Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 35

Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 35 LISTIR Islensk sönglög, Wolf og Rakhmaninov TOIVLIST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona og Edda Erlendsdóttir píanóleikari fluttu sönglög eftir íslensk tónskáld og erlend. Þriðjudagskvöld kl. 20.30. ÞAÐ verður seint komið nóg af íslensku sönglögunum. Islenska sönglagaklassíkin, Arni Thor- steinsson, Páll Isólfsson, Sigfús Einarsson, Karl 0. Runólfsson, Sigvaldi Kaldalóns; þetta er eitt- hvað sem allir íslenskir söngvarar reyna sig við og spreyta sig á, á ýmsum stigum söngferilsins. Þetta eru standardar sem hver einstök ís- lensk söngrödd þarf að máta sig við fyrr eða síðar. Tónlistarunnendur virðast líka seint fá nóg. Það er líka vissulega gaman að heyra hvernig hver og einn söngvari fer með þetta repertoir. Og hver og einn hlust- andi á sína uppáhaldssöngvara í hverju lagi, og ýmsir hafa heyrst þrátta lengi og af innlifaðri sann- færingu um það hvor „eigi“ Hamra- borgina, Einar Ki-istjánsson eða Stefán Islandi. Það er þvi óneitan- lega spennandi og allt of sjaldgæft að heyra eina vinsælustu söngkonu þjóðarinnar á síðustu árum, Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur, syngja þessi lög. Meðleikari Ólafar Kol- brúnar á tónleikum í Hafnarborg á þriðjudagskvöld var Edda Er- lendsdóttir, sem hefur heldur ekki verið sérlega áberandi meðal flytj- enda í íslenskri sönglagaklassík. Þær fluttu lög Arna Thorsteinsson- ar Kirkjuhvol, Nótt og Vorgyðjan kemur; lög Páls Isólfssonar Vöggu- vísu, I dag skein sól og Kossavísur; lög Sigfúsar Einarssonar Drauma- landið og Gígjuna; Síðasta dans og I fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson og loks lög Sigvalda Kaldalóns Ég lít í anda liðna tíð, Þú eina hjartans yndið mitt, Svanurinn minn syng- ur, Svanasöng á heiði og Við sund- ið. Það tók tónlistarkonurnar lang- an tíma að komast verulega á skrið og í gott jafnvægi. Fyrstu lögin á efnisskránni voru ekki í jafnvægi - píanóið var allt of sterkt, jafnvægi milli söngs og píanós var órólegt, vegna þess að hraðaval var í það brattasta, pedalnotkun píanósins var of mikil, sérstaklega í lögunum Vorgyðjan kemur og Vögguvísu, og túlkun var einsleit og dauf. I lögum Sigfúsar Einarssonar gerðist eitt- hvað - eins og eitthvað hrykki í rétt- an gír og þær Ólöf Kolbrún og Edda næðu sér á strik. Drauma- landið var fallega flutt og með inni- leik, og Gígjan hljómaði einstak- lega glæsilega og var virkilega fín. I Síðasta dansinum var eins og jafnvægið gliðnaði aftur og dan- sparið vildi hvort í sína áttina, en aftur í laginu í fjarlægð náðist að skapa kyrrláta stemmningu fulla af söknuði og trega, og fjarlægðin og angistin voru ítrekuð afar músík- alskt í eftirspilinu sem dó út og hljóðnaði eins og það hyrfi hljóðlátt Lífæðar 2000 til Selfoss MYNDLISTAR- og ljóðasýn- ingin Lífæðar verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Selfoss á morgun, föstudag kl. 15. Sýningunni var hleypt af stokkunum á Landspítalanum og kemur nú frá Heilbrigðis- stofnun Seyðisfjarðar. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og íjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Sýningunni á Selfossi lýkur 3. október, þaðan heldur hún til Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Það er Islenska menningar- samsteypan art.is sem gengst fyrir sýningunni í boði Glaxo Wellcome á Islandi. út í firrðina. Lög Sigvalda Kalda- lóns voru prýðilega flutt. Ólöf Kol- brún söng Ég lít í anda liðna tíð mjög fallega; dramatískara en gengur og gerist, en af mikilli til- finningu. Svanalög Kaldalóns voru nokkuð óhamin, „mikið“ sungin og spiluð og túlkunin verulega drama- tísk. Þótt undirrituð hafi smekk fyrir látlausari túlkun á lögunum var söngur Ólafar Kolbrúnar óneit- anlega glæsilegur, strúktúr lag- anna og innbyggð dýnamík henta rödd hennar og söngstíl ákaflega vel. Lagið Við sundið var það síð- asta lyrir hlé, og þar fóru þær Ólöf Kolbrún og Édda of geyst af stað bæði í hraða og styrk, þannig að uppbygging spennu varð ekki eins mikil og hefði getað orðið ella. Eftir hlé var hreinlega eins og tónlistarkonurnar væru loks komn- ar á sinn heimavöll. Lög Hugos Wolfs voru feiknarfallega flutt; óró- inn sem var svo áberandi í íslensku lögunum var á bak og burt, og við tók innilegur og músíkalskur flutn- ingur - blæbrigðarík dýnamík og allt litróf tilfinninganna var spunn- ið í fallegan söng og fallegan píanó- leik þar sem einstigi hins músík- alska jafnvægis var fetað af mikilli list. Það er erfitt að nefna eitt lag öðru fremur - þó helst að það verði tvö síðustu lögin, ástarsagan Nim- mersatte Liebe og hið undurfagra Verborgenheit, sem bæði voru skínandi góð. Enn var bætt um betur í sex lög- um eftir Sergeij Rakhmaninov sem hér voru flutt með ljóðaþýðingum Þorsteins Gylfasonar. Það var frá- bært að heyra þessi unaðsríku lög með svo fallegum íslenskum texta, ekki síst þar sem flutningur þeirra var mjög góður. Þær Ólöf Kolbrún og Edda fóru á kostum og augna- blikin voru dýrmæt. Hæst bar þessa rússnesku rómantík í laginu Mín fagra, ekki syngja lög úr sveit- um Rússíu með tárum. Þar svall munúðarfull nostalgía í einu falleg- asta lagi rússneskrar rómantíkur og þær Ólöf Kolbrún og Edda fluttu lagið stórkostlega vel. Bergþóra Jónsdóttir Lokadas ar V 3 útsölunnar Opiðídagtil W.22D0 Stóraukim afsláttur af fjölmöigum vörutegundum HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Tilboð á bakpokum! SkeiHjnni 19 - S. 568 1717 Russell Athletic bómull/fleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarefni o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.