Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 59

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 59 Matur og matgerð Rifsberja- marengsterta Hér innan girðingar í Grænagarði hafa verpt 14 tegundir fugla, segir Kristín Gestsddttir, en núna í sumar hefur sílamávi fjölgað svo á Garðaholti að hann er farinn að gera öðrum fuglum lífið leitt. OFT höfum við horft á sflamáv- inn og hans skyldulið grípa mófuglsunga og egg hér á holtinu en aldrei eins oft og í sumar. Und- anfarið þegar foreldramir hafa verið að æfa ungana eru lætin og hávaðinn með ólfldndum, auk þess sem þessi stóri fugl dritar hér á hús og umhverfi - ekki veit maður hvað hann ber með sér úr skolpræsunum en hann er mikið í frárennsli þeirra. Við teljum okk- ur fuglavini, en öllu má ofbjóða. Annar gestur líka óvelkominn er farinn að venja komur sínar hing- að, en það er geitungur. I hitteð- fyrra var hér mjög stórt trjágeit- ungabú en núna valdi holugeit- ungur sér stað fyrir bú sitt í grjóthleðslu við gulrótarbeðið, sem er við hliðina á rifsberjarunn- unum. Við hjónin læddumst eins og þjófar að runnunum til að styggja ekki hina óboðnu gesti. Eftirtekjan var ekki mikil - rétt nægði í eina tertu enda berin varla orðin rauð, þau vantar sól- ina. Þau ber sem eftir eru verða að bíða þar til geitungadrottning- in er búin að leysa upp búið og þegnarnir farnir á flakk. Marengs-rifsberja- kaka, bökuð í tvennu lagi Fyrri botninn _________200 g smjör_______ 100 g sykur 1 egg 3 eggjarauður 175 g hveiti 1 '/2 tsk. lyftiduft 1. Hitið bakaraofn í 190°C, blást- ursofn í 175°C. 2. Hrærið lint smjör með sykri, hrærið síðan eggjarauður og egg út í. 3. Blandið saman lyftidufti og hveiti og hrærið út í. Setjið í smurt form um 25-27 cm í þvermál og bakið í 30 mínútur. Kælið vel og hvolfið á smurðan álpappír á bök- unarplötu. Yfirbotninn: ___________3 eggjahvítur__________ ____________150 g sykur__________ 75 g fínt saxaðar möndlur 1 msk. kartöflumjöl 300 g vel þroskuð rifsber 1. Þeytið eggjahvítur og bland- ið sykri smám saman út í og hrærið vel á milli. Stráið kartöflu- mjöli og hnetum út í og hrærið varlega saman við. 2. Pvoið rifsberin og tínið af stilkunum (gott er að ýta berjun- um af stilkunum með gaffli). Þerr- ið rifsberin og setjið út í marengs- inn. 3. Setjið marengsblönduna ofan á og niður með hliðunum á fyrri botninum, sem á að vera vel kald- ur og á að vera á álpappírnum. Ál- pappírinn einangrar botninn örlít- ið. Bakið við 180°C, blástursofn við 165°C, í 25 mínútur. 4. Berið kökuna fram heita eða kalda með ís. Frábær skemmtun f allan vetur IÐN0 leikárið 1999 - 2000 13.sýning Sj«ik*pfe etn* og h»nn Wggur *»9 m V/SA . FRIÐINDA «Cæ klúbburinn *ef greitt er með VISA kreditkorti -þú velur Sex leiksýningar og tvær gómsætar máltíðir á 7500kr .* Þú velur þér fjórar kvöldsýningar og tvær hádegissýningar úr spennandi vetrardagskrá IÐNÓ og færð að auki tvær gómsætar máltíðir. Kortið veitir þér einnig 20% afslátt af allri annarri starfsemi í Iðnó. Kynntu þér frábært leikár á www.idno.is IÐNÓ - sími 5 30 30 30 - fax 5 30 30 31 netfang idno@idno.is - veffang www.idno.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.