Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 76
Tölvueftirlitskerfi y sem skilar arangrí <Q> nýherji S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK 'v Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil fjölgun nemenda NEMENDUM grunnskóla Reykjavíkur fjölgar um 350 frá síðasta skólaári og eru samtals um 15 þúsund. Samsvarar fjölg- unin heilum skóla og eru mörg ár síðan nemendum hefur fjölgað jafnmikið milli ára. Þessi sjö ára drengur var í öruggum höndum móður sinnar í gær, fyrsta skóla- daginn í Laugarnesskóla. ■ TJtlit fyrir/13 Gufunesradíó Mótmæla íbúðarbyggð ÞRJÁTÍU íbúar í Rimahverfi hafa mótmælt áformum um íbúðarbyggð á lóð Gufunes- radíós. Telja þeir að sam- kvæmt skipulagi sem í gildi var þegar þeir fluttu í hverfið hafi verið gert ráð fyrir íþrótta- og útivistarsvæði á lóðinni. ■ fbúar mótmæla/14 Bílstjórar lokuðu Rey kj anesbraut Þrjú stór hugbúnaðarfyrirtæki stofna AX-hugbúnaðarhús Mótmæla hækkun olíuverðs og skatta - m VÖRUBÍLSTJÓRAR lokuðu ann- arri akrein Reykjanesbrautar í Hafnarfirði í eina klukkustund síð- degis í gær til þess að mótmæla kostnaðarhækkunum á bílaútgerð- irnar undanfama mánuði. Talsmaður bílstjóra segir að olíuverðshækkunin í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn og gefur í skyn að gripið verði til frekari aðgerða. Um 70 til 90 stórir vörubílar voru stöðvaðir á Reykjanesbrautinni klukkan fimm síðdegis í gær og lok- uðu með því fyrir umferðina frá Suð- urnesjum. Myndaðst töluverð röð bíla þann klukkutíma sem aðgerðin stóð en Jón Pálsson, formaður Vörubíla- stöðvarinnar Þróttar, segir að vegfar- endur hafi sýnt málinu skilning. Næstu skref ígrunduð Tilgangur aðgerða bílstjóra er að sögn Jóns að mótmæla kostnaðar- hækkunum sem dunið hafa yfir eig- endur vörubíla og beinast mótmælin að ríkisvaldinu. Vekur hann athygli á því að olíuverð hafi hækkað um 19% frá því í mars og það hafi gífurlegan kostnað í för með sér fyrir eigendur stórra vörubíla sem eyði 50 til 100 lítrum á hundraði. Ríkið fái stóran hluta hækkunarinnar. Þungaskattur hafi hækkað tvisvar frá áramótum, ^^samtals um 5,5%. Þá hafi tryggingar hækkað um 12-15% vegna breytinga á löggjöf. Jón bætir því við að það sitji enn í bíleigendum hvernig hags- munir þeirra voru sniðgengnir við breytingar á þungaskattslöggjöfinni á sínum tíma. Jón segir að mikill urgur só í vöru- bílaeigendum enda séu þeir mest ^skattpínda stétt landsins. Áðgerðirn- i®ar nú séu aðeins byrjunin og næstu skref verði ígrunduð. Ráðgert að starfsmenn verði um eitt hundrað TÆKNIVAL hf., Skýrr hf. og Opin kerfi hf. hafa stofnað nýtt hugbún- aðarfyrirtæki, AX-hugbúnaðarhús hf., sem taka mun yfir starfsemi hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr. Á blaða- mannafundi í gær kom fram að markmiðið með stofnun fyrirtækis- ins sé að skapa öflugt hugbúnaðar- fyrirtæki sem verði í stakk búið að sækja fram á mörkuðum, bæði inn- anlands og utan. Stefnt er að því að AX-hugbún- aðarhús verði leiðandi í ráðgjöf, þróun og þjónustu á sviði við- skiptahugbúnaðar en starfsemin mun byggjast á 6 viðskiptakerfum sem Skýrr og Tæknival hafa verið með á markaði hérlendis undanfar- in ár. Gert er ráð fyrir að starfs- menn verði um 100 en fýrirtækið mun hafa aðsetur þar sem hugbún- aðarsvið Tæknivals er nú til húsa, Skeifunni 8. Hlutafé 300 milljónir Hlutafé er 300 milljónir og mun skiptast þannig að Skýrr mun eiga 40%, Tæknival 25%, Opin kerfi 10%, og fagfjárfestar og starfs- menn 25%. AX-hugbúnaðarhús hefur eignast 83% hlut í hugbúnað- arfyrirtækinu Kerfi hf. og er stefnt að sameiningu félaganna á næst- unni. Einnig á AX-hugbúnaðarhús nú ráðandi hlut í Tæknivali AS í Danmörku og mun markaðssókn hins nýja fyrirtækis inn á erlenda markaði verða sinnt gegnum Tæknival AS. Ekki hefur verið gengið frá því hvaða fagfjárfestum verði gefinn kostur á að eignast hlut í félaginu en að sögn Hreins Jakobssonar, stjórnarformanns AX-hugbúnaðar- húss, verður stai-fsmönnum einnig boðið að eignast hlut í fyrirtækinu með valréttarsamningum. Ekki hefur verið ákveðið hvort fyrirtæk- ið verði tekið til skráningar á ís- lenskan hlutabréfamarkað, eða hvenær það geti orðið. Jóhann Jónsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri AX-hug- búnaðarhúss. Hann var áður fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Tæknivals. ■ Verður stærsta/Cl Fámennt í Grímsey vegna Sjávarútvegssýningarmnar Yfir 70% eyjarskeggja hafa brugðið sér í land INNAN við 30 af um 100 íbúum Grímseyjar eru nú staddir í eynni. Langflestir þeirra sem nú eru staddir uppi á landi hafa lagt leið sína á Islensku sjávarútvegs- sýninguna sem opnuð var í Smáranum í Kópavogi í morgun. Gylfí Gunnarsson, skip- sljóri, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey er einn þeirra fáu sem sátu heima í gær. „Jú, það er rétt. Það eru afskaplega fáir hérna núna. Þetta er hálfgert eyðisker, eins og segir í vís- unni. Ég var nú að taka það saman hérna í hádeginu að það eru sennilega innan við þrjátíu manns staddir í eynni núna, svona 26-28 manns,“ segir Gylfi. Ekki ballfært vegna fámennis Ekki taldi Gylfi að lát yrði á fólksfækkuninni, einhverjir væru að bræða með sér að skella sér suður nú fyrir helgi. „Ég held jafnvel að eitthvað af því sé að fara á morgun, jafnvel fjórir eða fimm.“ Þetta merkir að yfir sjötíu prósent íbúa hafa yfir- gefið heimili sín í eynni þar sem um eitt hundrað manns eru skráð þar með lögheim- ili. Gylfi sagði langt síðan jafn fámennt hefði verið í eynni. „Það er ekki líf í mörgum húsum þessa stundina. Það eru þrjár fímm manna fjöl- skyldur í þeim hópi sem er hérna eftir. Ætli það sé ekki fólk í níu eða tíu húsum. Þetta er dálítið sérstakt. Það voru aðeins tveir bátar á sjó í dag af öllum flotanum! Ætli fólk fari svo ekki að tínast heim um eða upp úr helgi. Þetta eru mikið sjómenn sem hafa tekið fjölskylduna með sér á Sjávarútvegssýning- una,“ sagði Gylfi. Hann taldi ólíklegt að ball yrði haldið um helgina. „Við höldum það þá bara í eldhúsinu hjá einhverj- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.