Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málþing um íslenskt vistvænt eldsneyti ÁHUGI lausra sem lendra hefur á síðasta áratug þessarar aldar beinst æ meir að umhverfinu og þeim mannlegu gerðum sem því kunna að spilla. Um tvo þriðju hluta allrar mengunar andrúmsloftsins á Is- landi má rekja til útblásturs vélknú- inna farartækja, bifreiða, vinnuvéla og fiskiflota. Um heim allan er nú í gangi víðtæk leit leiða til þess að bægja frá hættunum, sem þessari mengun eru samfara. Áhugi er mik- ill á notkun vistvæns eldsneytis eins og metanóls og etanóls, sem unnið er úr lífmassa. Á íslandi beinist athyglin að því að nýta vetni, sem unnið er úr vatni með rafgreiningu og nota til þess raforku frá vatns- og jarðvarma- orkuverum landsins, annaðhvort beint eða til framleiðslu á metanóli. Til framleiðslu þess eru uppi hug- myndir að binda vetnið koleinsýring (CO) úr afgasi jámblendisins eða koltvísýring (C02) frá jarðhitaorku- verum. Eins er til athugunar að nota metangas úr sorpi frá höfuð- borgarsvæðinu og eða vinna etanól úr alaskalúpínu og fleira slíkt. Fyr- ir tvær stjórnsýsludeildir Evrópu- sambandsins (ESB), sem halda um orkurannsóknir á vegum þess, rek- ur Orkustofnun skrifstofur er nefn- ast OPET og Altener. í samvinnu við Iðntæknistofnun boða þessar einingar til daglangs málþings um „íslenskt vistvænt eldsneyti". Til hafa verið kallaðir kunnir íslenskir fræðimenn og frumkvöðlar, til þess að kynna möguleika og stöðu þess- ara mála. Jafnframt flytur reyndur sérfræðingur frá ESB þar fyrir- lestur um stöðu mála í Evrópu. Á þinginu verður reynt að skyggnast fram á við og kortleggja hvað gera þarf til þess að framleiðsla og notk- un vistvæns íslensks eldsneytis geti orðið að veruleika í næstu framtíð. Málþingið verður haldið á Grand Hótel miðvikudaginn 8. september 1999, og hefst þingið klukkan 9:00 með skrásetningu og afhendingu gagna. Tímabundin friðun hels- ingja í Skaftafells- sýslum VEIÐITÍMABIL helsingja hófst 1. september. Af því tilefni vill um- hverfisráðuneytið minna á að friðun helsingja er ekki aflétt í Skaftafells- sýslum fyrr en 25. september en stytting veiðitímabilsins þar er gerð í því skyni að byggja upp íslenskan varpstofn tegundarinnar þar á slóð- um. Helsingi hefur viðkomu á Islandi til og frá varpstöðvum á Grænlandi og víðar, en hann hefur þar til ný- lega ekki talist til varpfugla hér á landi. Á undanfömum árum hefur hins vegar byggst upp lítill varp- stofn helsingja í Austur-Skaftafells- sýslu. í fyrra var veiðitímabilinu á helsingja seinkað til 25. september þar vegna þess að óttast var að veiðar gætu skaðað þennan vísi að varpstofni. Nú í sumar ákvað Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, að stækka þetta svæði með breyt- ingu á reglugerð nr. 456/1994 þannig að helsinginn nýtur nú einnig friðunar í Vestur-Skaftafells- sýslu fram til 25. september. Veiði- tíma helsingja lýkur síðan alls stað- ar á landinu 15. mars. Bíia- og ferða- vinningar í happdrætti Hjartaverndar HIÐ árlega happdrætti Hjarta- vemdar er nú farið af stað. Happ- drætti Hjartaveradar er eina skipu- lagða fjáröflun samtakanna. Ai- menningur og fyrirtæki í landinu hafa með þátttöku sinni í happ- drættinu veitt Hjartavemd stuðn- ing sinn. Ágóðinn af sölu happdrættismiða hefur skilað umtalsverðu framlagi til rannsóknar- og fræðslustarfsemi Hjartavemdar. Niðurstöður rann- Dilbert á Netinu v^mbl.is _ALLTAf= EITTHVfAO NÝTl- sókna Hjartavemdar hafa ekki ein- göngu heilsufarslega þýðingu held- ur einnig þjóðhagslega. Fræðslu- starfsemi Hjartavemdar byggist á fræðslu til almennings þar sem m.a. er stuðst við niðurstöður rannsókna Hjartavemdar. Stuðningur við happdrætti Hjartaverndar jafngiid- ir stuðningi við hjartarannsóknir á Islandi og við fræðslu á sviði hjarta- verndar. Miðamir em fáanlegir á skrifstofu Hjartavemdar. Meðal vinninga er Nissan Patrol jeppi að verðmæti 3.550.000 kr., tvær Ford Focus High bifreiðar, fellihýsi, breiðtjaldssjónvarp og fjöldi ferðavinninga. Dregið verður í happdrættinu 23. október. Sjálfsbjörg í Vestmannaeyj- um 40 ára SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Vestmannaeyjum, verður 40 ára þann 15. desember nk. en aðalfund- ur félagsins var haldinn nýlega. Þar vom Ammundi Þorbjömssyni, frá- farandi formanni, Richard Þorgeirs- syni, fráfarandi ritara, og Halldóri Jónssyni, gjaldkera, þökkuð frábær störf en Richard var ritari fyrstu stjómar og Ammundur stofnfélagi. Fyrsti formaður var Ási í Bæ. Aðalefni fundarins var ferlimál fatlaðra í Vestmannaeyjum. Fund- armenn vom sammála um að þar væri víða pottur brotinn og brýnna aðgerða væri þörf. Samþykkt var að í samstarfi við Þroskahjálp í Vest- mannaeyjum yrði þegar leitað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um úr- bætur. Amór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, beindi þeirri áskomn til stjómvalda að bæta kjör öryrkja. Ný stjóm var kosin en formaður er Höskuldur Rafn Kárason. Leigjendasam- tökin segja neyðarástand í húsnæðismálum STJÓRN Leigjendasamtakanna lýsir yfir neyðarástandi í húsnæðis- málum á höfuðborgarsvæðinu, segir í frétt frá samtökunum. Einnig segir: „Stjómin hvetur öll félög og samtök sem láta sig varða hag almennings og ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í lífsbarátt- unni að taka höndum saman og krefjast lausna. Stjómin bendir á að húsnæðismál era einn stærsti þátt- urinn í lífskjömm fólks og líta verður því á húsnæðismálin sem kjaramál, en ekki aðeins sem fjárfestingu ein- staklinga. Mál þetta þolir enga bið.“ VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Eru stjórnvöld = peningavöld? í ÖLLUM orðaflaumnum og fjaðrafokinu um dreifða eignaraðild að íslenskum bönkum kom fram yfirlýs- ing jafnaðarmanna um að dreifður jöfnuður á þeim miðum sé óframkvæman- legur - og hins vegar að forsætisráðherra, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, telur að óheft markaðslög- mál í hlutabréfaviðskiptum sé ekki hættulaus í okkar íslenska þjóðfélagi. Frammi fyrir þessum tján- ingum og yfirlýsingum stóð ég undrandi og hugs- aði. Hver er hvað og hver er hvers og hver á hvað? - eins og sagði í þekktum gamanleik. - En hér er ekki gamanmál á ferðinni heldur mikil alvara. I ein- semd minni, undmn og ígrundun barst í hendur mér sunnudagsblað Morg- unblaðsins á sjálfan höfuð- daginn þar sem Ellert B. Schram skilgreinir málin einkar vel sem mikið um- hugsunarefni og þökk sé honum. Hann nefnir grein sína „Skrattinn skemmtir ömmu sinni“. Eg vona að margir hafi lesið þessa grein og hvet til þess að sem flestir geri það og gefl sér tíma til að hugsa málin og helst upphátt. Þó skrattanum hafi tekist að skemmta ömmu sinni þá skulum við forðast að gera hann að allsherjar skemmtikrafti. - En hversu oft er honum skemmt í íslenskum stjórnmálum? Steinunn. Réttdræpur ÉG hef lesið þessar báðar greinar um hunda sem hafa bitið og ég hef senni- legustu útskýringuna hvers vegna. Veikindi. Eins og hundurinn með blýantinn í eyranu var að hlífa sér með því að bíta. Menn eru enn dauðhrædd- ir við einn banvænan sjúk- dóm sem kallaður ér hundaæði þótt hann þekk- ist lítt hér á landi. Flestir eða allir sem hafa verið bitnir af hundum fara í stífkrampasprautu ef svo kynni að vera að hundur- inn væri kannski með hundaæði. Eins og nafnið gefur til kynna eru hundar líklegast með sjúkdóminn þótt hann sé frá refum Englands og fyrir iöngu úlfum. Refir, úlfar og hundar em skyldir og því er alltaf hætta á að hundur beri hundaæði þótt hann berist með biti. Þegar hundur bítur er kallað „drepum hundinn". En þegar hesturinn réðst á stelpuna í Mosfellsbæ var ekki kallað neitt þvf það var líklegt að hesturinn bæri ekki hundaæði. Bryndís Vigfúsdóttir, Hlíðartúni 6, Mosf. Lamba- eða svínakjöt? ÉG sá í verslun að SS er með nýja vöru sem er púrtvínslegið lambakjöt. Á pakkningunni stendur „Púrtvínslegið lambakjöt" en einnig stendur neðar á pakkningunni „Púrtvíns- legið svínakjöt". Ég spyr: Er blandað lamba- og svínakjöt í pokanum? Ef svo er ekki á hvorum mið- anum á maður að taka mark? Neytandi. Gleði við harmonikkuspil LÍFSGLEÐI njótið vinir mínir. Lífíð er stutt og stundum gleðisnautt en þess á milli koma yndisleg- ar stundir og þá er um að gera að njóta þeirra vel og reyna að hafa þær sem flestar án þess að skaða sjálfan sig eða aðra. Það sem ég ætla að segja ykk- ur frá er ekki dapurlegt heldur er það frá tilhlökk- un minni og margra ann- arra. Frá hausti til vors einu sinni í mánuði á laug- ardagskvöldum hefur fólk úr Harmonikkusveit Reykjavíkur spilað fyrir dansi í Ásgarði í Glæsibæ. Spilagleðin og fjörið er svo mikið að það færist yfir á gesti. Maður verður hress og kátur, jafnvel í nokkra daga á eftir. Þetta er alveg frábært. Hugsið ykkur hvað þessir harmonikku- leikarar eru miklir gleði- gjafar. Rafn. Hvítur kettlingur týndur ÞESSI skjannahvíti kett- lingur er týndur. Hann er líklega einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu en einnig er möguleiki að hann sé á Suðurnesjunum. Hennar hefur verið saknað síðan fóstudaginn 27. ágúst. Þetta er lítil hvít ca. fjögurra mánaða læða og er hún ekki með ól. Þeir sem hugsanlega gætu veitt einhverjar upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 698 7069 eða 421 7069. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson Dxh5+ - Kg8 27. Dg6-I— Kh8 28. He4 og svartur er í mátneti) 23. Rxf8 - Dxf8 24. Dxc4 og svartur gafst upp. STAÐAN kom upp á opnu móti í Portn San Giorgio á Italíu í ágúst. Nigel Davies (2.515), Englandi, hafði hvítt og átti leik gegn Anatoly Bykhovsky (2.395). 22. Rxe6! - Dc8 (Eða 22. - fxe6 23. Dg6+ - Kh8 24. Dxh6+ - Kg8 25. Dg6+ - Kh8 26. Hvítur leikur og vinnur. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 1.345 kr. til styrktar Hjálparstofnun kirkjunnar. Þær heita Auður Sara, Thelma Rut, Klara Sif og Harpa Rún. Víkverji skrifar... YÍKVERJI er einn þeirra sem hrifist hafa af mynd júgóslav- neska kvikmyndaleikstjórans Emirs Kusturicas, Svartur köttur, hvítur köttur. Myndin er fyndin, hug- myndarík og umfram allt skemmti- leg. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því Kusturica sýndi með myndinni Neðanjarðar að hann er óvenjulega hæfileikaríkur kvik- myndagerðarmaður. Þessar myndir sýna hvers hinn almenni kvik- myndahúsagestur, sem fyrst og fremst fer í bíó til að sjá amerískar bíómyndir, fer á mis. Þó margt sé vel gert í Hollywood fer því fjarrí að amerískar kvikmyndir eigi það skil- ið að njóta eins mikils áhorfs og raun ber vitni, en yfir 90% af öllum bíómyndum sem sýndar em í kvik- myndahúsum hér á landi eru fram- leidd í Bandaríkjunum. Bandarískur kvikmyndaiðnaður er gríðarlega sterkur. Hann veltir miklum fjármunum og býr yfir óhemju öflugu dreifikerfi. Með ein- hverjum dularfullum hætti tekst þessum iðnaði að vekja áhuga al- mennings á nauðaómerkilegum kvikmyndum. Víkverji er að vísu ekki tilbúinn til að fullyrða að Stjörnustríðsmyndimar séu ómerki- legar, en það vekur furðu þegar fólk er farið að leggja á sig langt ferða- lag og ærinn kostnað til að sjá nýj- ustu myndina í þessum flokki nokkr- um dögum á undan öðmm. Víkverji hlustað fyrir stuttu á umræður um þessa mynd í útvarpsþætti þar sem myndin var brotin til mergjar og ævintýri aðalsöguhetjunnar borin saman við ævi Jesú Krists. Það má segja að þegar svo langt er gengið hafi auglýsingamennskan náð lengra en áður em dæmi um. xxx DAGSKRÁ sjónvarpsstöðvanna er oftar en ekki með daufasta móti yfir sumarmánuðina. Slíkt er eðlilegt m.a. vegna þess að áhorf á sjónvarp er minna á sumrin og því ekki óskynsamlegt af sjónvarps- stöðvum að verja minni peningum í dagskrárgerð á þessum árstíma. Víkverji verður þó að segja að spar- semi þeirra sem sjá um að kaupa inn erlendar kvikmyndir á Ríkis- sjónvarpinu er komin út í öfgar. Þeir mega ekki gleyma því að al- menningur er skyldugur til að borga mánaðarlega fyrir þessa dag- skrá og á heimtingu á efni sem stenst lágmarkskröfur. Kvikmynd- irnar sem RÚV hefur sýnt í sumar eiga flestar það sammerkt að vera gamlar eða lélagar. Nokkuð hefur verið um að sýndar hafa verið myndir sem sýndar vom í kvik- myndahúsum hér á landi fyrir nokkram áram og hefur verið hægt að leigja á flestum myndbandaleig- um fyrir 300-400 kr. Dæmi um slíka mynd er Frelsum Villa sem var að- almynd Sjónvarpsins sl. laugar- dagskvöld. xxx YÍKVERJI undraðist mjög við- brögð útvarpsstjóra þegar nið- urstaða skoðanakönnunar á áhorfí á fréttatíma Sjónvarpsins og Stöð 2 var borin undir hann. Niðurstaða könnunarinnar sýndi í fyrsta skipti að meira er horft á fréttatíma Stöðv- ar 2. Útvarpsstjóri sagði aðspurður að hann væri „mjög ánægður" með þessa niðurstöðu. Þetta verða að teljast skrýtin viðbrögð í ljósi þess að fréttatími Sjónvarpsins var færð- ur fram um klukkutíma til þess að ná betra forskoti á Stöð 2. Flestir reiknuðu með að þetta myndi takast en að hlustun á aðalfréttatíma Út- varpsins myndi minnka. Það hefur hins vegar ekki gerst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.