikifaraldur. Fékk Ólafur mænuveikina og dó úr henni. Var það mikið áfall fyrir þau hjón, því áður höfðu þau misst tvö ungaböm. Öll fjölskyldan og vinir þeirra tóku þátt í sorg þeirra. Árið 1943 sýndu Aldís mágkona hennar og Björgvin bróðir hennar það göfuglyndi að leyfa þeim hjónum að veita þriðja barni sínu, Margréti, uppeldi og umönnun. Margrét var þá 10 mán- aða og ólst hún upp hjá þeim hjón- um eftir það og gjörbreytti lífi þeirra. Maddý elskaði Margréti og svo öll hennar börn og barnaböm. Sýndu þau ömmu Maddý mikla umönnun og elsku síðar meir. Ánægjan var mikil og stoltið hjá Maddý þegar hún var að sýna myndir af öllum hópnum og sýna hvað barnabörnin hefðu stækkað ogjjroskast. I húsinu á Sólvallagötu 38 var lítil kjallaraíbúð og leigði Maddý hana út fyrir erlenda stúdenta úr Háskólanum og hjálpaði þeim með að læra íslenskuna og hafði gaman af. Margir af þessum útlendingum höfðu alla tíð samband við Maddý þó ekki væri nema með jólakortum. Maddý var mikið fyrir tungumál, sérlega íslensku, og sagðist hafa gaman af því að raða orðum saman, en neitaði því að hún væri skáld. Margar vísurnar gerði hún þó og á ég nokkrar. Maddý var félagslynd og var í stjórn kvennanefndar Dómkirkjunnar til fjölda ára. Eitt sinn er Maddý var í ferðalagi með kvennanefndinni raðaði hún, eins og hún orðaði það, þessum vísum saman: Reynum öll er stöndum við í stafni aÓ stýra lífs vors knerri í rétta átt, leitumst við að lifa í Jesú nafni, þá leiðin verður greið á allan hátt. Gleðjumst öll, því gaman er að aka ígóðum vinahóp og skemmta sér. Árin líða, önnur við þeim taka, nú eigum við að njóta þess sem er. Maddý starfaði mikið með Thor- valdsensfélaginu og var heiðursfé- lagi í því. Vann hún á Thorvaldsens- basamum og við sölu jólamerkja fé- lagsins. Þegar Thorvaldsensfélagið varð 115 ára gerði hún þessa vísu: Félagi okkar því fyrsta og besta sem framsæknar konur stofnuðu hér viljum við frama og vegsemd sem mesta og virðingu alla sem því ber. Ósk vor er sú, að það eflist og dafni og ætíð sé viðbúið, hvar sem er þörf. Göngum því fram, í þess göfuga nafni, gæfan því fylgi og auki þess störf. Um árabil vann Maddý heima hjá sér við að þvo og strekkja gardínur og borðdúka. Vinir hennar voru meðal annars Anna Ivarsdóttir og Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari, sem var kallaður Dói af gömlum vinum. Eitt sinn sagði hann við Maddý: „Eg er búinn að semja lag um komur mínar til þín og þú verð- ur að búa til vísu.“ Vísan kom síðar og er svona: Dói með fallegu dúkana kemur dansandi en villist þó ár eftir ár gardínumarsinn á göngunum semur góðan og fagran því Dói er svo klár. Mörg ár reyndi Maddý að hnoða og hnoða við marsinn um gardínur örlítinn óð en svo þegar Anna og Dói það skoða sjá þau að þetta er aUs ekkert ljóð. Það er svo margt fallegt og gott hægt að segja um frænku mína Margréti. Hún var svo heill per- sónuleiki og fastur punktur í mínu lífi og bama minna, alltaf viðstödd á hátíðarstundum í fjölskyldunni. Hún var afbragðs hannyrðakona, t.d. eru þær óteljandi eingimisþrí- hymurnar sem hún prjónaði og seldi á Thorvaldsensbasar. Maddý var fær brids-spilari og spilaði bæði í Oddfellow-húsinu og í einkaklúbb- um þar til hún varð 90 ára að hún fór á Elliheimilið Gmnd. Þar fékk hún góða umönnun og hugsun hennar var skýr til hins síðasta. Maddý var Vesturbæingur í húð og hár og hélt svo auðvitað með KR og fylgdist ávallt með fótbolta í sjón- varpinu. Ég veit ekki til að hún hafi sofið fyrir austan læk eins og gamlir Reykvíkingar sögðu, nema þá á ferðalögum, og var svo heppin að enda líf sitt í Vesturbænum. Var hún heiðursfélagi í Vesturbæjarfé- laginu. Þegar Maddý fluttist af Sól- vallagötu á Vesturgötu gerði hún þessa vísu: Vestast í Vesturbænum vorsólin bjartast skin. Þar bárust mér vonir með blænum í bemskusporin mín. Vestast í Vesturbænum veröldin mín öll var hér. I bemsku ég bundin var sænum nú blasir hann enn við mér. Elsku Margrét frænka, þakka þér fyrir allt þitt líf. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig. Jónina Vigdís Schram. Föðursystir mín, Margrét Ell- ertsdóttir Schram, er látin, 95 ára gömul, södd lífdaga. Maddý var eina dóttir afa míns og ömmu, Ell- erts og Magdalenu. Kristján, Karl og Gunnar eru allir látnir en Björg- vin var yngstur þeirra systkina og lifir enn, 86 ára að aldri. Þessi systkinahópur og fjölskyld- an öll sýndi hvert öðru mikla rækt- arsemi og mér eru enn minnisstæð boð og gleðskapur með mökum og bömum og öðrum nánum vinum stórfjölskyldunnar, þar sem reisn, virðing og menningarlegt viðmót einkenndi umgengni þessarar horfnu kynslóðar við hvert annað. Maddý var gift Árna Guðmunds- syni, sölumanni hjá Nathan og 01- sen og þau bjuggu á Sólvallagöt- unni, svo lengi sem ég man, og þar var ég sem aðrir fjölskyldumeðlimir velkominn og höfðinglegur viðgem- ingur jafnan á borðum. Þau hjónin höfðu eignast tvö böm fyrir mína tíð en misst þau bæði en tengslin við Sólvallagötuna bundust sterkum böndum eftir að Margrét, systir mín, ólst þar upp og naut ástúðar og umhyggju þeirra Ama og Maddýar. Eftir lát Áma hélt Maddý áfram heimili á Sólvallagötunni og á seinni árum vom böm Margrétar systur augasteinar hennar og eftirlæti og þreyttist hún seint á að segja okkur hinum frá þeim, með myndum og frásögnum. En Maddý fylgdist einnig vel með öðram og nýjum arftökum í Schram-fjölskyldunni, sýndi þeim áhuga og hlýju og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hún var mikill vestur- bæingur, kunni deili á sögu, húsum MARGRET ELLERTS- DÓTTIR SCHRAM og fólki í vesturbænum, var vel minnug allt til loka og sagði vel og skemmtilega frá. Kímnigáfu hafði hún góða, var fasmikil og sterkur persónuleiki, prúðmenni og snyrtimenni, vönd að virðingu sinni, heiðursborgari í besta og vandaðasta skilningi þess orðs. Þar hélt hún uppi merki for- eldra sinna, sem einnig voru sómi Reykjavíkur og vesturbæjarins á sinni tíð. Maddý var lengst af heimavinn- andi húsmóðir, eins og títt var hjá konum af hennar kynslóð en hún lét gott af sér leiða í hinum ýmsu sam- tökum Reykvíkinga, starfaði í Dóm- kirkjusöfnuðinum og vai' innsti koppur í búri Thorvaldsensfélags- ins, svo eitthvað sé nefnt. Þegar hún hélt upp á níutíu ára afmæli sitt var hún hrókur alls fagnaðar í hópi gamalla skóla- og leiksystra og ekki var að sjá að ald- urinn háði þeim glæsistúlkum. Það var eftirminnileg veisla. Síðustu ár- in hefur Maddý dvalið á Grund og notið þar umönnunar en allt fram til þess síðasta var hún fær um að sjá um sig sjálf í prúðbúnu og mynd- skreyttu herbergi sínu og það var reisn yfir þessari konu. Reisn og stolt. Og þannig kvaddi hún. Megi minningin um þessa gömlu og góðu frænku mína lengi lifa. Ellert B. Schram. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu. Traust og mikilvirk félagskona er nú kvödd. Margrét E. Schram gekk í Thorvaldsensfélagið fyrir tæplega 40 áram og alla tíð vann hún félag- inu af áhuga og einstökum dugnaði. Margrét var fljótlega kosin í stjóm Hjálpar og Líknarsjóðs og síðan í stjórn Barnauppeldissjóðs í mörg ár. Hún var hugmyndarík og ein- staklega dugleg félagskona. Þegar Margrét var í stjóm Barnauppeld- issjóðsins stóð félagið meðal annars fyrir leikfangahappdrætti í nokkur ár og mikið mæddi á stjómarkonum að skipuleggja söluátakið og selja miðana ásamt öðram félagskonum. Þar fór Margrét í fararbroddi eins og hún gerði einnig alla tíð í sam- bandi við sölu á jólamerkjunum. Hún kynnti jólamerkin og félagið vel og eignaðist marga góða við- skiptavini, bæði einstaklinga og for- ráðamenn fyrirtækja. Margrét var alltaf söluhæsta konan og enn í dag nýtur félagið góðs af þeim sam- böndum er hún kom á við sölu jóla- merkjanna. I nokkur ár var Mar- grét stjómarkona í verslun félags- ins, Thorvaldsensbazar. Þá skiptu félagskonur með sér að stjóma á Bazarnum og þær sem unnu með henni létu afar vel af. Margrét var heiðursfélagi í Thorvaldsensfélag- inu. Hún var góð félagskona, hrein- skilin og ákveðin, og fylgdist vel með því sem var að gerast í félaginu sínu eftir að hún gat ekki lengur komið á fundi. Thorvaldsensfélgaið á Margréti mikið að þakka og við félagskonur allar, hún var sönn félagskona. Við kveðjum okkar kæra Mar- gréti E. Schram með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. ævintýraheimur, fullt af gömlum hlutum, dóti og þai- geymdi amma dúkkuvagnana okkar sem vora of fyrirferðarmiklir til að hafa heima. Við lékum okkur í stiganum með kubbana og dýrin eða settumst inn í borðstofu og tókum í spil. Það var eitt af því fyrsta sem amma kenndi okkur, til að byrja með voru Ólsen, ólsen og Veiðimaður vinsælust. Síð- ar kenndi hún okkur bridds enda mikil briddskona sjálf. Amma smit- aði okkur í fjölskyldunni og fékk okkur til að spila bridds yfir heil jól. Amma skráði stigin vandlega enda ef spila átti bridds á annað borð þá var ekki annað við hæfi. Þær vora ófáar stundirnar þar sem við sátum tvær fram eftir nóttu og spiluðum Manna og drakkum kókó. Keppnin var hörð og við skiptumst á að hafa stigaforystu en allt var þetta á léttu nótunum. Amma var óþreytandi að kenna okkur systrunum að telja, skrifa og lesa, jafnvel þó að við segðum alltaf títján í stað tuttugu. Á morgnana þegar við vöknuðum útbjó amma heitt kókó, smellti rúg- brauði saman við franskbrauð og helst með púðursykri á milli. Okkur þótti amma mikill galdramaður, hún gat fengið pottinn til að dansa á eldavélinni á meðan hún sauð kókó- ið. Ein jólin gaf pabbi ömmu ör- bylgjuofn og með honum hurfu galdrarnir. Amma var alltaf reiðu- búin að létta undir með okkur ef hún gat og vildi gleðja okkur. Okk- ur systranum fannst grænu rúmin okkar vera orðin svolítið Ijót og gömul og þráðum heitt að eignast ný. Það var alveg stórkostlegt þeg- ar við komum heim eftir sumardvöl í sveitinni og í herbergjum okkar beið afmælisgjöfin frá ömmu, ævin- týralega stór prinsessurúm. Við vin- konumar rúmuðumst auðveldlega í öðra rúminu. Þegar ég hef farið að heiman, hvort sem ég dvaldi í Dals- mynni, fyrir norðan eða erlendis, var amma alltaf fyrst til að hringja og hringdi oftast. Amma kvaddi mig aldrei án þess að gefa ferðapening og aur fyrir frímerkjum svo það væri víst að ég skrifaði heim. Amma vildi fylgjast vel með öllu og það gerði hún allt fram til síðasta dags. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg er varla sá atburður í lífi mínu sem amma Bara var ekki viðstödd til að samfagna eða styrkja. Það er erfitt þegar skilnaðarstundin rennur upp, en ég er þakklát fyrir þau ár sem ég hef haft ömmu, hún var ætíð fasti punkturinn í lífi fjölskyldunnar. Þegar amma flutti á Vesturgötuna var hún þess fullviss að það væri besti staðurinn til að búa á og íbúðin hennar væri sú besta í bænum; ég tek undir þau orð hennar. Amma var mikill Vesturbæingur í sér, hún var stolt af upprana sínum og hreykin af því að hafa aldrei flutt austur yfir læk. Nú fær amma að hvfla við hlið Árna, vestan lækjar, ég geymi minningu um hana og leyfi mér að enda með orðum hennar: Nú þegar ævi mín öll er á enda og ókunnu ströndina komin er á, alúðarkveðjur ykkur vil senda, ástvinir mínir, með sðknuði og þrá. En bömin mín öll héma biðu mín smáu og blessaður Árni og fleiri er að sjá, því mun ég una í himnunum háu í hamingju og gleði héðan í frá. Vala Pálsdóttir. Margrét Ellertsdóttir var afa- systir mín en hún ól upp mömmu mína og var því í raun amma mín. Við systumar, Bríet og ég, voram dálítið sérstakar því við áttum fimm ömmur, ömmu Stóru, ömmu Dídi, ömmu Else, ömmu í sveitinni og svo var það amma Bara. Hún var kölluð Maddý af vinum sínum en hjá okkur systkinunum var hún alltaf kölluð amma Bara. Amma var stór hluti af lífi okkar, við höfum átt margar stundir saman og þær era margar minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Hún fylgdist grannt með okk- ur og tók þátt í gleði okkar og sorg. Á Sólvallagötunni, þegar við Bríet fengum að gista eða vorum hjá henni yfir daginn, höfðum við alltaf nóg fyrir stafni. Háaloftið var heill Minninflarkprt ‘Krabba.mánsféfyjsins * 5621414 Krabbameinsfólagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.